Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur horfið frá að færa félagsþjón- ustu fatlaðra til sveitarfélaganna, a.m.k. á þessu stigi málsins, og hefur dreg- ið til baka framkomin frumvörp þar að lút- andi sem hafa verið til meðferðar á Alþingi. Ráðherra skýrir þessa ákvörðun sína í frétt á baksíðu Morgunblaðs- ins hinn 15. maí sl. og verður ekki komist hjá því að gera nokkrar at- hugasemdir við það sem þar kemur fram. Skýr afstaða sveitarfélaganna Í máli ráðherra kem- ur fram að komið hafi í ljós mikil andstaða við málið í þremur sveitarfélögum, Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, svo og í nýlegri ályktun Sambands ísl. sveitarfélaga, og hefði verið hætt við að leggja frumvörpin fram með hliðsjón af því. Hið rétta í málinu er að á fulltrúaráðsfundi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem haldinn var hinn 29. mars sl. staðfestu sveit- arfélögin, þar á meðal fulltrúar Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnar- fjarðar, samhljóða vilja sinn til að taka við málefnum fatlaðra að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Þau voru eftirfarandi: 1. Frumvarp til laga um félags- þjónustu fatlaðra verði afgreitt sem lög frá Alþingi á haustþingi 2001 og gildistaka laganna verði 1. jan. 2003. 2. Gildistakan verði háð því skil- yrði að Alþingi hafi þá lögfest breyt- ingu á lögum um tekjustofna sveit- arfélaga eða tilfærslu á tekjum til þeirra með öðrum hætti með tilliti til þeirra auknu verkefna sem þau taka að sér samkvæmt nýjum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. 3. Samhliða lögfestingu félags- þjónustufrumvarpsins á haustþingi verði undirritaður samningur milli ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitar- félaga þar sem m.a. verði ítarlega skilgreind ákvæði um árlega endur- skoðun á tekjum og gjöldum sveit- arfélaga vegna málefna fatlaðra næstu þrjú árin frá gildistöku laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þar verði skilgreint hvernig sveitarfélögunum verði tryggðar auknar tekjur leiði árleg endurskoðun í ljós að tekjuþörf þeirra verði meiri en ætlað var til að standa undir verkefnum sem sveitarfélögunum eru falin með lögum um félagsþjónustu sveitar- félaga. Á fundi sínum í mars lagði fulltrúaráðið einnig fram hugmyndir að ákveðnu vinnuferli milli ríkis og sveitar- félaga sem tæki mið af fyrrgreindum efnisatriðum. Það var mat sveitarfélaganna að eðlilegra væri að ákveðinni undirbúnings- vinnu væri lokið áður en endanlega yrði gengið frá lagasetningu, frekar en að lög um málaflokkinn væru sett í vor og önnur þýðingarmikil atriði sem varða yfirfærsluna yrðu frá- gengin síðar. Þessi ályktun var sam- þykkt samhljóða á fulltrúaráðsfund- inum. Samningar um endurskoðun Sveitarfélögin hafa lýst því yfir og um það hefur verið full samstaða innan þeirra raða að þau séu reiðubúin að taka við málefnum fatl- aðra sé ákveðnum skilyrðum full- nægt. Þau skilyrði eru fyrst og fremst þau að ákveðin endurskoðun- arákvæði séu fyrir hendi í samningi milli ríkis og sveitarfélaga fyrstu þrjú ár samningsins verði reyndin sú að framkvæmd verkefnisins reynist dýrari en áætlanir hafa gert ráð fyr- ir. Þegar félagsmálaráðherra heldur því síðan fram að ekki sé „tiltæki- legt“ að leggja frumvarp um félags- þjónustu fram í þriðja sinn nú á haustþingi hljóta því að liggja þar til grundvallar aðrar ástæður en vilja- leysi sveitarfélaganna til að taka yfir málaflokkinn. Fjárhagslegar forsendur séu tryggðar Það er skylda forráðamanna sveit- arfélaganna að tryggja það eftir því sem fært er að öll mikilvæg atriði sem varða yfirfærsluna séu kunn, ekki síst þau atriði er varða fjárhags- leg samskipti ríkis og sveitarfélaga vegna verkefnisins. Það hefur verið krafa ríkisvaldsins að sveitarfélögin stundi ábyrga fjármálastjórn og fjárhagsáætlanir þeirra séu byggðar á traustum grunni. Fyrirvari sveit- arfélaganna tekur ekki síst mið af fyrrgreindum kröfum ríkisvaldsins. Samstarf ríkis og sveitarfélaga hefur verið með ágætum við undir- búning málsins og ekki verður séð að nokkur ástæða sé til annars en að ljúka þessu verki á haustþingi á þeim grunni sem sveitarfélögin hafa lagt til. Sveitarfélögin hefðu útaf fyrir sig ekki lagst gegn því að verkinu yrði lokið á þessu þingi að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í samþykkt fulltrúaráðsins hinn 29. 3. sl. og skýrt er frá í upphafi grein- arinnar. Félagsmálaráðuneytið lagði þannig fram ákveðna tillögu fyrir fjármálaráðuneytið í þeim tilgangi að brúa það bil sem var milli aðila en henni var hafnað af hálfu fjármála- ráðuneytisins. Sveitarfélögin og málefni fatlaðra Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Félagsþjónusta Ekki verður séð að nokkur ástæða sé til annars, segir Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, en að ljúka þessu verki á haustþingi á þeim grunni sem sveitar- félögin hafa lagt til. Höfundur er formaður Sambands ísl. sveitarfélaga. ÞAÐ kom mér á óvart að tillögur Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra um nýja skipan og starfshætti Rannsóknarráðs Íslands skyldu vera gagnrýndar á Alþingi á dögunum. Einstaka vísindamenn hafa einnig látið í ljós efasemdir um hugmynd- irnar. Viðbrögðin eru fljótfærnisleg, enda eru tillögurnar enn á frum- stigi. Það er mat mitt að þær feli í sér margvísleg tækifæri og líkur eru á að skipulag rannsókna og þróunar á Íslandi verði í fremstu röð í heiminum ef vel tekst til um framkvæmdina. Það er því full ástæða til að fagna því tæki- færi sem hér gefst. Það er mikill misskilningur að hug- myndir menntamálaráðherra hafi komið Rannsóknarráði í opna skjöldu. Ráðherrann kynnti þær í ræðu á stefnumótunarfundi ráðsins í Reykholti í októbermánuði síðast liðnum. Í vinnu við áherslur Rann- sóknarráðs sem staðið hefur í vetur hefur tillögurnar oft borið á góma þótt ekki hafi verið fjallað um þær formlega. Einnig lýstu margir ráðs- menn þegar í vetur áhuga sínum á sameiningu Vísindasjóðs og Tækni- sjóðs. Hins vegar vantaði lagastoð fyrir slíkri breytingu og því hefur ekki verið grundvöllur fyrir ítarlegri umfjöllun ráðsins um málið fyrr en nú. Í núverandi skipulagi Rannsóknar- ráðs og helstu sjóða þess, Vísinda- sjóðs og Tæknisjóðs, eru mörkin dregin milli grunnrannsókna, annars vegar, og hagnýtra rannsókna og þró- unarverkefna, hins vegar. Þessi skil- greining er hefðbundin en að margra mati úrelt. Einkum hafa hugtökin grunnrannsóknir og hagnýtar rann- sóknir nálgast mjög í hugum þeirra sem fást við slíkar rannsóknir. Það er til dæmis tímanna tákn að rannsóknir á ýmsum sviðum hátækni og líftækni eru oftar en ekki grunnrannsóknir í þeim skilningi að þær afla nýrrar þekkingar á meginundirstöðum fyr- irbæra, þótt þær séu hagnýtar í þeim skilningi að þeim er beint að sérstök- um hagnýtum markmiðum. Og hvar liggja mörkin í jarðvísindum svo að annað dæmi sé tekið? Skilin eru í reynd bæði óþörf og yfirleitt til óþurftar. Markmið þróunar er hins vegar ekki þekkingaröflun sem slík heldur nýting þekkingar og reynslu til að skapa nýjar afurðir og aðferðir eða bæta þær sem fyrir eru. Mér sýn- ast tillögur menntamálaráðherra gera ráð fyrir að grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir heyri áfram undir menntamálaráðuneyti, en þró- un undir iðnaðarráðuneyti. Aðkoma ríkisvaldsins að rannsókn- um og þróun er þannig vel fyrir komið með því tvískipta kerfi sem lagt er til. Við þetta vinnst að sameinaður Vís- indasjóður og Tæknisjóður mun styrkja rannsóknir samkvæmt skýr- um kröfum um vísindalegan fram- gang, birtingu og skil á vísindalegum niðurstöðum, hvort sem tilgangur er hagnýtur eða ekki. Hin óþörfu mörk milli sjóðanna sem hindrað hafa sam- anburð umsókna vegna mismunandi uppruna þeirra munu hverfa. Í stað þess verða rannsóknir styrktar eftir gæðum, sem metin verða samkvæmt faglegum kröfum á viðkomandi sviði. Hins vegar er einnig gert ráð fyrir því í tillögum ráðherra að sjóður sem styrkir þróunarverkefni muni ekki gera kröfur um rannsóknastarf. Sjóðnum er ætlað að brúa bilið milli rannsókna og yfirtöku áhættufjár- festa. Þótt hugmyndirnar séu enn í mótun er óhætt að spá því að línur muni skýrast og markmiðin kristall- ast í nýju kerfi. Geta má þess að skipulag rannsókna í Finnlandi, sem nú er komið nokkuð til ára sinna, dregur enn mörk milli hagnýtra og grunnrannsókna líkt og nú tíðkast í Rann- sóknarráði og auk þess starfar sérstakur ný- sköpunarsjóður á veg- um finnska þingsins sem styrkir uppbygg- ingu fyrirtækja og ný- sköpun í atvinnulífi. Eg er þeirrar skoðunar að tvískiptingin sé eðli- legri og nútímalegri en þrísikipting finnska kerfisins. Slík að- greining styrkjakerfisins hefur allar forsendur til að verða skilvirkari og gagnsærri en nú er. Þótt sjóðirnir og fjármögnun rann- sókna- og þróunarstarfsins vegi þungt í huga vísindamanna sem starfa í þessum geira atvinnulífsins hefur nýskipan Rannsóknarráðs vak- ið meiri athygli annarra. Hugmyndin um ráð undir stjórn forsætisráðherra þar sem nokkur hópur ráðherra auk vísindamanna og fulltrúa atvinnulífs kemur saman tvisvar á ári til stefnu- mótunar í málefnum rannsókna og þróunar er nýlunda á Íslandi. Oft hef- ur verið á það bent að það hafi staðið málaflokknum fyrir þrifum að heyra undir mörg ráðuneyti, það hafi byrgt heildarsýn og hindrað markvissar að- gerðir. Á stuttum ferli mínum í Rann- sóknarráði hef eg séð miklu fleiri dæmi um þetta en eg átti von á. Spyrja má hvort sókn Íslendinga í rannsóknum síðustu árin hefði ekki orðið enn snarpari ef hinn nýi vett- vangur sem sameinar krafta allra sem koma að málunum á stjórnvald- stigi hefði verið fyrir hendi. Víst er að í þeim löndum sem mesta athygli hafa vakið fyrir stefnumótun í vísindum og tækni hafa oddvitar ríkisstjórna kom- ið að málunum og staðið fyrir mark- vissum aðgerðum. Eg því er fullur bjartsýni um þennan þátt tillagnanna. Eg hef nú í nokkrum orðum kynnt væntingar mínar um framkvæmd til- lagna menntamálaráðherra um skipulag rannsókna og þróunar á Ís- landi. Ráðherrann hefur boðið Rann- sóknarráði að tilnefna þrjá fulltrúa til samstarfs við menntamálaráðuneytið um þróun hugmynda sinna í frum- varpsform. Í nefndinni sitja auk und- irritaðs fulltrúar rannsóknastofnana og annars atvinnulífs og saman end- urspegla þeir þau þrjú meginsvið sem tilnefna fulltrúa í núverandi Rann- sóknarráð Íslands. Það er trú mín að skipulag rannsókna á Íslandi muni ef vel tekst til hafa bestu kosti fyrir- myndarinnar auk þess að vera í betra samræmi við nýjustu þróun í rann- sóknum. Eg veit að Rannsóknarráð Íslands mun ekki liggja á liði sínu til að svo megi verða. Ný skipan Rannsóknar- ráðs Hafliði Pétur Gíslason Höfundur er prófessor og formaður Rannsóknarráðs Íslands. Rannsóknarráð Það er mat mitt að til- lögurnar feli í sér marg- vísleg tækifæri, segir Hafliði Pétur Gíslason, og líkur eru á að skipu- lag rannsókna og þróun- ar á Íslandi verði í fremstu röð í heiminum ef vel tekst til. MIKIÐ er lagt upp úr fram- kvæmdum á landfyllingu sem á að vera yfir 70.000 fermetrar eða 10 fótboltavellir að stærð. Þarna á að koma fyrir 1.800 íbú- um. Auglýsing um þessar framkvæmdir eru til sýnis á Garða- torgi í Garðabæ. Sú stafræna mynd sem þar birtist bjagar raunveruleikann og villir manni sýn þannig að maður á að trúa að fyrirhugað bryggju- hverfi trufli ekki út- sýni. Um daginn gengu eldri hjón fram hjá skiltinu ásamt barna- barni sem hefur verið um 9-10 ára. Konan sagði: „Mikið er þetta fallegt skipulag.“ Þá sagði ungi drengurinn: „Já, en amma, þessi landfylling eyðileggur fjöruna.“ Það er málið. Arnarnesvogur er mjög grunnur, eins og sést á stór- straumsfjöru og landfylling sem nemur 10 fótboltavöllum mun ekki gera annað en að trufla eðlilega sjávarhringrás um voginn, sérstak- lega vestan megin, en þar verður mjög þröngt sund. Þetta leiðir til truflunar á náttúrulífinu, sem við státum okkur mikið af. Þarna koma margar andategundir, einkum aust- an megin í voginum. Má einnig nefna margæsina sem hefur þar án- ingarstað á leið til og frá Græn- landi. Við vitum hvað Stálvíkurþyrping- in er búin að skaða um alla framtíð fuglalífið vestan megin í Arnar- nesvoginum, sam- kvæmt fuglatalningar- tölum frá Jóhanni Óla Hilmarssyni og birt er í skýrslu Hönnunar frá apríl 2001. Við viljum ekki að hróflað sé meira við náttúrulífinu við Arnarnesvoginn. Stálvíkurumhverfið er hræðilegt útlits. Það verður að laga. Lausnin liggur ekki í því að eyðileggja nátt- úrulífið í fjörunni. Sjónmengunin verður gífurleg þar sem 1.800 manna byggð kallar á háreist hús sem eyðileggur útsýni fyrir hundruð manna. Hávaðamegnun verður ær- andi þar sem umferðarþunginn verður yfirþyrmandi fyrir þá sem fyrir búa í Grundarhverfi. Rífum niður Stálvíkurbryggjuna. Reistum lágreist hús meðfram ströndinni sem ekki trufla útsýni fyrir neinum. Nýtum það landsvæði sem er á Arnarneshæðinni milli Kópavogs og Garðabæjar og hefj- um skipulagsáætlun og fram- kvæmdir. Eflum siglingaklúbb Garðabæjar og kennum ungum börnum okkar að umgangast hafið með því að kenna skútusiglingar. Eflum kennslu barna okkar með fjöruferðum og kennum börnum að þekkja fuglana og sjávarlífverur í stað þess að eyða þeim. Kæra bæjarstjórn Garðabæjar! Látið ekki fjársterka aðila stjórna ykkur. Hafið náttúru- og umhverf- isgildið í fyrirrúmi þegar þið skipu- leggið bæinn okkar. Ekki eyði- leggja fjöruna fyrir komandi kynslóðum. Stálvíkurleifarnar eru meira en nóg fyrir núverandi kyn- slóðir að lifa með. Við kusum ykkur sem fulltrúa okkar í stjórn Garða- bæjar vegna þess að við treystum ykkur. Ekki bregðast trausti okkar með því að eyðileggja fjöruna og náttúrulífið fyrir okkur og komandi kynslóðum. Náttúruspjöll í Garðabæ Bogi Jónsson Náttúruvernd Látið ekki fjársterka að- ila stjórna ykkur, segir Bogi Jónsson. Hafið náttúru- og umhverfis- gildið í fyrirrúmi. Höfundur er bæklunarlæknir og íbúi í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.