Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 43
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 43 HÉR er á ferðinni óvenjuleg geislaplata sem aðstandendur nefna Ýli. Þau Claudio Puntin klarínettu- leikari og Gerður Gunnarsdóttir fiðluleikari hafa hér sett saman sér- kennilega efnisskrá sem saman- stendur af tveimur íslenskum þjóð- lögum, tveimur vinsælum íslenskum sönglagaslögurum og síðan tónsmíð- um eftir Claudio Puntin sem reyndar eru fyrirferðarmestar á plötunni. Ekkert á umslagi plötunnar bendir til þess hvers konar tónlist megi bú- ast við og engar upplýsingar um þetta er heldur að finna í bæklingi. Þar eru aðeins lágmarksupplýsingar um nöfn laga og höfunda. En ekkert um hugmyndafræðina á bak við þessa samsetningu efnisskrár- innar. Sem er mjög ólíkt því sem maður á að venjast frá jafnvirtu fyr- irtæki og ECM sem þekkt er fyrir vönduð vinnubrögð. Annað sem óneitanlega vekur spurningar er: hverjir er flytjendurnir? hvernig stendur á samstarfi þessara tveggja tónlistarmanna af ólíku þjóðerni? Og hvað fær svissneskan klarínettuleik- ara til að semja tónlist og gefa út disk sem er eins konar óður til Íslands? Ekkert um það heldur. En vefsíða ECM er gefin upp. Allir eiga víst tölvur á Íslandi og eru að sjálfsögðu nettengdir. Þess vegna er texti í bæklingi greinilega óþarfur! Og viti menn: allt það sem vantar í textahefti er á netsíðum ECM! Hvers vegna í ósköpunum fær kaupandinn ekki þessar upplýsingar með í kaupunum? Spyr sá sem ekki veit og skilur ekki guðspjall tölvutrúarinnar. Það kemur sem sagt fram á http://www.ecmrecords.com/ecm/re- cordings/1749. html (nett og þægi- legt, ekki satt!) að ætlun tónlistar- mannanna sé að skapa með diskinum músíkalska mynd af Íslandi, bæði eins og landið kemur þeim fyrir sjón- ir í raunveruleika og ímyndun. Upp- spretta hugmyndanna sé þjóðmenn- ingin (komplett með álfum og huldufólki og hrossum á skeiði), hinn þjóðlegi tónlistararfur, landið, þjóðin sjálf. Einnig sé leitað fanga hjá tveimur fremstu núlifandi tónskáld- um Íslendinga, þeim Jóni Nordal og Atla Heimi Sveinssyni. Vefsíðan greinir einnig ítarlega frá tónlistar- mönnnunum tveimur og er af frá- sögnunum greinilegt að hér eru á ferð listamenn sem mark er takandi á. Og fæst það staðfest þegar hlustað er á diskinn. Tónlistaflutningur á Ýli minnir oft- ar en ekki á spunatækni, þótt ekki sé ég viss um að þannig sé tónlistin til komin. Þótt ýmislegt sem hér er flutt sé fallegt eins og Enginn lái öðrum frekt (nr. 4), Skerpla (nr. 5), Sofðu unga ástin mín (nr. 9) og Huldufólk II (Tæling) (nr. 2) þá finnst mér efnis- skráin í heild frekar sviplítil og sum lögin beinlínis þreytandi, t.d.Huldu- fólk III – Hringekja (nr.10) og Leys- ing (nr. 13). Þrátt fyrir hljóðfæraleik sem í alla staði er hinn ágætasti og frábæra hljóðritun. Og oft finnst mér djúpt á „hinum íslenska tóni“. Þeysi- reiðin í samnefndu lagi (nr. 6), sem reyndar er eitt besta lagið á plötunni, á sér alla vega ekki stað í Ódáða- hrauni. Líklegra umhverfi væri slétt- ur Ungverjalands, hrossastóð með Mátrafjöll í baksýn – enda Béla Bart- ók ekki langt undan í þessari tón- smíð. Sams konar framandi tilfinn- ingu fær maður víðar, t.d. hljómar innkoma klarínettunnar í Ýli (nr. 1) ákaflega „balkanskt“ og eindregið „óíslenskt“. Sem músíkölsk svipmynd af Ís- landi finnst mér þessi plata ekki sannfærandi. Útgangspunktur höf- undar er líkast til rómantísk ímynd um hið exótíska land miðnætursólar, elds og ísa eins og það birtist í hugum sumra velmeinandi, en því miður óraunsærra, miðevrópskra manna sem sjá Ísland í hillingum. Ef maður lítur í kringum sig í íslensku þjóð- félagi fer það varla fram hjá neinum að raunveruleikinn er nokkuð ólíkur þessari ímynd. Og varðandi hug- myndir útlendinga um að hér sé allt vaðandi í álfum og huldufólki er ekki við aðra að sakast en Íslendinga sjálfa sem ota þessum hlutum óspart að ferðamönnum. Og þess vegna getur það gerst að t.d. svissneskt tónskáld sitji heima hjá sér og semji lag sem heitir „Huldufólk“ og á ekki alveg erindi sem erfiði. Ísland séð með mið-evrópskum augum Valdemar Pálsson TÓNLIST G e i s l a p l ö t u r Claudio Puntin: Ýlir, Huldufólk I – Draumur, Huldufólk II – Tæling, Einbúinn, Skerpla, Þeysireið, Vor- þankar, Huldufólk III – Hringekja, L’ultimo abbraccio, Leysing, Epi- logue. Atli Heimir Sveinsson: Kvæð- ið um fuglana (úts. Claudio Puntin). Jón Nordal: Hvert örstutt spor (úts. Claudio Puntin). Íslensk þjóðlög: Enginn lái öðrum frekt, Sofðu unga ástin mín. Flytjendur: Claudio Punt- in (klarínetta, bassaklarínetta), Gerður Gunnarsdóttir (fiðla, söng- ur). Heildartími: 52.40. Útgefandi: ECM Records ECM 1749 158 570-2. Verð: kr. 1.999. Dreifing: Japis. ÝLIR VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r 20% afsláttur af öllum skóm Mikið úrval Nýjar vörur BOOTS Suðurlandsbraut 54 (Bláu húsin) - Opnunartími virka daga frá 10-18, laugardaga frá kl. 10-16 Póstsendum samdægurs - Sími 533 3109 VORHREINGERNING Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Barcelona þann 23. maí á frábæru verði. Nú getur þú bókað síðustu sætin og færð staðfest flug og gistingu, og 2 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og stað- festum við þið hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu fararstjóra okkar í Barcelona á meðan á dvölinni stendur. Síðustu sætin Stökktu til Barcelona 23. maí frá 39.930 kr. Verð kr. 39.930 M.v. 2 í herbergi með morgunmat, flug, gisting, skattar. 2 stjörnur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.