Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 51 Álfheimum 74 sími 568 5170 Kynnum þetta frábæra nýja krem í dag, föstudag og laugardag. Íslenskir bæklingar, prufur og glæsilegar sölugjafir. ALDURSVARNARKERFI Nýtt krem - tvöföld virkni. Gegn öldrun - gegn nútíma lífsstíl (streitu, þreytu, mengun....). Fallegri, fínni og sjáanlega bjartari og unglegri húð. URBAN ACTIVE UNDANFARNA daga hafa helstu fjöl- miðlar heims flutt fréttir af misvel út- færðum hugmyndum leiðtoga Evrópusam- bandsríkjanna um framtíð sambandsins. Tilefni þessara frétta má rekja til afskipta Gerhard Schröders, kanslara Þýskalands, af tillögum um breyt- ingar á stjórnskipun Evrópusambandsins sem leggja á fyrir flokksþing þýskra sósíaldemókrata í haust. Hugmyndir Schröders eru ekki nýjar af nálinni nema síður sé og minna um margt á stjórnskipan Þýska sambandslýðveldisins. Það sem athygli vekur er sú staðreynd að kanslari Þýskalands skuli taka svo afgerandi afstöðu í máli sem vit- að er að veldur miklum óróa bæði meðal almennings og stjórnmála- manna í ríkjum ESB. Með yfirlýs- ingu um að breyta eigi fundum fag- ráðherra sambandsins í eitthvað sem heitið geti efri deild Evrópu- þingsins, gera framkvæmdastjórn ESB að ríkisstjórn, auka völd Evr- ópuþingsins verulega og færa nokk- uð af „Brusselarvaldinu“ aftur til aðildarríkjanna hefur Schröder kallað fram hörð viðbrögð pólitískra leiðtoga annarra ríkja Evrópusam- bandsins. Grunnhugmynd kanslar- ans um skýrari verkaskiptingu inn- an Evrópusambandsins, bæði milli einstakra stofnana sambandsins og milli stofnana ESB og aðildarríkj- anna, hefur aftur á móti verið tekið með velþóknun víðast hvar. Þessi hvellur hefur hleypt nýju lífi í umræðuna um eðli og tilgang ESB. Með stofnun Kola- og stálbanda- lagsins (1951), undanfara Evrópu- bandalagsins og Evrópusambands- ins, var gerð tilraun til að tengja viðskiptahagsmuni sex Evrópuríkja með þeim hætti að ekki kæmi aftur til vopnaðra átaka ríkja Vestur- Evrópu. Á þeim tíma sem liðinn er hefur ríkt friður í vesturhluta álf- unnar. Ríki sambandsins eru orðin 15 talsins og á væntanlega eftir að fjölga enn frekar á næstu árum. Upphaflega hugmyndin um við- skiptabandalag sem stuðlað gæti að friðsamlegri sambúð aðildarríkj- anna er enn í fullu gildi en nánari tengsl og aukin samvinna aðildar- ríkjanna á liðnum áratug hafa vakið upp spurningar um hvert stefni. Talsmenn frekari samruna neita því staðfastlega að afleið- ing hans sé óhjá- kvæmilega ríkismynd- un í einhverju formi. Andstæðingar ESB hafa aftur á móti sagt að með sama áfram- haldi verði sambandið í framtíðinni að vest- rænni útgáfu Sovét- ríkjanna. Hvað sem öðru líður má ljóst vera að aðild- arríki ESB hafa í gegnum tíðina fram- selt hluta af fullveldi sínu í hendur sam- bandsins án þess að lýðræðislegur grund- völlur þess hafi verið styrktur að sama skapi. Borgarar aðildarríkjanna hafa þar af leiðandi takmarkaðri mögu- leika til að kjósa sér stjórnvald en þeir höfðu fyrir daga ESB og for- vera þess. Eins og málum er háttað er lýð- ræðislegt lögmæti Evrópusam- bandsins fyrst og fremst sótt til stjórnskipunar aðildarríkjanna. Þannig hafa fulltrúar réttmætra stjórnvalda aðildarríkjanna í „Evr- ópuráðinu“ síðasta orðið um framtíð sambandsins. Þótt fulltrúar hvers ríkis hafi þar neitunarvald í flestum veigameiri málum er ljóst að ákvarðanir um mikilvæg málefni einstakra ríkja eru tekin af fulltrú- um annarra en þess sjálfs. Með áframhaldandi fullveldis- framsali ríkjanna veikist því lýð- ræðislegur grundvöllur ESB enn frekar án þess að sjáanlega komi nokkuð sambærilegt í staðinn. Öllum er ljóst að áhrif aðildar- ríkjanna á ákvörðunartöku innan ESB gerir sambandið þungt í vöfum og dregur úr möguleikum þess til stækkunar. Varla verður þó lengra haldið í samrunaferlinu án þess að almenn- ingi verði boðið eitthvað í stað þess skerta lýðræðis sem þegar er orðið staðreynd. Það er því ekki furða þótt stjórnmálaleiðtogar aðildar- ríkjanna leiti í kistu þeirra sem lögðu hugmyndafræðilegan grund- völl að hinu frjálslynda lýðræðisríki samtímans og boði að sambandið skuli bráðlega fá stjórnarskrá að hætti þjóðríkja með tilheyrandi lög- bundnum mannréttindum. Þegar hafa fyrstu skrefin verið stigin á þessari leið. Það fyrsta með því að samþykkja skrá grundvallarrétt- inda einskonar mannréttindaskrá ESB (Nice 2000) og það næsta með samkomulagi um stjórnskipunar- ráðstefnu sambandsins árið 2004. Enn sem komið er hefur réttinda- skráin ekki bindandi gildi hvorki fyrir Evrópudómstólinn né fyrir dómstóla aðildarríkjanna þar sem aðeins er um yfirlýsingu að ræða. Það má þó fastlega reikna með að óbeinna áhrifa hennar fari fljótlega að gæta og að hún verði hluti af væntanlegri stjórnarskrá Evrópu- sambandsins sem reikna má með að verði að raunveruleika innan fárra ára. Fram til þessa hefur sameiginleg tunga verið talin forsenda lýðræðis. Svo fremi sem Evrópusambandið verði ekki að tungumálabandalagi ofan á allt annað verður lýðræðis- halli sambandsins viðvarandi hvað sem mannréttindayfirlýsingum og stjórnskipunarbreytingum líður. Erfitt er einnig að sjá hvernig al- menningur í ESB-ríkjunum getur sætt sig við að búa við grundvall- arlög sem eru samin og samþykkt af sérfræðingum og stjórnmálamönn- um annarra ríkja. Þjóðaratkvæða- greiðsla í aðildaríkjum ESB um slíka yfirþjóðlega stjórnarskrá myndi í engu vega upp á móti þeim takmörkunum á opinberri umræðu sem tungumálavandinn óhjákvæmi- lega veldur. Eflaust eiga einhverjir eftir að benda á mögulega notkun internetsins við samningu stjórnar- skrárinnar, svipað því sem átti sér stað við gerð mannréttindayfirlýs- ingar ESB, sem lausn þessa vanda. Þá er sá Gordíonshnútur samt óleystur hvernig ESB geti tryggt stjórnarskrárbundin mannréttindi án þess að sambandið hafi einhvers- konar ríkishlutverk. Hvort lagalegt gildi mannréttindaskrár ESB kæmi til með að bæta ástand mannrétt- inda innan sambandsins skal ósagt látið. Hvað sem þessum vandamálum líður er umræðan sem komin er af stað af hinu góða og þess að vænta að bæði fylgismenn og andstæðing- ar frekari samruna ríkja Evrópu- sambandsins leggi sig í framkróka við að rökstyðja mál sitt með sann- færandi hætti. Ágúst Þór Árnason ESB Réttindaskráin, segir Ágúst Þór Árnason, hefur ekki bindandi gildi. Höfundur vinnur að samanburðar- rannsóknum á stjórnarskrám Norðurlandanna og Þýskalands. ESB, mannréttindi og stjórnarskrá SJÚKRALIÐAR eiga í kjarabar- áttu. Þeir eru ein af lægst launuðu stéttum landsins með laun sem eru ekki í takt við tímann og engum fullvinnandi manni bjóðandi. Sjúkraliðar hafa setið eftir í kapp- hlaupinu um krónurnar. Nú getum við ekki beðið lengur eftir leiðrétt- ingu á launum okkar og höfum ákveðið að hefja baráttuherferð fyrir bættum kjörum. Skortur á sjúkraliðum Sjúkraliðar eru 20% heilbrigðis- starfsmanna. Heimiluð stöðugildi eru um 1.360. Hjúkrunarforstjórar telja að stöðuheimildir þyrftu að vera 1.850. Sé þetta rétt hjá hjúkr- unarforstjórunum, sem ég dreg ekki í efa, þá er skortur á sjúkralið- um sem svarar 45,9% af stöðugild- unum eða 850 sjúkraliðar. Því til viðbótar þyrfti að mæta þeirri þörf sem skapast vegna breytinga á heilsufari og aldurssamsetningu þjóðarinnar og því að margir hætta á hverju ári fyrir aldurssakir. Það þyrfti því að fjölga í heilbrigðis- þjónustunni um 300 manns á ári með sjúkraliðaréttindi næstu 5 árin og síðan að útskrifa um 100 sjúkraliða ár hvert til að mæta þörfinni. Í dag útskrifast milli 20 og 30 sjúkraliðar á ári. Þetta sýnir glöggt hvert stefnir og aug- ljóst er að bág launa- kjör eru hér orsaka- valdurinn og skyldi engan undra þótt ekki sé fýsilegt að leggja fyrir sig nám sem ekki skilar meiru en liðlega 100 þús. kr. á mánuði. Verkefni sjúkraliða Verkefni sjúkraliða eru margvís- leg og krefjast bæði góðrar mennt- unar, sem tengist faginu svo og þeirra mannlegu eiginleika að geta annast sjúkt fólk með nærgætni og þekkingu. Hér kemur því til bæði andleg og líkamleg hjúkrun. Nú er svo komið að mikið af þeim verkum sem hjúkrunarfræðingar önnuðust áður eru unnin af sjúkraliðum. Hjúkrunarfræðingar eru komnir í önnur störf eins og skrif- finnsku og ýmis stjórn- unarstörf en sjúkralið- arnir annast hjúkr- unina og aðstoða við lyfjagjafir sem tengist almennri hjúkrun. Það er nokkurt öfug- streymi í því að eftir því sem fólk lærir meira til hjúkrunar- starfa því minna kem- ur það að almennri hjúkrun. Þetta væri allt gott og blessað ef störf okkar væru metin að verð- leikum og laun okkar væru sam- kvæmt því en því er ekki að heilsa og þess vegna er framtíð stéttar- innar í uppnámi ef áfram heldur sem horfir. Þá stefnir í það að flutt verður inn fólk frá láglaunasvæðum Afríku og Asíu eins og víða færist í vöxt til að fá ódýrt vinnuafl, sem sagt nútíma þrælahald. Þessu vilj- um við sjúkraliðar ekki una og er- um því staðráðin í því að herða á baráttunni. Við höfum verið allt of lin og allt of lítið látið í okkur heyra en nú verður breyting á því, því ekki verður lengur haldið áfram á sömu braut. Það er kominn tími til fyrir okkur sjúkraliða að láta alþjóð vita að við erum til og minna á hin þýðingarmiklu störf sem við vinnum. Við erum líka fólk og þurf- um að lifa eins og aðrir þó svo að góðærið hafi ekki skilað sér til okk- ar. Sjúkraliðar hafa lengi látið í ljós óánægju sína með laun og óljósa verkaskiptingu. Það hefur lítið eða ekkert verið á okkur hlustað enda við hógvær og lítillát eins og góðum sjúkraliðum sæmir. Á þessu verður að verða breyting ef stéttin á ekki að líða undir lok Verkfallsvopninu er erfitt fyrir okkur að beita af mannúðarsjónarmiðum. Ef til vill gjöldum við þess. Verkföll bitna alltaf á saklausum aðilum, í okkar tilfelli á sjúklingunum sem eru okk- ar skjólstæðingar. Þó ég nefni hér verkfall og hvað erfitt er fyrir okk- ur að beita því, felst ekki í því nein hótun en undirstrikar þörfina á því að viðsemjendur okkar um kaup og kjör taki fullt tillit til okkar að- stæðna, setji sig inn í okkar mál með opnum huga og þá mun sann- leikurinn og sanngirnin koma í ljós og kjör okkar og aðstæður breytast til batnaðar. Hanna Sigurjónsdóttir Höfundur er sjúkraliði á Landspítalanum, Fossvogi. Kjarabarátta Við getum ekki beðið lengur eftir leiðréttingu á launum okkar, segir Hanna Sigurjónsdóttir, og höfum ákveðið að hefja baráttuherferð fyrir bættum kjörum. Sjúkraliðar eru vanmetin stétt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.