Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 70
UMSLAG þessa disks, sem hýs- ir vestfirska raftónlist, er með því frumlegra sem undirritaður hefur lengi séð. Sannarlega vel þegin til- breyting frá hefðbundnum, fjölda- framleiddum harðplastshulstrum. Frjáls, fersk og næsta óræð hönn- un; brúnn bylgjupappi skreyttur ljósrituðu blaði og svörtu límbandi. Í hulstri má finna hugvekjandi yf- irlýsingu ásamt alls kyns miðum, úr pappír og lérefti. Algert og in- dælt nostur enda upplagið ekki nema 18 stykki. Skemmtilegt og afar eigulegt. En gleymum nú ekki innihaldinu, tónlistinni, þrátt fyrir næsta yf- irgnæfandi sjarma umbúðanna. Tónlistin er hægstreym sveim- tónlist, á stundum nokkuð drunga- leg og áhrifin koma víða að, eru vel merkjanleg og koma úr ólíkum áttum, úr samtíð sem og fortíð. Heyra má í aldarfjórðungsgamalli sveimlist Brian Eno, en einnig í listamönnum nær okkur í sam- tíma, þá helst þeim Aphex Twin og Autechre en Warp-útgáfan breska hefur nú um nokkra hríð verið vinsælt forðabúr hjá raftón- listarfólki. Laglínunostri múm- hópsins íslenska bregður einnig fyrir. Það fyrsta sem maður tekur eft- ir hér er hljómurinn, sem er nokk- uð gamaldags á stundum og tækja- kostur plötunnar, og þar með öll hljóðhönnun, verður að teljast nokkuð einhæfur. Hljóð og hljóm- ar einstakra laga eru oft æði svip- uð og jafnvel orðin nokkuð þreytt er á líður. Hljóðgervillinn einhvern veginn alltaf í sama gírnum. Enn fremur er ekkert sem kemur manni sosum í opna skjöldu hér; tónlistin er í flestum tilfellum eft- irþrykk af áhrifavöldunum. Og það sem er kannski helsti akkilesar- hællinn er að oft er \701 að vinna með áðurnefnda áhrifavalda; gamla (Eno) og nýja (Authecre t.d.) í einu og sama laginu með litlum árangri. Svona svipað og að hella olíu á vatn, samhljómurinn er enginn, heimarnir eru ekki að ná saman. Það er kostur að bygging lag- anna er fjölbreytt og það má vel greina að hinn dularfulli \701 er að pæla. Og þrátt fyrir að frumleik- inn sé ekkert allt of mikill hér þá nær \701 að búa til dægiljúfa og þétta stemmningu í mörgum lag- anna. Taktar eru þá oft flottir og á stundum bregður fyrir svölum áhrifshljóðum. Lagið „Kakó“ er til dæmis ofurfurðulegt og heillandi kaldranalegt; en mörg laganna eru einmitt nokkuð köld og stálkennd. Undirleikur – einhvers konar org- elsveim – nær þó sjaldan neinu flugi. \701 tekst enda best upp í þeim lögum þar sem hans „furð- anlega“ og persónulega snerting nær yfirhöndinni, „hermilögin“ eru síðri. Á heildina litið talsvert athygl- isvert verk; stórfurðulegt en þó oftast frekar atkvæðalítið. Könn- unarinnar virði þótt það sé nokkuð fjarri því að brjóta blað í sögu tæknótónlistarinnar. TÓNLIST G e i s l a d i s k u r \701, samnefnd plata listamannsins \701. Öll lög eftir Jóa Fr. Aðstoð við samsetningu hulsturs: sChOoL- mAzTa, Dísa skvísa, Hr. Theotron X og HSM. Dauðarokk s.m. Ýsa- fyrðy (svo) gefur út. \701 Fjarða- fareindir Arnar Eggert Thoroddsen FÓLK Í FRÉTTUM 70 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sonne Rammstein Clint Eastwood Gorillaz Lady Marmelade Pink, Mya, Lil Kim & Christina Aguilera Outside Aaron Lewis & Fred Durst That’s My Name Lil Bow Wow It’s Raining Men Geri Halliwell Survivor Destiny’s Child Baseline Quarashi Dagbókin mín 3 G ’S My Way Limp Bizkit Play Jennifer Lopez Butterfly Crazy Town Aerodynamic Daft Punk Angel Two Tricky So Fresh So Clean Outkast Tonk Of The Lawn Egill Sæbjörnsson Summer Land & synir Shiver Coldplay I’m Like A Bird Nelly Furtado Imitation Of Life R.E.M Vikan 16.05. - 23.05 http://www.danol.is/stimorol Morgunblaðið/Jón Svavarsson Berti Möller lætur gítarinn væla. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Stefán Jónsson í syngjandi sveiflu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Lúdó-sextett í öllu sínu veldi. Ólsen, ólsen! UM síðustu helgi, föstudags- og laugardagskvöld, trylltu Stefán Jónsson og félagar í Lúdó- sextett lýðinn á Kringlukránni. Ástæðan var öðrum þræði sú að væntanleg er endurútgáfa á Rauðu plötunni svokölluðu sem naut gríðarvinsælda fyrir ald- arfjórðungi eða svo. Fag- mennskan er ávallt í fyrirrúmi hjá Stefáni og félögum og „settu þeir tvistinn út og breyttu í spaða“ langt fram eftir nóttu. Lúdó og Stefán á Kringlukránni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.