Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 64
DAGBÓK 64 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goða- foss kemur og fer í dag. Kodima og Mánafoss koma í dag, Arnarfell fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Nik- olay Afanasyeu kom í gær. Ostroe kemur í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafnara. Opið hús laugardaga kl. 13.30–17. Mannamót Árskógar 4. Föstudag- inn 18. og laugardaginn 19. maí, verður hin ár- lega handverkssýning í félagsmiðstöðinni. Und- irbúningur fyrir sýn- inguna verður alla þessa viku og mun því hin venjulega dagskrá í handavinnustofunum vera í lámarki af þessum sökum. Margt muna verður á sýningunni, skemmtiatriði verða báða dagana og mun Gerðubergskórinn koma og syngja fyrir gesti á föstudag kl. 14.30 og á laugardaginn mun Hall- dóra Björnsdóttir leik- kona flytja vorljóð kl. 14.30. Kaffi og meðlæti verður selt á meðan sýningin er. Sýningin verður opin milli kl. 13 og 17 báða dagana. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handa- vinna og fótaaðgerðir, kl. 14–17 glerskurður. Dalbraut 18-20. Handa- vinnusýning föstudag og laugardag frá kl. 13-17, kaffiveitingar. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mos., á Hlaðhömrum á fimmtud. kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustofan og handavinnustofan opnar, kl. 9.30 dans- kennsla, gler- og postu- línsmálun, kl. 13 opin handavinnustofan og klippimyndir, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 bingó. Félagsst., Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, glerskurðarnámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Austur- ver, kl. 13.30 boccia. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar í Bæjar- útgerð falla niður og verður púttað á morgun föstudag á vellinum við Hrafnistu kl. 14–16. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Söngfélag FEB ásamt þremur öðrum kórum syngja í Breið- holtskirkju nk. laug- ardag 19. maí kl. 15. Dagana 6.-8. júní verður ferð til Vestmannaeyja. Nokkur sæti laus. Ath. lækkað verð. Ath. þeir sem pantað hafa pláss í Vestfjarðaferð 2.-7. júlí vinsamlegast staðfestið sem fyrst, vegna fjölda þátttakenda. Skrifstofa FEB er opin frá kl. 10– 16. Upplýsingar í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, gler- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bóka- bíll, kl. 15.15 dans. Félagsstarfið, Sléttu- vegi 11-13. Handa- vinnusýningin verður föstudaginn 18. maí kl. 13.30-18. Allir velkomn- ir. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug falla niður um tíma. Kl. 10.30 helgistund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni, frá hádegi spila- salur og vinnustofur opnar. Myndlistasýning Gunnþórs Guðmunds- sonar. Allar veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um kl. 9–15, gler og postulín kl. 9.30, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 taumálun og klippimyndir, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans, Sigvaldi kenn- ir. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 13–16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, perlu- saumur og kortagerð, kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 opin handavinnustofa, búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið. Sýn- ing á handavinnu og list- munum aldraðra verður sunnudaginn 20. maí og mánudaginn 21. maí frá kl. 13.30-17 í matsal félagsstarfsins, hátíð- arkaffi. Á mánudaginn kemur kór frá Vitatorgi og syngur í kaffitím- anum. Á sunnudaginn verður Guðný við píanóið í kaffitímanum. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing. Mánudaginn 21. maí verður farið á hand- verkssýningar að Hvassaleiti og Norð- urbrún. Lagt af stað kl. 13. Flóamarkaður verð- ur á Vesturgötu 7 mið- vikudaginn 23. og föstu- daginn 25. maí kl. 13-16.30. Á miðvikudeg- inum verða pönnukökur með rjóma með kaffinu. Á föstudeginum kl. 15 kynna Árni Sighvatsson, baritonsöngvari og Jón Sigurðsson, píanóleikari, nýútkominn geisladisk sem heitir Úr söngva- safni Kaldalóns. Veislu- kaffi og dansað í kaffi- tímanum. Föstudaginn 18. maí er dansað undir stjórn Sigvalda í kaffi- tímanum, gott með kaffinu. Söngfuglar: Kór félagsstarfs aldraðra, Söngfélag FEB, Gerðu- bergskórinn og kór eldri borgara í Garðabæ verða með tónleika í Breið- holtskirkju laugardaginn 19. maí kl. 15. Allir vel- komnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgunstund, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, körfu- gerð og frjálst spil. Þjónustuíbúðir aldr- aðra, Dalbraut 27. Báta- sýning. Diðrik Jónsson, Dalbraut 27, fæddur 1914, sýnir bátasmíði sína frá undanförnum árum á Dalbraut 27. Sýningin verður opnuð föstudaginn 18. maí nk. og verður opin virka daga frá kl. 13-16. Upp- lýsingar gefur Arndís í síma 568-5377 Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára bíður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheimilinu að Gullsmára 13 á mánu- dögum og fimmtudög- um. Mæting og skráning kl. 12,45. Spil hefst kl. 13. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11 í Digra- neskirkju. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60. Fundur í dag kl. 17. Fundurinn er í umsjá Lilju Kristjánsdóttur. Allar konur velkomnar. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Félag breiðfirskra kvenna. Ferð á Njálu- slóðir fimmtudaginn 24. maí, uppstigningardag, farið frá Umferðarmið- stöðinni kl 10. Skráning fyrir 21. maí í s. 553- 2562, Ingibjörg eða s. 568-1082, Svanhildur. Í dag er fimmtudagur 17. maí, 137. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.“ (Mark. 4, 24.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 allhvassan vind, 8 fal- leg, 9 róleg, 10 elska, 11 sorp, 13 peningar, 15 tími, 18 slagi, 21 eldstæði, 22 nirfill, 23 þjálfun, 24 skrýtlur. LÓÐRÉTT: 2 glefsa af grasi, 3 flat- armálseiningin, 4 þekkja, 5 talar illa um, 6 krafts, 7 guð, 12 gyðja, 14 dveljast, 15 bráðum, 16 alda, 17 ílátið, 18 borða, 19 hús- dýra, 20 kvennafn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 þerna, 4 klasi, 7 rómað, 8 ósómi, 9 afl, 11 aðan, 13 ýsan, 14 áfall, 15 garð, 17 anga, 20 æki, 22 ætlar, 23 lyfta, 24 akarn, 25 trana. Lóðrétt: 1 þerna, 2 remma, 3 agða, 4 kjól, 5 atóms, 6 ið- inn, 10 flakk, 12 náð, 13 ýla, 15 glæta, 16 rolla, 18 nefna, 19 apana, 20 æran, 21 illt. K r o s s g á t a LAUGARDAGURINN 12. maí sl. Nokkrar trillur eru á skaki um 6 mílur NA af Garðskaga. Þar skammt hjá er einnig lítill blár neta- bátur með GK einkennis- stöfum. Eftir að skipverjar þar höfðu dregið net sín taka þeir til við að skjóta fugl og stóð sá leikur í allt að tvo tíma. Er netabátur- inn hélt til lands í Sand- gerði sigldi ég að þar sem þeir höfðu verið og blasti þar við ófögur sjón. Fugl um allan sjó, mávur, múkki og rita. Flestir þó dauðir en innan um voru lifandi fugl- ar með sundurskotna vængi og önnur sár. Trillukarl. Barnablað Moggans JÓNÍNA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri kvörtun vegna barnablaðs Mogg- ans. Fyrir það fyrsta finnst henni ómögulegt að hafa barnablaðið innan í sunnu- dagsblaðinu og í öðru lagi er útilokað að taka barna- blaðið innan úr sunnudags- blaðinu. Fyrirkomulagið eins og það var var miklu betra. Er ekki hægt að breyta þessu? Börnin bíða spennt eftir barnablaðinu. Ég veit að ég tala fyrir munn margra foreldra sem lenda í vandræðum með að afhenda börnunum sínum barnablaðið. Blýmengun í sjó? OFT kemur upp umræða um blýmengun hér og þar og þykir hið mesta skað- ræði. Í hafið umhverfis landið fara árlega tugir tonna af blýi þegar við handfærakarlar festum sökkur okkar. Á stöðum er botninn þakinn blýi en þorskinum er kannski al- veg sama. En mér dettur nú í hug hin vistvæna áróð- ursmynd Landssambands smábátaeigenda gegn LÍÚ. Smábátasjómaður. Barnapössun KONA nokkur skrifaði smápistil í Morgunblaðið fyrir nokkru og kvartaði yf- ir því að eldri börn væru látin passa yngri börn. Þetta hefur tíðkast um áratugaskeið á Íslandi og víðar. Það er ekki bara til gagns fyrir mæður barnanna sem fá þessa pössun. Þetta er ómetanleg þjálfun fyrir þær stúlkur sem starfa við þetta. Þær taka sér ábyrgð sem þær verða að standast. Þetta nýtist þeim því síðar í lífinu þegar þær þurfa að annast sín eigin börn. Að auki fá þær peninga og læra þýð- ingu atvinnustarfsemi. Ef fólk á að vera ábyrgð- arlaust allt til 18 ára aldurs og ekki fá að stunda nein störf utan náms í skóla er fólk verulega illa undirbúið fyrir lífsbaráttuna. Faðir og afi. Húsbóndi og þjónn Á ÁRUM áður unnu fyrir- tækjaeigendur hörðum höndum frá morgni til kvölds við að byggja upp sitt fyrirtæki. Þeir þjónuðu sínum kúnnum sjálfir verk- lega. Þessi íslenski aðall er dauður. Erfingjar tóku við, að ég minnist nú ekki á unga menn á uppleið. Þeir sem sólunduðu ekki arfin- um í vitleysu, létu þeir í lúkur þjónustuliðs, milli- liða. Þegar allt var komið á hausinn las maður í Vísi og síðar í Dagblaðinu, pen- ingaskápur til sölu. Það eru tilmæli mín til eigenda stórverslana að þeir láti sjá sig á vinnustað. Þeir bera ábyrgð á hvort hilluvöru, hilluverði og kassaverði ber saman. Guðrún Jacobsen. Tapað/fundið Nokia 3310 tapaðist GRÁR og svartur Nokia 3310 GSM-sími tapaðist mánudaginn 14. maí sl. Gæti hafa tapast við Breiðagerðisskóla. Skilvís finnandi er vinsaml. beðinn að hafa samb. í s. 553-9328. Dýrahald Selma er týnd SELMA, sem er eins og hálfs árs gömul læða, svört og hvít, týndist frá Garða- bæ. Selma stökk í skott á bíl í Garðabæ og úr skott- inu í Eskihlíð 12, 2. apríl sl. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samb. í s. 565- 8108. Kannast einhver við Dísu? DÍSA er svört og hvít loðin læða. Hún fannst í smá- íbúðahverfinu 11. maí sl. Dísa er með rauða ól og hefur einhvern tíma átt heima í Úthlíð 16. Númer sem sést á merkispjaldinu er 847 262. Frekari uppl. gefur Anna í s. 863-9336. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ljótur leikur Víkverji skrifar... SONUR Víkverja skoðaði fyrirskömmu víkingasýninguna á byggðasafninu í Hafnarfirði ásamt skólasystkinum sínum. Þetta var greinilega lærdómsrík ferð því að drengurinn kom heim algerlega heillaður af því sem hann sá. Það voru ekki síst lýsingar á víkingum sem fallið höfðu í bardögum sem höfðuðu til hans. Þegar hann kom heim skrifaði hann skemmtilega sögu af dauðdaga „Bobba víkings“ sem hafði barist hetjulega fyrir lífi sínu en fallið með sæmd í orustu eftir að hafa fengið fjölmörg sár. Því er stundum haldið fram að góð barna- saga þurfi að hafa dálítið af hryllingi til að fá börnin til að hlusta. Sagan af Bobba víkingi hafði greinilega náð eyrum drengsins, en um leið hefur hann eflaust lært meira um lifnaðar- hætti víkinga en hann hefði gert með lestri námsefnisins eingöngu. x x x ÞAÐ var fróðlegt að skoða verð-könnun sem Neytendasamtök- in létu gera á verði ýmissa vöruteg- unda í lágvöruverðsverslunum í Reykjavík og Kaupmannahöfn, en könnunin var birt í Morgunblaðinu sl. laugardag. Niðurstaða könnunar- innar er að matarkarfan er 26,4% dýrari í Reykjavík en Kaupmanna- höfn. Þetta voru kannski ekki óvænt- ar niðurstöður. Það er hins vegar at- hyglisvert að skoða einstakar vörutegundir. Algengar vörur eins og hveiti, sykur, kaffi, te og Kelloggs kornflögur eru ódýrari í Reykjavík en í Kaupmannahöfn. Grænmeti og ávextir eru hins vegar almennt dýr- ari í Reykjavík, ef laukur og agúrka eru undanskilin. Víkverja fannst athyglisvert að sjá að svínakjöt var ódýrara á Íslandi en í Danmörku, en fáar þjóðir í heim- inum framleiða meira af svínakjöti en Danir og því mætti ætla að svína- kjöt sé almennt ódýrt þar í landi. Smjör er einnig ódýrara í Reykjavík en Kaupmannahöfn. Það eru einkum þrjár vörutegundir sem valda því að matarkarfan er umtalsvert dýrari í Reykjavík en Kaupmannahöfn. Þetta eru kjúklingar, ostar og rjómi. Ef þessar vörutegundir eru teknar út úr könnuninni kostar matarkarf- an í Reykjavík 11.879 kr., en 11.472 kr. í Kaupmannahöfn. Munurinn er aðeins 3,5%. Því hefur löngum verið haldið fram að landbúnaðarvörur séu almennt dýrar á Íslandi. Könnun Neytendasamtakanna bendir til að svo sé, en þó er það ekki algilt. Það er athyglisvert að svínakjöt og smjör er ódýrara hér á landi en í Dan- mörku. Verð á nautakjöti virðist einnig vera mjög svipað í löndunum tveimur. Mjólk er heldur dýrari, en verulegur munur er á verði á jógúrt og eggjum. Að mati Víkverja ættu samkeppnisyfirvöld og stjórnvöld að skoða hvort ekki séu færar leiðir til að lækka verð á rjóma, ostum og kjúklingum. Það hlýtur a.m.k. að vera sérstakt rannsóknarefni hvers vegna svínabændum tekst að fram- leiða kjöt sem stenst samkeppni við framleiðslu Dana en kjúklingafram- leiðendum tekst það ekki. Framleiðsla á svínakjöti, kjúkling- um og eggjum hefur mikla sérstöðu innan landbúnaðarins. Framleiðend- ur í þessum greinum eru mjög fáir en stórir. Aðföng fyrir framleiðsluna eru að langstærstum hluta innflutt og framleiðslan er ekki háð veðurfari eins og hefðbundnar greinar land- búnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.