Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 65 DAGBÓK LJÓÐABROT VONLAUST GETUR ÞAÐ VERIÐ Þú átt að vernda og verja, þótt virðist það ekki fært, allt, sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. Vonlaust getur það verið, þótt vörn þín sé djörf og traust. En afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust. Guðmundur Ingi Kristjánsson STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert framtakssamur og vandvirkur jafnvel þótt lítill tími sé til stefnu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu ekki hugfallast þótt erfiðleikar komi upp því þú hefur alla burði til þess að sigrast á þeim ef þú bara missir ekki trúna á sjálfan þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að taka meira tillit til annarra því þú græðir ekkert á því að gera hlutina upp á þitt eindæmi. Mundu að deila ágóðanum með öðrum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Undirbúningur er þýðingar- mikill því hann flýtir fyrir ár- angri og styttir leiðina að settu marki. Skipuleggðu tíma þinn eins vel og kostur er. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu ekki tilfinningarnar ráða ferðinni því þótt þær séu sjálfsagðar þarf skynsemin líka að vera með í ráðum þeg- ar þú tekur ákvörðun um að- gerðir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gakktu úr skugga um að þú hafir frelsi til þess sem þig langar til að gera og finnist þér annað þarftu að vinna taf- arlaust að því að verða frjáls. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Krefjandi aðstæður reyna mjög á þig en samt er engin ástæða til þess að vorkenna sjálfum sér því þetta eru bara verkefni sem þarf að vinna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Haltu þig við það sem þú kannt best og láttu aðra um þá hluti sem eru utan verk- sviðs þíns. Annað gæti reynst þér skeinuhætt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Taktu það ekki óstinnt upp þótt þú þurfir að leiðbeina samstarfsmönnum þínum. Það markar þér forustu með vissum hætti og það er ein- mitt það sem þú þráir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er viturlegt að staldra við annað slagið og gera úttekt á málunum. Þannig getur þú lagfært það sem aflaga hefur farið áður en það er um sein- an. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt aðrir eigi erfitt með að skilja hugmyndir þínar í fyrsta umgangi skaltu halda ótrauður áfram því á endan- um vinnur þú aðra á þitt band. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hafðu nánar gætur á fjármál- unum því lítið má út af bera svo ekki skapist af meirihátt- ar vandræði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Stundum verða menn bara að fleygja sér út í sundlaugina og berjast til að ná bakkanum af eigin rammleik. Það er þó engin ástæða til annars en ganga glaður til leiks. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÍSLENSKA sveitin tapaði aðeins einum leik í Bikar- keppni Norðurlandanna, þeim fyrsta gegn Svíum, 14- 16. „Þeir tudduðust í lap- þunnar slemmur og geim og allt stóð,“ kvartaði Sverrir Ármannsson, en hann og Magnús Magnússon fengu sitt versta „butler-skor“ út úr þeim leik. „Butler“ er samanburður para í öllum leikjum, sem mótsstjórar reikna út, spilurum til skemmtunar, án þess að skorið hafi nokkra þýðingu fyrir keppnina sjálfa. Jón Baldursson og Karl Sigur- hjartarson urðu í öðru sæti í „fjölsveitinnni“ (sem er hið íslenska heiti á „butler“), en hæstir urðu Svírarnir sem „völtuðu yfir“ Sverri og Magnús – þeir Bo-Henry Ek og Peter Nordén. Jón og Sverrir eru enn að ræða þessi mál. Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 4 ♥ Á832 ♦ ÁDG109 ♣ Á86 Vestur Austur ♠ 108 ♠ DG9653 ♥ K10764 ♥ D ♦ K4 ♦ 876 ♣D1072 ♣K53 Suður ♠ ÁK72 ♥ G95 ♦ 532 ♣G94 Þetta spil kom upp þegar Jón og Karl mættu Peter og Bo-Henry: Vestur Norður Austur Suður Karl Peter Jón Bo-Henry – – 2 tíglar * Pass 2 spaðar * Dobl Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Opnun Jóns á tveimur tíglum er hefðbundin „multi“ – sýnir veika tvo í öðrum hvorum hálitnum. Svar Karls á tveimur spöð- um segir að hann vilji ekki hærra á móti spaða, en sé til í a.m.k. þrjú hjörtu ef makk- er á hjartalit. Síðan taka Svíanir við og renna sér í þrjú grönd, sem er óneitan- lega nokkuð harður samn- ingur, en ætti þó að vinnast í þessari legu. Karl kom út með spaða- tíu. Nú er eina raunverulega vinningsleiðin sú að taka báða spaðaslagina og svína tígli í þeirri von að kóngur- inn sé annar í vestur. Sem hann er. En Bo-Henry hafði ekki trú að legunni (og van- mat andstæðingana hroða- lega), því hann drap á spaða- kóng og svínaði í tígli. Síðan spilaði hann smáu hjarta úr borði. Jón átti slaginn á drottninguna og skipti yfir í laufþrist, því hann sá að sagnhafi átti níu slagi með áframhaldandi spaðasókn. Bo-Henry dúkkaði laufið tvisvar, tók það þriðja á ás- inn og spilaði aftur smáu hjarta. Legan kom í ljós og spilið var hrunið. Karl drap, tók laufslaginn og sendi svo blindan inn á tígul, en sagn- hafi hafði geymt Á8 í hjarta. Þrjú grönd fóru því tvo nið- ur og Ísland vann 6 IMPa, því á hinu borðinu spiluðu Sverrir og Magnús þrjá tígla og fengu tíu slagi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Nk.laugardag 19. maí, verður sjötugur Einar Guð- mundsson á Seftjörn. Eig- inkona hans er Bríet Böð- varsdóttir. Þau taka á móti gestum á afmælisdaginn í Birkimel á Barðaströnd kl. 15-19. 70 ÁRA afmæli. Í dagfimmtudaginn 17. maí verður sjötug Guðfinna Kristjánsdóttir, kennari, Bláskógum 3, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Ein- ar Ólafsson. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dagfimmtudaginn 17. maí verður sjötug Steinunn Guðný Sveinsdóttir, bóndi í Kastalabrekku, Ásahreppi. Eiginmaður hennar er Sig- urður Jónsson frá Norð- urhjáleigu. Steinunn og Sig- urður taka á móti gestum að Laugalandi í Holtum laug- ardaginn 19. maí kl. 15-18. STAÐAN kom upp á milli sigurvegaranna tveggja á Dos Hermanas ofurmótinu er lauk fyrir skömmu. Alex- ey Dreev (2685) hafði hvítt gegn Ilia Smirin (2691) frá Ísrael. 27.Hxc5! bxc5 28.Rg4 Ha6 29.Rh6 Kf8 30.f4! Sókn hvíts virðist nú óstöðvandi en svartur varðist af mikilli hugvitssemi er byggðist á þeirri hugmynd að ridd- arinn á h6 gæti orð- ið strandaglópur. Framhaldið varð: 30...Bxd5! 31.exd5 f5! 32.Hd1 Dxa4 33.Dc1 Hd6 34.h4 Db3 35.Da1 Hxd5 36.Hb1 De3 37.Kh1 Dd4 38.Dxa5 exf4 39.Hb7 Hd7 40.Hxd7 Dxd7 41.Dxc5 He7 42.Rg8! Kxg8 43.Dxe7 og svartur gafst upp enda manni undir. Lokastaða A- flokks varð þessi: 1.-2. Alexey Dreev (2685) og Ilia Smirin (2691) 5½ vinning af 9 mögulegum. 3.-6. Zoltan Almasi (2640), Francisco Vallejo Pons (2559), Miguel Illescas Cordoba (2562) og Zurab Azmaiparashvili (2670), 5 v. 7. Mikhail Gure- vich (2688) 4½ v. 8.-9. Teimour Radjabov (2533) og Ivan Sokolov (2659) 4 v. 10. Michal Krasenkow (2655) 1½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Þú ert víst ekki héðan úr bænum, er það? Ný sending af kvartbuxum v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680 iðunn tískuverslun iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni (á móti Habitat), sími 588 1680 Boðið upp á blóðsykurs- mælingu milli kl. 14 og 16. Smökkun á nýjum heilsudrykk frá Ribena ásamt heilsukexi. GERIÐ YKKUR KLÁR FYRIR SUMARIÐ. HUGIÐ AÐ UNDIRSTÖÐUNUM! Flugsokkar og heilsuskór. Eigum Delilah- Samson, stoðsokkana í mörgum litum og þremur þykktum. 15% afsláttur. Þýsku, handunnu, opnu gæðaskórnir nýkomnir, nokkrar gerðir í K-breidd. SJÚKRAVÖRUR EHF. Verslunin Remedia í bláu húsi v/Fákafen, sími 553 6511. Laugavegi 54 — sími 552 5201 Hörskyrtur frá 2.990 Hörskokkar frá 2.990 Hörbuxur frá 3.990 Stærðir 36-46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.