Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra er ekki sáttur við niðurstöðu þeirrar rannsóknar sem hann bað Samkeppnisstofnun um að vinna um verðmyndun innflutts grænmetis. Í samtali við Morgunblaðið segir ráð- herra skýrslu Samkeppnisstofnunar vera ruglingslega og óljósa og hyggst láta ráðgjafanefnd um inn- og út- flutning landbúnaðarafurða krefja stofnunina svara. Reiknað er með fundi þessara aðila í dag eða á morg- un, að sögn ráðherra. Ráðgjafanefndin er skipuð fulltrú- um fjármála-, viðskipta- og landbún- aðarráðuneyta og hefur verið ráðgef- andi um beitingu heimilda til lækkunar á tollum frá því sem kveðið er á um í lögum. „Samkeppnisstofnun er að svara spurningum sem ég spurði ekki um, og við vissum svörin við, en í öðrum tilfellum svara þeir alls ekki þeim spurningum sem ég spurði þá um, til dæmis um cif-verð grænmetisins og hvernig verðið hefur þróast og skipst. Mín ætlan var að kafað yrði til botns í þessari verðmyndun. Ég vil fá þetta miklu skýrar og fá svar við mínum spurningum,“ segir Guðni. Hagkaup hvetja Guðna til að draga orð sín til baka Framkvæmdastjóri Hagkaupa, Finnur Árnason, fagnar niðurstöðu skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðmyndun innflutts grænmetis en segir það hafa vakið sérstaka athygli sína að menn hafi ekki séð ástæðu til að boða til blaðamannafundar um niðurstöðuna líkt og gert hafi verið af mörgum öðrum tilefnum. Skýrslunni hafi verið laumað út. „Skýrslan staðfestir með afger- andi hætti að við fórum með rétt mál hvað varðar verðmyndun á papriku og landbúnaðarráðherra fór með rangt mál. Tollar og hærri innkaups- verð voru valdur að hækkuðu smá- söluverði. Ég vil leggja sérstaka áherslu á það að Hagkaup eru enn eina fyrirtækið á smásölumarkaði sem hefur lagt öll gögn um verð- myndun á ávöxtum og grænmeti á borðið til Morgunblaðsins. Ég bíð eftir því og treysti því að ráðherra dragi með jafneftirminnilegum og áberandi hætti orð sín til baka um 85% álagningu á papriku. Ég vil einnig bæta því við að skýrslan hrek- ur það megininntak sem verið hefur í málflutningi Morgunblaðsins í þessu máli,“ segir Finnur. SVÞ fagna rannsókninni SVÞ – Samtök verslunar og þjón- ustu sendu í gær frá sér yfirlýsingu í tilefni af niðurstöðum rannsóknar Samkeppnisstofnunar á verðmyndun innflutts grænmetis. Þær leiði í ljós að hækkun á grænmetisverði í mars- mánuði síðastliðnum hafi að mestu leyti stafað af álagningu tolla og hærra innflutningsverði en ekki auk- inni álagningu í verslunum. Rann- sókninni beri að fagna því hún sé við- leitni í þá átt að útskýra með hvaða hætti verðmyndun á grænmeti eigi sér stað. SVÞ lýsa einnig yfir ánægju með frumvarp, sem nú liggur fyrir Al- þingi, þess efnis að landbúnaðarráð- herra verði heimilt að lækka inn- flutningstolla á grænmeti. Samtökin telja þó að ganga hafi mátt lengra en frumvarpið kveði á um. „SVÞ hafa beitt sér fyrir afnámi tolla og auknu gagnsæi í verðmynd- un og telja að slíkar aðgerðir leiði til lægra vöruverðs og meiri hvata til aukinnar neyslu grænmetis. Í fram- haldi af hugsanlegum tollalækkunum vilja SVÞ að gripið verði til fleiri að- gerða sem stuðli að heilbrigðara starfsumhverfi þeirra sem framleiða og selja grænmeti. Einungis þannig verður réttlátum kröfum neytenda fullnægt um lágt vöruverð á græn- meti,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Samtökin segjast hér eftir sem hingað til ætla að beita sér fyrir þarfri endurskoðun og breytingum á verðmyndun grænmetis, neytendum til hagsbóta. Landbúnaðarráðherra ósáttur við skýrslu Samkeppnisstofnunar um grænmeti Hyggst krefja stofn- unina svara að nýju Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir skýrsluna staðfesta sitt mál Fylgst með Keikó úr þyrlu á hvalaslóð OCEAN Futures, samtökin bandarísku sem hafa annast Keikó hér við land, hyggjast fylgja Keikó eftir við sunnan- verðar Vestmannaeyjar í sum- ar og hefur í þessum tilgangi verið tekið á leigu nótaveiði- skipið Gandí í Eyjum. Gandí verður bækistöðin í þessu verk- efni en jafnframt verður notuð þyrla til að fylgja hvalnum eftir og nokkrir smærri bátar. Tilgangurinn með verkefn- inu er sá að Keikó samlagist há- hyrningavöðum sem eru á ferð- inni í hafinu við sunnanvert landið um þetta leyti árs. Hallur Hallsson, talsmaður Ocean Futures, segir að stefnt sé að því að vera með Keikó langdvölum á hvalaslóð. Hann segir að mikil vinna hafi verið lögð í það í fyrra að kortleggja ferðir háhyrninga á þessum slóðum. Þá var farið með Keikó í 40 ferðir á haf út. Þá komst hann í námunda við háhyrninga 15 sinnum og segir Hallur að greinilegt hafi verið að sam- skiptin urðu meiri því oftar sem Keikó komst í tæri við aðra há- hyrninga. „Þetta gaf okkur fyrirheit um að það takist að sleppa Keikó út í villta náttúru. Nú ætlum við að taka skrefið lengra og vera á háhyrninga- slóð og við vonumst til þess að hann komist í námunda við há- hyrninga og að hann samlagist háhyrningavöðu,“ segir Hallur. Hann segir að með þessu séu samtökin að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að gefa háhyrningnum Keikó kost á því að fara út í villta náttúr- una á ný. Þeirri spurningu, hvort þetta takist, verði svarað í sumar. Takist það ekki hafi Ocean Futures undirgengist þær skuldbindingar við íslensk stjórnvöld að tryggja velferð dýrsins. ÞAÐ VAR kátt á hjalla á Barna- spítala Hringsins í gær þegar leik- arar úr söngleiknum Syngjandi í rigningunni heimsóttu krakkana. Það var Lionsklúbburinn Þór sem stóð fyrir skemmtuninni en klúbb- urinn hefur um skeið gefið leiksýn- ingar á barnadeildir spítalanna. Leiksýningarnar eru hugsaðar sem viðbót við leikfangagjafirnar sem Lionsmenn hafa látið af hendi rakna mörg undangengin ár. Leikararnir Stefán Karl Stef- ánsson, Rúnar Freyr Gíslason og Selma Björnsdóttir fluttu brot úr sýningu Þjóðleikhússins og vakti sýningin mikla lukku – bæði meðal barnanna og líka hinna fullorðnu sem ráku inn nefið til að njóta um stund dans- og söngvatilþrifa lista- mannanna. Sérstaklega þóttu steppskórnir spennandi og eflaust dreymir mörg barnanna um að eignast slíka töfraskó. Rúmliggj- andi sjúklingar fóru ekki heldur varhluta af skemmtuninni þar sem þau Rúnar, Selma og Stefán Karl fóru inn á deildir til þeirra sem komust ekki fram og töfruðu fram gleðibros á hverju andliti. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Stefán Karl fór á kostum í heimsókn þjóðleikhússleikara á Barnaspítala Hringsins. Sungið á sjúkra- húsinu ERFIÐLEIKAR hafa steðjað að rekstri og efnahag Genealogia Is- landorum, að því er kemur fram í yfirlýsingu Tryggva Péturssyni, stjórnarformanni fyrirtækisins. Segir hann ástæðurnar margar og slungnar, en helstar séu þær, að forsendur áætlanagerðar fyrir út- gáfu ættfræðibóka hafi ekki staðist og ættfræðigrunnur á tölvutæku formi hafi ekki enn komið að gagni til rannsóknarstarfsemi í líftækni. „Viðamikil almenn bókaútgáfa fyrir sl. jól varð afdrifarík fyrir félagið,“ segir í yfirlýsingunni. „Rekstur félagsins fór kostnaðar- lega úr böndum á sl. ári. Sölumál- efni voru í óheppilegum farvegi. Hlutirnir gerðust því ógnarhratt á stuttum tíma og varð stjórn félagsins staðan ekki ljós fyrr en í óefni var komið. Tölvuupplýsinga- kerfi, sem keypt var til félagsins, virkaði ekki og gerir ekki enn. Ársuppgjörið með öðrum aðferðum Ársuppgjör fyrir 2000 hefur und- anfarnar vikur verið unnið með öðrum aðferðum, og eru því ýmsar fjárhagslegar stærðir fyrst að koma fyllilega í ljós um þessar mundir. Öllu starfsfólki félagsins var sagt upp störfum um mánaðamótin nóv- ember-desember á sl. ári. Ætlunin var þá að hefja endurskipulagningu samkvæmt ákveðinni áætlun stjórnar félagsins. Þetta var ekki gert. Framkvæmdastjóra félagsins var því m.a. þess vegna endanlega sagt upp störfum. Ekki tókst að gera starfslokasamning við útgáfustjóra ættfræðibóka, sem jafnframt er stærsti hluthafinn, fyrr en í apr- ílbyrjun. Starfsemin verður í algjöru lágmarki Stjórn félagsins ákvað síðan á fundi sínum í gær, að starfsemin yrði sett í algjört lágmark að svo stöddu, og starfsfólki því tilkynnt, að síðasti starfsdagur þess væri í dag, a.m.k. þar til öll kurl verða komin til grafar. Stjórn félagsins og hluthafar vinna að því öllum kröftum að finna leiðir í vanda félagsins. Páll Bragi Kristjónsson, við- skiptafræðingur og bókaútgefandi, hefur undanfarnar vikur verið ráð- gefandi við málefni félagsins og mun hann verða það um sinn með- an allar hugsanlegar leiðir eru kannaðar til hlítar.“ Erfiðleikar í rekstri Genealogia Islandorum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.