Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingólfur Egg-ertsson fæddist í Reykjavík 16. nóvem- ber 1929. Hann lést á hjartadeild Landspít- alans í Fossvogi mið- vikudaginn 9. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru, Eggert Bjarnason vélstjóri, f. 6. ágúst 1887 að Björgum á Skaga- strönd í Austur- Húnavatnssýslu, d. 2. október 1966, og kona hans Ólafía Þóra Jónsdóttir, f. 21. október 1892 í Reykjavík, d. 9. október 1955. Ingólfur var 10. í röðinni af 16 systkinum, á lífi eru: Jóna Karítas, f. 18.11. 1913, Sigrún Svala, f. 24.4. 1920, Guðrún Sigríð- ur, f. 18.2. febrúar 1922, Eggert, f. 5.7. 1926, Hafdís Erla, f. 8.5. 1932, Inga Hulda, f. 16.10. 1934, Hreiðar Bragi, f. 4.4. 1937, og Svanhildur Jóna, f. 21.10. 1939. Látin eru Guð- rún Kristjana, Ólafía Svanhvít, Ingibjörn og Hafsteinn, þrjú barna þeirra dóu í frumbernsku. Eftirlif- andi eiginkona Ingólfs er Kristín Magnúsdóttir, f. 1.12. 1932. For- eldrar hennar voru Magnús Guð- mundsson sjómaður, f. 20.9. 1870 að Lambadal í Dýrafirði, d. 27.5. 1960, og Ingveldur Jóhannsdóttir, f. 4.10. 1891 að Arnarstöðum í Helgafellssveit, d. 3.10. 1986. Sonur Ingólfs og Kristínar er Eggert Magnús Ingólfsson, verkstjóri hjá Eimskip, f. 5.12. 1970. Áður átti Ingólfur tvær dætur með Sveinsínu Guðmundsdóttur frá Berserkja- hrauni í Helgafellssveit á Snæfells- nesi, f. 6.1. 1930. Dætur Ingólfs og f. 21.1. 1987. Dætur Kristínar og fóst- urdætur Ingólfs eru: a) Inga Barbara Arthur framkvæmdastjóri, f. 14.8. 1955, maki Gunnar Rúnar Oddgeirs- son verktaki, f. 4.11. 1954. Börn þeirra eru: 1) Diðrik Örn nemi, f. 30.7. 1978, sambýliskona Kristín Hrund Arnardóttir, f. 1.8. 1980. 2) Andri Rúnar Gunnarsson nemi, f. 7.7. 1987. 3) Viktoría Lind, f. 9.8. 1996. b) Linda Lou Arthur rekstrarstjóri, f. 28.10. 1956, maki Stefán Stefánsson framkvæmdastjóri, f. 27.8. 1953. Börn þeirra eru: 1) Kristinn Arnar laganemi, f. 10.2. 1974. 2) Telma Lind nemi, f. 28.3. 1977. Ingólfur fór 13 ára gamall til sjós og fullorðnaðist snemma. Ævistarf hans var lengst af tengt sjónum og kom hann þar víða við. Hann vann m.a. á síðutogurum, við landhelgis- gæslustörf og sem háseti á fraktskip- um Eimskipa. Einnig var Ingólfur einn af fyrstu köfurum okkar Íslend- inga. Kafaraþekking hans nýttist við lagningu Slippsins í Reykjavík og hafði hann þar umsjón með lagningu dráttarbrauta. Eins kom kafara- þekking Ingólfs sér vel er hann vann við landhelgisgæslustörf, þar sem þurfti oft að losa net úr skrúfum báta. Ingólfur starfaði einnig í landi og vann hann þá m.a. sem þunga- flutningabílstjóri. En sjómannsstörf áttu alltaf stóran sess í huga hans og 1975 lét hann verða af því að láta draum sinn rætast og hóf að stunda eigin útgerð á 14 tonna báti er hann nefndi í höfuðið á einkasyni sínum, Eggerti Magnúsi. Í kringum 1981 hættir hann til sjós og hefur störf hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni að Kletti og í Örfirisey, þar sem hann vann sem verkstjóri og vaktformað- ur þar til verksmiðjan hætti, hóf hann þá störf hjá Lýsi hf. og vann hann þar til ársins 1996 er hann lét af störfum vegna versnandi heilsufars. Útför Ingólfs fer fram frá Lang- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sveinsínu eru: a) Ólafía, gjaldkeri hjá KÁ á Selfossi og vara- þingmaður Framsókn- arflokksins á Suður- landi, f. 30.5. 1952. Börn hennar og Helga Stefánssonar eru: 1) Kristín Þóra leikskóla- kennari, f. 25.6. 1969, maki Sveinn Ragnars- son fjármálastjóri, f. 20.6. 1970. Börn þeirra eru Magnus Freyr, f. 6.5. 1995, og Thelma Rún, f. 22.4. 1998. 2) Stefán smiður, f. 25.2. 1972, maki Rannveig Bjarnfinns- dóttir leikskólakennari, f. 30.7. 1974. 3) Guðfinna nemi, f. 26.1. 1976, sambýlismaður Jónas Björg- vinsson vélvirki, f. 7.10. 1971. 4) Berglind nemi, f. 6.5. 1983. b) Gróa, starfsmaður á rann- sóknarstofu Sláturfélag Suður- lands, f. 9.2. 1953, maki hennar er Sveinn Sigurðsson, húsasmíða- meistari og verktaki. Börn hennar eru: 1) Sveinn Ægir Árnason lög- regluþjónn, f. 29.4. 1969, maki Guð- ríður Jóna Örlygsdóttir íþrótta- kennari, f. 22.7. 1969. Börn þeirra eru: Hafrún Sif, f. 8.4. 1993, og Hjalti Rafn, f. 8.6. 1996. 2) Steinunn Guðný hjúkrunarfræðingur, f. 14.1. 1973, sambýlismaður hennar er Stefán Karl Segatta viðskiptafræð- ingur, f. 31.8. 1969. Börn þeirra eru: Orri Sveinn, f. 20.2. 1996, og Heiðdís Huld, f. 28.2. 2001. 3) Hild- ur Kristín, íþróttakennari og nemi í sjúkraþjálfun, f. 8.9. 1977, sam- býlismaður hennar er Guðmundur Jónsson rafeindaverkfræðingur, f. 28.2. 1973. 4) Sigurður Bjarni nemi, Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá, það verður dásamleg dýrð handa mér. Dásöm það er, dýrð handa mér, dýrð handa mér, dýrð handa mér, er ég skal fá, Jesú auglit að sjá, það verður dýrð, verður dýrð handa mér. (Höf. óþ.) Okkar ástkæri faðir, Ingólfur Egg- ertsson, lést 9. maí sl. eftir erfið og langvinn veikindi. Sá eiginleiki ein- kenndi allt hans líf að gefast aldrei upp. Hann ólst upp í stórum systk- inahópi og lagði fljótt sitt af mörkum til lífsbaráttunar. Þrettán ára fór hann til sjós og átti sjórinn stóran þátt í lífi hans. Hann átti um árabil bát og gerði út og var með menn í sjó- mennsku en er allra veðra var von var hann einn á bátnum og átti þá oft glímu við sjóinn og alltaf kom hann heill heim, hann sagði að það héldu einhverjir verndarhendi yfir sér. Eitt af því sem pabbi hafði mikið yndi af var að ferðast um landið og voru þau Kristín konan hans dugleg að fara jafnt um byggð sem óbyggðir. Þá var veiðistöngin ætíð með í för. Það var rennt fyrir lax eða silung í hvaða vatni eða ám sem urðu á vegi þeirra. Er þess minnst að eitt sinn sat hann á sama steininum í 12 tíma eftir fiski og fékk hann. Hann kvartaði aldrei um veikindi sín og hefur eflaust vera hans á Vífilsstaðaspítala er hann fékk berkla um tvítugt sett mark sitt á hann og gert hann m.a. að þeim manni sem aldrei gafst upp og horfði alltaf bjartsýnn fram á veginn. Hann fylgist vel með þjóðmálunum og alltaf er við hittumst þurfti hann að ræða pólitíkina við dóttur sína, varaþing- manninn. Við söknum þess að hafa ekki átt fleiri stundir með pabba en þess dýrmætari eru þær sem við átt- um saman og sérstaklega síðustu stundirnar er hann sagði okkur frá lífshlaupi sínu, fyrir það erum við þakklátar. Þær minningar styrkja okkur í sorginni og við erum þess full- vissar að vel hefur verið tekið á móti honum af þeim sem á undan eru farn- ir. Við vitum að hann hefur orðið hvíldinni feginn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Blessuð sé minning föður okkar, afa og langafa. Þínar dætur, Ólafía og Gróa. Í dag kveð ég hinstu kveðju tengdaföður min, kæran vin og góðan félaga, sem nú hefur verið burt kall- aður eftir áralanga sjúkralegu. Sam- fylgdin hefur verið ljúf og hefði ég viljað hafa hana miklu lengri. Í Spámanninum segir: Skoðaðu hug þinn vel, þegur þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Ingólfur var mikið náttúrubarn. Það var órjúfanlegur hluti af lífi hans að geta farið til veiða bæði til sjós og á landi og hvergi leið honum betur en út í náttúrunni með veiðistöng í hendi. Og það voru ófáar veiðiferð- irnar og ferðalögin sem ég og fjöl- skyldan mín fórum með þeim Ingólfi, Stínu og Eggerti. Eftir 27 ára samfylgd er margs að minnast, og eru minningarnar ef til vil fleiri vegna þess hve við áttum mörg sameiginleg áhugamál. Margar voru þær stundir sem eytt var í sam- ræður um bæði knattspyrnu og lax- veiði, einnig höfðum við mikinn áhuga á sumarbústaðasmíði við Hvítá, sem var einn af uppáhalds stöðum hans. Hvergi undi Ingólfur sér betur en við veiði í Hvítá og hafði hann sérstakt dálæti á Gíslastöðum við Hvítá. Það er sárt til þess að hugsa að geta ekki kíkt inn til hans á morgunfund á leið minni í vinnunna, ég færði honum blöðin sem hann tók við með bros á vör, oftast gaf hann sér tíma til að ræða aðeins um atburði líðandi stund- ar, því Ingólfur reyndi alltaf að fylgj- ast vel með því sem var að gerast í þjóðlífinu þó veikur væri, en samtölin voru fá síðustu vikur hans en alltaf fann hann kraft til að brosa og þakka fyrir sig þó fárveikur væri. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Jæja þá er kveðjustundin komin, ekki óvænt en þó sár og tregablandin. Vil ég nú að lokum þakka þér fyrir vinátturíka samfylgd. Rúnar Oddgeirsson. Elsku afi, nú ertu kominn á stað þar sem þér líður vel og við erum viss um að þú sért búinn að finna besta veiðistaðinn þar sem þú getur nú rennt fyrir fisk án óþæginda og eins og ævinlega munt þú örugglega veiða flesta og stærstu fiskana. Söknuður okkar er mikill og sárt er að fá ekki að upplifa fleiri samverustundir með þér, skreppa í veiðitúr, hlusta á þig segja frá þeim ævintýrum sem þú hefur upplifað og allt annað sem við- gerðum saman. Já, við eigum eftir að sakna svo margs, en sem betur fer eigum við svo margar skemmtilegar minningar um samveru okkar með þér. Það er ljúft að þakka og muna þó að nú sértu fjær hve gott var hjá þér æ að una öllum var þín návist kær. Elsku afi, nú ert þú farinn frá okk- ur og mun minningin um þig ávallt lifa í hjarta okkar. Með þökk fyrir allt. Diðrik Örn, Andri Rúnar og Viktoría Lind. Vorið er nú komið og sumar í nánd. Eftirlætistími Ingólfs Eggertssonar var alla tíð vorið og sumarið. Er ég hugsa til baka til allra veiðiferðanna er við fórum saman í, m.a. vorveiðina í Norðurá, sem um árabil var eins öruggt og lóan væri kominn. Minn- ingarnar eru margar, alltaf keyrðu Ingólfur og Stína ýmist á húsbíl eða með tjaldvagn á Munaðarnessvæðið. Sem meðlimur í Stangveiðifélagi Reykjavíkur útvegaði Ingólfur ætíð veiðileyfi fyrir okkur sem ekki vorum meðlimir og spáði Ingólfur mikið í hvaða dagar væru bestir með tilliti til stórstreymis og sjávarfalla. Fyrir okkur sem vorum að byrja á veiðidell- unni var ómetanlegt að fá að veiða með Ingólfi. Hann kenndi okkur gríð- arlega margt um hvernig lesa mátti í ána, hvar fiskur gæti legið hvort sem það væri undir steini eða undir berg- inu eða bakka. Einnig er gaman að rifja upp hve laginn hann var við að keyra troðninga og slóða niður að ám og vötnum á ýmist gulri Lödu Sport sem stoppaði aldrei eða Subaru-fólks- bíl sínum. Sama hve ómögulegt það virtist að fara lengra komst Ingólfur ætíð alla leið með ró sinni, festu og góðri aksturstækni. Með því að miðla sinni kunnáttu með þolinmæði og nærgætni hefur hann fest veiðidell- una í huga okkar sem eyddum tíma með honum og Stínu í vorveiðinni. Ekki er hægt að ræða um veiði og Ingólf án þess að minnast á þá veiði- ferð í Norðurá sem ég sé mest eftir að hafa ekki verið með honum og stínu í. Ingólfur hafði þar veitt yfir 20 punda lax á flugu. Skömmu síðar fer Stína að klifra aftur upp bratta hlíð við ána til að fara til baka með laxinn en renn- ur þá skyndilega í hlíðinni og fót- brotnar. Sjúkrabíll var fenginn til að sækja hana og hún borin á börum yfir ána og keyrð í bæinn á sjúkrabíl. Ing- ólfur fór strax á eftir henni í bæinn en láðist að skrá laxinn í veiðihúsið við Norðurá. Eftir sumarið kom í ljós að hefði hann skráð laxinn í veiðihúsinu við Norðurá hefði þetta orðið stærsti flugulax þess sumars. Menn höfðu orð á þessu við hann og sögðu hann hafa misst af bikar og viðurkenningu þar sem þetta reyndist vera stærsti flugulax sumarsins það árið. Ingólfur hafði enga sérstaka viðurkenningar- þörf og var hann ánægður með þá vitneskju að hann hafi veitt stærsta laxinn það sumarið og átti sínar myndir af laxinum, það var næg við- urkenning fyrir hann. Kynni okkar Ingólfs ná aftur ein 28 ár er ég kynntist Lindu konu minni sem er dóttir Kristínar eiginkonu Ingólfs. Er börnin okkar fæddust fóru þau fljótlega að fá að fara í ferðir með afa og ömmu. Á hverju ári fóru þau um landið þvert og endilangt, yfir Kjöl, Sprengisand, upp á Arnarvatns- heiði í Veiðivötn og hringinn í kring- um landið mörgum sinnum. Í þessum ferðum var alltaf tjaldað, veitt og not- ið útilífsins í náttúrunni. Ingólfur var einn af þessum mönnum sem tók Ís- land fram yfir allt annað og á þessu 28 ára tímabili sem ég þekkti Ingólf man ég aðeins eftir einni ferð hans til út- landa. Ingólfur byrjaði til sjós 13 ára gamall og fullorðnaðist snemma. Systkyni hans voru 16. Ungur maður réði hann sig á fragtskip og kunni margar sögur af þeim ferðum. Er hann kom í land gerðist hann þunga- flutningabílstjóri. Sjómennskan tók hug hans aftur og hann fór út í eigin útgerð í Sandgerði á 14 tonna bát, Eggerti Magnúsi, skírðum eftir syni hans og Kristínar. Eftir útgerðina í Sandgerði gerðist hann starfsmaður Síldarverksmiðjunnar að Kletti og út frá því starfsmaður hjá Lýsi hf til þess tíma að hann fór á eftirlaun. Upp úr tvítugu smitast hann af berklum og dvelur á Vífilsstaðaspítala á þriðja ár. Á þessu tímabili fór Ingólfur í lungnaaðgerð á Akureyri þar sem fjarlægt var úr honum ½ lunga eða höggvið eins og kallað var. Á þessum veikindum jafnaði Ingólfur sig ótrú- lega og náði sér með sínum einstaka líkamlega og andlega styrk. Síðust árin var Ingólfur orðinn talsvert veikur. Eftir ca. 2 mánaða dvöl á Reykjalundi við æfingar og prófun varðandi lungnasjúkdóm sem hrjáði hann og versnaði fóru veikind- in að ágerast og Ingólfur átti erfiðara um gang og þarfnaðist stöðugt súr- efnis. Hann tókst á við sjúkdóm sinn af æðruleysi allt frá því að hann greindist og til dauðadags. Hann lét ekki sjúkdóm sinn breyta daglegu lífi sínu og sinnti hugarefnum sínum óhaggaður. Aðspurður um líðan sína svaraði hann jafnan að hún væri ágæt. Með söknuði kveð ég þig og þakka þér ánægjulega samfylgd og hefði ég óskað að hafa hana lengri. Stefán Stefánsson. Með engla kvaki ég skal þar undir taka glaður, á nýjum akri eilífðar endurvakinn maður. (Sig. Breiðfjörð.) Saknaðarkveðja, Linda, Arnar og Telma. INGÓLFUR EGGERTSSON Helga mín, ég ætla í fáum orðum að reyna að þakka þér fyrir sautján ára góða vin- áttu, hvernig sem ég fer nú að því að koma því frá mér í stuttu máli. Mig langar til að þakka þér fyrir allan velviljann í minn garð alla tíð og ekki síst fyrir hinar mörgu góðu minning- ar sem strákarnir mínir eiga um þig. Þær eru þeim ómetanlegar, eins og mínar minningar um þig eru mér. Þegar þeir komu sem litlir strákar í heimsókn til ömmu þá varstu ekki bara með venjulegt barnadót í köss- HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Helga Guðjóns-dóttir fæddist í Ytri-Skógum í Kol- beinsstaðahreppi, Snæfellsnesi 6. októ- ber 1924. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 15. maí. um fyrir þá. Nei, þú varst búin að hafa fyrir því að þræða Kolaport- ið og grafa þar upp alls konar strákadót, hin ýmsu kvikindi, alls kyns skordýr og eðlur úr plasti, uppstoppuð fiðrildi og fleira. Þetta hitti í mark eins og þú vissir og strákarnir dunduðu sér við að skoða þetta safn í gegn- um árin. Ekki vöktu allir steinarnir og kuð- ungarnir, sem þú varst búin að sanka að þér, minni hrifningu. Afmælis- og jóla- gjafanna frá þér var alltaf beðið með eftirvæntingu, enda voru þær veg- legar og spennandi. Strákarnir báru ríka virðingu fyr- ir þér og spurðu mig um daginn hvers vegna þú tækir ekki þátt í spurningaþættinum í sjónvarpinu, þú myndir örugglega vinna vegna þess að þú vissir svo mikið. Þeir vissu sem var að þú varst vel að þér á svo mörgum sviðum, enda varstu sí- lesandi bækur og áttir svör við flest- um spurningum. Þú varst svo sterk og stolt kona. Oft var ég búin að segja þér að hringja í mig ef þig vantaði að láta skutla þér eitthvað, en þú fórst allt í strætó eða labbandi, vildir aldrei láta neinn hafa neitt fyrir þér. Síðasta ár- ið fór heilsu þinni smám saman hrak- andi en þótt þér liði oft illa kvartaðir þú sjaldan. Svava, dóttir þín, var manna duglegust við að aðstoða þig og sjá um að þig skorti ekkert. Fyrir það vil ég sérstaklega þakka. Þótt ég sakni þín er ég þakklát fyrir að þú gast búið á þínu eigin heimili þar til yfir lauk, það hefði orðið erfitt fyrir þig að yfirgefa það. Farðu í friði Helga mín og aftur þakka ég þér innilega fyrir allt. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (H. Pétursson.) Guðlaug Þórhallsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.