Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 47 Bleikt, bleikt, bleikt...... og sumarlegt Ráðgjafar frá kynna nýja liti, nýtt krem og AROMA FIT, nýjar grennandi líkamsvörur. Stór og glæsileg snyrtitaska með mörgum hólfum fylgir kaupum. Laugavegi 80, sími 561 1330, í dag, föstudag og laugardag. Hamraborg 14a, sími 564 2011, í dag og föstudag. w w w .la n co m e. co m FERÐAMÁLASKÓLINN Í KÓPAVOGI Innritun fyrir skólaárið 2001 - 2002 fer nú fram í Ferðamálaskólanum í Kópavogi, og stendur til miðvikudagsins 23. maí nk. Alþjóðlegt IATA-UFTAA nám •Markmið námsins er að þjálfa einstaklinga til starfa á söluskrifstofum ferðaskrifstofa og flugfélaga •Kennsla hefst í september, kennt er frá kl. 17.30-21.15 •Námið er 7 mánuðir frá september til marsloka Starfstengt Ferðamálanám Bóklegt 3ja anna starfstengt FERÐAMÁLAnám. Námið skiptist í 2 námsbrautir, FERÐAFRÆÐInám og HÓTEL- OG GESTAMÓTTÖKUnám. •Markmið námsins er að þjálfa einstaklinga til starfa í ferðaþjónustu á Íslandi, við móttöku erlendra ferðamanna og til starfa og úrvinnslu v. ferðalaga fyrir Íslendinga erlendis. •Nemendur fara í þriggja til sex mánaða starfsnám í fyrirtæki í ferðaþjónustu. •Kennsla hefst í september. Kennt er frá kl. 17:30-22:00 Fjarnám Boðið er upp á fjarnám í Ferðafræðinámi og Hótel- og gestamóttökunámi í vissum áföngum. Inntökuskilyrði Umsækjendur í allt nám Ferðamálaskólans þurfa að hafa náð 20 ára aldri, vera með stúdentspróf eða sambærilega menntun og starfsreynslu og hafa gott vald á enskri tungu. Leiðsöguskóli Íslands Innritun í Leiðsöguskóla Íslands fer fram í ágúst nk. Sjá nánari auglýsingu í lok júlímánaðar. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans. FERÐAMÁLASKÓLINN Í KÓPAVOGI Menntaskólanum í Kópavogi v/Digranesveg Sími: 544 5520 og 544 5510 SÍFELLT fjölgar komum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur. Síðasta áratug fjölgaði slíkum skipa- komum úr 23 árið 1991 í 48 árið 2000, eða um rúmlega helming. Hið sama má segja um farþegafjöldann, hann jókst úr 12.790 árið 1991 í 25.576 árið 2000 – tvöfaldaðist nær nákvæm- lega. Áætlað er að 50 skemmtiferðaskip komi til Reykjavíkur á þessu sumri. Gönguferðir um miðborgina Talið er að um þriðjungur farþega skemmtiferðaskipanna fari ekki í skipulagðar kynnisferðir og sumir fara jafnvel ekki frá borði. Ýmislegt má gera til að laða þessa ferðamenn í miðborgina. Gönguferðir með leiðsögumanni um miðborgina, ókeypis eða gegn vægu gjaldi, eru vinsælar víða er- lendis og væri þjóðráð að reyna þær hér. Svokallað „Cruise Café“ hefur einnig reynst vel á viðkomustöðum skemmtiferðaskipa, en það er eins- konar þjónustu- og upplýsingamið- stöð skipafarþega, þar sem hægt er að fá sér kaffi eða aðra hressingu og kynna sér það helsta sem á boðstól- um er – hvort sem um er að ræða verslun, veitingahús, skoðunarferð- ir, söfn eða skemmtanir. Væri ekki þjóðráð fyrir Reykjavíkurhöfn að taka höndum saman við aðra sem hafa hagsmuna að gæta og reyna að koma slíkri miðstöð á laggirnar? Gjafakort í haust Lengi hefur verið áhugi á að koma á fót sameiginlegu gjafakorti fyrir miðborgina og hefur stjórn Þróun- arfélags miðborgarinnar haldið mál- inu vakandi og reynt að þoka því áfram. Nú hefur verið ákveðið að hefja sölu gjafakorts miðborgarinn- ar í haust. Ef vel tekst til mun gjafakortið beina sjónum manna í auknum mæli að miðborginni sem miðstöð verslun- ar, þjónustu og mannlífs í Reykjavík og þannig bæta samkeppnisstöðu hennar gagnvart öðrum verslunar- kjörnum. Þarf nýja verslunarmiðstöð? Margir hafa velt því fyrir sér hvort þörf væri á enn einni verslunarmið- stöð í þessu fámenna þjóðfélagi. Það kemur í ljós í haust, þegar Smá- ralind verður opnuð. Þróunarfélag miðborg- arinnar lét taka saman skýrslu um áhrif Smáralindar á verslun og viðskipti í miðborg- inni og voru niðurstöð- ur hennar kynntar á aðalfundi félagsins í lok mars. Ítarlega var sagt frá fundinum í miðopnu Morgunblaðsins laug- ardaginn 31. mars sl. Á fundi Þróunar- félagsins í dag ætlar Ragnheiður Sigurðar- dóttir viðskiptafræðingur að segja nánar frá þessari samantekt, Hallur A. Baldursson, framkvæmdastjóri Yddu, fjallar um fyrirhugað gjafa- kort miðborgarinnar og Gunnar Rafn Birgisson, framkvæmdastjóri Atlantik, ræðir um skemmtiferða- skipin og erlenda ferðamenn í miðbæn- um. Fundurinn hefst kl. 18.15 í Kornhlöð- unni við Lækjarbrekku og er öllum opinn. Sálin býr í miðbænum „Sálin í Reykjavík býr í miðbænum“. Þau sem unnu skýrsluna um áhrif Smáralindar á miðborgina lögðu til að þetta yrði slagorð mið- borgarinnar. Svo mikið er víst, að hvergi hefur tekist að búa til „nýj- an“ miðbæ, þótt reynt hafi verið með ærnum tilkostnaði. Hjarta borgarinnar heldur alltaf áfram að slá í gamla, góða miðbæn- um. Og sálin á heima þar líka. Þar sem hjartað slær og sálin býr Einar Örn StefánssonMiðborgin Gönguferðir með leiðsögumanni um miðborgina eru vinsæl- ar víða erlendis, segir Einar Örn Stefánsson, og væri þjóðráð að reyna þær hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.