Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 39 ekki er Hins veg- ðar í gær- g en stefnt um miðja i, Þerney karfann á rn og Ottó heima- Þórs Stef- Granda hf. gaman að hvernig naðarfrið- un og rúmlega það,“ sagði hann. Fjórir bátar Vísis hf. í Grindavík eru farnir á sjó en þrír fara vænt- anlega í dag og í kvöld. „Ef það verð- ur skörp steinbítsveiði getum við byrjað vinnslu á Þingeyri á mánu- dag,“ segir Pétur H. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis, en Fjölnir og Sævík fóru á steinbítsmiðin fyrir vestan. Hann segir að vinnsla á Djúpavogi og í Grindavík hefjist eitt- hvað síðar, jafnvel ekki fyrr en í lok næstu viku eða byrjun vikunnar þar á eftir, því stefnt sé að því að safna í sarpinn áður en verður byrjað. „Þetta fer auðvitað allt eftir afla- brögðum en ég vona bara að ég upp- lifi svona verkfall aldrei aftur,“ segir Pétur. Fiskvinnslan á fullt í næstu viku Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að það taki nokkra daga fyrir fisk- vinnsluna að komast í gang, en það sé þó misjafnt eftir stöðum. Eðlilega verði hún fyrr í gang þar sem byggt er á afla dagróðrabáta og strax eftir helgi verði komin meiri drift en nú er, en þar sem hús byggi á afla togara megi búast við að hlut- irnir gerist ekki fyrr en eftir um vikutíma. Sjálfsagt verði reynt að stytta fyrstu túrana til að geta hafið vinnslu sem fyrst og nú sé aðeins beðið eftir hráefninu. „Hjólin fara ekki að snúast af fullum krafti fyrr en komið er fram í miðja næstu viku,“ segir Arnar. ast á helgi na enda menn í viðbragðs- ins var beðið eftir að Stjórn- og verkbanns útvegsmanna llt upp úr miðri næstu viku, dag. ið/Þorkell r. SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, segir að niðurstaðan á Alþingi sé vonbrigði. Það sé alveg ljóst að eftir þessu hafi útgerðarmenn beðið og þetta hafi verið gert eftir pöntun frá þeim. „Þeir hafa getað treyst því allan tímann að svona myndi þessu ljúka fyrr eða síðar,“ sagði Sævar. Hann sagði aðspurður að það sýndi meðal annars sú staðreynd að þeir hefðu ekki aflýst verkbanninu þótt Sjómannasambandið hefði verið búið að aflýsa verkfallinu. Það sæist líka á því að eftir gerð vélstjóra- samningsins hefði ekki verið beðið með að gefa sjávarútvegsráðherra merki um að hefjast handa því að hann hefði átt að nota sem viðmið í gerðardómnum. Reyndar hefðu ákvæði þessa efnis verið milduð í 3. greininni, en samningurinn væri fyr- ir hendi og þeir segðu sjálfir að það gætu ekki verið öðruvísi kjör hjá vél- stjórum en öðrum svo í sjálfu sér væru þeir enn að gefa gerðardómn- um vísbendingar. Sævar sagði jafnframt að sjávar- útvegsráðherra hefði gengið á bak orða sinna. Hann væri með það út- prentað sem sjávarútvegsráðherra hefði sagt og þeir hefðu notað það þegar þeir hefðu tekið ákvörðun um að aflýsa verkfallinu. „Ráðherra hefur svo sem áður kallað mig lygara þrátt fyrir að ég hafi vitni að því sem hann hefur sagt við mig, svo það virðist vera orðin lenska hjá honum í liði við LÍÚ að gera okkur, forustumenn sjómanna, ótrúverðuga. Þetta svona virðist vera samspil hjá strengjabrúðunni og LÍÚ,“ sagði Sævar. Hann sagðist vel geta upplýst það að grunnurinn að ákvörðun Sjó- mannasambandsins um að aflýsa verkfallinu hefði verið þau orð sjáv- arútvegsráðherra sem þeir ættu út- prentuð að ef verkfalli yrði aflýst sæi hann ekki ástæðu til þess að setja samninga þeirra aðila í gerðardóm. „Það var grunnurinn að ákvörðun okkar um að halda samningsréttin- um. Annars hefðum við alveg eins getað látið þetta yfir okkur ganga eins og Farmanna- og fiskimanna- sambandið gerði og ég gagnrýni þá í sjálfu sér ekki fyrir það. Hvaða til- gangur átti að vera í aflýsingunni hjá okkur vitandi það að lög yrðu sett hvort sem var? Tilgangurinn var að halda samningsréttinum og ekkert annað,“ sagði Sævar. Hann sagði að búið væri að svæla sjómenn inn í þennan gerðardóm sem reyndir lögfræðingar segðu að væri enginn gerðardómur. Þetta væri stjórnsýslunefnd, stjórnskipuð nefnd til þess að taka á kjaramálum sjómanna. „Ég náttúrlega el þá von í brjósti að þeir menn sem í hana velj- ast vinni af skynsemi. Þá þarf kannski ekki að óttast niðurstöðuna svo mjög,“ sagði Sævar. Hann bætti því við að hann vonaðist til að þeir bæru gæfu til þess að binda ekki kjör sjómanna með þeim hætti sem gert hefði verið í frumvarpinu í byrjun. Sævar sagði að þeir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að fá stjórnvöld dæmd frá þessu ger- ræði sínu. Þeim væri sagt af ágæt- lega hæfum lögfræðingum að margt benti til þess að þetta bryti bæði stjórnarskrána og lögin um stéttar- félög og vinnudeilur, auk samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og trúlega mannréttindi einnig. „Og við munum láta reyna á þetta á öllum þessum vígstöðvum. Það liggur al- veg fyrir,“ sagði Sævar. Hann sagði að gallinn við það væri að þetta tæki mjög langan tíma og ekki væri hægt að nýta sér það gegn því gerræði sem stæði til að beita í næsta mánuði. Kosturinn væri aftur á móti sá að það kæmi dagur eftir þennan dag „og það gæti kannski leitt til þess að LÍÚ geti ekki hér eft- ir sem hingað til treyst því að strengjabrúðurnar í sjávarútvegs- ráðuneytinu verði áfram í strengjun- um hjá þeim hvað þetta varðar.“ Sævar Gunnarsson Lagasetn- ingin pöntuð af útgerðar- mönnum ðmæti. sveiflur s og seg- ambandi afi að nn á vetrarvertíðinni suðvestanlands og mjög gott verð hafi fengist fyrir saltfiskinn á þeim tíma. Hins vegar sé ekki þar með sagt að sama eða svipað verð fengist á öðrum tíma. 2-'*',' 2)*00+ 2'*'1) 2111 2/.( 2-1+ 2)/. 2,+( 2'.) 2'10 2'-- 2''( 20/ 21 2'-*0,' )*.10 (*(+0 ,,*1(+         !    # $% 41.000 n í fyrra anleg lausn á deilunni. Það er óþolandi að útgerðarmaður fái að verðleggja þann fisk sem hann kaupir af sjálfum sér. Verðlags- málin eru ágreiningur sem við verðum að losna við og það gerist ekki nema við tökum upp þá mark- aðsvæðingu sem er höfð alls stað- ar annars staðar í þjóðfélaginu, meira segja í skráningu krónunn- ar, að markaðurinn ráði. Og hví skyldi markaðurinn ekki fá að ráða verðlagningu upp úr sjó? Það er okkar skoðun að það sé lyk- ilatriði að markaðslögin fái að ráða.“ Grétar segist svartsýnn á að samningar náist við útgerðarmenn áður en deilan verður sett í gerð- ardóm 1. júní nk. Hann telur út- gerðarmenn ekki hafa sýnt neinn vilja til að semja, nema hvað þeir hafi náð samningi við vélstjóra með því að spila á Helga Laxdal. „Ég er ekki bjartsýnn á að við náum samningum við útvegs- menn. Þeir hafa hagað sér afskap- lega sérkennilega í þessum við- ræðum. Þeir hafa sett sig á háan hest og talað niður til sjómanna- samtakanna og ég á ekki von á því að það náist neinir samningar.“ FRIÐRIK J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir það vonbrigði og sorglega niðurstöðu að ná ekki samningum við fleiri félög sjómanna en Vélstjórafélag- ið. Hann segir þó möguleikann ennþá vera fyrir hendi að semja og útgerðarmenn vonist til þess, þó að yfirlýsingar sjómanna gefi ekki tilefni til bjartsýni í þeim viðræðum. „Ef það tekst ekki er að öðru leyti ekki annað að gera en vinna að þessu í gegnum gerðardóm. Þetta er auðvitað bara sorgleg niðurstaða, að okkur skyldi ekki takast að ná saman með fleiri en vélstjórunum.“ Friðrik segir að þótt útgerðar- menn séu ósáttir við lagasetn- inguna hafi tæpast verið hægt að fara þá leið að sitja við samninga- borðið til þrautar. „Auðvitað vissu allir að þetta stæði ekki enda- laust. Það væri barnalegt ef ein- hver hefur staðið í þeirri trú. En það er alveg ljóst að við höfum teygt okkur mjög langt til að reyna að ná samningi og við höf- um náð samningi við eitt félagið. Og það er það sem stendur upp úr í þessu, að hjá Vélstjórafélag- inu höfðu menn sama vilja og við til að klára þetta og höfðu kjark til þess að semja.“ Að sögn Friðriks hafa útgerð- armenn allan tímann lagt höfuð- áherslu á að ná fram þeirri kröfu að ávinningurinn af fækkun manna í áhöfn vegna tæknifram- fara skiptist jafnt á milli útgerðar og sjómanna. „Þótt við höfum alls ekki náð þeirri niðurstöðu sem við vorum að vonast eftir gagn- vart vélstjórunum, þá er þetta þannig mál að ekki verður undan því vikist að þreyja þorrann og ná því fram.“ Friðrik segir framtíðarþróun útgerðar velta á þessu atriði og Vonbrigði að ná ekki samningum við fleiri MIÐSTJÓRN ASÍ samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem lagasetningu á kjaradeilu sjó- manna og útgerðarmanna er harð- lega mótmælt og telur miðstjórnin að lagasetningin sé brot á Stjórn- arskrá Íslands, mannréttindasátt- mála Evrópu og samþykktum Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar. Ályktunin er þannig í heild sinni: „Vegna yfirvofandi lagasetning- ar Alþingis á kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna vill miðstjórn Alþýðusambands Íslands minna Alþingi Íslendinga á að réttur launafólks til að semja um kaup og kjör er varinn í Stjórnarskrá Íslands og lögum nr. 80/1983 um stéttarfélög og vinnudeilur. Al- þingi Íslendinga og íslensk stjórn- völd eru einnig bundin af sam- þykktum Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar (ILO) nr. 87 um félagafrelsi og verndun þess og nr. 89 um réttinn til þess að semja sameiginlega auk þess að vera bundið af 11. gr. mannréttinda- sáttmála Evrópu. Þannig varinn telst kjarasamningsrétturinn og rétturinn til þess að beita lögmæt- um aðgerðum til þess að knýja á um kröfur í kjaradeilu til helgustu mannréttinda launafólks og verka- lýðshreyfingar. Lagasetning og gerðardómur um kaup og kjör sjómanna, sér- staklega þeirra sem ekki hafa boðað verkfall eða hafa þegar af- lýst aðgerðum, væri brot gegn Stjórnarskrá Íslands, samþykkt- um Alþjóðavinnumálastofnunar- innar og mannréttindasáttmála Evrópu. Íslensk stjórnvöld hafa áður verið áminnt vegna brota gegn samþykktum Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar og myndu hljóta mikinn álitshnekki á al- þjóðavettvangi endurtæki slíkt sig nú. Miðstjórn Alþýðusambands Ís- lands mótmælir harðlega þeim af- skiptum sem ríkisstjórn og Al- þingi hafa haft af yfirstandandi kjaradeilu og lögmætum aðgerð- um sjómanna og mun ekki láta slíkt yfir íslenskt launafólk ganga án þess að grípa til aðgerða.“ Ályktun ASÍ Afskiptum stjórnvalda harðlega mótmælt það gangi ekki að útgerðarmenn þurfi að hafa of marga menn í áhöfn til þess að ná niður launa- kostnaði. „Þess vegna er það grundvallaratriði að ná samning- um um þetta og það er í rauninni mjög vel boðið að skipta á milli okkar ávinningnum af því sem verður þegar menn geta hagrætt og fækkað fólki. Hið algenga er að atvinnurekandinn fái allan þeirra hlut sem fækkað er um þegar tæknin leysir störf af hendi. Þetta er grundvallarmál varðandi framtíðarrekstur þess- arar atvinnugreinar og í því felast bæði hagsmunir útgerðarmanna og sjómanna, því sjómenn fá þá meira í sinn hlut. Því miður hefur Sjómannasambandið ekki viljað skipta með okkur þessum ávinn- ingi.“ Að sögn Friðriks er auðvitað óljóst hvað koma muni út úr gerð- ardómi og því sé það slæmt mál að geta ekki lokið deilunni með samningum. „Auðvitað er mjög slæmt að geta ekki klárað þetta með samningum. Þótt við hefðum hugsanlega fengið minna út úr því en gerðardómi, þá er mikil- vægara að ná þessu fram með samningum heldur en að láta þriðja aðila ákveða þetta. Og við höfum sýnt það með samningnum við vélstjórana að það er hægt.“ Friðrik segist því miður ekki vera bjartsýnn á að samningar náist við sjómenn áður en deilan fer fyrir gerðardóm. „Ef vilji er hinum megin frá munum við leggja okkur fram um það. En þessar yfirlýsingar sem gefnar hafa verið gefa ekki mikið tilefni til bjartsýni.“ Friðrik J. Arngrímsson SKIPVERJAR á þremur frysti- skipum Samherja hf., Baldvini Þorsteinssyni EA, Víði EA og Ak- ureyrinni EA, héldu með rútu frá Akureyri suður til Reykjavíkur kl. 20 í gærkvöld, eftir að Alþingi hafði gripið inn í verkfallsdeilu út- vegsmanna og sjómanna. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var mættur á Umferðarmiðstöðina til að fylgja skipverjum sínum úr hlaði og ekki var annað að sjá en að vel færi á með mönnum eftir 6 vikna hlé frá veiðum. Þorsteinn Már sagðist frekar dapur með þá stöðu sem komin er, enda væri þetta búið að vera mjög langt verkfall og jafn- framt þriðja verkfall frystitogara- sjómanna án þess að þeir hafi fengið neitt út úr því. Aðspurður hvort hlutirnir kæmust nú í eðlilegt horf, sagði Þorsteinn Már: „Ég held að hlut- irnir fari ekki í eðlilegt horf með þessari lagasetningu og kannski fara þeir aldrei í eðlilegt horf hjá sumum. Það mun taka langan tíma að komast út úr því tjóni sem mörg hver fyrirtæki hafa orðið fyrir.“ Hann treysti sér ekki til að segja til um hversu mikið tjón Samherja væri en það væri veru- legt. Spurður um sölu á eignum Samherja sagði Þorsteinn Már að hann væri til í selja þær eignir sem hægt væri að selja og fyr- irtækið þyrfti að selja til að mæta því tjóni sem það hafi orðið fyrir. „Ef ég get selt eignir stendur ekkert á því, þá sel ég þær.“ Morgunblaðið/Kristján Þorteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, kvaddi skipverja þriggja frystitogara félagsins áður en þeir héldu með rútu frá Akur- eyri til Reykjavíkur, þar sem skipin hafa legið bundin við bryggju. Frekar dapur með þessa stöðu og tjónið Þorsteinn Már Baldvinsson Grétar Mar Jónsson Sorglegt að fá ekki að semja um kaup og kjör GRÉTAR Mar Jónsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands Íslands, segir sorglegt að sjómenn skuli ekki fá að semja um kaup sitt og kjör, án þess að til lagasetninga þurfi að koma á deilur við útgerðarmenn. „Við sjómenn höfum tuttugu ára reynslu í þessu eða lengri að fá ekki að semja. Rík- isvaldið á hverjum tíma hefur ávallt bakkað útgerðarmennina upp og ævinlega er það þannig að laga- setning er útgerðarmönnum í hag. Ég veit aldrei til þess að það hafi komið lög sem við höfum grætt á.“ Aðspurður hvort ekki hafi komið til greina að aflýsa verkfalli, líkt og Sjómannasambandið gerði, til að forðast gerðardóm, segir Grétar að menn hjá FFSÍ hafi haft lúmskan grun um að niðurstaðan yrði hvort sem er þannig að allir yrðu dregnir inn í gerðardóm. Eftir standi síðan að deilan sé óleyst þar sem lykil- atriðið sé að leysa ágreininginn um verðmyndun á fiski. „Við þurfum í eitt skipti fyrir öll lög um það að allur fiskur verði seldur á fiskmörkuðum. Það er var-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.