Morgunblaðið - 17.05.2001, Page 58

Morgunblaðið - 17.05.2001, Page 58
FRÉTTIR 58 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ANDLIT manns og lands Ljósmyndasýning Morgunblaðsins í Borgarnesi Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu til samkeppni um bestu ljósmyndir fréttaritara frá árunum 1999 og 2000. Í Vínbúðinni og verslunarmiðstöðinni við Hyrnutorg í Borgarnesi er sýning á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar. Myndefnið er fjölbreytt en myndin hér að ofan er ljósmynd Theódórs Kr. Þórðarsonar í Borgarnesi af Erlendi Árnasyni í Knarrarnesi á Mýrum. Sýningin stendur til föstudagsins 25. maí. Myndirnar á sýningunni eru til sölu. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Lindargata – parhús Mikið endurnýjað parhús á fallegum útsýnisstað í hjarta miðbæjarins. Húsið skiptist í kj., hæð og ris. Í kj. er 2ja – 3ja herb. íbúð m. sérinng. Á 1. hæð og í risi er 3ja – 4ra herb. vel skipulögð íbúð í góðu ásigkomulagi.Svalir í norður m. miklu útsýni. Húsið er töluvert endurn. á ytra byrði. Falleg ræktuð lóð. Verð 15,0 millj. Úthlíð – sérhæð Stórglæsileg og algjörlega endurnýjuð 126 fm neðri sérhæð auk 35 fm bílskúrs. Hæðin skiptist í forstofu, stórt hol, stórt eldhús, saml. stofur, 2 herb., auk forstofuherbergis og flísalagt baðherb. Sérsmíðaðar innréttingar. Gegnheilt eikarparket á gólfum. Falleg ræktuð lóð. Verð 21,0 millj. Laugateigur – sérhæð Glæsileg og vel skipulögð 103 fm efri sérhæð m. sérinng. Rúmgóðar stofur, 2 – 3 svefnherb. og flísal. baðherb. Parket á gólfum. Suðursvalir. 26 fm bílskúr. Hús í góðu ástandi að utan. Verð 16,2 millj. Flókagata – 5 herb. 5 herb. risíbúð í þessu reisulega fjórbýlishúsi á þessum eftirsótta stað. Stofa, eldhús, 4 svefnherb. og baðherb. Svalir. Verð 11,8 millj. Öldugata – 3ja herb. Mjög björt og mikið endurnýjuð 78 fm íbúð á 1. hæð. Saml. stórar stofur, stórt herb. og ný endurn. baðherb. Sameign og hús í góðu ástandi. Laus fljótlega. Áhv. húsbr. 5,3 millj. Verð 11,2 millj. GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 3JA HERB. SEILUGRANDI + BÍLSKÝLI Nýkomin í sölu björt og vel skipulögð 3ja herb. 83 fm íbúð á 2. hæð ásamt stæði í bíl- skýli. Baðherbergið er flísalagt með tengi fyrir þvottavél. Norður- og suðursvalir. Afar barnvænt umhverfi og leiktæki á sameigin- legri lóð. Þak viðgert í fyrra. Sameign lítur vel út. Hússjóður 5.500 kr. á mánuði. Verð 12,8 millj. Áhv. 5,4 millj. GAUTAVÍK - SÉRINNGANGUR Nýkomin í sölu stór og afar rúmgóð og skemmtileg 112 fm 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á efri hæð í 2ja hæða fjölb. Bað- herbergi flísalagt í hólf og gólf. Allar innrétt- ingar, hurðir og skápar úr kirsuberjaviði. Vantar gólfefni að hluta á íbúð. Verð 12,8 millj. Áhv. 6,3 millj. húsbr. til 25 ára. Greiðslu- byrði á mán. kr. 39.000 BUGÐULÆKUR - ALLT SÉR Vorum að fá í sölu góða og bjarta 3ja-4ra herb. 91 fm íbúð í kjallara/jarðhæð í fallegu fjórbýli í þessu eftirsótta hverfi. 3 svefnherb. Nýl. ofnar o.m.fl. Verð 10,6 millj. HAGAMELUR Vorum að fá í sölu fallega og bjarta 3ja herb. 71 fm íbúð í kjallara (ath. lítið niðurgrafin). Tvö rúmgóð herb. og rúmgóð og björt stofa. Íbúð mikið endurnýuð. Parket á gólfum. Hús nýl. viðg. Nýl. gler og rafmagn. Sérinng. Fal- legur suðurgarður m/leiktækjum. Áhv. 4,2 millj. Verð 9,8 millj. VINDÁS - BÍLSKÝlI Nýkomin í sölu björt og stór 85 fm 3ja herb. endaíbúð sem snýr í suður og vestur, ásamt stæði í bílskýli. Í íbúðinni eru tvö rúmgóð svefnherb., bæði með skápum, stofa og borðstofa. Parket á öllu nema barnaherb. og baði en það er flísalagt. Vestursvalir. Áhv. 5,1 millj. Verð 10,8 millj. 9190 SAFAMÝRI - LAUS STRAX Nýkomin í sölu 3ja herb. íbúð á jarðhæð í þríbýli með sérinng. á þessum eftirsótta stað. Íbúðin er 70 fm og er laus strax. Lyklar á Gimli. 2JA HERB. BALDURGATA - ALGJÖRLEGA ENDURNÝJUÐ 2ja herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi í tvíbýli. Þvottahús í íbúð. Merbau-parket á gólfum. Áhv. húsbr. 3,2 millj. Verð 7,6 millj. Brunabótamat íbúðarinnar er 7,8 millj. Íbúðin er laus. Lyklar á Gimli. HRINGBRAUT - MEÐ AUKAHERBERGI Nýkomin í sölu góð 62 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð ásamt aukaherb. í risi sem er með að- gangi að wc. og er tilvalið í útleigu. Íbúðin er mjög rúmgóð og björt. Rúmgóðar suður- svalir. Stöndugur hússjóður. Áhv. 4,5 millj. Verð 9,0 millj. 9299 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR Góð 52 fm íbúð í steinhúsi á þessum vinsæla stað í hjarta borgarinnar. Gott skipulag. Parket á gólfum. Áhvílandi 4,3 millj. Verð 7,7 millj. MARBAKKABRAUT - SÉR- INNGANGUR Mjög falleg og rúmgóð 2ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli með sérgarði og sérbílastæði. Fallegur sólskáli með marmara á gólfi. Frábær staðsetning. Verð 8,6 millj. HVERAFOLD Afar falleg og vel skipulögð 2ja herbergja 56 fm íbúð á jarðhæð m. sér- verönd. Eikarparket á gólfum. Þvottahús innan íbúðar. Stutt í alla þjónustu. Áhv. 6.1 millj. Verð 8,1 millj. FRAKKASTÍGUR - EINSTAKLINGSÍBÚÐ Vorum að fá í einkasölu góða einstak- lingsíbúð á jarðhæð í fallegu, járnklæddu timburhúsi. Sérinngangur. Stórt eldhús. Áhv. 1,5 millj. húsbréf. Verð 3,2 millj. Íbúðin er ósamþ. NÖNNUGATA - RISÍBÚÐ Falleg og mikið endurnýjuð 2ja herb. ósamþykkt risíbúð. Nýtt parket á gólfum. Nýtt rafmagn og -tafla. Þak nýlegt. Falleg íbúð á eftirsóttum stað. Áhv. 2,4 millj. Verð 5,2 millj. VEITINGASTAÐURINN Lækjar- brekka opnaði nýverið vef á veffang- inu www.laekjarbrekka.is. Vefurinn er bæði á íslensku og ensku og þar er að finna upplýsingar og fróðleik um veitingastaðinn og sögu hússins, en það er eitt af þeim eldri sem enn standa í Reykjavík. Á vefnum er gestum boðið að líta inn á Lækjarbrekku og skoða mynd- ir af veitingastaðnum og veislusöl- um. Nýr matseðill á Lækjarbrekku tók gildi 15. maí. Ráðgjafafyrirtækið NETIÐ markaðs- og rekstrarráðgjöf annað- ist umsjón og gerð heimasíðunnar. Heimasíða Lækjarbrekku ÁRLEG ráðstefna Oddafélagsins, Oddastefna, verður haldin laugar- daginn 19. maí nk. að Laugalandi í Holtum kl. 14–17. Á ráðstefnunni verður fjallar um Suðurlandsskjálftana sumarið 2000. Erindi flytja Freysteinn Sigurðs- son og Elsa G. Vilmundardóttir jarð- fræðingar, Orkustofnun, Ragnar Stefánsson, forstöðumaður jarðeðl- issviðs Veðurstofu Íslands, Páll Ein- arsson prófessor, Hafþór Jónsson, aðalsviðsstjóri Almannavarna ríkis- ins og Þórir B. Kolbeinsson læknir, Heilsugæslustöð Hellulæknishér- aðs. Fundarstjóri verður Friðjón Guðröðarson sýslumaður. Allir eru hjartanlega velkomnir. Ráðstefnugjald verður í mesta lagi kr. 1000. Stjórn Oddafélagsins var endur- kjörin á aðalfundi nýlega. Hana skipa Drífa Hjartardóttir, Elsa G. Vilmundardóttir, Freysteinn Sig- urðsson, sr. Sigurður Jónsson og Þór Jakobsson. Rætt um jarð- skjálfta á Oddastefnu EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á stjórnarfundi Öryrkjabanda- lags Íslands þriðjudaginn 15. maí: "Öryrkjabandalag Íslands lýsir vonbrigðum vegna þeirra vanefnda ríkisstjórnarinnar sem fram koma í fyrirhuguðum breytingum á lögum um almannatryggingar. Bandalagið átelur harðlega þau áform hennar að láta boðaða hækkun bóta, sem er nú þegar er lögbundin, lúta 67 prósent skerðingareglu fyrir skatt. Þá mót- mælir Öryrkjabandalagið því að enn skuli gengið lengra í þá átt að halda niðri grunnlífeyri og tekjutryggingu sem dregist hafa verulega aftur úr launaþróun frá því á miðjum síðasta áratug. Óhjákvæmilegt er að vekja sérstaka athygli á þeirri staðreynd að núverandi ríkisstjórn er sú fyrsta í sögu lýðveldisins sem innheimtir tekjuskatt af þeim sem ekkert hafa nema greiðslur almannatrygginga. Verði ekkert að gert munu þeir sem verst eru settir þurfa að greiða rúm- lega 70 þúsund krónur í beina skatta á ári, sem jafngildir því að ríkisvaldið svipti þá andvirði mánaðargreiðslu á ári hverju." Öryrkjabanda- lagið lýsir yfir vonbrigðum HJÖRDÍS Sigurðardóttir heldur fyr- irlestur um verkefni sitt til meistara- prófs í rafmagns- og tölvuverkfræði föstudaginn 18. maí kl. 13:30. Verk- efnið heitir „Þekkingarleit í heilbrigð- isgögnum með tengslagreiningu“. Það fjallar um notkun gagnanáms- aðferða við sjálfvirka leit að þekkingu í heilbrigðisgögnum. Tengslagreiningu er beitt á gögn úr rannsókn á sviði augnlækninga og þróuð aðferð til að draga fram safn af áhugaverðum reglum sem finnast í gögnunum. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 158 í VR II við Hjarðarhaga 2–6 og eru allir velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Leiðbeinendur Hjördísar eru Jón Atli Benediktsson, prófessor við Há- skóla Íslands, sem jafnframt er að- alleiðbeinandi, Hákon Guðbjartsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni- sviðs hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Einar Stefánsson og Friðbert Jónas- son, prófessorar við Háskóla Íslands. Verkefnið var unnið í samstarfi við upplýsingatæknisvið Íslenskrar erfðagreiningar og augnlækna við Landspítala – háskólasjúkrahús. Meistaraverk- efni í rafmagns- og tölvuverk- fræði ♦ ♦ ♦ Meistaraverk- efni í véla- og iðnaðarverk- fræði við Há- skóla Íslands MUTHAFAR Emeish heldur fyrir- lestur um verkefni sitt til meistara- prófs í véla- og iðnaðarverkfræði föstudaginn 18. maí nk. kl. 15:00. Verkefnið heitir „Simulation of Heating Systems in Jordanian Buildings“. Það fjallar um hermun á varmabúskap bygginga í Jórdaníu og leiðir til þess að lækka hitunar- kostnað með mismunandi stjórnbún- aði hitunarkerfa húsanna. Fyrirlest- urinn verður fluttur á ensku. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 157 í VR II við Hjarðarhaga 2–6 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Leiðbeinendur Muth- afars eru: Páll Valdimarsson, pró- fessor við Háskóla Íslands, sem jafn- framt er aðalleiðbeinandi, Guðmund- ur R. Jónsson prófessor og Halldór Pálsson sérfræðingur við verkfræði- deild Háskóla Íslands. Þetta verkefni sýnir að gerð líkana og hermun þeirra er mjög öflugt verkfæri í höndum hönnuða til þess að bezta rekstur upphitunarkerfa og hægt er að segja fyrir um hag- kvæmni breytinga á skýran hátt. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.