Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LIONSKLÚBBURINN Eðna á Akranesi stóð fyrir „Öðruvísi balli á Breiðinni“ í fjáröflunarskyni. Sjö manna stórhljómsveit af Skag- anum ásamt fjórum söngvurum sá um að halda uppi fjörinu og gáfu þau öll vinnu sína. Skemmst er frá því að segja að hljómsveitin sló rækilega í gegn, húsfyllir varð á Breiðinni og mikið fjör. Eðnukonur hafa ákveðið að verja ágóða af skemmtuninni til að styrkja nýja starfsemi barna- iðjuþjálfa við Heilsugæslustöðina á Akranesi. Nýlega hefur fengist leyfi fyrir hálfri stöðu barna- iðjuþjálfa við stöðina en enn vant- ar allan búnað. Mjög mikil þörf hefur verið fyrir þessa starfsemi en nefna má að undanfarin misseri hefur verið starfandi svokallað of- virkniteymi á vegum heilsugæslu- stöðvarinnar sem hefur sérhæft sig í vandamálum ofvirkra barna. Umrædd barnaiðjuþjálfun mun styrkja þá starfsemi verulega og einnig er mikil þörf á aðstoð iðju- þjálfa við börn með ýmis önnur þroskavandamál. Lkl. Eðna mun gefa allt að kr. 400 þús. til bún- aðarkaupa við hina nýju deild. Búnaðarkaupin verða gerð í sam- ráði við yfirlækni heilsugæslu- stöðvarinnar og yfiriðjuþjálfa á SHA. Í fréttatilkynningu þakkar Lionsklúbburinn Eðna öllum þeim sem gáfu vinnu sína bestu þakkir og þakkar gestum á Breiðinni móttökurnat. Þess má geta að næstu fjáraflanir á vegum Lkl. Eðnu eru árleg perusala í byrjun október og stefnt er að því að halda hagyrðingakvöld með haustinu. „Öðruvísi ball á Breiðinni“ Akranes UM helgina sýndi Elínborg Kjart- ansdóttir málmlistamaður verk sín á Café Nielsen á Egilsstöðum. Á sýningunni voru koparristur, skart- gripir og skúlptúrar. Elínborg vinnur einkum úr kop- ar/eir og messing. Hún hefur frá árinu 1989 starfað við hönnun á skartgripum sem sýndir hafa verið og seldir, aðallega í Bretlandi. Þá hefur hún unnið veggskúlptúra, koparristuportrett, víramyndir og fjölbreytta nytjahluti. Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins eiga stór málmlistaverk eftir Elínborgu. Þegar Morgunblaðið bar að garði á Café Nielsen í veðurblíð- unni, var búið að stilla sýningunni upp utandyra á verönd kaffihúss- ins, þar sem listakonan stóð og fræddi gesti um handverk sitt. El- ínborg sagðist aðspurð vera búin að leggja stund á málmlist í rúman áratug. „Ég byrjaði í útlöndum, bjó í Chile í fjölda ára og hóf þar að hanna skartgripi. Þetta var aðal- lega messing- og koparskart og að miklu leyti unnið sérstaklega eftir pöntun frá aðallega breskum fyr- irtækjum, t.d. Oasis. Myndirnar, eða koparristurnar, eru aftur til- tölulega nýjar hjá mér.“ Elínborg flutti heim frá Chile fyrir rúmum tveimur árum og segir það mikil viðbrigði að skipta á Suður-Am- eríku og Reykjavík. Fjölskyldu- ástæður hafi ráðið mestu um vista- skiptin. Elínborg er spurð um dálæti sitt á kopar og segir þá að hann sé svo fjölbreytilegur. „Þegar koparinn er hitaður koma afar mörg litbrigði fram og hann er því mjög skemmtilegur efniviður. Kop- arristur eru unnar í þrepum. Fyrst er koparþynna skorin út, þá er hún hituð og pússuð. Síðan er ákveðin lakkáferð sett yfir svo koparinn breyti sér ekki.“ Elínborg segir fólk hafa tekið koparristunum mjög vel og er ánægð með við- brögðin við sýningunni að þessu sinni. Hún leysti konur sem sóttu sýninguna út með handunnum skartgrip. Sýningin fer víðar, því hún hefur einnig verið á Höfn og fer næst í Neskaupstað og Vopnafjörð. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Nokkrir af messingskúlptúrum Elínborgar Kjartansdóttur á verönd Café Nielsen á Egilsstöðum. Málmverk á veröndinni Egilsstaðir BÆNDUR á Suðurlandi og þjón- ustuaðilar tóku vel boði búrekstrar- deildar KÁ og Bújöfurs-Búvéla hf. þegar þessi fyrirtæki kynntu nýja aðstöðu á Austurvegi 69 á Selfossi, sem tekin hefur verið í notkun og myndar eins konar þjónustumiðstöð við bændur og búrekstur á Suður- landi. Um er að ræða verslun bú- rekstrardeildarinnar með helstu rekstrarvörur til landbúnaðar og síð- an þjónustuskrifstofu og stóran sýn- ingarsal Bújöfurs-Búvéla. Í húsnæð- inu er einnig verslun Stillingar hf. með varahluti og þjónustuvörur. Vöruúrvalið hjá búrekstrardeild- inni hefur verið aukið. Að sögn Stef- áns Más Símonarsonar fram- kvæmdastjóra er markmiðið fyrst og fremst að vera með allar helstu rekstrarvörur til landbúnaðar auk þeirra hefðbundnu vara sem alltaf hafa verið í boði, s.s. fóður, áburð og girðingarefni. „Við höfum bætt vöruúrvalið svo sem í vinnufötum, garðyrkjuvörum og málningu í samstarfi við Sjöfn. Þar sem nýju húsakynnin eru mun rýmri en áður var höfum við enn frekari möguleika í framtíðinni að bæta okkur og auka vöruframboðið enn frekar frá því sem nú er. Þetta er liður í þeirri stefnu okkar að færa búrekstrardeildir KÁ í nútímalegra horf eins og gert var á Hvolsvelli í vetur, frá því að vera pakkhús í al- vöru verslanir til að þjóna bændum og öðrum,“ sagði Stefán. Sýningarsalur Bújöfurs-Búvéla rúmar vel 8-10 dráttarvélar og einn- ig eru þar til sýnis ýmis tæki til jarð- vinnslu og heyskapar. Dráttarvél- arnar eru af gerðinni Valtra Valmet frá Finnlandi. Bændur kunnu greini- lega vel að meta þessa nýju aðstöðu fyrirtækjanna og sýndu aðstöðunni og möguleikunum mikinn áhuga. Bætt aðstaða bú- rekstrardeildar Selfoss Morgunblaðið/Sig. Jónss. Fjöldi fólks kom í móttöku hjá þjónustumiðstöðinni á Austurvegi 69 á Selfossi. LÍMTRÉ hf. hóf að reisa hús Sam- göngusafns Íslands þann 9. maí við Byggðasafnið í Skógum. Á staðnum var átta manna vinnuflokkur Lím- trés undir stjórn Kára Arnórssonar verkstjóra með tveimur bygging- arkrönum frá Gunnari Jónssyni ehf. Á öðrum degi voru allar sperrur reistar og mynd hússins, sem verð- ur 510 fermetrar að stærð, komin fram. Kári sagði sína menn vera orðna vana að reisa slík risahús og vænti þess að húsið yrði frágengið af þeirra hendi fyrir lok mánaðar- ins. Þórður Tómasson, safnvörður Byggðasafnsins í Skógum, sagði að Samgöngusafn Íslands í Skógum myndi sóma sér vel við hlið Byggðasafnsins og kalla á aukið starf við bæði söfnin og mikla aukn- ingu gesta, en árlega sæktu nú heim Byggðasafnið um 30 þúsund manns. Kostnaðaráætlun 78 milljónir Sverrir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Byggðasafnsins og umsjónarmaður með byggingunni, sagði að allar áætlanir um bygg- inguna virtust ætla að standast, einnig fjárhagsáætlunin, sem gerði ráð fyrir uppkomnu húsi Sam- göngusafnsins fyrir 78 milljónir. Sýningarmunum yrði safnað til hússins þegar eftir að það væri reist og ráðgert væri að vígja Sam- göngusafnið með fyrstu sýningu í júní 2002. Búið væri að ráða sýn- ingarhönnuð þeirrar sýningar, Björn G. Björnsson, leiktjalda- og sýningarhönnuð, og væri mikils vænst af störfum hans. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Þórður Tómasson safnvörður ásamt Gunnari Jónssyni, sem var við vinnu á staðnum með tvo byggingarkrana. Holt Hús Samgöngusafns rís í Skógum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.