Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERKSMIÐJAN Kjötmjöl hf. í Ölf- usi, sem framleiðir kjötmjöl úr slát- urafgöngum dýra, hefur enn ekki getað selt afurðir sínar eftir að bann var sett á sölu kjötmjöls til skepnu- fóðurs sl. vetur í kjölfar gin- og klaufaveikifaraldurs í Evrópu. Framleiðslu er haldið áfram á minnstu afköstum. Þorvarður Hjaltason, stjórnarfor- maður Kjötmjöls, sagði við Morgun- blaðið að erlendir markaðir fyrir kjötmjöl væru bágbornir um þessar mundir. Evrópumarkaður væri í raun lokaður og eftir könnun í Bandaríkjunum hefði komið í ljós að verðið sem þar bauðst svaraði ekki flutningskostnaði. „Á þessum forsendum eru okkur ekki margar leiðir færar að reka fyr- irtækið. Það er ljóst að við þurfum að fá niðurstöðu í okkar mál á næstu vikum. Við getum ekki haldið lengi áfram með þessum hætti. Við höfum verið að skoða aðrar leiðir, einkum innanlands,“ sagði Þorvarður. Tilraun með áburð fyrir skógarplöntur Sem dæmi um leiðir innanlands, sem Kjötmjöl er að skoða, má nefna sölu til loðdýraræktar og áburðar fyrir skógarplöntur. Verkefnið Suð- urlandsskógar hefur sýnt því áhuga að nota kjötmjöl til áburðar, sem tal- ið er hafa marga kosti umfram tilbú- inn áburð, og vill gera tilraun í þeim efnum í samráði við RALA í sumar. Þorvarður sagði að þetta verkefni eitt og sér myndi ekki standa undir rekstri Kjötmjöls heldur þyrfti meira að koma til. Forráðamenn fyr- irtækisins hafa rætt við landbúnað- arráðherra og vonast eftir einhverri niðurstöðu úr ráðuneyti hans á næst- unni. Rekstur Kjötmjöls hf. enn í óvissu SJÚKRALIÐAR sem starfa hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi fjölmenntu í gær í húsakynni ríkis- sáttasemjara og afhentu þar for- manni samninganefndar ríkisins bréf sem stílað var á fjármálaráð- herra, en í bréfinu er ráðherra hvatt- ur til þess að gera allt sem í hans valdi stendur til að leysa kjaradeilu sjúkraliða við ríkið. Bréfið var einnig sent heilbrigðisráðherra og þeim til- mælum beint til hans að beita sér í því að tryggja sjúkraliðum réttmæt- ar kjarabætur. Veruleg óánægja er meðal sjúkra- liða vegna seinagangs í samningavið- ræðum, en samningar hafa verið lausir síðan í nóvember og aðeins örfáir fundir verið haldnir í deilunni. Eftir afhendingu bréfsins var fimmti samningafundur sjúkraliða við ríkið haldinn en staðan breyttist lítið og hefur annar fundur ekki verið boð- aður. Trúnaðarmenn á Landspítalanum boðuðu í gærmorgun til vinnustaða- fundar til að fara yfir stöðuna og mættu um 140 manns á fundinn. Af þeim sökum voru fáir sjúkraliðar að störfum á sjúkrahúsunum við Hring- braut og í Fossvogi í gær, enda ráð- gerðu sjúkraliðar að halda fundar- höldum áfram fram á kvöld. Hanna M. Geirsdóttir, aðaltrúnað- armaður sjúkraliða á Landspítalan- um við Hringbraut, sagðist ánægð með mætingu sjúkraliða í fundinn. „Við erum að ræða stöðuna í kjara- málum, sem er eiginlega engin vegna þess að þrátt fyrir að hafa haft lausa samninga síðan í nóvember höfum aðeins setið fjóra fundi og það hefur ekkert komið út úr þeim nema, ef eitthvað er, tilboð um launalækk- un.“ Krafa um 150.000 króna byrjunarlaun Hún sagði sjúkraliða vilja mót- mæla því sérstaklega að hafa þurft að vera í sjö mánuði með lausa samn- inga án þess að neitt sé gert í mál- unum. Þá vilji sjúkraliðar bregðast við fáliðun í stéttinni með því að bæta kjörin, því sjúkraliðar hafi dregist verulega aftur úr tilteknum viðmiðunarstéttum. „Við auðvitað mótmælum þessum hlægilegu laun- um sem við erum að vinna fyrir, sem valda því að engin nýliðun er í stétt- inni. Við viljum bregðast við þessari fáliðun í stéttinni með því að fá al- mennar launabætur fyrir þá sem nú þegar eru starfandi í stéttinni og til þess að laða að nýtt fólk.“ Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Ís- lands hefur samþykkt ályktun þar sem sett er fram krafa um 150.000 króna byrjunarlaun. Að sögn Hönnu eru lægstu laun sem nú bjóðast nýút- skrifuðum sjúkraliða samkvæmt kjarasamningi 76.000 krónur og síð- an er það á valdi hvers vinnuveit- anda hvort hann borgar betur. „En ungir sjúkraliðar hafa allir minna en 100.000 krónur í mánaðarlaun með- an þeir eldri skríða örlítið yfir 100.000. Ég fæ aldrei útborgað meira en 90.000 krónur á mánuði og er mjög ósátt við það,“ segir Hanna. Sjúkraliðar mótmæla seinagangi í samningaviðræðum við ríkið Án samninga í sjö mánuði Morgunblaðið/Jim Smart Hanna M. Geirsdóttir, trúnaðarmaður sjúkraliða, les upp bréfið til fjármálaráðherra fyrir Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins. SPÆNSKA herskipið Arnomendi, sem hefur eftirlit með veiðum á út- hafskarfa utan íslenskrar land- helgi, út af Reykjaneshrygg, liggur nú við Reykjavíkurhöfn. Auk fjöru- tíu manna áhafnar liðsmanna sjó- hersins eru um borð tveir sérfræð- ingar, annar á vegum Evrópusambandsins en hinn á veg- um spænska sjávar- útvegsráðuneytisins. Um 300 skip hafa leyfi Norðaustur-Atlants- hafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) til að veiða á svæðinu og eru allt að 60 skip við veiðar á degi hverjum, frá Rússlandi, Spáni, Portúgal, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Lettlandi, Írlandi og fleiri löndum. Sérhvert ríki sem á aðild að NEAFC fær úthlutað ákveðnum kvóta og er hann ekki bundinn við ákveðið veiðitímabil. Auk Arnom- endi eru tvö önnur spænsk skip sem sinna eftirlitinu, Chilreu og Alborau. Um borð í Arnomendi eru fullþjálfaðir liðsmenn sjóhersins og þar af eru átta liðsforingjar og hafa tveir þeirra hlotið lækn- isþjálfun. Af skipverjunum fjörutíu eru einungis tvær konur, læknir og kokkur. Skipið mun sinna eftirliti út af Reykjaneshrygg út maímánuð en þá kemur hingað breskt skip sem leysir það af. Á skipinu er þyrlu- pallur, skurðstofa og líkamsrækt- arstöð. Fylgst er með því hvort skipin á veiðasvæðinu hafi tilskilin leyfi til veiðanna, hvort veiðarfæri séu lög- leg en leyfileg möskvastærð neta þar er 10 mm. Þá er einnig fylgst með því hvort skipin veiði umfram kvóta og hvort aflinn sé rétt skráð- ur í bækur. Sé um að ræða brot á einhverjum þessara atriða til- kynnir áhöfn Arnomendi brotið til höfuðstöðvar NEAFC í Lundúnum sem sér síðan um að gera viðeig- andi ríki viðvart, segir Jaime Golmayo, æðsti yfirmaður um borð. Mjög mikið eftirlit er með veið- um þeirra sem hafa kvóta frá NEAFC. Sérhvert skip sendir upp- lýsingar á sex klukkustunda fresti um staðsetningu og er þessi til- kynningaskylda sjálfvirk um sér- stakt eftirlitskerfi. Hvern mánudag á skipstjóri einnig að tilkynna eftir- litsstöðinni í Lundúnum um heild- arafla síðustu viku, miðað við afla upp úr sjó, sundurgreindan eftir tegundum. Ástand karfans gott Dietmar Meissner, eftirlitsmaður ESB, segir að veiðarnar hafi verið dræmar í ár. Hann segir þó að ástand fisksins sé gott enda sé hann á miklu dýpi, eða um 700 metra dýpi. Fiskurinn sé stór og góður lit- ur á honum. Auk Meissners er um borð eftirlitsmaður frá spænska sjávarútvegsráðuneytinu, Manuel Rios. Heildarkvóti Íslendinga er sá sami og í fyrra eða 45 þúsund tonn. Morgunblaðið/Golli Arnomendi lagðist við Reykja- víkurhöfn á sunnudag og lagði úr höfn í gær. Spænska herskipið Arnomendi hafði viðdvöl í Reykjavíkurhöfn Hefur eftirlit með úthafskarfaveiðum Jaime Golmayo, yfirmaður á Arnomendi. VIGNIR Sveinsson lést af slysförum í Svíþjóð mánudaginn 14. maí. Vöruflutningabifreið sem Vignir ók fór út af veginum rétt utan við Jönköping en ekki er vitað um til- drög slyssins. Talið er að hann hafi látist samstundis. Vignir fæddist 6. mars 1955. Hann var fyrrverandi lögreglumaður og starfaði sem ökukennari um áratuga skeið. Hann fluttust nýlega til Sví- þjóðar þar sem hann starfaði. Vignir skilur eftir sig unnustu og sjö mán- aða dóttur. Vignir Sveinsson Lést af slysför- um í Svíþjóð Louisa Matthíasdóttir 1917-2000. Úr Reykjavík 75x55. © Erfingjar/Myndstef Búnaðarbankans Listgluggi www.bi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.