Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 55 árinu eldri en þá voru mér bara born- ar þessar fréttir. Þetta sem átti að verða svo æðisleg helgi eins og þú varst búinn að plana. En ég vona svo innilega, elsku Hjalti minn, að þú haf- ir það gott þar sem þú ert núna og horfir á mig og leiðir mig í gegnum þetta líf, því ég verð að vona að þú gerir það því það er svo sárt að vita að ég geti ekki hringt í þig og talað um allt og ekkert. En ég mun samt alltaf minnast þín sem skemmtilegs, góðs vinar og þú varst „kóngurinn“ eins og þú varst vanur að kalla þig. Það var allt svo auðvelt fyrir þig, þú varst vanur að bjarga þér svo skemmtilega frá öllu, þú varst bara svo klár. Af hverju? verð ég að spyrja, þú sem átt- ir allt þitt líf framundan, mig langar ekki að hafa þetta svona, mig langaði að geta hjálpað þér frá öllu þessu ég hefði viljað getað knúsað þig að mér, mér þykir þetta svo vont og ég er svo einmana án þín. Mér þótti alveg rosa- lega vænt um þig, þú varst sá besti vinur sem maður getur óskað sér. Kveð ég þig nú elsku vinur með mik- illi sorg í hjarta og við hittumst aftur eftir nokkur ár. Sigurjóna, Svavar, Ólafur, Kolbrún ósk, Svanhildur Tinna, Kristín T., Ólafur Helgi, ég votta ykkur samúð mína, megi guð geyma ykkur í þessari sorg. Í skugga himins sé ég ljós, það skín svo skært að það blindar hvern mann, en ég sneri ljósinu við og þar sá ég þetta fallega andlit og það varst þú, ljós lífs míns. Þín vinkona, Eva Lind. Lífið hér á Hótel Jörð er oft skrít- ið, erfitt, skemmtilegt og einnig sorg- legt. Þegar við mannfólkið göngum í gegnum lífið kynnumst við allskonar fólki og það verður hluti af lífi manns sem fjölskylda, vinir eða kunningjar. Flestir, við þar á meðal, eiga marga kunningja en aðeins örfáa vini. Þessa vini er hægt að treysta á bæði í gleði og sorgum. Þeir eru þannig að það er alveg sama hversu langur tími líður á milli samverustunda og samtala, þeir eiga alltaf vísan stað hver í hjarta annars. Þannig vinur okkar var Hjalti Svavarsson. Að syrgja góðan, göfgan vin og gráta sært og hljótt, það hefur margur maður reynt myrka, kalda nótt. En Drottinn telur tárin þess, er grætur. (Margrét Jónsdóttir.) Elsku besti vinur okkar. Við getum ekki lýst því hversu erfitt það er að setjast niður og skrifa minningar- grein um þig. Þú varst svo dýrmæt perla í lífi okkar og í dag ásökum við sjálfa okkur fyrir að hafa ekki sagt þér hversu vænt okkur þótti um þig. Þegar ég (Elfa) sá þig fyrst vissi ég að þú værir sérstakur. Þú varst svo sætur bæði að utan sem innan en reyndir að leyna því með töffaraskap. Hugurinn er fullur af minningum um þig, til dæmis ’95 þegar ég gekk í gegnum erfiðleika í mínu lífi, þá sýndirðu mér hversu góður vinur þú varst með því að uppörva mig, knúsa eða skamma. Hjalti minn, ég á þér svo mikið að þakka, þú hjálpaðir mér að feta fyrstu skrefin í nýju lífi og bentir mér á Jesú og hvað hann gæti gert fyrir mig. Þetta leiddi mig á end- anum til Hans og það mun ég æv- inlega verða þakklát fyrir. Við vitum að þú glímdir oft og tíð- um við erfiðleika og varst bundinn í fjötra sem að lokum buguðu þig. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera þátttakendur í lífi þínu, bæði í erfileikum og gleði. Hugur okkar reikar til þeirra tímabila í lífi þínu þegar allt lék í lyndi og þér leið svo ofsalega vel. Til dæmis þegar þú komst úr kotinu sá ég að þú varst svo breyttur. Þú ljómaðir af gleði og það var friður í augunum á þér og alveg eins og það væri geislabaugur yfir þér. Nokkrum mánuðum síðar fór að halla undan fæti hjá þér og erfiðleik- arnir að gera vart við sig aftur en allt- af stóðstu upp á ný. Við eigum svo góðar minningar frá tímabilinu þegar við bjuggum öll í Grafarvogi og þú komst oft við hjá okkur á leiðinni úr vinnunni, stundum á hlaupum undan vondu veðri, oft rennandi blautur. Við dáðumst að baráttuvilja þínum til þess að ná fótfestu í lífinu en að lok- um náðu erfiðleikarnir yfirhöndinni. Okkur fannst sárt og erfitt að hafa ekkert heyrt í þér undanfarið en við vissum að þér leið ekki vel. Drottinn veit hversu mikið við gæfum fyrir að fá að kveðja þig og sýna þér litla sól- argeislann okkar sem við eignuðumst fyrir 6 vikum en þú sérð hann von- andi þaðan sem þú ert núna. Takk, elsku Hjalti, fyrir að vera alltaf vinur okkar. Foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum sendum við okkar dýpstu samúðarkveður með ritningarstað úr biblíunni sem Hjalta þótti svo vænt um. Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. (Matt 11:28) Elfa og Daníel. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson.) Elsku Hjalti minn. Mig langar að skrifa nokkur orð um þig og hjartagæsku þína, hversu hrein hún var og hversu heppin ég var að fá að njóta hennar. Ég dáðist að þrautseigju þinni við baráttuna við sjúkdóm þinn. Að lokum bugaði hann þig elsku vinur minn. Þú verður alltaf engill í mínum huga og átt alltaf sér- stakan stað í hjarta mínu. Ástin heilög heillar mig, hún er drottins líki; meðan einhver elskar þig, áttu himnaríki. Elsku Svavar minn, megi Drottinn styrkja þig í sorgum þínum. Einnig votta ég öðrum ástvinum Hjalta mína dýpstu samúð. Þín vinkona, Eva Lind Björnsdóttir. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Kiljan Laxness.) Ragna Jóna. Við Hjalti kynntumst fyrir ekki svo ýkja löngu síðan og hefðum lík- lega aldrei kynnst ef ekki hefði verið fyrir það að ég fór að vinna á café 22 niðri í bæ. Þar vann nefnilega líka Míó. Þetta var upphafið að yndislegri vináttu. Það voru Hjalti, Bjöggi, Kiddi, Míó, Guðni, Árni, Stjáni, Ásta systir, Lilja kærasta Míó og ég. Það var pínulítið erfitt að kynnast honum Hjalta, hann passaði að hleypa ekki hverjum sem var að sér, en þeir sem hlutu þann heiður áttu vin, eins góð- an vin og hugsast gat, vin sem pass- aði vel upp á sína og vildi allt fyrir vini sína gera. Ég og Hjalti urðum seinna kærustupar, það er ekki langt síðan, við erum nýhætt saman. Ég elskaði hann mjög mikið en ég gat ekki samþykkt allt sem hann tók sér fyrir hendur og því hættum við sam- an, en ég veit að hann elskaði mig samt, hann gat bara ekki trúað því jafn vel og ég að hann væri ekki vond- ur maður, heldur yndislega góður. Ein fallegasta sál sem ég hef kynnst, það sást í augunum, sem voru eins og í saklausu barni, skærblá og sindr- andi. Þeir sem ekki þekktu Hjalta dæmdu hann oft, gáfu honum ekki tækifæri heldur dæmdu hann fyrir- fram. Það þótti honum mjög leitt. Þó hann segði það ekki við aðra þá sagði hann það oft við mig. Hann langaði svo mikið til að breyta lífi sínu og ég reyndi að segja honum að hann ætti sanna vini og við og fjölskyldan hans myndum hjálpa honum hvernig sem við gætum. En hann vildi ekki leggja meira á okkur en honum fannst hann þegar hafa gert... Ég á ekkert nema góðar minningar um Hjalta eða Skagfjörð eins og ég kallaði hann oft, og ég mun geyma þær allar hjá mér. Hvernig hann brosti, hvað hann söng vel, hvað það var gott að faðma hann, hvernig hann vissi alltaf hvað hann átti að segja og gera ef ég var leið, hvernig hann dansaði, hvernig hann stríddi mér alltaf, hvernig hann horfði stundum með aðdáun í augun á mér og ég gæti haldið endalaust áfram. En vænst þótti mér um að hann tók sér tíma til að kynnast mér eins og ég er og sagði mér svo hreint út eitt kvöldið, þar sem ég sat grun- laus, að hann vildi vera með mér því hann væri búinn að fylgjast með mér og ég væri ekki bara sæt heldur svo góð manneskja. Elsku Sigurjóna, Óli, Svana, Krist- ín, Óli litli, Grettir og aðrir ástvinir! Við vitum að Hjalti er glaður núna og við skulum reyna að leyfa honum að njóta þess. Látum hann ekki þurfa að hafa áhyggjur af okkur, höldum minningu hans lifandi með bros á vör þó að söknuðurinn sé oft óbærilegur, þá eigum við hvert annað og minn- inguna um góðan dreng hvers ljós slokknaði jafn skjótt og það kviknaði en lýsir samt skært í hjörtum okkar allra sem hlutum þau forréttindi að þekkja hann. Ragnhildur Ísleifsdóttir. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi / 0             /44,  :*#! &; #$        " -   1 "   -   2   3435 1 ## &'(&#$ $% &'(&#$&/%# )# . $ ")! $% % (! /%# )#  ! .&'&/%# $%  '&/%# )#  !  !( &'(&#$ $% (</%# )# !'&,)5 $% " !/%# )#      5 $%  #  #)! #  #  #+                                        !     %        ,.- , 4::      &(=2         6   #&/* & )# > "+.#  )# #! !  $% /* & + # )# & $ &##  $%  ! + # $%  #& #!   )#  #  #)! #  #  #+ / 0      $ %      - ."  ) ( =    "  -   1   "   -   2   335 %  !+.#!( $% 1 ## -  $% .   ##-  )# "!" # )# !'& # $% ,% "# "! $% ? & )  .#!(&+&'%# )# 1 ## /%# $%+              . ,.  5<- 5' 7 5 3% &(@      - 7  8      3  !&%# $% &##3 $& & $%  !1+.#  )#  $  & $%  ' "+&#% 5 )#   # 4  & $% .#%/%#  # )#  && & )#  ! A! $%  #  #)! #  #  #+ / 0           /4- ,. "  #$&3 BB   " #3#  <# )! ' '  #$ #$&+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.