Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 58
FRÉTTIR 58 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ANDLIT manns og lands Ljósmyndasýning Morgunblaðsins í Borgarnesi Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu til samkeppni um bestu ljósmyndir fréttaritara frá árunum 1999 og 2000. Í Vínbúðinni og verslunarmiðstöðinni við Hyrnutorg í Borgarnesi er sýning á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar. Myndefnið er fjölbreytt en myndin hér að ofan er ljósmynd Theódórs Kr. Þórðarsonar í Borgarnesi af Erlendi Árnasyni í Knarrarnesi á Mýrum. Sýningin stendur til föstudagsins 25. maí. Myndirnar á sýningunni eru til sölu. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Lindargata – parhús Mikið endurnýjað parhús á fallegum útsýnisstað í hjarta miðbæjarins. Húsið skiptist í kj., hæð og ris. Í kj. er 2ja – 3ja herb. íbúð m. sérinng. Á 1. hæð og í risi er 3ja – 4ra herb. vel skipulögð íbúð í góðu ásigkomulagi.Svalir í norður m. miklu útsýni. Húsið er töluvert endurn. á ytra byrði. Falleg ræktuð lóð. Verð 15,0 millj. Úthlíð – sérhæð Stórglæsileg og algjörlega endurnýjuð 126 fm neðri sérhæð auk 35 fm bílskúrs. Hæðin skiptist í forstofu, stórt hol, stórt eldhús, saml. stofur, 2 herb., auk forstofuherbergis og flísalagt baðherb. Sérsmíðaðar innréttingar. Gegnheilt eikarparket á gólfum. Falleg ræktuð lóð. Verð 21,0 millj. Laugateigur – sérhæð Glæsileg og vel skipulögð 103 fm efri sérhæð m. sérinng. Rúmgóðar stofur, 2 – 3 svefnherb. og flísal. baðherb. Parket á gólfum. Suðursvalir. 26 fm bílskúr. Hús í góðu ástandi að utan. Verð 16,2 millj. Flókagata – 5 herb. 5 herb. risíbúð í þessu reisulega fjórbýlishúsi á þessum eftirsótta stað. Stofa, eldhús, 4 svefnherb. og baðherb. Svalir. Verð 11,8 millj. Öldugata – 3ja herb. Mjög björt og mikið endurnýjuð 78 fm íbúð á 1. hæð. Saml. stórar stofur, stórt herb. og ný endurn. baðherb. Sameign og hús í góðu ástandi. Laus fljótlega. Áhv. húsbr. 5,3 millj. Verð 11,2 millj. GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 3JA HERB. SEILUGRANDI + BÍLSKÝLI Nýkomin í sölu björt og vel skipulögð 3ja herb. 83 fm íbúð á 2. hæð ásamt stæði í bíl- skýli. Baðherbergið er flísalagt með tengi fyrir þvottavél. Norður- og suðursvalir. Afar barnvænt umhverfi og leiktæki á sameigin- legri lóð. Þak viðgert í fyrra. Sameign lítur vel út. Hússjóður 5.500 kr. á mánuði. Verð 12,8 millj. Áhv. 5,4 millj. GAUTAVÍK - SÉRINNGANGUR Nýkomin í sölu stór og afar rúmgóð og skemmtileg 112 fm 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á efri hæð í 2ja hæða fjölb. Bað- herbergi flísalagt í hólf og gólf. Allar innrétt- ingar, hurðir og skápar úr kirsuberjaviði. Vantar gólfefni að hluta á íbúð. Verð 12,8 millj. Áhv. 6,3 millj. húsbr. til 25 ára. Greiðslu- byrði á mán. kr. 39.000 BUGÐULÆKUR - ALLT SÉR Vorum að fá í sölu góða og bjarta 3ja-4ra herb. 91 fm íbúð í kjallara/jarðhæð í fallegu fjórbýli í þessu eftirsótta hverfi. 3 svefnherb. Nýl. ofnar o.m.fl. Verð 10,6 millj. HAGAMELUR Vorum að fá í sölu fallega og bjarta 3ja herb. 71 fm íbúð í kjallara (ath. lítið niðurgrafin). Tvö rúmgóð herb. og rúmgóð og björt stofa. Íbúð mikið endurnýuð. Parket á gólfum. Hús nýl. viðg. Nýl. gler og rafmagn. Sérinng. Fal- legur suðurgarður m/leiktækjum. Áhv. 4,2 millj. Verð 9,8 millj. VINDÁS - BÍLSKÝlI Nýkomin í sölu björt og stór 85 fm 3ja herb. endaíbúð sem snýr í suður og vestur, ásamt stæði í bílskýli. Í íbúðinni eru tvö rúmgóð svefnherb., bæði með skápum, stofa og borðstofa. Parket á öllu nema barnaherb. og baði en það er flísalagt. Vestursvalir. Áhv. 5,1 millj. Verð 10,8 millj. 9190 SAFAMÝRI - LAUS STRAX Nýkomin í sölu 3ja herb. íbúð á jarðhæð í þríbýli með sérinng. á þessum eftirsótta stað. Íbúðin er 70 fm og er laus strax. Lyklar á Gimli. 2JA HERB. BALDURGATA - ALGJÖRLEGA ENDURNÝJUÐ 2ja herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi í tvíbýli. Þvottahús í íbúð. Merbau-parket á gólfum. Áhv. húsbr. 3,2 millj. Verð 7,6 millj. Brunabótamat íbúðarinnar er 7,8 millj. Íbúðin er laus. Lyklar á Gimli. HRINGBRAUT - MEÐ AUKAHERBERGI Nýkomin í sölu góð 62 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð ásamt aukaherb. í risi sem er með að- gangi að wc. og er tilvalið í útleigu. Íbúðin er mjög rúmgóð og björt. Rúmgóðar suður- svalir. Stöndugur hússjóður. Áhv. 4,5 millj. Verð 9,0 millj. 9299 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR Góð 52 fm íbúð í steinhúsi á þessum vinsæla stað í hjarta borgarinnar. Gott skipulag. Parket á gólfum. Áhvílandi 4,3 millj. Verð 7,7 millj. MARBAKKABRAUT - SÉR- INNGANGUR Mjög falleg og rúmgóð 2ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli með sérgarði og sérbílastæði. Fallegur sólskáli með marmara á gólfi. Frábær staðsetning. Verð 8,6 millj. HVERAFOLD Afar falleg og vel skipulögð 2ja herbergja 56 fm íbúð á jarðhæð m. sér- verönd. Eikarparket á gólfum. Þvottahús innan íbúðar. Stutt í alla þjónustu. Áhv. 6.1 millj. Verð 8,1 millj. FRAKKASTÍGUR - EINSTAKLINGSÍBÚÐ Vorum að fá í einkasölu góða einstak- lingsíbúð á jarðhæð í fallegu, járnklæddu timburhúsi. Sérinngangur. Stórt eldhús. Áhv. 1,5 millj. húsbréf. Verð 3,2 millj. Íbúðin er ósamþ. NÖNNUGATA - RISÍBÚÐ Falleg og mikið endurnýjuð 2ja herb. ósamþykkt risíbúð. Nýtt parket á gólfum. Nýtt rafmagn og -tafla. Þak nýlegt. Falleg íbúð á eftirsóttum stað. Áhv. 2,4 millj. Verð 5,2 millj. VEITINGASTAÐURINN Lækjar- brekka opnaði nýverið vef á veffang- inu www.laekjarbrekka.is. Vefurinn er bæði á íslensku og ensku og þar er að finna upplýsingar og fróðleik um veitingastaðinn og sögu hússins, en það er eitt af þeim eldri sem enn standa í Reykjavík. Á vefnum er gestum boðið að líta inn á Lækjarbrekku og skoða mynd- ir af veitingastaðnum og veislusöl- um. Nýr matseðill á Lækjarbrekku tók gildi 15. maí. Ráðgjafafyrirtækið NETIÐ markaðs- og rekstrarráðgjöf annað- ist umsjón og gerð heimasíðunnar. Heimasíða Lækjarbrekku ÁRLEG ráðstefna Oddafélagsins, Oddastefna, verður haldin laugar- daginn 19. maí nk. að Laugalandi í Holtum kl. 14–17. Á ráðstefnunni verður fjallar um Suðurlandsskjálftana sumarið 2000. Erindi flytja Freysteinn Sigurðs- son og Elsa G. Vilmundardóttir jarð- fræðingar, Orkustofnun, Ragnar Stefánsson, forstöðumaður jarðeðl- issviðs Veðurstofu Íslands, Páll Ein- arsson prófessor, Hafþór Jónsson, aðalsviðsstjóri Almannavarna ríkis- ins og Þórir B. Kolbeinsson læknir, Heilsugæslustöð Hellulæknishér- aðs. Fundarstjóri verður Friðjón Guðröðarson sýslumaður. Allir eru hjartanlega velkomnir. Ráðstefnugjald verður í mesta lagi kr. 1000. Stjórn Oddafélagsins var endur- kjörin á aðalfundi nýlega. Hana skipa Drífa Hjartardóttir, Elsa G. Vilmundardóttir, Freysteinn Sig- urðsson, sr. Sigurður Jónsson og Þór Jakobsson. Rætt um jarð- skjálfta á Oddastefnu EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á stjórnarfundi Öryrkjabanda- lags Íslands þriðjudaginn 15. maí: "Öryrkjabandalag Íslands lýsir vonbrigðum vegna þeirra vanefnda ríkisstjórnarinnar sem fram koma í fyrirhuguðum breytingum á lögum um almannatryggingar. Bandalagið átelur harðlega þau áform hennar að láta boðaða hækkun bóta, sem er nú þegar er lögbundin, lúta 67 prósent skerðingareglu fyrir skatt. Þá mót- mælir Öryrkjabandalagið því að enn skuli gengið lengra í þá átt að halda niðri grunnlífeyri og tekjutryggingu sem dregist hafa verulega aftur úr launaþróun frá því á miðjum síðasta áratug. Óhjákvæmilegt er að vekja sérstaka athygli á þeirri staðreynd að núverandi ríkisstjórn er sú fyrsta í sögu lýðveldisins sem innheimtir tekjuskatt af þeim sem ekkert hafa nema greiðslur almannatrygginga. Verði ekkert að gert munu þeir sem verst eru settir þurfa að greiða rúm- lega 70 þúsund krónur í beina skatta á ári, sem jafngildir því að ríkisvaldið svipti þá andvirði mánaðargreiðslu á ári hverju." Öryrkjabanda- lagið lýsir yfir vonbrigðum HJÖRDÍS Sigurðardóttir heldur fyr- irlestur um verkefni sitt til meistara- prófs í rafmagns- og tölvuverkfræði föstudaginn 18. maí kl. 13:30. Verk- efnið heitir „Þekkingarleit í heilbrigð- isgögnum með tengslagreiningu“. Það fjallar um notkun gagnanáms- aðferða við sjálfvirka leit að þekkingu í heilbrigðisgögnum. Tengslagreiningu er beitt á gögn úr rannsókn á sviði augnlækninga og þróuð aðferð til að draga fram safn af áhugaverðum reglum sem finnast í gögnunum. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 158 í VR II við Hjarðarhaga 2–6 og eru allir velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Leiðbeinendur Hjördísar eru Jón Atli Benediktsson, prófessor við Há- skóla Íslands, sem jafnframt er að- alleiðbeinandi, Hákon Guðbjartsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni- sviðs hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Einar Stefánsson og Friðbert Jónas- son, prófessorar við Háskóla Íslands. Verkefnið var unnið í samstarfi við upplýsingatæknisvið Íslenskrar erfðagreiningar og augnlækna við Landspítala – háskólasjúkrahús. Meistaraverk- efni í rafmagns- og tölvuverk- fræði ♦ ♦ ♦ Meistaraverk- efni í véla- og iðnaðarverk- fræði við Há- skóla Íslands MUTHAFAR Emeish heldur fyrir- lestur um verkefni sitt til meistara- prófs í véla- og iðnaðarverkfræði föstudaginn 18. maí nk. kl. 15:00. Verkefnið heitir „Simulation of Heating Systems in Jordanian Buildings“. Það fjallar um hermun á varmabúskap bygginga í Jórdaníu og leiðir til þess að lækka hitunar- kostnað með mismunandi stjórnbún- aði hitunarkerfa húsanna. Fyrirlest- urinn verður fluttur á ensku. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 157 í VR II við Hjarðarhaga 2–6 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Leiðbeinendur Muth- afars eru: Páll Valdimarsson, pró- fessor við Háskóla Íslands, sem jafn- framt er aðalleiðbeinandi, Guðmund- ur R. Jónsson prófessor og Halldór Pálsson sérfræðingur við verkfræði- deild Háskóla Íslands. Þetta verkefni sýnir að gerð líkana og hermun þeirra er mjög öflugt verkfæri í höndum hönnuða til þess að bezta rekstur upphitunarkerfa og hægt er að segja fyrir um hag- kvæmni breytinga á skýran hátt. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.