Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Þú getur tilkynnt aðsetursskipti á www.postur.is Veit Pósturinn hvar þú býrð RÚMLEGA sex vikna löngu verk- falli sjómanna lauk í gærkvöldi er Al- þingi samþykkti lög er banna verk- fall sjómannafélaga og verkbann útvegsmanna. Fyrstu bátarnir héldu á sjó strax um tíu leytið í gærkveldi og undir miðnættið voru nokkrir tugir lagðir úr höfn samkvæmt upp- lýsingum Tilkynningaskyldunnar og var búist við að þeir myndu halda áfram að tínast úr höfn í nótt. Ekki er gert ráð fyrir því að hjól fisk- vinnslunnar verði komin í fullan gang fyrr en um miðja næstu viku. Lögin ná til verkfalls Sjómanna- félags Eyjafjarðar og aðildarfélaga Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, auk verkbanns aðildar- félaga Landssambands íslenskra út- vegsmanna gagnvart aðildarfélögum Alþýðusambands Vestfjarða og Sjó- mannasambandsins. Gert er ráð fyr- ir að gerðardómur fjalli um kjaramál sjómanna í þessum samtökum og eru verkföll og verkbönn og aðrar gerð- ir, sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lögin ákveða, óheimil á gildistíma ákvarðana gerð- ardómsins. Þó er aðilum heimilt að semja um slíkar breytingar. Gert eftir pöntun Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, segir að þessi niðurstaða Alþingis sé mikil vonbrigði. Það sé alveg ljóst að eftir þessu hafi útgerðarmenn beðið og þetta hafi verið gert eftir pöntun frá þeim.„Þeir hafa getað treyst því all- an tímann að svona myndi þessu ljúka fyrr eða seinna,“ sagði Sævar. Hann sagði að allt yrði gert til þess að fá stjórnvöld dæmd frá þessu gerræði sínu, en margt bendi til þess að um brot á stjórnarskrá, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sam- þykktum Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar og mannréttindaákvæðum sé að ræða. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir það von- brigði og sorglega niðurstöðu að ná ekki samningum við fleiri félög sjó- manna en Vélstjórafélagið. Hann segir þó möguleikann ennþá vera fyrir hendi að semja og útgerðar- menn vonist til þess, þó að yfirlýs- ingar sjómanna gefi ekki tilefni til bjartsýni í þeim viðræðum. Grétar Mar Jónsson, forseti Far- manna- og fiskimannasambands Ís- lands, segir sorglegt að sjómenn skuli ekki fá að semja um kaup sitt og kjör, án þess að til lagasetninga þurfi að koma á deilur við útgerðar- menn. Frumvarpið var samþykkt á sjö- unda tímanum í gærkveldi að viðhöfðu nafnakalli með 33 atkvæð- um gegn 20. Þingmenn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks greiddu atkvæði með frumvarpinu en þingmenn Frjálslynda flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs auk Guðmundar Hallvarðssonar, Sjálf- stæðisflokki, greiddu atkvæði gegn því. Til að verja þjóðarheill Fjöldi þingmanna gerði grein fyr- ir atkvæði sínu. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagði að ef lögin hefðu ekki verið með þessum hætti hefði skapast alger ringulreið í kjaramálum sjómanna og fiskverðs- málum. „Það vita allir að sjómanna- verkfall á Íslandi getur ekki staðið óendanlega. Þegar sjómannaverkfall hefur staðið tvöfalt lengur en það hefur lengst staðið síðustu tuttugu ár er nauðsyn á því að Alþingi grípi inn í til þess að verja þjóðarheill,“ sagði Árni. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu hins vegar lagasetninguna harðlega. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist ekki geta stutt að LÍÚ nyti sjálfsaf- greiðslu í sjávarútvegsráðuneytinu og ekki heldur að rétti heillar starfs- stéttar til að grípa til vinnustöðvunar væri mokað burtu. Steingrímur J. Sigfússon sagði ekki um að ræða lög heldur ólög. Sagði hann að um væri að ræða mannréttindabrot og valdníðslu og sérstaklega væri gagnrýnivert að þeir sem ekki væru aðilar að deilunni skuli samt sviptir grundvallarmann- réttindum og stjórnarskrárbundn- um réttindum. Slíkt væri mikil óhæfa. Guðjón A. Kristjánsson, Frjáls- lynda flokknum, sagði að um vald- níðslu og óréttlæti væri að ræða af hálfu stjórnvalda. Flotinn til veiða í kjölfar lagasetningar Alþingis Morgunblaðið/Þorkell Fyrstu skipin héldu á sjó strax í gærkveldi eftir að lög frá Alþingi bundu endi á sex vikna langt verkfall sjó- manna og verkbann útvegsmanna.  Hjólin snúast/38  Sjávarútvegsráðherra/12 SNJÓSÖFNUN á Mýrdalsjökli í vetur var sem nemur 11 metrum og er þetta meira en jarðvísinda- menn höfðu átt von á. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur var á jöklinum um síðustu helgi ásamt fleiri vís- indamönnum og öðrum jöklaför- um. Hann segir að ákoma jökuls- ins hafi verið mæld og ljóst sé að mikill snjór hafi sest á jökulinn í vetur. Í framhaldinu verði fylgst með leysingum og settar niður stikur til þess að mæla skriðhraða jökulsins. Nauðsynlegt til að skilja betur áhrif jarðhitans Magnús Tumi segir að upplýs- ingar sem með þessu fást séu nauðsynlegar til þess að skilja bet- ur hvaða áhrif jarðhiti hefur á lög- un jökulsins og hve hratt hann svarar breytingum í jarðhita. „Við mældum snjósöfnunina síð- an í september og reyndist hún vera 11 metrar. Miðað við hve vet- urinn var hlýr og miklar rigningar hefði ég búist við að sjá minni snjó,“ segir Magnús Tumi. Óvenju- mikil snjósöfn- un á Mýr- dalsjökli Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Jarðvísindamenn að störfum á Mýrdalsjökli síðustu helgi. GERT verður ráð fyrir sjö lóðum fyrir skóla í nýrri byggð undir hlíðum Úlfarsfells í Halla- og Hamrahlíðarlöndum. Þá er stefnt að byggingu nýs skóla fyrir yngstu nemendurna í grennd við Rimaskóla þar sem ljóst er að skólinn rúmar ekki fleiri nemend- ur á næstu árum, að því er fram kemur í bókun fræðsluráðs Reykjavíkur. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, segir að borgarskipulag hafi óskað eftir til- lögum um stærð og fjölda skóla- hverfa í framtíðarbyggð undir Úlf- arsfelli þar sem efna eigi til samkeppni um skipulag á svæðinu. Búið sé að velja þær teiknistofur sem munu taka þátt í samkeppn- inni og nú þurfi þær að fá forsögn þar sem fram kemur hvað eigi að verða á svæðinu en um er að ræða um það bil 350 hektara landsvæði þar sem gætu orðið á að giska 6– 7.000 íbúðir. Sé gert ráð fyrir þremur íbúum í hverri íbúð verður um að ræða 18–21 þúsund manna byggð á svæðinu. Sjö skól- ar undir Úlfars- felli  Sjö nýir/15 NÍU ára gamall drengur höfuð- kúpubrotnaði þegar jeppa var ekið á hann á gangbraut á Háaleitis- braut í Reykjavík í gærkvöld. Hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi og lagður inn á gjör- gæsludeild. Að sögn vakthafandi læknis komst drengurinn til meðvitundar af sjálfsdáðum og var líðan hans þokkaleg í gærkvöld. Slysið varð á gangbrautarljósum við Háaleitis- braut 32 um klukkan 19 en ekki var ljóst með stöðu ljósanna. Lög- reglan vinnur að rannsókn á til- drögum slyssins. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild í áfallahjálp samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar. Ekið á níu ára dreng á gangbraut LANDHELGISGÆSLUNNI var í gærkvöld tilkynnt um mikinn olíu- flekk í sjónum, sem náði óslitið frá Keflavík að Garðskaga. Sögðu til- kynnendur, áhöfn skips, að jafnvel þar sæi ekki fyrir endann á flekkn- um. Landhelgisgæslan gerði Holl- ustuvernd ríkisins viðvart, sem ætl- ar að kanna aðstæður strax í birt- ingu í dag. Olíuflekkur við Keflavík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.