Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.05.2001, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg lings/persónubundið viðhorf að ræða og konan eða parið sem stendur í þessum sporum verð- ur að taka afstöðu til þess hvað hentar þeim og þeirra fjöl- skyldu og aðstæðum, byggt á þeirra eigin gildismati. Í öðru lagi er hér komin að- ferð sem má beita hjá konum á öllum aldri, ekki aðeins eldri konum. Þó svo að aldursmörk fósturgreiningar hafi upphaf- lega verið sett við 35 ára þá er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að endurskoða þau mörk. Vel mætti hugsa sér að hækka aldursmörkin eða lækka þau. Og þá vaknar spurningin, hvar á að setja mörkin og hver á ákveða hvar þau eru sett? Hins vegar mætti hugsa sér að bjóða öllum verðandi foreldr- um fósturgreiningu, það er öll- um sem þess óska. Hnakkaþykktarmæling er aðferð sem þróuð hefur verið hjá Fetal Medicine Foundation í London og hefur hún verið framkvæmd hjá hátt á annað hundrað þúsund þunguðum konum í Bretlandi, víðar í Evr- ópu, Kanada og Bandaríkj- unum. Fjölmargir læknar og ljósmæður og aðrir sem vinna við fósturómskoðanir víðsveg- ar að úr heiminum hafa lært þessa aðferð hjá Fetal Medic- ine Foundation. „Þeir halda reglulega námskeið og kenna tæknilegu framkvæmdina ásamt fræðilegum grunni. Allt starfsfólk fósturgreiningar- deildar kvennadeildar hefur sótt slíkt námskeið,“ sagði Hildur. „Í árslok1998 vorum við öll búin að sækja námskeið og ljúka tilskildum prófum en þegar því er lokið verður hver og einn að senda inn 50 óm- myndir til að sýna að hann hafi staðist þær kröfur sem gerðar eru og að rétt sé að farið. Á sex mánaða fresti fer fram gæða- eftirlit, þar sem farið er yfir mælingar hjá öllum starfs- mönnum og kannað hvort mælingar séu innan skekkju- marka. Í ársbyrjun 1999 byrjuðum við að bjóða konum sem voru að koma í undirbúningsviðtal fyrir legvatnsástungu upp á hnakkaþykktarmælingu og líkindamat með tillitit til litn- ingagalla fósturs. Mörg pör endurmátu afstöðu sína til leg- vatnsástungunnar í kjölfar lík- indamatsins, einkum þau sem höfðu búið við langvarandi barnleysi eða endurtekið misst fóstur eða jafnvel notið aðstoðar tækni- eða glasa- frjóvgunar við að koma þung- un af stað. Fyrir þennan hóp, getur líkindamat verið kær- komin aðferð til aðstoðar við erfiða ákvarðanatöku varð- andi inngrip eða ekki.“ Árið 1998 voru fram- kvæmdar tæplega 500 leg- vatnsástungur á fósturgrein- ingardeild kvennadeildar en árið 2000 voru þær 292. „Legvatnsástungum hefur þannig fækkað verulega og inngripin eru markvissari nú en áður,“ segir Hildur. „Á árinu 1999 höfðu tölurnar snú- ist við frá því sem var, þ.e. þá tapaðist eitt heilbrigt fóstur vegna legvatnsástungu við greiningu á tveimur tilfellum af litningagöllum en áður töp- uðust tvö heilbrigð fóstur við greiningu á einu tilfelli af litn- ingagalla. Vissulega er hlut- fallið hagstæðara en áður en spyrja má hvort hægt sé að gera betur. Samþætting ómskoðunar og mælingu lífefnavísa Ef mæling lífefnavísa er gerð samhliða ómskoðun og hnakkaþykktarmælingu er hægt að fá enn nákvæmara líkindamat en með hvoru fyrir sig. Ef líkindamat er aukið er gert inngrip til greiningar á litningagerð fósturs og þannig má greina allt að 95% allra litningagalla og 86% tilfella af þrístæðu 21, meðal allra ald- urshópa. Við þessar aðstæður má búast við að allt að 6,7% kvenna hafi aukið líkindamat eða jákvæða skimun og fari þar af leiðandi í inngrip. Í rannsókn Kevin Spencer og félaga í Bretlandi sem birtist í British Journal of Obstetrics & Gynecology í fyrra þar sem þessari aðferð var beitt þurfti að gera 11 fylgjusýni til að greina hvert tilfelli af litninga- galla. Þá má búast við að eitt heilbrigt fóstur tapist fyrir hver fimm tilfelli af litninga- göllum sem greinast.“ Ráðgjöf um eðli prófsins Undirbúningur fyrir allar rannsóknir felur í sér ráðgjöf varðandi eðli prófsins og hversu næmt það er til að greina tiltekið vandamál. „Við skimun af þessu tagi er mikilvægt að verðandi foreldr- ar fái sem bestar upplýsingar gefnar á hlutlausan hátt,“ sagði Hildur. „Sagt er að erfitt sé að gefa hlutlausa ráðgjöf, ef ekki ómögulegt, og best væri að láta fólk horfa á myndband. Vissulega er fræðslumynd- band einn kostur en starfsfólk í mæðravernd þarf engu að síður að vera í stakk búið að svara spurningum verðandi foreldra varðandi fósturgrein- ingu. Mikilvægt er að sá sem ráðgjöfina gefur haldi sínum persónulegu skoðunum fyrir sig og segi ekki til dæmis „jú, auðvitað ferðu í ástunguna!“ eða „ástunga er alveg óþarfi!“ Sumir vilja láta heilbrigðis- starfsmanninn taka ákvörðun fyrir sig, eins og kannski tíðk- aðist áður, en mikilvægt er að allar ákvarðanir varðandi þungunina séu teknar af verð- andi móður eða foreldrum, enda er þetta jú þeirra barn og þau sem bera endanlega ábyrgð á uppeldi þess og vel- ferð. Er einhver annar hæfari til að dæma hvað er „rétt“ en einmitt móðirin. Í viðtali Mbl. við James Watson Nóbelsverð- launahafa fyrir skömmu varð- andi ákvörðunarrétt við fóst- urgreiningu var það einmitt hans niðurstaða að ákvörðun- arrétturinn ætti að vera hjá móðurinni og engum öðrum. Siðferðilega hliðin En hvað er „rétt“ að gera? Augljóslega er ekki til eitt rétt svar eða rangt í þessum efn- um. Kjarni málsins er í mínum huga að einstaklingurinn hafi val og geti tekið upplýsta ákvörðun að undangenginni ráðgjöf um þá valkosti sem standa til boða. Við erum ekki ein um þessar vangaveltur til dæmis hefur Ráðherranefnd Evrópuráðsins samið tilmæli til aðildarríkja varðandi fóstur- greiningu - nefnt forburðar- skimun og forburðarerfða- greining í ályktuninni - frá 1990. Þar segir m.a. Ráðherra- nefndin „álítur að konur á barneignaaldri og pör eigi að upplýsa að fullu og fræða um það hvar þesar aðferðir eru til- tækar, um ástæður þess að þeim er beitt og um hættur sem þeim eru samfara.“ Ályktunina má finna á vef Landlæknisembættisins (Landlaeknir.is). Þá hefur Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) sett fram svipuð til- mæli eftir alþjóðlegan fund í Genf 1997 og má finna á vef stofnunarinnar. „Rauður þráður í skjali beggja er að viðeigandi hlut- laus ráðgjöf sé veitt fyrir og eftir prófun og að rannóknin sé upplýst val verðandi foreldra og aldrei þvingunaraðgerð,“ sagði Hildur. „Þá eru tilmæli um gæðaeftirlit stofnana sem veita þjónustu á þessu sviði. WHO bætir við að ákvarðana- taka varðandi notkun erfða- fræðilegra upplýsinga sé alfar- ið í höndum verðandi foreldra, þó innan lagaramma hvers lands.“ Úrelt að byggja eingöngu á aldri móður Núverandi aðferð við fóstur- greiningu sem byggist á aldri móður eingöngu er úrelt, telur Hildur. „Til eru nýrri og betri aðferðir til að leita að litninga- göllum fósturs hjá konum á öll- um aldri, þar sem fjöldi inn- gripa verður færri en nú er en leiðir engu að síður til grein- ingar á fleiri tilfellum litninga- galla en áður,“ sagði hún. „Mikilvægt er að taka upp nýja starfshætti sem fyrst í sam- ræmi við alþjóðlegar sam- þykktir.“ göllum MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2001 11 SIGURÐUR Kristins-son, lektor við Há-skólann á Akureyri,velti fyrir sér sið-ferðilegum spurn- ingum, sem vakna við skimun og hvort ávinningur, sem af henni hljótist, sé meiri en áhættan, sem fylgir greining- unni. Sigurður einskorðar sig ekki við forburðarskimun, heldur varpar fram þeirri spurningu hvaða ábyrgð fylgi því almennt að bjóða upp á skipulega skimun og hvetja jafnvel til þátttöku í henni. Jafnframt hvort það að taka upp skimun á ákveðnu sviði standist svokallaða skaðleys- isreglu, en hún kveður á um að þeir sem stunda lækningar eiga umfram allt að gæta þess að valda ekki skaða. Frumkvæði sjúklingsins „Þegar kemur að skimun þá tel ég að túlka verði þessa reglu öðruvísi en þegar um er að ræða greiningu sjúklings, sem kemur í meðferð. Þá er frumkvæðið hjá sjúklingnum og skylda læknisins að gæta þess að víkja ekki út frá við- urkenndum starfsreglum og taka þar með óþarfa áhættu gagnvart sjúklingnum,“ sagði hann. „En þegar um er að ræða skimun að frumkvæði heilbrigðisþjónustunnar er eðlilegt að líta þannig á að áð- ur en einstaklingi er boðið til þátttöku verði búið að ganga úr skugga um að ávinningur- inn sé meiri heldur en áhættan fyrir þennan tiltekna einstak- ling. Þetta þýðir í raun að öll skipulögð skimun verður að hvíla á rannsóknum á afleið- ingum hennar. Þar á ég við upplýsingar eins og hvað eru miklar líkur á falskri jákvæðri niðurstöðu, sem er eitt aðal at- riðið, þ.e. að sjúklingur sé kall- aður inn og greinist ranglega með ákveðið vandamál. Sú niðurstaða hefur í för með sér óþarfar framhaldsrannsóknir og ef til vill meðferðir. Því fylgir áhætta og ef til vill skaði auk álags. Ef um er að ræða fóstur gæti afleiðingin verið ástæðulaus fóstureyðing og því er óhætt að segja að mikið sé í húfi út frá sjónarhóli fóst- urs og foreldra. Áhættan fyrir hinn skimaða felst því einkum í hættunni á falskri jákvæðri niðurstöðu.“ Sigurður sagði að eðlilega hefði fólk tilhneigingu til að einblína á ávinninginn af skimun. Með skimun mætti greina fyrstu vísbendingar um sjúkdóma og þá væri hægt að grípa til fyrirbyggjandi að- gerða eða meðferða sem væru líklegri til árangurs. „Spurningin sem ég set fram um leið og ég gef ákveðn- ar vísbendingar um hvernig eigi að bera sig til við að reyna að svara, er hvernig eigum við að vega ávinninginn á móti áhættunni og þar með að gæta þess að taka eingöngu upp skipulagða skimun þar sem sýnt hefur verið fram á að ávinningurinn sé meiri,“ sagði hann. Ávinningur meiri en áhætta Almenn tilmæli um skimun að mati Sigurðar má því að- eins gefa út að gengið hafi ver- ið úr skugga um að ávinning- urinn sé meiri en áhættan fyrir þá sem málið varðar. „Það verður því að skoða málið út frá einstaklingi, sem valinn er af handahófi úr hópi þeirra sem boðið er upp á skimunina,“ sagði hann. „Og hvernig skoðar maður ávinn- inginn og áhættuna fyrir þetta fólk? Ég legg til að menn geri sér grein fyrir afleiðingum hvers valkosts fyrir sig og lík- unum á að hver þessara afleið- inga verði að veruleika og leggi síðan mat á hversu góðar eða slæmar afleiðingarnar væru. Út úr þessu getur orðið mikið reikningsdæmi. Með því að setja málið svona upp, er maður knúinn til að spyrja til- tekinna spurninga með mun nákvæmari hætti heldur en þegar hugleitt er almennt hvað manni finnst um skimun. Hvernig er til dæmis hægt að bera saman hag konu, sem ekki er með brjóstakrabba- mein og fer heldur ekki í próf við hag konu sem fer í próf og greinist falskt jákvætt. Hver er munurinn á örlögum þeirra? Þessi aðferð miðast við að setja tölu við þessa hluti, nokkurs konar lífsgæða- eða harmkvælastuðul. Niður- staðan leiðir í ljós hvort gefur hærri tölu að fara í próf eða fara ekki í próf og þar með hvort væntanlegur ávinningur af prófinu er meiri en áhætt- an. Þegar um er að ræða for- burðarskimun þarf svo að hugsa málið annars vegar út frá sjónarhóli fósturs og hins vegar út frá sjónarhóli móð- ur.“ Hugsa skipulega Sigurður sagðist styðjast við tilbúin dæmi og ágiskanir í hugleiðingum sínum og að hann væri ekki að sýna fram á að t.d. niðurstaða hnakka- þykktarmælinga á fóstrum í móðurkviði væri á einn veg frekar en annan. „Ég er frekar að stinga upp á einni aðferð við að hugsa skipulega um þetta mál,“ sagði hann. „Aðferðinni mætti kannski andmæla með því að draga í efa að hagsmunir fóst- ursins skipti máli. Fólk hefur ýmsar skoðanir á því og e.t.v. myndu einhverjir líkja þessu við að reikna gildi þess að fara í botnlangaskurð út frá hags- munum botnlangans. En á móti má spyrja hver skuli njóta vafans þegar um slíkt álitamál er að ræða.“ Önnur andmælin eru þau að mati Sig- urðar að rangt sé að taka sið- ferðlega ákvörðun eingöngu út frá því sjónarmiði að há- marka líkurnar á góðum af- leiðingum fyrir sem flesta. „Þessi andmæli leiða til allt annarrar hugsunar um skim- un,“ sagði Sigurður. „Þá fer maður t.d. að hugsa um hvort skimunin feli í sér að ekki sé borin tilhlýðileg virðing fyrir öllum manneskjum. Hvaða einstaklingar gætu það verið? Eru það fóstrin sjálf? Tæp- lega því kenningin um að bera virðingu fyrir einstaklingnum helst yfirleitt í hendur við að hann fái tilkall til virðingar við það að vera skynsemis- vera og fóstur er það tæplega. Siðferðileg staða fóstursins er því dregin í efa. Að því leytinu til má segja að þessi gagnrýni á nytjastefnuna feli í sér að auðveldara sé að réttlæta skimun.“ Vanvirðing „Hins vegar má líka spyrja út frá virðingarrökunum hvort það sé vanvirðing gagn- vart tilteknum hópum fatl- aðra einstaklinga og foreldr- um fatlaðra barna að leita skipulega að vísbendingum um t.d. Downs-heilkenni,“ sagði Sigurður. „Sumir for- eldrar Downs-barna líta á það sem móðgun og það beri vott um óþolandi fordóma að gengið sé út frá því að það sé óæskilegt að börn með þessi einkenni fæðist í þennan heim. Það sé verið að kasta blautri tusku framan í fatlaða einstaklinga og aðstandendur þeirra sem elska þá og virða. Út frá virðingarrökunum fer maður að hugsa þannig um málið en ekki eingöngu með því að velja handahófs- valinn einstakling og reyna að gera sér grein fyrir afleiðing- um af því að fara í skimun eða ekki og spyrja síðan hvort það borgi sig. Niðurstaðan er að það sé engan veginn augljóst út frá þessum dæmum að jafnvel þótt ávinningur sé einhver að hann yfirvinni áhættuna af skimun. Menn fá oft ákveðna glýju í augun þegar um er að ræða nýja tækni með nýjum möguleikum og eru þá tilbún- ir að fylgja straumnum um- hugsunarlítið. Ég vil hins vegar taka fram að ef borin er saman legvatns- ástunga og hnakkaþykktar- mæling þá er hnakkaþykktar- mælingin áhættuminni, sér- staklega fyrir fóstrið. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að vönduð fræðsla og ráðgjöf getur gert foreldrum kleift að meta áhættuna og ávinning- inn skynsamlega út frá eigin forsendum áður en ákvörðun um að þiggja skimunarprófið er tekin.“ Leggja mat á afleiðingarnar Morgunblaðið/Ásdís Sigurður Kristinsson, lektor við Háskólann á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.