Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 13 BRYNJÓLFUR Jóns- son, skipstjóri, er látinn 102 ára að aldri, en hann var einn af elstu núlifandi Íslendingum. Brynjólfur fæddist þann 17. janúar 1899 að Höfðabrekku í Mýrdal. Hann lauk prófi frá far- mannadeild Stýri- mannaskólans í Reykjavík árið 1921. Brynjólfur var alls 38 ár til sjós, fyrst var hann háseti og stýri- maður á togurum og síðar skipstjóri á síldar- bátum. Í byrjun stríðsins sigldi hann til Englands með fisk og var síðar skipstjóri á bát sem var í flutningum fyrir bandaríska herliðið milli Reykjavíkur og Hvalfjarðar. Brynj- ólfur hætti sjómennsku árið 1954 og hóf þá störf hjá Ham- ilton, bandarísku verk- takafyrirtæki hjá Varnarliðinu. Við stofnun Íslenskra aðal- verktaka hóf hann störf þar sem birgða- stjóri og starfaði hann þar til ársins 1984, þá var hann 85 ára. Brynjólfur kvæntist Marínu Sigríði Guð- mundsdóttur árið 1932 en hún andaðist árið 1990. Brynjólfur átti einn son, Svein Hilmar, sem lést árið 1997, með Svanhvíti Sveinsdóttur frá Vík. Einnig átti hann tvö uppeldisbörn, Brynjólf Má Sveinsson og Guðfríði Ólafsdóttur, sem búsett er í Banda- ríkjunum. Barnabörn hans eru fimm og barnabarnabörnin sömuleiðis. Andlát BRYNJÓLFUR JÓNSSON FLESTAR deildir Háskóla Ís- lands efna til eigin námskynninga á næstu dögum. Að sögn Halldóru Tómasdóttur, kynningarstjóra hjá háskólanum, verða þessar kynn- ingar smærri í sniðum en stóra námskynningin sem var 1. apríl sl. Kynningarnar fara fram í hús- næði deildanna og sitja nemendur og kennarar fyrir svörum. Hall- dóra segir að þarna gefist gott tækifæri fyrir þá sem komu á stóru námskynninguna til að fá svör við þeim spurningum sem kunna að hafa vaknað. Námsráðgjöf Íslands verður einnig með almenna kynningar- fundi um Háskóla Íslands frá 22. maí til 6. júní í stofu 2 í aðalbygg- ingu háskólans. Fyrsta náms- kynningin verður hjá lagadeild nk. föstudag og á mánudag kynnir læknadeild sjúkraþjálfun og lækn- isfræði, nk. þriðjudag verða heim- speki- og guðfræðideild með kynn- ingar, hjúkrunarfræði verður kynnt 23. maí, lyfjafræðideild 29. maí og félagsvísinda- og viðskipta- og hagfræðideild 30. maí. Nánari upplýsingar um náms- kynninguna er að finna á heima- síðu Háskóla Íslands, www.hi.is. Námskynningar í Háskóla Íslands VINNUMARKAÐURINN er í jafnvægi samkvæmt atvinnukönn- un Þjóðhagsstofnunar og er þetta í fyrsta skipti frá árinu 1996 sem at- vinnurekendur vilja ekki bæta við sig starfsfólki í aprílmánuði. Fram kemur að breytingin sé veruleg miðað við aprílmánuð á síð- asta ári, en þá vildu atvinnurekend- ur fjölga starfsfólki um rúmlega 600 á landinu öllu. Eftirspurnin eft- ir vinnuafli er mest í byggingariðn- aði, 0,6% af mannafla, og í ýmiss konar þjónustustarfsemi eða 0,8% að meðaltali á landinu öllu, en í verslun, iðnaði og samgöngum vilja atvinnurekendur fækka fólki um 0,2–0,3%. Minni eftirspurn á höfuðborgarsvæðinu Fram kemur einnig að á höfuð- borgarsvæðinu hafi eftirspurn eftir vinnuafli minnkað verulega frá sama tíma í fyrra. Þá vildu þeir bæta við sig 900 manns eða um 1,6% af mannafla en nú vilja þeir bæta við sig 160 manns sem er um 0,3% af mannafla. Áberandi var mest eftirspurn í byggingariðnaði eða 4,3% af mannafla, en atvinnu- rekendur vildu fækka í verslun um 0,5% af mannafla. Áætlað er að eft- irspurnin muni vaxa í sumar á höf- uðborgarsvæðinu og að störfum fjölgi þar um 1,5% fram á haustið. Vilja fækka á landsbyggðinni Eftirspurn eftir vinnuafli fer hins vegar minnkandi á landsbyggðinni og vilja atvinnurekendur fækka starfsfólki þar um 180 manns eða 0,5% af vinnuafli. Eftirspurnin hef- ur aðeins einu sinni á síðustu tíu ár- um mælst minni, en það var í apríl á síðastliðnu ári, en þá var vilji til að fækka um 320 manns. Ástæða fækkunarinnar samkvæmt frétt Þjóðhagsstofnunar er minnkandi eftirspurn í atvinnugreinum eins og byggingariðnaði eða um 2,0%, í öðr- um iðnaði um 1,6% og í samgöngum um 0,7%. Aukning mældist helst í annarri þjónustu eða um 0,6%. Samkvæmt könnuninni mun eftir- spurn eftir vinnuafli á landsbyggð- inni vaxa lítillega fram á haust. Atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar Vinnumarkað- urinn í jafnvægi FÉLAGAR í Þroskaþjálfafélagi Ís- lands hafa samþykkt að boða til verkfalls þann 1. júní nk. hjá þroska- þjálfum sem starfa hjá ríki og sveit- arfélögum. Einnig hafa þroskaþjálf- ar sem starfa hjá Reykjavíkurborg boðað til verkfalls á morgun. Kosið var um verkfallsboðun hjá þroska- þjálfum sem starfa hjá ríkinu og sveitarfélögum í fyrrakvöld. Á kjör- skrá voru 195 þroskaþjálfar sem starfa hjá ríkinu og var verkfallsboð- un samþykkt með öllum þeirra at- kvæðum og 91% atkvæða þeirra 34 þroskaþjálfa sem kusu og starfa hjá sveitarfélögum. Þroskaþjálfar boða verkföll STUART Rose gekk til liðs viðArcadia Group síðastliðið haustog hefur síðan gengið vasklega fram í að snúa rekstri fyrirtækisins til betri vegar. Þegar hann tók við rekstr- inum hafði verð hlutabréfa í félaginu lækkað mikið og daglegur rekstur var orðinn mikill og flókinn. Fyrirtækið er byggt á gömlum grunni, rætur þess liggja allt til fyrri hluta síðustu aldar, og var það upp- haflega framleiðslufyrirtæki sem framleiddi einkanlega fatnað fyrir karlmenn. Eftir seinni heimsstyrjöld- ina tók það aftur á móti að þróast út í að reka verslanakeðjur með fatnað. Að sögn Rose gekk vel framan af en árið 1987 var fyrirtækið sameinað Debenhams, sem rekur deildaskiptar stórverslanir. Rekstur Debenhams gekk illa á þeim tíma og Rose segir að eftir sameininguna hafi mikil áhersla verið lögð á að rétta rekstur Deben- hams af. Því hafi annað í rekstri hins sameinaða fyrirtækis ekki fengið næga athygli stjórnenda og halla tók undan fæti. Auk þess hafi verið sam- dráttur í bresku efnahagslífi á árun- um 1989 til 1990. Fyrirtækinu skipt upp aftur Í kjölfarið komu nýir stjórnendur að fyrirtækinu, þar á meðal var Rose sjálfur, og segir hann að árin 1990– 1996 hafi farið í að renna aftur styrk- um stoðum undir fyrirtækið. Það fól í sér að auka hagnað Debenhams- verslananna og bæta jafnframt af- komu vörumerkjakeðjanna sem þá voru orðnar sjö eða átta talsins. Árið 1997 var tekin ákvörðun um að sundra fyrirtækinu aftur upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki, Debenhams og Arcadia, og fékk Arcadia við þau skipti allar vörumerkjakeðjurnar. Rose sagði skilið við fyrirtækið í kjöl- far þessarar ákvörðunar enda ekki sáttur við sundrunina. Hann segir að með þessu hafi átt að leggja meiri rækt við uppbyggingu keðjanna og ná fram samlegðaráhrifum á mörgum sviðum. „Í hreinskilni sagt hefur það ekki gengið eftir,“ segir Rose og telur að meginástæðan sé að mikill þrýst- ingur hafi verið á smásölugeirann eins og sjá megi m.a. á gengi M&S og Sears síðustu ár. Hlutabréfaverðið lækkar hratt Hann segir að á svipuðum tíma hafi Arcadia bætt enn fleiri keðjum við rekstur sinn og voru vörumerkjakeðj- urnar þá orðnar 13 talsins. „Það sem gerðist var að reksturinn varð of flók- inn og vandamál sköpuðust við stjórn- un og rekstur. Einnig átti fyrirtækið í nokkrum fjárhagserfiðleikum þar sem hagnaðurinn fór sífellt minnk- andi og fyrirtækið var að stórum hluta rekið með lánsfé,“ segir Rose. Í kjölfarið fór gengi hlutabréfa í fyrir- tækinu að gefa eftir og rýrnaði virði þeirra verulega á tveimur árum. Að sögn Rose var hlutabréfaverðið við sundrun Arcadia og Debenhams árið 1998 um 408 pens en á síðasta ári fór gengið lægst í 38 pens. Þá var Stuart Rose kallaður til og frá því að hann tók við rekstrinum í nóvember sl. hefur hann hrint mikl- um breytingum í framkvæmd. Síðan hefur verð hlutabréfanna hækkað mikið og var lokagengi þeirra í gær 273 pens. Trú fjárfesta á fyrirtækinu virðist því vera að aukast enda gaf ný- legt sex mánaða uppgjör þess tilefni til bjartsýni. 450 verslunum lokað og vörumerki seld Rose segir að fyrsta mál á dagskrá hafi verið að draga saman seglin og reyna að hámarka möguleika vöru- merkja fyrirtækisins. Þær aðgerðir muni leiða til þess að í lok þessa árs mun fyrirtækið hafa lokað 450 versl- unum. „Kostnaðurinn sem af þessu hlýst kemur til með að nema um 150 milljónum punda en þetta lækkar grunnkostnað rekstrarins. Rekstrar- kostnaður fyrirtækisins mun því í raun lækka,“ segir Rose. Hann segir að rekstur fyrirtækis- ins hafi jafnframt verið orðinn allt of flókinn enda rak það 13 vörumerkja- keðjur. Því hafi verið ákveðið að fyr- irtækið einbeitti sér að einungis sex vörumerkjum en losaði sig við allt annað og einfaldaði þannig rekstur- inn til muna. Vörumerkin sex eru Dorothy Perkins, Burton, Evans, Wallis, Topshop/Topman og Miss Selfridge. Tvö þessara merkja eru ætluð mjög breiðum hópi viðskiptavina, Dorothy Perkins og Burton. „Þetta eru mjög stór vörumerki með tísku- fatnað fyrir drengi, stúlkur, karla og konur á mjög góðu verði,“ segir Rose og telur að mikill markaður sé fyrir þessi merki. Dorothy Perkins segir hann stórt vörumerki með góða markaðshlutdeild og það sé í stöðugri sókn. Um Burton-keðjuna segir hann að hún sé orðin eina sjálfstæða keðjan með karlmannafatnað á Bretlandi og það skapi mikil tækifæri á þeim markaði. „Eigum unglingatísku- bransann“ Verslanir Evans og Wallis eru sér- verslanir. „Evans er ætlað stórum konum sem nota frá stærð 18 og við erum þeir einu í Bretlandi með slíkar sérverslanir. Þetta er góður rekstur og við ætlum okkur að þróa hann áfram.“ Wallis-merkið er svipað stað- sett og Dorothy Perkins en í svolítið hærri gæða- og verðflokki. Loks eru Topshop/Topman og Miss Selfridge sem eru ætlaðar ungu fólki. „Það má segja að við eigum ung- lingatískubransann í dag. Topshop er tískuverslun í forystu fyrir unglings- stúlkur í Bretlandi og Topman gerir það sama fyrir strákana. Miss Self- ridge, sem við keyptum fyrir um ári, er svo á aðeins annarri bylgju. Það er fönkaðra, meira um ballföt og svolítið beinskeyttara en Topshop.“ Rose segist telja að með því að ein- beita sér að þessum sex vörumerkj- um, að fá sem mest út úr þeim, geti stjórnendur fyrirtækisins náð betri tökum á rekstrinum. Fjögur vörumerki seld saman Nú stendur fyrir dyrum sala fjög- urra vörumerkja sem Arcadia hefur ákveðið að losa sig við. Þetta eru vörumerkin Hawkshead, Racing Green, Principles og Warehouse. Vörumerkin fjögur verða, að sögn Rose, öll seld saman til hóps stjórn- enda hjá Arcadia, sem fer með rekst- urinn út úr fyrirtækinu. Sá hópur hef- ur frest til loka þessa mánaðar til að fjármagna kaupin. „Með því að selja þetta saman fáum við hagræði af einni sölu í stað fjög- urra auk þess sem nýja fyrirtækið mun kaupa af okkur ýmsa þjónustu, s.s. flutning og dreifingu. Þetta verð- ur samt sem áður sjálfstætt fyrirtæki enda seljum við vörumerkin og við ætlum ekki að gefa þau.“ Rose vill ekki gefa upp söluverð vörumerkjanna en segir að vel viðun- andi verð fáist fyrir þau. Breski fjár- málaheimurinn áætlar að verðið muni nema um 20 milljónum punda en Rose segir að það sé töluvert hærra. Betri nýting fjármagns Hvað lækkun skulda Arcadia varð- ar segir Rose að ein leiðin sé betri nýting fjármagns. „Við sjáum nú þeg- ar fram á að geta sparað okkur 40 milljónir punda með betri nýtingu fjármagns, sem þýðir að við höldum fjármunum lengur í rekstrinum. Til dæmis með lengingu greiðslufrests hjá birgjunum okkar sem kemur til með að skila okkur 40–50 milljónum punda á tveimur árum.“ Hann nefnir einnig að margs konar hagræðing í rekstri komi til með að skila fyrirtækinu miklu. Nú þegar sjái menn fram á að lækka rekstrarkostn- að um fimm milljónir punda. „En fyrst viljum við afgreiða hitt, stefnu- mótunina, sölu vörumerkjanna og aukna fjármagnsnýtingu. Við munum því skoða kostnaðarliðina mun betur þegar frá líður og án efa verður sparnaðurinn talsvert meiri en 5 milljónir punda.“ Markaðurinn ekki eins erfiður og af er látið „Ég tel að smásölumarkaður í Bretlandi sé ekki eins erfiður og af er látið heldur hafi fyrirtækin ekki hald- ið rétt á spilunum. Það eru aðeins 4–5 stórir aðilar á þessum markaði, það eru auk okkar M&S, Bhs, Next og Debenhams. Það er gott pláss fyrir okkur þarna mitt á milli,“ segir Rose. Hann segir Arcadia-vörumerkin sex vera samtals í öðru sæti á eftir M&S í markaðshlutdeild. Um samstarf Arcadia við Baug, sem nú á 20% hlut í Arcadia, segir Rose að hann fagni því að starfa með hluthöfum sem sýna áhuga á rekstr- inum og eru jafnframt sjálfir í smá- sölu. Stjórnendur fyrirtækjanna geti sjálfsagt lært ýmislegt hver af öðrum. Mikilvægasta tækifærið fyrir Arcadia segir hann þó liggja í því að fá að starfa með Baugi á alþjóðavettvangi í stað þess að beina spjótum sínum ein- göngu að breskum markaði. Sem kunnugt er hefur Baugur verið sér- leyfishafi Arcadia á Norðurlöndum og Rose segir að jafnvel sé von á að sam- starf fyrirtækjanna hvað sérleyfi varðar verði enn meira. Of snemmt sé þó að segja til um hvað verður. Reksturinn var orðinn of flókinn Morgunblaðið/Þorkell Síðan Stuart Rose tók við rekstri Arcadia hefur trú fjárfesta aukist á ný. Baugur eignaðist nýver- ið rúman 20% hlut í breska fyrirtækinu Ar- cadia Group, sem rekur nokkrar keðjur tísku- verslana. Soffía Har- aldsdóttir hitti Stuart Rose, forstjóra Arcadia, að máli og fékk upplýs- ingar um félagið. soffia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.