Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 8
Húrra, húrra, húrra, húrra FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fundur um Batten’s disease Mjög alvarleg- ur hrörnunar- sjúkdómur Á LAUGARDAGhefst samnorrænráðstefna á Hótel Örk í Hveragerði um sjúk- dóminn Batten’s disease (Spielmayer Vogt). Það er Björg Kjartansdóttir sem annast hefur undirbúning þessarar ráðstefnu. Hún var spurð hvers konar sjúk- dómur Battens’s disease væri. „Sjúkdómur þessi er mjög alvarlegur hrörnun- arsjúkdómur sem leggst á börn og gerir yfirleitt vart við sig þegar þau eru um 6 til 8 ára gömul. Fram að því eru börnin alveg heilbrigð og þroskast jafnt á við önn- ur börn.“ – Hver eru fyrstu merki um sjúkdóminn? „Það fyrsta sem rekur foreldra þessara barna til læknis með þau er sjónskerðing þeirra sem síðar leiðir til blindu. Síðan þróast sjúk- dómurinn til alvarlegrar líkam- legrar og andlegrar hrörnunar. Krampar eru tíðir og sífellt minnk- ar líkamleg og andleg geta barnanna – það er það sem er svo erfitt við þennan sjúkdóm, bæði fyrir börnin og aðstandendur og einnig fyrir fagfólk. Það tekur mjög á að leiða börnin gegnum ferli sífellt minnkandi getu.“ – Þekkir þú þennan sjúkdóm af eigin raun? „Já, tvö yngri börnin mín greindust með þennan sjúkdóm, annað er látið en hitt er með sjúk- dóminn á háu stigi.“ – Er þetta arfgengur sjúkdóm- ur? „Til að hann komi fram í barni þurfa báðir foreldrar að hafa í sér þessi gölluðu gen, þegar þau koma saman er hætta á að sjúkdómurinn brjótist fram.“ – Er þetta algengur sjúkdómur? „Nei, sem betur fer er hann mjög sjaldgæfur. Á Íslandi eru nú tvö börn í tveimur fjölskyldum sem haldin eru Batten’s disease. Börn- in þurfa umönnun allan sólarhring- inn, aldrei má líta af þeim. Þegar fram í sækir þurfa þau hjálp við all- ar daglegar athafnir.“ – Hvað er ætlunin að fjalla um á hinum samnorræna fundi um þennan sjúkdóm? „Það kemur hingað sænskur sérfræðingur, Lennart Björklund. Hann mun einkum fjalla um hlut- verk foreldranna.“ – Hve lengi geta foreldrar sinnt barni með þennan sjúkdóm í heimahúsum? „Það er mjög mismunandi og fer eftir framboði á þjónustu á hverj- um stað á hverjum tíma. Sjúkdóm- urinn er mislengi að þróast eftir einstaklingum. Í flestum tilfellum leiðir sjúkdómurinn til dauða við 20 til 25 ára aldur. Þessi sjúkdóm- ur hefur gríðarlega mikil áhrif á alla í fjölskyldunni og það er mikið álag að koma þar nærri. Um þetta mun Lennart Björklund fjalla.“ – Hefur þessi sjúk- dómur mikið verið rannsakaður? „Nei, því miður og hér á landi veit fólk, jafnvel fagfólk, mjög lítið um hann. Á hinn sam- norræna fund kemur danskur læknir, John Östergaard og heldur fyrirlestur um nýjustu rannsóknir á Batten’s disease, bæði hvað varð- ar framþróun í lyfjameðferð og að- hlynningu allri. Hann mun og verða til skrafs og ráðagerða fyrir foreldra og lækna hér á Íslandi og vonast ég til að heimilislæknar barnanna tveggja sem um er að ræða hér sjái sér fært að koma og hlýða á Östergaard. Einnig mun sænsk móðir kynna fræðslusíðu sem uppfærð hefur verið á Netinu um Batten’s disease, hún ætlar for- eldrum þá fræðslu sem á síðunni er. Þá mun danskur félagsráðgjafi, Anne Möller, halda erindi um þjón- ustu við börn og aðstandendur barna með umræddan sjúkdóm.“ – Er mörgum boðið til þessa fundar á Hótel Örk? „Það koma 79 manns frá öllum Norðurlöndunum, sem er mjög margt fólk miðað við þá sem þjást af þessum sjúkdómi á þessu svæði Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem haldinn er svona sam- norræn fundur og því var mikill áhugi á honum. Þetta er fyrst og fremst foreldraráðstefna og gest- irnir dvelja hér í fimm daga og fara meðal annars í ferð um Suður- land.“ – Hefur þú mætt skilningi hjá ís- lenskum yfirvöldum í baráttu þinni vegna sjúkdóms barna þinna? „Þetta hefur verið mikill barn- ingur og stundum mikið stríð. Ég held að ég hafi hitt hvern einasta menntamálaráðherra sem setið hefur sem slíkur sl. fimmtán ár til þess að fá lögbundna menntun fyr- ir börnin mín. Heilbrigðiskerfið hefur algjörlega hafnað þessum langveiku börnum. Oft áttar fag- fólk sig illa á einkennum þessa sjúkdóms og mikill tími fer þá í að útskýra hvað að er, það er mjög lýjandi. Mikil þörf er því á fræðslu um þennan sjúkdóm ekki síður meðal fagfólks en almennings, það er mín reynsla. Ég hef sótt fundi hjá Norðmönnum um þetta efni nær árlega, ég hef farið til Bandaríkjanna á foreldrafund og á ráðstefnu í Finnlandi. Allt hjálpar þetta til að styrkja mann, ég hef fundið mig talsvert eina í þessum efnum hér á Íslandi. Það er mikils virði að finna samherja í barátt- unni og það er markmið þessa fundar.“ Björg Kjartansdóttir  Björg Kjartansdóttir fæddist 23. júlí 1950 í Reykjavík. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar. Hún hefur lengst af unnið hjá Bún- aðarbanka Íslands og hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Nú rekur hún eigið fyrirtæki, Greenhouse, sem selur fatnað. Björg er gift Friðsteini G. Jóns- syni flugstjóra. Björg eignaðist þrjú börn í fyrra hjónabandi en eitt þeirra er látið. Það er mikil þörf á fræðslu um þennan sjúkdóm MÁL hafa þokast áfram í viðræðum fulltrúa Norðuráls, Landsvirkjunar og stjórnvalda um fyrirhugaða stækkun álversins á Grundartanga. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, segir að unnið sé að gagnaöflun um ýmis atriði en kveðst eiga von á því að fyrripartinn í júní liggi fyrir rammi að samkomu- lagi. Skattamál og orkuverð „Það er tvennt sem við viljum fá fram. Annars vegar grófur rammi varðandi skattamál og hins vegar orkuverðið. Væntanlega skýrist ekki fyrr en í vetur hvaða virkjunar- kostir eru mögulegir og fyrr verður líklega ekki hægt að ganga frá orku- verðinu. En við þurfum að fá grófa hugmynd miðað við fyrirliggjandi kosti og þá getum við tekið stefnu- markandi ákvörðun um framhaldið- .Við eigum þá alveg eftir að fara í fjármögnunarviðræður sem taka drjúgan tíma. Endanleg ákvörðun liggur því ekki fyrir fyrr en eftir sex til tólf mánuði,“ segir Ragnar. Haldnir verða fjórir fundir með fulltrúum Norðuráls og viðræðu- nefndar iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar í þessari viku. Stækkun Norðuráls á Grundartanga Rammi að samkomulagi liggi fyrir í júnímánuði ÞÓ að sagt hafi verið að tíminn standi kyrr í eynni Vigur á Ísa- fjarðardjúpi er það ekki að öllu leyti rétt. Hann stendur reyndar kyrr að því leyti að núna í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar eru flestir hlutir lítið breyttir frá því sem var á síðari hluta hinnar nítjándu, þegar séra Sigurður Stefánsson settist þar að ásamt fjölskyldu sinni. Og afkomendur hans búa enn í Vigur. En sífellt koma nýjar kynslóðir, bæði af mannkyni og lundakyni og öðrum ábúendum eyjarinnar. Yngst af mannfólki í Vigur er nú Snjólaug Ásta Björnsdóttir sem hér virðir fyrir sér fyrstu vor- komu ævinnar, líkt og fólkið hennar hefur gert á sama hátt mann fram af manni. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Snjólaug Ásta Björnsdóttir, yngsti íbúinn í Vigur. Enn kemur vor í Vigur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.