Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 26
NEYTENDUR 26 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýbýlavegi 12 - sími 554 4433 Nýkomnar fallegar úlpur Kr. 7.900 LANDIÐ STARFSMENN vegagerðarinnar í Vík hafa undanfarna daga verið að gera vegi landsins klára fyrir kom- andi sumarumferð. Eitt af föstu vor- verkunum er að laga göt og kanta á malbikinu. Á myndinni er Jón Hjálmarsson að sprauta tjöru á veg- inn sem síðan er dreift möl ofan í til að bæta klæðninguna. Þegar frétta- ritari Morgunblaðsins tók þessa mynd var verið að laga kantana á veginum austan við Vík, þar sem hef- ur brotnað úr honum í vetur. Að sögn Jóns eru óvenju miklar skemmdir á vegköntum malbiksins á þjóðvegi 1 vegna þess hvað veturinn var snjó- léttur. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Jón Hjálmarsson sprautar tjöru í kant á malbiki austan við Vík í Mýrdal. Vorverkin hjá Vegagerðinni Fagridalur FYRIR skömmu skrifuðu for- ráðamenn knattspyrnudeildar ÍBV og Vífilfells undir tímamótasamn- ing sem hljóðar þannig að Eyja- menn fá 5 krónur af hverjum seld- um lítra af Coca Cola í Vestmannaeyjum. Að sögn Ásmundar Friðriks- sonar, formanns knattspyrnudeild- ar ÍBV, er samningurinn gríð- arlega mikilvægur fyrir knattspyrnustarfið í Vest- mannaeyjum og sannkölluð lyfti- stöng fyrir félagið. „Við höfum átt mjög ánægjulegt samstarf við Víf- ilfell á undanförnum árum og er þessi nýi samningur vottur þess,“ sagði Ásmundur. Á myndinni sjást forráðamenn ÍBV og Vífilfells við undirskriftina. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Vífilfell styrkir ÍBV Vestmannaeyjar KVARÐAR á ungbarnapelum eru í flestum tilvikum frekar ónákvæmir er niðurstaða könnunar sem mæli- fræðideild Löggildingarstofu gerði að beiðni markaðsgæsludeildar sömu stofnunar um kvarða á pelum fyrir ungbörn. Rangt hlutfall mjólkurdufts og vökva í fæðu ungbarns getur leitt til óþæginda fyrir það og jafnvel verið heilsuspillandi. Þó svo að kvarðar á ungbarnapelum hafi í flestum tilvik- um verið frekar ónákvæmir voru flestir innan leyfilegra skekkju- marka. Aðeins ein tegund þeirra pela sem prófaðir voru reyndust mæla fullkomnlega rétt en það var tegundin NUK, Baby 2000, 130 ml. Birna Hreiðarsdóttir, deildar- stjóri markaðsgæsludeildar Lög- gildingarstofu, segir að könnunin hafi verið framkvæmd eftir að borist höfðu ábendingar um að kvarðarnir væru ónákvæmir á sumum pelum. Hún segir að ef mjólkin sé ekki rétt blönduð geti það hugsanlega leitt til óróa hjá fyrirburum og ný- burum en mikilvægi réttrar blönd- unar á mjólk getur skipt sköpum fyr- ir þessi börn. Birna segir að könnunin hafi enn- fremur leitt í ljós að með pelunum fylgdu aldrei leiðbeiningar á ís- lensku um rétta notkun þeirra. Hún segir að í einu tilviki hafi leiðbeining- arnar verið á hollensku, frönsku og þýsku sem hlýtur að teljast óviðun- andi fyrir íslenska neytendur. Ekki mæla beint í pelann En hvernig geta foreldrar gætt þess að rétt sé blandað í pelana? „Til að gæta ýtrasta öryggis er ráðlegt að mæla vatn og mjólkurduft í ílátum sem eru sérstaklega til þess gerð og hella síðan vökvanum í pel- ann. Ennfremur er mælt með því að hella vökvanum fyrst í mál og bæta síðan mjólkurduftinu við til að tryggja sem nákvæmasta mælingu.“ Vissar reglur gilda um pelamál. Heimiluð eru hámarksfrávik pela af stærð 100–200 ml. 3% af málrúmtaki og heimiluð hámarksfrávik pela af stærð 200–300 ml eru 6 ml. Pelarnir sem notaðir voru í mælingarnar voru valdir af handahófi en óvissa mæl- inga er áætluð um 0,5%. Notkunarleiðbeiningar með pelunum aldrei á íslensku Ónákvæmir kvarðar á ungbarnapelum                  ! "#$%  & ' ()(*+ +, ! -**     &  ()(*  +, ! ./012   & ()(*  +, ! ./012   & ( )(*  +, ! $34  & ' ()(*+ +, ! $34   4 00 5 / ! "#$%  & '()(*+ +, ! -**    & ' ()(*+ +, ! -/62   22 & '( )(*+ +, ! -/62  22 & '( )(*+ +, ! 7  8 , ( 9 , 0! 7 9           (    : !               &   ; 0, /  5 /  Ef mjólkin er ekki rétt blönduð getur það leitt til óróa hjá nýburum. SELECTA fyrirtækjaþjónusta ehf. hækkaði nýverið verð á öllum gosdrykkjum og nokkrum inn- fluttum vörum um10 krónur. „Hækkun hefur orðið á gos- drykkjum hjá Vífilfelli og Ölgerð- inni og þess vegna hækkum við,“ segir Hjörtur Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Selecta. „Raunin hefur verið sú að við höfum fylgt eftir verði hjá bensínstöðvunum. Fyrir um hálfu ári hækkuðu bens- ínstöðvar um 5 krónur en við fylgdum ekki þeirri hækkun vegna þess að við höfum þá tak- mörkun að geta ekki hækkað um 5 krónur. Nýverið hækkuðu bens- ínstöðvar aftur um 5 krónur, þ.e. úr 125 krónum í 130 krónur og þá fylgdum við í kjölfarið. Gosdrykk- irnir hækkuðu því úr 120 krónum í 130 krónur hjá okkur. Vegna þess að við hækkum aldrei um 5 krónur verður hækkunin mun sjaldnar hjá okkur en á móti kem- ur að stökkið er meira hverju sinni.“ Aðspurður segir Hjörtur að nokkrar vörur hjá þeim heildsöl- um sem fyrirtækið verslar við þegar kemur að innfluttum vörum hafi einnig verið að hækka. „Hækkunina má m.a. rekja til gengislækkunar. Sælgætisverð hjá okkur hefur ekki hækkað í tvö ár en á sama tíma hefur dreifing- arkostnaður, olíuverð, tryggingar og laun starfsmanna hækkað sam- tals um tugi prósenta. Við erum því að hækka þær vörur sem nemur 10 krónum líka, “ segir Hjörtur. Verðhækkun í sjálfsölum Selecta Gos hækkar um 10 kr. Börn og mjólkurvörur Er í lagi að gefa börnum á leikskólaaldri fituminni vörur, þ.e. léttmjólk í stað nýmjólkur og Létt og lag- gott í stað smjörs? „Börn líkt og fullorðnir þurfa á hæfilega mikilli fitu að halda. Kannanir hafa sýnt að börn ná mestri hollustu úr fæðunni ef þau drekka léttmjólk. Börn á Íslandi drekka yfirleitt mikla mjólk en að drekka eingöngu ný- mjólk er of einhæft fyrir þau því hún er svo orkurík. Við mælum með því að börnin fái nýmjólk á grautana sína og skyrið en léttmjólk sé drykkurinn,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs Ís- lands. „Sumir hafa farið með þetta út í öfgar, þ.e. gefa börnum undarennu eða fjörmjólk en við mælum ekki með því. Það er þessi meðalvegur sem skiptir öllu máli,“ segir Laufey. Aðspurð hvaða tegund af smjöri sé best að nota segir hún að tegundin skipti ekki mestu máli heldur sé aðal- atriðið að smyrja ekki þykku lagi á brauð barnanna. Sokkabuxur Hvar er hægt að fá gert við sokkabuxur í borginni? „Það var hægt að fá gert við sokkabuxur á einum stað í borginni, í verslun á Háaleitisbrautinni, en það er ekki hægt lengur,“ segir Hjördís Edda Broddadóttir, fram- kvæmdastjóri á Leiðbeiningarstöð heimilanna. „Ég veit ekki til þess að hægt sé að fá gert við sokkabuxur í dag.“ Spurt og svarað um neytendamál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.