Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á RÁÐSTEFNUNNI voru saman komnir fulltrúar menningarmála velflestra sveitarfélaga landsins ásamt stjórnendum ýmissa menn- ingarstofnana á landsbyggðinni og var greinilegt að samningar Aust- firðinganna kveiktu von í brjósti allra viðstaddra um nýjar og auknar áherslur í menningarmálum á lands- vísu. Hugur fylgi máli Umræðan fyrri daginn tók nokk- urt mið af þessum tímamótum, en tímamót eru það sannarlega þegar sveitarfélög heils landshluta samein- ast um menningaráætlun, og orð menntamálaráðherra urðu síst til þess að draga úr bjartsýninni en hann sagði þetta vera fyrirkomulag sem aðrir gætu nú horft til ef þeir ynni heimavinnuna sína jafnvand- lega og Austfirðingarnir hefðu gert. Upphæðirnar sem um ræðir eru kannski ekki svo ýkja háar þegar grannt er skoðað. Ríkið ætlar að leggja sveitarfélögunum 16 til 25 milljónir króna á næsta ári og skuld- binda heimamenn sig til að mótfram- lag þeirra verði ekki lægra. Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir aukninguna af hálfu ríkisins vera allt að 15 milljónir króna þar sem sambærilegt framlag ríkisins til menningarmála á Austurlandi hafi verið um 10 milljónir. „Mikilvægast er þó að nú eru það heimamenn sjálf- ir sem ákveða hvernig fjármununum skuli varið,“ segir ráðherrann. Sveitarfélögin hafa að sjálfsögðu lagt meira til menningarmála árlega en sem nemur 25 milljónum en sam- kvæmt tölum frá skrifstofu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga námu útgjöld sveitarfélaga á Austurlandi vegna menningarmála árið 1999 tæpum 80 milljónum króna. Áætluð útgjöld sveitarfélaganna samkvæmt fjárhagsætlunum fyrir yfirstandandi ár nema ríflega 95 milljónum. Smári Geirsson, formaður Sambands sveit- arfélaga á Austurlandi, kvaðst ekki geta staðfest að 25 milljóna skuld- bindingin yrði hrein viðbót við fyrri áætlanir en hann kvaðst þó sann- færður um að mikill hugur fylgdi máli hjá öllum aðilum. Samstarf landsbyggðar og höfuðborgar Grundvöllur ráðstefnunnar á Seyðisfirði var ítarleg skýrsla starfs- hóps um menningarmál sem menntamálaráðherra skipaði í árs- byrjun árið 2000 og skilaði hópurinn af sér skýrslunni í vetur. Þar er ein- mitt lögð sérstök áhersla á mikil- vægi stefnumótunar í menningar- málum bæði vettvangi sveitarstjórn- ar sem og í samskiptum ríkisvalds- ins við sveitarfélögin. Samstarf hinna stærri menning- arstofnana þjóðarinnar, sem flestar eru í Reykjavík, við íbúa lands- byggðarinnar, bar einnig nokkuð á góma. Björn Bjarnason gerði þetta að umtalsefni í erindi sínu og benti á að með auknum alþjóðlegum skuld- bindingum, kröfum um tryggingar og ástand húsnæðis, ásamt kjara- samningum við listamenn yrði sífellt erfiðara fyrir stofnanir á borð við Þjóðminjasafn, Listasafn Íslands og Þjóðleikhúsið að senda sýningar og muni frá sér út á land. Hann benti einnig á að með sífellt bættum samgöngum væri íbúum landsbyggðarinnar ekki síður en höfuðborgarsvæðisins einna mestur fengur að glæsilegum sýningum þessara stofnana í eigin salarkynn- um. Undir þessi orð tók Stefán Bald- ursson þjóðleikhússtjóri en hann vakti máls á því að þrátt fyrir hina ljúfu skyldu Þjóðleikhússins að fara í leikferðir um landið væri það sífellt kostnaðarsamara og einnig væru kröfur um tæknibúnað leiksýninga orðnar svo margbrotnar að fæst samkomuhús á landsbyggðinni risu undir þeim. Það væru einungis ein- faldar og fámennar sýningar sem hægt væri að fara með úr húsi. Þessi orð urðu síðan tilefni til vangaveltna um hvort samstarf rík- isstofnananna við einstaklinga og menningarstofnanir á landsbyggð- inni gæti ekki farið fram með öðrum hætti. Hvort listamenn og starfs- menn gætu ekki farið tímabundið út á land með ýmiss konar listfræðslu og kynningar. Slíkt gæti í mörgum tilfellum alið af sér mjög skapandi samstarf. Skólar verði miðstöðvar menningaruppeldis Tinna Gunnlaugsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, tók upp þennan þráð að nokkru leyti þar sem hún fjallaði um listmenntun barna. Hún sagði að íslensk stjórn- mál hefðu hingað til ekki gert menn- ingu að forgangsverkefni. „Hlutur hennar er rýr í almennri pólitískri umræðu og hún á ekki heima í kjarna opinberrar stjórnsýslu, enda vegur hún ekki þungt sem stefnu- mótunartæki. Ég vil nota tækifærið til að árétta mikilvægi þess að tryggja þátttöku listamanna í slíku starfi (stefnumót- un) og raunar er þátttaka þeirra í ákvarðanatöku sem víðast í stjórn- sýslunni mikilvæg. Sveitarstjórnir ættu þannig til dæmis að flétta menningarleg sjónarmið inn í áætl- anir um skipulagsmál, samgöngu- mál, umhverfismál. atvinnumál, félagsmál og ferðamál – og síðast en ekki síst menntamál.“ Tinna sagði síðar í erindi sínu að „nauðsynlegt er að umbreyta um- hverfi hinna almennu (grunn)skóla þannig að listum og menningu verði skipað þar í öndvegi og skólarnir verði ekki bara miðstöðvar fræða og upplýsingamiðlunar, heldur jafn- framt miðstöðvar menningaruppeld- is. Til að svo megi verða þarf hug- arfarsbreytingu, þar sem gildi menningaruppeldis er viðurkennt í raun. Áherslurnar á hverju aldurs- stigi verða að vera ljósar og listirnar verða að koma inn sem miklu meira afgerandi þáttur og gegna lykilhlut- verki í öllu námi barna á fyrstu stig- um skyldunáms. Það er ríkjandi tilhneiging að leggja áherslu á að veita nemendum þekkingu, með þeim hætti að þeir séu meira og minna óvirkir móttak- endur sem nýtist þeim ekki í sam- keppni á vinnumarkaði þegar fram í sækir. Þar þurfa að koma til fleiri þættir sem sífellt eru að verða mik- ilvægari í nútímasamfélagi, svo sem virkni og hæfileikinn til að vinna sjálfstætt og vera skapandi og leið hæfileikinn til að tjá hugsanir sínar og tilfinningar.“ Þessu til stuðnings vísaði Tinna til skýrslu starfshópsins þar sem segir: Framboð á menningu og afþreyingu fyrir börn og ungt fólk á stóran þátt í vali fjölskyldna um búsetu. Rann- sóknir sýna að menningarstarf, sem og annað tómstundastarf, hefur for- varnagildi. Því er mikilvægt að tryggja nægjanlega fjölbreytni og stöðugt framboð menningarstarfs og listmenntunar sem höfðar til bara og ungmenna í hverju byggðarlagi. Nauðsynlegt er að ríki, sveitarfélög, félagasamtök og einkaaðilar taki höndum saman um þetta verkefni. Skorað er á hið opinbera að auka listmenntun og listkynningar ungs fólks innan skólakerfisins sem utan, í samræmi við þá stefnu sem mótuð er með nýjum námskrám í listgrein- um.“ Íslandsleikhús unga fólksins Það reyndist svo vera ung stúlka frá Ísafirði, Dóra Hlín Gísladóttir, sem vann hug og hjarta ráðstefnu- gesta með einarðlegu erindi sínu um skapandi starf ungs fólks á Ísafirði. Þar hefur um nokkurra ára skeið verið rekin markviss stefna í mál- efnum unga fólksins og sérstaka at- hygli vekur að frumkvæðið og öll nánari útfærsla hefur verið í hönd- um þess sjálfs. Þar er um að ræða rekstur sumarleikhúss þar sem ung- lingar á vinnuskólaaldri hafa fengið laun frá Ísafjarðarbæ fyrir að leika fyrir börn á leikskólaaldri, ferða- menn og aldraða. Ráðinn hefur verið leikstjóri til að halda utan um verk- efnið. Þá hefur unga fólkið haft frumkvæði að opnun og rekstri félagsmiðstöðvarinnar Gamla apó- tekið með stuðningi Rauða krossins og fleiri aðila. Dóra Hlín kynnti hug- mynd þeirra Greips Gíslasonar um Íslandsleikhús þar sem sumarleik- húsið er útfært á landsvísu. Þar er gert er ráð fyrir að unglingar frá sveitarfélögum í öllum landshlutum skipi leikhópinn sem síðan ferðist á milli staða með sýningar og laun þeirra séu greidd af heimasveitar- félagi hvers og eins. Lagt er til að menntamálaráðuneytið útvegi Ís- landsleikhúsinu leikstjóra. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri greip hugmyndina á lofti og sagði að Þjóð- leikhúsið gæti sem hægast komið þarna inn og lagt fram leikstjórann í nánara samráði við ráðuneytið ef úr yrði. Var greinilegt að kraftur unga fólksins á Ísafirði þótti eftirbreytni- verður. Ráðstefnugestir voru sammála um að ekki skorti hugmyndir eða frumkvæði. En jafnframt var rétti- lega bent á að ekki væri hægt að treysta í blindni á frumkvæði og eld- móð einstaklinga og áhugamanna- félaga. Sigrún Elín Þórðardóttir frá Byggðastofnun, sagði það hafa verið með vilja sem skýrslan sneiddi að miklu leyti hjá hlut einstaklinga og frjálsra félagasamtaka í menningar- starfi á landsbyggðinni. „Á því hefur menningarstarfið að miklu leyti byggst, en okkur þótti rétt á þessum tímapunkti að leggja áherslu á skyldur hins opinbera í mótun menningarstefnu á landsbyggðinni.“ Ráðstefnuna Menningarlandið – stefnumótun í menningarmálum sóttu fulltrúar víða af landinu. Framtíð íslenskr- ar menningar Á ráðstefnunni Menningarlandið – menning- arstefna á landsbyggðinni ríkti talsverð bjartsýni eftir hið vænlega upphaf þar sem 16 austfirsk sveitarfélög undirrituðu sam- starfssamning við ríkið og annan samning sín á milli um samstarf í menningarmálum. Hávar Sigurjónsson fylgdist með umræðum. Tinna Gunnlaugsdóttir, forseti BÍL, og Dóra Hlín Gísladóttir nemi. ÞÁ er þriðja Pokémon-myndin komin í bíósali landsins og öll börnin verða glöð. Að venju byrjar sýningin á stuttmynd þar sem Pikachu er í aðalhlutverki. Í þetta sinn lendir hann í ævintýrum ásamt Pichu bræðrum sem eru lítil furðudýr af svipaðri tegund og vinur okkar, en mun meiri prakkarar. Hér er bara talað á furðumáli og flestar aðstæð- ur hinar afstæðustu. Langa myndin fjallar að vanda um Pokémon þjálfarann Ash og vini hans Misty og Brokk. En fyrir þá sem ekki vita, þá eiga Pokémon þjálfarar litla bolta, ekki ólíka billj- arðkúlum. Úr þeim geta þeir galdrað fram Pokémona (sem eru furðudýr ýmis konar, sambland af dýrum, jurtum og leikföngum). Svo keppa þjálfararnir með því að láta Pokémonana sína berjast. Jæja, nú er sagan sú að prófessor nokkur týnist í leit sinni að goðsagn- arkenndum Pokémon. Ung dóttir hans Mollý, er því munaðarlaus í kastalanum þeirra. Pokémoninn Entei kemur og gengur henni í föð- urstað og uppfyllir allar leyndar óskir hennar. Um leið fyllir hann akra og allt umhverfi kastalans him- inháum kristallaborgum svo næst- um ómögulegt er að komast til þeirra. En Ash og félagar taka málin í sínar hendur og leysa vandamálin. Það er varla að það þurfi að dæma þessa kvikmynd því hún er alveg einsog hinar tvær nema að sagan er örlítið öðruvísi, öll grundvallaratriði eru þau sömu, enginn nýr boðskap- ur eða skilaboð, ekki frekar en í fyrri myndunum. Í rauninni er sag- an bara léleg afsökun til að koma Pokémon slagsmálum og öðru of- beldi á framfæri. Á tímabili er það svo mikið að Mollý litla hleypur grátklökk til Enteis og faðmar hann: „Gerðu það Entei, ekki meira of- beldi.“ Jessie, James og kettinum þeirra ber fyrir að vanda, svona rétt til að fá smá húmor í myndina, sem er fínt, jafnvel þótt krakkarnir fatti hann ekki alltaf, og svei mér ef tón- listin hefur ekki skánað. Það verður að segja höfundum Pokemón-fyrirbærisins til hróss að það er ólíkt öllu því sem maður hef- ur áður séð. Hins vegar er það ger- sneitt allri smekkvísi hvernig sem á er litið. Pokémon enn og afturKVIKMYNDIRB í ó h ö l l i n , K r i n g l u - b í ó o g R e g n b o g i n n Leikstjórn: Michael Haigney. Handrit: Norman J. Grossfeld og Michael Haigney. 74 mín. Warner Bros 2001. POKÉMON 3 Hildur Loftsdótt ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.