Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR sem einhverra hluta vegna eru ragir við að fara á hestbak ættu að hafa sam- band við Sigrúnu Sigurðar- dóttur, því hún hefur í nokk- ur ár boðið upp á námskeið á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk hefur getað yfir- stígið þann ótta með aðstoð hennar. Morgunblaðið frétti af einu slíku námskeiði í Hafn- arfirði á dögunum, þar sem hún var að aðstoða „fælnar konur“, eins og það var kall- að, og ákvað að líta í heim- sókn og kynna sér málið. Er þangað kom blöstu við sex konur, allar á hestbaki, og engu var líkara en þær hefðu aldrei gert neitt annað í líf- inu en sitja hesta. Þær voru spurðar um ástæður fyrir veru þeirra á námskeiðinu. Ein að byrja, önnur að byrja aftur Svava Aldís Viggósdóttir kvaðst smeyk að vera á hest- baki, því hún hefði upplifað óþægilegt augnablik fyrir nokkrum árum. „Ég var þá á hestbaki úti í Bretlandi, og hékk í öðru ístaðinu í langan tíma, og það situr dálítið í mér.“ Ragnhildur Guðmunds- dóttir sagði að sig langaði bara að læra meira; hún hefði að vísu verið aðeins hrædd áður, sérstaklega við þennan hest sinn, og væri núna komin til að læra betur á hann. Og móðir Ragnhildar var þarna líka, Magnea Þuríður Ingvarsdóttir. „Ástæðan fyrir því að ég er hér líka, er sú að við hjónin vorum að byrja í hesta- mennskunni aftur. Hann er eitilklár og ekkert hræddur, en ég hins vegar gat ekki al- veg fylgt honum eftir, svo ég ákvað að drífa mig á nám- skeið hjá Sigrúnu.“ Ragnhildur Scheving sagði að þetta hefði verið gamall draumur hjá sér. Hún væri mikil sveita- og dýramanneskja, en hefði alltaf verið hrædd við hesta, en þetta væri allt að koma núna. Fór á hestbak sem unglingur Ásta María Kristinsdóttir sagðist vera þarna til að rifja upp. „Ég fór nokkrum sinn- um á hestbak sem unglingur, en hafði ekki farið á hestbak í 25 ár, þegar ég fór svo um daginn og varð mjög hrædd, þannig að ég er hérna til þess að koma mér af stað.“ Og Freyja Sigurðardóttir var þarna einfaldlega til þess að læra þetta frá grunni. „Ég er algjör byrjandi,“ sagði hún. „Ég ákvað að slá til núna, því karlinn var að byrja í hestum og maður verður náttúrulega að fylgja með.“ Það var því ljóst, að ýmsar ástæður lágu á bak við veru þessara kvenna á námskeið- inu. Það næsta var þá að spyrja kennarann um ástæðu þess að hún hefði lagt af stað með þetta. „Ja, það kom nú eiginlega til af brýnni nauðsyn,“ sagði Sigrún. „Ég fékk þessa hug- mynd í framhaldi af því að ég gerði tveimur vinum mínum greiða fyrir mörgum árum, en þeir áttu konur sem voru hræddar við að fara á hest- bak. Síðan jókst það að fólk hafði samband og var að biðja mig um aðstoð. Og í einhverjum fíflagangi varð vinnuheiti á þessu „hræðslu- púkanámskeið“. Það fannst öllum dálítill gálgahúmor í nafngiftinni, svo þess vegna hefur námskeiðið haldist með þessu nafni.“ Að sögn Sigrúnar er fyrsta skrefið til að ná tökum á þessu að viðurkenna að mað- ur sé hræddur og gera sér í framhaldi af því grein fyrir við hvað maður sé hræddur, því það sé mjög misjafnt hvers vegna fólk kæmi; sum- ir væru hræddir af því að þeir væru að byrja, aðrir af því að þeir hafi dottið af baki einhvern tíma, og enn aðrir af því að þeir hefðu verið að eignast börn. Það væri því um ýmsar orsakir að ræða. En hefur Sigrún verið með slík námskeið víða? „Já, ég hef verið með svona námskeið út um allt, t.d. hjá Fáki í Reykjavík, Herði í Mosfellsbæ og Gusti í Kópavogi. Það gengur mis- vel, en þó yfirleitt vel, af því að heilmiklu er náð með því eingöngu að viðurkenna hræðsluna, eins og ég nefndi. Fólk sem var hjá mér fyrstu árin, er til að mynda í hesta- mennsku á fullu í dag. Sumir þurfa lengri tíma, en öðrum nægja tíu skipti eða svo,“ sagði hún, og bætti því við, að hún verði með svona nám- skeið hjá Andvara í Garðabæ í sumar, og það komi til með að verða auglýst betur síðar. Eftir þessar upplýsingar sneri blaðamaður sér aftur að „hræðslupúkunum“ og spurði hvaða einkunn þær gæfu þessu námskeiði hjá Sigrúnu í Hafnarfirði. „Það er frábært,“ sögðu þær í kór. Og meintu það greinilega. Hræðslupúkanámskeið stendur fælnum hestakonum til boða „Fyrsta skrefið að viðurkenna óttann“ Hafnarfjörður Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hér eru konurnar sex, ásamt kennara sínum, Sigrúnu Sigurðardóttur. Á hestbaki eru, talið frá vinstri: Svava Aldís Viggósdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Ragnhildur Scheving, Ásta María Kristinsdóttir, Freyja Sigurðardóttir og Magnea Þuríður Ingvarsdóttir. EMBÆTTI borgarverk- fræðings hefur auglýst eftir umsóknum um byggingar- rétt fyrir 360 íbúðir í Graf- arholti en þar fyrir utan verður úthlutað lóðum fyrir tæplega 200 íbúðir á svæð- inu. Aldrei fyrr hefur jafn- mörgum lóðum verið úthlut- að í einu lagi í Reykjavík. Að sögn Ágústs Jónsson- ar, skrifstofustjóra hjá borg- arverkfræðingi, eru lóðirnar fyrir ýmiss konar byggingar. Einbýlishús verða á 64 lóð- um, 11 lóðir eru undir fjöl- býlishús með samtals 251 íbúð en parhús og raðhús verða á 17 lóðum með sam- tals 45 íbúðum. Ágúst segir mismunandi staðið að verðlagningu bygg- ingarréttarins. Þannig eru lóðir fyrir einbýlishús á föstu verði sem er mismun- andi eftir því hvar á svæðinu lóðin er og hversu stórt hús má byggja á henni. Verð þessara lóða er á bilinu 2,86 til 3,70 milljónir. Gert er ráð fyrir tilboðum í byggingar- rétt á hinum lóðunum og að sögn Ágústs er lágmarks- verð venjulegt gatnagerðar- gjald samkvæmt gjaldskrá. „Reynslan frá síðasta ári bendir til þess að menn bjóða talsvert yfir það en auðvitað er rennt blint í sjó- inn. Nú hafa menn verið að tala um að það sé farið að draga úr spennu og þá hugs- anlega kemur það fram í þessu en á móti höfum við ekki úthlutað svona stórum skammti af lóðum áður á seinni árum,“ segir hann. Rúmlega venjulegur ársskammtur Til viðbótar við þær lóðir sem nú eru auglýstar verður úthlutað lóðum fyrir tæplega 200 íbúðir. Um er að ræða íbúðir fyrir Búmenn ehf., sem byggja og reka íbúðir með búseturétti fyrir eldra fólk, Félagsbústaði hf., Byggingafélag námsmanna auk lóða sem ætlaðar eru til byggingar leiguhúsnæðis og verða auglýstar sérstaklega. Samtals eru þetta lóðir und- ir 555 íbúðir sem að sögn Ágústs er rúmlega venjuleg- ur ársskammtur. Geta ekki selt fyrr en byrjað er að byggja Hann segir skilmála bygg- ingarréttarins þannig að ef hætt er við að byggja á ein- býlishúsalóð beri viðkomandi að skila lóðinni til borgarinn- ar og fái þá endurgreitt. „Ef þeir eru hins vegar byrjaðir að byggja og menn þurfa ekki að vera búnir með ann- að en sökkla og plötur, þá geta þeir fengið lóðarleigu- samning. Þegar hann er fenginn er þeim heimilt sam- kvæmt samningnum að selja.“ Hann segir erfitt að segja hvort það sé algengt að menn selji slíka húsa- grunna en enginn hafi skilað byggingarrétti fyrir einbýlis- hús enn sem komið er. „Hvað menn gera svo eftir að þeir hafi fengið lóðar- leigusamning vitum við ekki en auðvitað er eitthvað um það eins og sjá má í fast- eignablaði Morgunblaðsins.“ Hann bætir því við að ein- býlishúsalóðum sé einungis úthlutað til einstaklinga og fjölskyldna en ekki lögaðila. „En auðvitað eru bygginga- meistarar líka einstaklingar þannig að það geta verið svoleiðis menn innan um,“ segir hann. Reglur um byggingarrétt annarra lóða en einbýlis- húsalóða eru með öðrum hætti. Þar er hæstbjóðanda heimilt að selja byggingar- réttinn en borgin áskilur sér þó forkaupsrétt og segir Ágúst nokkur dæmi um að menn hafi selt þannig bygg- ingarréttinn. Gert er ráð fyrir að lóð- irnar verði byggingarhæfar á tímabilinu júlí til septem- ber 2001 og er umsóknar- frestur vegna einbýlishúsa- lóðanna til klukkan 16:00 23. maí en tilboðum vegna ann- arra lóða skal skilað fyrir klukkan 16:00 25. maí. Þess má geta að fyrstu landnem- arnir eru nú komnir í hverfið því á þriðjudag voru fyrstu íbúðirnar í Kirkjustétt 7–13 afhentar. Morgunblaðið/Jim Smart Byggingarframkvæmdir í Grafarholtinu eru í fullum gangi og hafa fyrstu íbúarnir þegar flutt í hverfið. Auglýst eftir umsóknum í byggingarrétt lóða Lóðum út- hlutað fyrir 555 íbúðir Grafarholt ÞÆR voru búnar af fá tvo silunga, þegar blaðamaður rak augun í þær á lítilli brú í Hafnarfirði á dögunum, þar sem þær stóðu óþreyt- andi og fylgdust með því hvort flotholtið tæki dýfu, sem hefði þá verið órækt merki um enn einn silung- inn, nartandi í beituna. Þessar hafnfirsku veiði- klær sögðust ekki alveg muna hvað lækurinn væri kallaður, en sjálfar kváðust þær heita Sóley Björk Baldursdóttir, 4 ára, Stef- anía Ann Rossouw, 10 ára, Klara Sif Guðlaugsdóttir, 10 ára og Lovísa Sólveig Erlingsdóttir, 11 ára. En hvaða agn skyldu þær nota? „Rækju. Við höfum samt prófað maðk, en rækjan er aðeins betri.“ Ekki er það fiskiþörf í sjómannaverkfalli sem rek- ur þessar ungu veiðikonur áfram því þær sögðust sleppa aflanum jafnóðum og hann kæmi upp úr lækn- um. En hverjar eru aflatöl- ur fyrir góðan veiðidag? „Jaaaa, svona 2-3,“ sögðu þær eftir smá umhugsun og bættu því við að þær væru oft að veiða þarna og þó kannski oftar á hinni brúnni, þar skammt frá. „Silungarnir eru nefni- lega yfirleitt undir þeirri brú,“ sögðu þær, „af því að þar er miklu dýpra en hér“. Þær höfðu verið þar skömmu áður, en fluttu sig yfir á þessa, til að athuga hvort ekki væru einhverjir svangir þar niðri líka. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson „Rækjan er aðeins betri“ Hafnarfjörður Sóley Björk, Stefanía Ann, Klara Sif og Lovísa Sólveig athuga hvort fiskarnir séu svangir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.