Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                       BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ hefur skapast hávær umræða í fjölmiðlum um krókabáta og veiðar þeirra á ýsu, ufsa og steinbít. Veiðar þessara báta hafa verið utan kvóta og vilja stóru út- gerðirnar í land- inu koma böndum á þessa meintu rányrkju. Áróð- ursvél LÍÚ hefur verið sett í gang (og það ekki í fyrsta skipti) og nú skal sýna þjóð- inni, en þó einkum þingmönnum og ráðherrum, hverjir það eru sem eiga að ráða því hver má veiða og hvað mikið af hverju. Þeir sem hafa hæst í þessu sam- bandi (útgerðarmenn frystitogara) finnst mér hætta sér út á svolítið hál- an ís þegar þeir staglast á réttlæti og aðþað skuli jafnt yfir alla ganga, þ.e.a.s. öll skip og bátar skuli vera kvótabundin í öllum tegundum. Út- gerðir frystitogara njóta þeirra vafa- sömu forréttinda að vigta afla sinn eftirlitslaust um borð. Það er mál manna að þar sé ekki farið að lögum og reglum og hafi reyndar aldrei ver- ið gert frá því að sjófrysting hófst hér við land. Undirritaður hefur rætt við þó nokkuð marga sjómenn sem eru starfandi og aðra sem hafa verið á þessum skipum. Það sem ég spurði þá sérstaklega um var hvort nýting- arprufum væri hagrætt, m.ö.o. hvort svindlað sé á kvótanum, einnig hvort það sé raunhæft að þessi skip skuli öll nánast skila 100% nýtingu. Einn sem undirritaður ræddi við sagði að á hans skipi hafi nýtingar- skýrslurnar verið skrifaðar inni í borðsal, sem sé teiknaðar. Ljótt ef satt er. Aðrir sögðu það ekki fræði- legan möguleika að ná þessari toppn- ýtingu sem skráð er í skýrslur þess- ara skipa. Nær væri að tala um 6-9% sem vanti upp á að þessar skýrslur séu sannar. Tökum sem dæmi einn frystitogara sem veiðir 5000 tonn af botnfiski á ári. Hann skilar skýrslum inn til Fiskistofu sem allar segja 100% nýting. Gefum okkur að þar skeiki 7%, þá fær hann 350 tonna fría viðbót við útgefinn kvóta. Er þetta réttlætið sem LÍÚ-forustan hefur básúnað yfir þjóðinni nú síðustu daga? Ég veit um einn smábátaeig- anda sem fékk 400.000 króna sekt fyrir það eitt að sleppa nokkrum lif- andi smáþorskum, auk þess að missa veiðileyfið í 2 vikur. Ef við tökum nú heildarbotnfiskafla allra frystitogara landsins og gefum okkur þessi 7% frávik, er þá ekki verið að tala um töluvert meira magn en upp er gefið? Ef rétt er, hlýt ég að spyrja: „Er þetta réttlæti og finnst okkur allir sitja og hafa setið við sama borð?“ KLEMENS EINARSSON, smábátaeigandi, Stekkjarhvammi 20, Hafnarfirði. Forréttindi frystitogara Frá Klemens Einarssyni: Klemens Einarsson ÉG hef mikið verið að pæla í og velta fyrir mér svolitlu. Námsmenn af landsbyggðinni þurfa að sækja skóla í næsta þéttbýli eða í höfuðborgina. Það hefur þær af- leiðingar í för með sér að þeir þurfa að flytja að heiman. Þessir námsmenn verða að sjá um sig sjálfir í fyrsta skipti á ævinni þó að þeir séu e.t.v. bara 15–16 ára gamlir. Þeir þurfa að eignast nýja vini og tileinka sér breyttan lífsstíl. Margir sækja skóla í Reykjavík. Sumir hverjir eiga einhverja ættingja þar sem þeir geta búið hjá en sumum finnst leiðinlegt/óþægilegt til lengdar að þurfa alltaf að búa inni á einhverj- um og geta aldrei liðið eins og heima hjá sér. Aðrir hafa fundið sér íbúð/ herbergi til að leigja einhvers staðar niðri í bæ (þar sem allskonar fólk er að finna) og reyna að búa til heimili þar. En það kostar jú alltaf einhverja seðla að lifa og þarna fer há upphæð í leigu og uppihald á mánuði. Sérstak- lega ef þú þarft að búa einn. Maður hefði þó haldið að dreifbýlisstyrkur- inn myndi geta niðurgreitt eitthvað en hann er bara um 80 þús. Sá pen- ingur dugar fyrir leigu og uppihaldi fyrir ca. 2 mánuði, ef miðað er við að maður borgi um 30 þús í leigu á mán- uði. Námsmenn þessir þurfa að vera í um 4 ár í menntaskóla fram að stúd- entsprófi. Það er dýrt að lifa svona í 4 ár. Enginn hefur eftirlit með þeim og ættu þeir því að geta gert það sem þeir vilja, en sumir af þeim eru ekki einu sinni orðnir sjálfráða, né komnir með bílpróf. Ef námsmenn sækja há- skólannættu þeir að geta nýtt sér Stúdentagarða en ég hef heyrt að erf- itt sé að nálgast þær íbúðir. Menntaskólanámsmenn hafa ekki kost á að nýta sér svoleiðis íbúðir. Foreldrar tala um það að þeir séu ekki ánægðir með að þurfa að senda krakkana svona í burtu en því miður er ekkert við því að gera. Foreldr- arnir þurfa að treysta krökkunum sínum svo ótrúlega vel, því þeir gætu jú lent í ’slæmum’ félagsskap. For- eldrarnir fá svo e.t.v aldrei að vita í hvernig félagsskap krakkinn er og gæti hann þess vegna verið byrjaður í einhverri óreglu. Þess má geta að sumir krakkanna leggjast í þunglyndi og/eða verða kærulausir við námið vegna flutninganna. Ég tel að skoða þyrfti þetta mál betur. Væri ekki ráð að reyna að koma til móts við þarfir ungra náms- manna utan af landi? Og að lokum spyr ég: Hvar er að- staðan fyrir alla landsbyggðarkrakk- ana á höfuðborgarsvæðinu? Þetta eru, eins og áður sagði, bara vangaveltur. Gott væri samt ef fólk gerði sér grein fyrir þessu. INGA JÚLÍA ÓLAFSDÓTTIR, Þorvaldseyri, 861 Hvolsvelli. Hugleiðing af landsbyggðinni Frá Ingu Júlíu Ólafsdóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.