Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 37 Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikuleg flug alla föstudaga til Mílanó, þessarar háborgar lista og tísku í heiminum. Hér kynnist þú listaverkum Leonardo da Vinci, Scala óperunni með frægustu listamönnum heimsins, hinum fræga miðbæ þar sem Duomo dómkirkjan gnæfir yfir, hinni frægu verslunargötu Galeria Vittorio Emanuele II, ráðhúsinu, glæsilegustu verslunum heimsins, listasöfnum og nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu. Beint flug föstudaga engin millilending Flugsæti Flug og bíll Flug og hótel Mílanó í sumar frá 24.520 kr. Verð kr. 24.520 Verð p.mann, m.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára. Skattar, kr. 2.495.- fyrir fullorðinn, kr. 18.10 fyrir barn, innifaldir. Ekki er öruggt að lægsta fargjald sé til á öllum brottförum. Verð kr. 24.870 Flugsæti fyrir fullorðinn. Verð kr. 27,365 með sköttum. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is ANNAÐ kvöld kl. 20.30heldur Davíð Ólafssonbassasöngvari tónleika íÝmi í Skógarhlíð. Davíð er ungur að árum en hefur verið að hasla sér völl sem óperusöngvari í Þýskalandi. Í janúar sl. fékk Davíð viðurkenningur frá listráði Ýmis fyr- ir góðan árangur sem upprennandi óperusöngvari en tónleikarnir á föstudagskvöldið eru fyrstu opin- beru tónleikar Davíðs hér á landi. „Ég lauk námi við Söngskólann í Reykjavík vorið 1997 og fékk þá inn- göngu inn í óperudeild Tónlistarhá- skólans í Vínarborg. Það var frábær skóli og ég fékk mörg dýrmæt tæki- færi þar. Það voru fáir bassar við skólann og því fékk ég að vera með í öllum uppfærslum,“ segir Davíð í spjalli við blaðamann. „Eftir þrjú ár í Vín var ég þegar búinn að syngja yfir 50 sýningar með hljómsveit og það var dýrmætt veganesti. Fyrir tilvilj- un hitti ég kennara sem vissi um lausa stöðu í Sviss. Ég sótti um og fékk þar hlutverk Rocco fangavarðar í óperunni Fidielio eftir Beethoven. Leikstjórinn á þeirri sýningu bauð mér svo til Lübeck þar sem ég er núna fastráðinn. Reynslan í Sviss var mér dýrmæt. Ég ferðaðist á milli Austurríkis og Sviss og þetta tók alltaf um 12 tíma með lest hvora leið. Einu sinni missti ég af lestinni og varð að redda mér einhvern veginn. Ég tók sénsinn á fyrsta flugi daginn eftir og náði að óperuhúsinu klukku- tíma fyrir sýningu. Þá var ég búinn að sofa í um 3 tíma og yfirkeyrður af stressi. En samt varð ég að syngja. Þetta var ekkert til þess að hrópa húrra fyrir en maður verður að skila sínu, sama hvað á gengur. Lübeck-búar lítið fyrir nýjungar Davíð Ólafsson býr í dag í Lübeck, um 60 km austur af Hamborg. Hann segir borgina alveg dásamlega. „Eft- ir að hafa búið þrjú ár í Austurríki var þetta eins og að koma heim. Hér er stutt í Eystrasaltið, með sínum frábæru baðströndum og miðbær- inn, sem er frá miðöldum, er vernd- aður af Sameinuðu þjóðunum. Hlut- fall aldraðra íbúa í Lübeck er mjög hátt og þeir eru mjög tryggir leik- húsgestir. Það tók nýr leikhússtjóri við hérna í haust og hann vildi hrista svolítið upp í þessu. Það hefur ekki gengið vel og gamla fólkið hleypur oft fussandi og sveiandi út í hléi. Þetta er stundum broslegt en þar sem hefðin er sterk er ekki auðvelt að breyta mikið út af. Það hafa verið settar upp nokkrar nútímaóperur hérna og allt gott um það að segja. Það er hins vegar erfitt fyrir okkur ungu söngvarana að safna reynslu með hlutverkum sem við getum ekki notað annars staðar. Ég hef að þessu leyti verið mjög óheppinn þetta leik- ár. En það gleður mig mjög að önnur leikhús taka eftir því sem maður er að gera og af og til koma tilboð um að syngja millistór hlutverk í öðrum óp- eruhúsum hér í kring.“ Íslendingar vel þekktir í þýska óperuheiminum Næsta leikár verður mjög spenn- andi að sögn Davíðs og þá mun hann nánast eingöngu syngja stór hlut- verk. „Þetta er svona hæg en örugg þróun finnst mér. Það er alveg með ólíkindum hvað íslendingar eru orðn- ir þekktir innan óperunnar í Þýska- landi. Ef maður hittir óperusöngvara þá er nánast öruggt að hann þekkir nokkra íslenska söngvara. Okkur finnst ekkert eðlilegra en að einhver sem lærir að syngja fari svo að vinna í útlöndum. Þegar ég er að tala við kollega mína hérna og kannski að kvarta kemur alltaf á þá undrunar- svipur. Þeir eru fyrst og fremst þakklátir að hafa vinnu sem söngv- arar, nánast sama hvar og við hvað. Hér segja allir að ég sé heppinn að vera fastráðinn. Þetta skilja Íslend- ingar ekki. Ég held að við hugsum þetta fyrst og fremst sem víkingar, það er að fara út og nema land. Sennilega er það líka eini hugsunar- hátturinn sem dugar. Vangaveltur í þessu fagi eru bara til þess að æra óstöðugan. Íslendingar hafa alveg ótrúlegar ranghugmyndir um óperu- söngvara í útlöndum. Ég söng á karlakóraskemmtun nýverið. Eftir sönginn gengu menn að kunningja mínum og sögðu, þessi Davíð hlýtur að vera með um eina milljón á mán- uði í laun. Vinur minn hló og sagði; já já, það slagar hátt í það. Ég er enn þá að hlæja að þessu, því að þetta er nær því að vera árslaunin. Án hjálp- ar frá fjölskyldu minni heima væri þetta ógjörningur. Fyrstu árin eru erfiðust og þá er bara að þrauka.“ Davíð Ólafsson hefur ákveðnar skoðanir á tónlistaruppeldi íslensku þjóðarinnar og finnst ýmsu ábóta- vant í þeim efnum. „Það er mikill al- mennur söngáhugi á Íslandi. Óp- eruáhugi er annað mál. Þetta er svo nýtt allt saman fyrir okkur. Við erum miklu meira tengd bókmenntum en óperum. Sibelius skapaði mjög sterka þjóðarvitund meðal Finna. Þess vegna fóru þeir upp úr 1950 að byggja upp stofnanir tengdar tónlist og lögðu sérstaka rækt við tónlistar- uppeldi. Í dag eru Finnar leiðandi í tónlist á mörgum sviðum, t.d. er í dag almennt talað um óperuæðið í Finnlandi. Þar eru frumfluttar ár- lega óperur eftir finnsk tónskáld sem vekja alþjóðlega athygli. Við Íslend- ingar höfum lagt mikið upp úr góðri tónlistarkennslu en það vantar alveg að kynna klassíska tónlist fyrir börn- um og unglingum í grunskólunum. Ég kenndi tónmennt í eitt ár og veit hvað ég er að segja. Maður var nátt- úrulega ónýtur á taugum eftir þetta, enda algerlega reynslulaus. Ég kynnti einu sinni sinfóníu og bjóst við að verða líflátinn af krökkunum. En það var nú öðru nær. Undantekn- ingarlaust varð ég að spila verkið aftur og seinna þessa viku komu nokkrir nemendur með kassettur og vildu fá að taka sinfóníuna upp. Ég skil ekki hvernig við getum leyft okkur að trassa það að kenna fólki að njóta klassískrar tónlistar. Það eru allar vísindalegar og sálfræðilegar rannsóknir sem benda til þess að klassísk tónlist bæti líðan manna. Drasltónlist og drasl- fæði fara saman Þegar ég var í grunnskóla í Kefla- vík var diskótek sett í gang í löngu frímínútunum og allir keyptu sér snúð og svala. Þegar ég fór í kennslufræði í Háskóla Íslands sá maður hvers konar kennslufræðileg hryðjuverk þarna voru framin. Þeir sem stjórna neysluvenjum okkar í gegnum auglýsingar vita að drasl- tónlist og draslfæði fara saman. Því sárnaði mér að sjá þetta innan skól- ans.“ Þegar spjallið berst að atvinnu- málum söngvara á Íslandi og Ís- lensku óperunni eru skoðanir Davíðs jafnumbúðalausar og í tónlistarupp- eldismálunum. „Það er held ég draumur flestra íslenskra söngvara að fá að syngja heima. Óperan hefur verið kraftaverkasaga frá upphafi og ótrúlega mörgu hefur verið áorkað. Ég var í kórnum í 3 ár og það var frá- bær tími. Það er brýnt að gera rót- tækar breytingar á húsnæðismálum óperunnar. Þetta er óviðunandi fyrir hljóðfæraleikara, söngvara og áheyrendur líka. Ekki er heldur um að ræða að ballettdansari nái nema einu stökki og þá er hann kominn þvert yfir sviðið. Ég veit að öll um- ræðan um nýja tónlistarhúsið er við- kvæm en ég hef sungið í flottum fjöl- nota húsum þar sem hljómsveitar- gryfjan er á tjökkum framan við sviðið. Við óperu- og ballettsýningar er gólfið látið síga og myndar hljóm- sveitargryfju en við hljómsveitar- kvöld og ráðstefnur er gólfinu lyft upp, járntjald dregið fyrir sviðið og enginn þarf að sjá að þetta sé leik- svið. Þetta er nú svona mín hugmynd um þetta.“ Norrænir rútubílaslagarar Tónleikar Davíðs annað kvöld eru haldnir í samráði við listráð Ýmis. „Þeir veittu mér viðurkenningu í byrjun janúar og buðu mér að halda tónleika í húsinu. Þannig vilja þeir styðja við bakið á ungum tónlistar- mönnum og hjálpa þeim að koma sér á framfæri. Ég ætla að byrja á nor- rænum þjóðlögum. Ég var lengi að velta því fyrir mér hvort ég ætti að gera það því að sum lögin eru svona rútubílaslagarar. Svo mun ég syngja sönglög frá Norðurlöndunum, þar á meðal Grieg, Nielsen og Sibelius. Það er ótrúlegt hvað menn virðast vera tregir að troða upp með þessa kalla. Eftir hlé syng ég óperuaríur og íslensk sönglög.“ Davíð ætlar að kynna dagskrána sjálfur; fræða fólk um höfundana og verkin í nokkrum orðum. „Ég hef gert þetta einu sinni og það urðu allir svo þakklátir að fá eitthvert sam- hengi í þetta. Það sagði mér einhver í gamni að svona tónleikar væru kall- aðir konsert með kynningu „A la Jónas Ingimundarson“. Erfitt að syngja heima Það verður Ólafur Vignir Alberts- son sem leikur með Davíð á tónleik- unum. „Við vorum með norræna ljóðatónleika við óperuna í Lübeck nú í mars. Þeir gengu glimrandi vel og við ákváðum því að skella okkur fljótlega á tónleika í Ými. Þetta eru fyrstu einsöngstónleikarnir mínir á Íslandi en ég hef oft verið að syngja með öðrum flytjendum.“ Að sögn Davíðs getur það verið erfitt að syngja heima, því þar þekkir söngv- arinn jafnan marga af þeim sem í salnum eru og væntingarnar eru miklar. En Davíð hefur áhuga á ým- iss konar tilbrigðum við venjulegt tónleikahald. „Ég hef gengið lengi með þá flugu í höfðinu að vera með óperuskemmtikvöld. Það yrðu svona fræðandi tónleikar þar sem ég svið- set allar aríurnar og dúettana og vonandi fæ ég einhverja nógu geggj- aða til þess að gera þetta með mér.“ Davíð Ólafsson er ráðinn til tveggja ára við óperuna í Lübeck. „Ég hef unnið mér ágætan sess hérna við húsið og verð með flest bassaaðalhlutverkin á næsta ári. Ég hef verið að syngja fyrir í öðrum hús- um þegar ég hef haft tíma. Ég hef í flest skiptin fengið tilboð um hlut- verk eða stöðu, svo að mér sýnist ég eiga ágæta möguleika á að fara að líta í kringum mig. Ég er samt bara ungur bassi og stóru húsin ráða ekki oft menn eins og mig í alvarlegri hlutverkin. Maður verður bara að bíða og vera þolinmóður. Næst á dagskrá er að finna góðan umboðs- mann. Þýska ríkisumboðsskrifstofan hefur gefið mér nóg að gera en mig langar að finna einkaaðila sem er tilbúinn að vinna með mér. Menn reka oft upp stór augu þegar ég seg- ist ekki vera með neinn umboðs- mann. Ég vil bara taka mér góðan tíma og byggja mig upp. Það er ansi margt sem ég á eftir ólært.“ „Þetta er svona hæg en örugg þróun“ Davíð Ólafsson bassasöngvari á tónleikum fyrr í vetur. Davíð Ólafsson er ungur keflvískur söngv- ari sem er að feta sín fyrstu spor á sviði sönglistarinnar. Hann er nú fastráðinn við óperuna í Lübeck. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Davíð um frumraun hans á tón- leikasviði á Íslandi annað kvöld, starfið úti, framtíðina og tónlistaruppeldi þjóðarinnar. begga@mbl.is Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.