Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í KAFLANUM um Evrópumál í rit- inu Áherslur atvinnulífsins, sem Samtök atvinnulífsins, SA, gáfu út á aðalfundinum, kemur fram að EES- samningurinn hefur verið íslensku efnahagslífi gríðarlega mikilvægur en aðstæður hafa nú breyst nokkuð. Vægi EFTA-ríkjanna innan EES mun minnka enn frekar með stækk- un Evrópusambandsins. Finnur Geirsson, formaður SA, sagði að samtökin hefðu áhyggjur af stöðu Íslands til framtíðar gagnvart viðskiptalöndum í Evrópu. „Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði hefur vissulega verið íslensku efnahagslífi ákaflega mikil- vægur. Frá undirritun samningsins hefur þó vægi EFTA-hlutans farið minnkandi og áframhald verður á þeirri þróun með stækkun sam- bandsins. Innan ESB hefur jafn- framt aukist vægi stofnana sem ekki tengjast EES-samningnum og mála- flokkar sem tengjast innri markaðn- um standa utan samningsins,“ sagði Finnur. Hann sagði að SA legðu áherslu á að efla samskiptin við einstök núver- andi og verðandi aðildarríki ESB, í því skyni að stuðla að áframhaldandi virkni samningsins. „Þá telja Samtök atvinnulífsins mikilvægt að stuðla að upplýstri um- ræðu um kosti og galla ESB-aðildar og að stjórnvöld og hagsmunasam- tök hefjist handa við skilgreiningu samningsmarkmiða Íslands vegna hugsanlegrar aðildarumsóknar að ESB. Í þessu sambandi liggur fyrir, að það er spurningin um hvaða stefnu ESB tekur í sjávarútvegsmálum sem mun skipta hvað mestu máli, en ljóst er að íslensk- ur sjávarútvegur gæti ekki unað við þá stefnu sem nú ríkir þar á bæ,“ sagði Finnur ennfremur. Vægi EFTA í EES minnkar Samtök atvinnulífsins segja EFTA-stoðina innan EES hafa veikst með inngöngu Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar í Evrópu- sambandið og vægi EFTA-ríkjanna í utanríkissamskiptum sambandsins sé hverfandi. „Fyrirhuguð stækkun ESB þýðir um leið stækkun EES. Í því kunna að felast tækifæri vegna nánara samstarfs við ný aðildarríki og stækkunar innri markaðarins. Við stækkun ESB falla hins vegar frí- verslunarsamningar okkar við nýju aðildarríkin úr gildi. Reynslan hefur því miður sýnt að ESB bætir þá skerðingu markaðsaðgangs ekki nema að takmörkuðu leyti. Stækkun ESB mun enn minnka vægi EFTA-hlutans í EES og at- hygli aðildarríkja og stofnana ESB færist í auknum mæli frá hagsmun- um EFTA-ríkjanna. Veruleg þróun hefur átt sér stað innan ESB á svið- um sem EES-samningurinn nær ekki til. Dæmi um þetta eru atvinnu- mál. Þessi þróun getur dregið úr því samræmi innan EES sem að var stefnt. Aukið vægi stofnana ESB sem óháðar eru samráðsferli EES- samningsins, einkum ráðherraráðsins og Evr- ópuþingsins, getur orðið til þess að minnka enn áhrif EFTA-ríkjanna á þróun EES-reglna, sem ekki eru mikil fyrir. Loks getur hugsanleg innganga Noregs í ESB, eða sívaxandi bein samskipti Norðmanna við ESB, haft veruleg áhrif á trúverðugleika og rekstrarþátt EFTA-hliðar EES- samningsins,“ segja samtökin m.a. Fagna þátttöku í Schengen Til þess að EES-samningurinn geti áfram gegnt hlutverki sínu telja SA að bregðast þurfi við. Formleg breyting á samningnum sé tæpast möguleiki í stöðunni en slík breyting þyrfti t.d. að hljóta samþykki þjóð- þinga allra aðildarríkjanna. Sem dæmi nefna samtökin fiskimjölsmál- ið um nauðsyn öflugs samráðs við einstök aðildarríki ESB, í ljósi auk- ins vægis stofnana sem óháðar séu samráðsferli EES-samningsins við mótun reglna á innri markaðnum. „Þá er fyrirhuguð stækkun ESB tilefni til aukins samráðs við vænt- anleg aðildarríki og kynningar á eðli EES-samningsins og íslenskum áhersluatriðum. Ljóst er að stækk- unarferli ESB gerir þetta starf sí- fellt þyngra í vöfum fyrir ríki sem standa utan sambandsins. Loks er umfang Evrópusamstarfsins og mik- ilvægi ýmissa óformlegra tengsla slíkt að leggja ber aukna áherslu á stöðugleika í starfsmannahaldi ís- lenska sendiráðsins í Brussel. Þátt- taka Íslands í Schengen-samstarfinu er í þessu sambandi sérstakt fagn- aðarefni, en hún eflir óformlegar jafnt sem formlegar samskiptaleiðir Íslands við ESB.“ Með aðild að Evrópusambandinu segja Samtök atvinnulífsins að Ís- lendingar yrðu m.a. aðilar að tolla- bandalagi ESB og niður féllu tollar á ýmsum smærri afurðum sem ekki fengist fullt tollfrelsi fyrir í EES- samstarfinu. Þá fengju Íslendingar beinan aðgang að ákvarðanatöku og aukna möguleika til áhrifa á mál sem varða Ísland með beinum hætti. Síð- an segir: „Þannig yrði farið með fullveldið sameiginlega með öðrum aðildar- ríkjum ESB. Mjög skiptar skoðanir eru þó um raunveruleg áhrif Íslend- inga innan sambandsins ef til aðildar kæmi. Loks gæti aðild orðið til að draga frekar úr sveigjanleika ís- lensks vinnumarkaðar, hvað varðar samningssvið sem standa utan EES- samningsins.“ Í kaflanum um Evrópumál segja SA að á næstu árum muni íslensk fyrirtæki í vaxandi mæli nota evruna í daglegum viðskiptum. Því sé tíma- bært að hefja undirbúning viðbragða og aðgerða þar sem þróun evrunnar geti gerbreytt allri stöðu Íslendinga á skömmum tíma. Evran geti t.d. orðið allsráðandi í Danmörku og náð fótfestu í Bretlandi. Samtök atvinnulífsins segja að að- ild að Myntbandalaginu sé að form- inu til háð aðild að Evrópusamband- inu. Þó sé fræðilega hægt að semja um aukaaðild ef ESB ljái máls á því. Aðild myndi að öllum líkindum hafa í för með sér breytingu á vaxtakjörum á innlendum lánum. Íslensk fyrir- tæki geti ekki til lengdar búið við hærri vexti en tíðkast í helstu við- skipta- og samkeppnislöndum. „Viðskiptakostnaður myndi lækka innan myntsvæðisins, óvissa og gjaldeyrisáhætta í viðskiptum minnka að sama skapi og líkur á er- lendum fjárfestingum hér á landi aukast. Á hinn bóginn myndu Íslend- ingar missa stjórn á einu virkasta hagstjórnartæki sínu, peningastefnunni. Þá gæti aðild að Myntbanda- laginu haft í för með sér auknar gengissveiflur í viðskiptum við önnur myntsvæði, til dæmis Bandaríkin, samanborið við núver- andi fyrirkomulag gengiskörfu. Kostum Myntbandalagsaðildar má að nokkru leyti ná með rýmkun heimilda fyrirtækja til að halda bók- hald og telja fram til skatts í öðrum gjaldmiðli en krónu, til dæmis í evr- um, og áhersla er lögð á mikilvægi rýmkunar slíkra heimilda.“ Óvíst með áhrif Íslands á sjávarútvegsstefnu ESB Að mati Samtaka atvinnulífsins er það ljóst að íslenskur sjávarútvegur getur ekki unað við núverandi stefnu ESB í sjávarútvegsmálum. Um sjáv- arútvegsmálin innan ESB segja samtökin að endingu: „Ákvarðanataka um leyfilegan heildarafla og stjórnun veiða úr deili- og flökkustofnum myndu alfarið flytjast til stofnana ESB. Í ljósi reynslunnar bendir fátt til að ráðgjöf íslenskra fiskifræðinga eða stefna ís- lenskra stjórnvalda hefðu mikil áhrif í þessum efnum. Aftur á móti hníga rök að því að ráðgjöf íslenskra stofn- ana yrði lögð til grundvallar ákvarð- anatöku um leyfilegan heildarafla innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Meginregla ESB við kvótaúthlutun til aðildarríkja er reglan um hlut- fallslegan stöðugleika. Þá yrði fyr- irkomulag við úthlutun veiðiheimilda til útgerða á forræði Íslendinga sjálfra. Samkvæmt meginreglu ESB má ekki mismuna þegnum sam- bandsins hvað snertir fjárfestingar. Þó eru til undantekningar frá þeirri meginreglu. Við aðild gætu Ís- lendingar sett reglur um að ráðstöf- unar- og nýtingarréttur á innlendum kvóta yrði bundinn raunverulegum tengslum við efnahagslíf í landi. Allsendis er óvíst hvaða áhrif Íslend- ingar hefðu á sjávarútvegsstefnu ESB. Eftir stendur að ESB-aðild hefði í för með sér rétt erlendra aðila til að eignast meirihluta í íslenskum sjáv- arútvegsfyrirtækjum með beinum hætti, erlenda aðkomu að mótun ís- lenskrar sjávarútvegsstefnu og að ákvarðanir um heildaraflamagn yrðu teknar á vettvangi ráðherraráðs ESB. Fyrir dyrum stendur endur- skoðun sameiginlegu sjávarútvegs- stefnunnar og því ríkir ákveðin óvissa um horfur á því sviði. Innan ESB eru viðhorf til sjáv- arútvegs víða ólík því sem er hérlendis. Í stað þess að leggja áherslu á viðskiptafrelsi og hag- kvæmni í rekstri hefur sjávarútvegsstefnan víða treyst á byggðastyrki. Þá hafa jafnvel heyrst efasemdaraddir um meginregluna um hlutfallslegan stöðugleika. Flest bendir þó til að þróunin innan ESB sé í þá átt að reyna að koma á sjálfbærum og arð- bærum rekstri, en beita öðrum að- ferðum til stuðnings við jaðarbyggð- ir. Allt er hins vegar ófyrirséð um þá þróun. Meginsjónarmið Íslendinga í sam- skiptum við ESB á sviði sjávarút- vegs verður þó ávallt það að hér á landi er um allt annan atvinnuveg að ræða en víðast hvar í ESB og að Ís- lendingar gætu aldrei fallist á að greinin yrði sett undir önnur sjón- armið en þau er lúta að sjálfbærum og arðbærum rekstri.“ Áherslur Samtaka atvinnulífsins í Evrópumálum og hugsanlegri ESB-aðild Upplýst umræða talin mikilvæg Áherslur Samtaka atvinnulífsins, SA, í Evr- ópumálum voru ræddar á aðalfundi samtak- anna. Formaður SA segir að stjórnvöld og hagsmunasamtök verði að hefjast handa við skilgreiningu samningsmarkmiða Íslands vegna hugsanlegrar aðildarumsóknar. Fyrirhuguð stækkun ESB þýðir stækkun EES Viðhorf ESB til sjávarútvegs ólík íslenskum viðhorfum VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra var stödd á kvik- myndahátíðinni í Cannes í fyrradag og var tilefnið var að kynna í sér- stakri móttöku nýju lögin um tíma- bundnar endurgreiðslur vegna kvik- myndagerðar á Íslandi. Það sem felst í þessum nýju lögum er að hver sá sem framleiðir kvikmynd á Ís- landi á rétt á endurgreiðslu 12% hluta af skattskyldum kostnaði sem til fellur á Íslandi eða 12% af allt að öllum kostnaði við myndina ef yfir 80% framleiðslukostnaðar er af hendi reitt á Íslandi og afgangurinn í löndum evrópska efnahagssvæð- isins. Viðskiptaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að mark- miðið með þessum nýju lögum væri að vonast eftir auknum umsvifum í kvikmyndagerð á Íslandi: „Þetta eru tímabundin lög sem gilda til ársins 2006. Þau eru svo sem ekkert ólík því sem aðrar þjóðir hafa verið að gera til að laða að fjármagn er- lendrar kvikmyndagerðar. Ef við ætlum að standa okkur í þessari samkeppni, sem er gífurleg, verðum við að leggja eitthvað af mörkum.“ Aðspurð hvers vegna lögin séu kynnt í Cannes segir Valgerður þann vettvang tilvalinn. Markaður- inn sé stór og tilefnið gott því fyrsta myndir sem nýtur ávaxta hinna nýju laga, No Such Thing, kvik- mynd bandaríska leikstjórans Hals Hartleys, framleidd af Íslensku kvikmyndasamsteypunni og styrkt af Íslenska kvikmyndasjóðnum, er frumsýnd á hátíðinni. Ráðherra seg- ir að reynsla annarra þjóða sem boðið hafa upp á endurgreiðslu til kvikmyndaframleiðenda, þjóða eins og Kanada, Englands og Írlands, sé mjög góð. Aðsókn erlendra kvik- myndagerðarmanna hafi aukist til muna og það hafi skilað ríflegum tekjum til þjóðarbúsins. „Það sem við höfum fram yfir aðra er sérstaða íslenskrar náttúru og við höfum fólk sem kann sitt fag.“ Ráðherra minnir að lokum á að sú landkynning sem tökur á Ís- landi muni hafa í för með sér geti orðið ómetanleg og muni tvímæla- laust auka ferðamannastrauminn til Íslands. Áhuginn hefur þegar aukist Þorfinnur Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Ís- lands, segist þegar finna fyrir mikl- um áhuga á hinum nýju lögum og að margir erlendir framleiðendur séu búnir að kynna sér þau og hafi sýnt áhuga í kjölfarið á því að kanna möguleikana á að kvikmynda á Ís- landi. „Menn setja hins vegar spurningarmerki við hvort tækni- legu hliðarnar séu eins og best verð- ur á kosið, en það verður bara að koma í ljós.“ Þorfinnur varar við of mikilli bjartsýni í ljósi þess að önnur lönd, eins og t.a.m. Kanada, bjóði allt að 30% endurgreiðslu, þannig að samkeppnin sé mjög hörð í þessum efnum. „Markmiðið er náttúrlega að fá fleiri verkefni en þau sem krefj- ast sérstöðu íslensku náttúrunnar, önnur en þau sem rekið hefur á fjör- urnar þrátt fyrir endurgreiðslulög- in.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þorfinnur Ómarsson, Valgerður Sverrisdóttir og Friðrik Þór Friðriks- son voru á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Kvikmyndahátíðin í Cannes Ráðherra hvetur til kvikmynda- gerðar á Íslandi Cannes. Morgunblaðið. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sat tvo fundi utanríkisráð- herra Evrópusambandsins og sam- starfsríkja þess sl. þriðjudag þar sem fjallað var um framkvæmd sameigin- legrar öryggis- og varnarmálastefnu ESB. Á fyrri fundinum var fjallað um stöðu stefnunnar m.a. með tilliti til hættuástandsstjórnunar, friðargæslu og átakavarna og stöðu mála á Balk- anskaga. Á seinni fundinum var fjallað um samskipti ESB og Atlants- hafsbandalagsins. Halldór Ásgrímsson hrósaði utan- ríkisráðherra Svía fyrir góða frammi- stöðu í formennsku ráðherraráðs ESB og fagnaði því góða samstarfi sem ESB og NATO hafa átt í að koma í veg fyrir útbreiðslu átaka í Make- dóníu. Síðdegis sótti utanríkisráð- herra einnig fund norrænna varnar- málaráðherra í sendiráði Finnlands í Brussel. Fóru ráðherrarnir m.a. yfir stöðu mála á Balkanskaga og stöðu öryggis- og varnarmálastefnu ESB. Fundur utanríkisráð- herra með utanríkis- ráðherrum ESB Rætt um öryggis- og varnar- málastefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.