Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 42
LISTIR 42 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ S æll/Sællar. Svona hófst tölvu- póstur sem konu mér kunnugri barst nýverið og bar þess greinileg merki að sá sem skrifaði hafði ekki hugmynd um hvort hann var að ávarpa karl eða konu. Hún brást við með því að svara manninum um hæl og tilkynna honum að hingað til hefði ekki leikið neinn vafi á kynferði sínu. Svarið sem hún fékk hófst á ávarpinu: Sæll. Almennir mannasiðir virðast hafa orðið útundan þegar menn fóru að skrifa tölvupósta. Ef til vill er það sú staðreynd að menn sjá ekki þann sem þeir eru að skrifa til eða þá sú staðreynd að tölvu- póstur er í núinu. Um leið og búið er að ýta á senda, er of seint að breyta neinu. Fæstir nenna að skrifa upp- kast, velta innihaldi og orðalagi fyrir sér, og geyma áður en það er sent. Hvað þá að bíða þar til mönnum er runnin mesta reiðin. Þess í stað nota menn HÁ- STAFI til þess að undirstrika orð sín en að lesa slíkan póst er eins og að láta hrópa á sig. Ekki er hirt um insáltttarivllur enda hraðinn það sem gildir. Að lesa póst mor- andi í villum segir það eitt að bréf- ritari nennir ekki að gefa sér hálfa mínútu í að laga þær. Það hefur svipuð áhrif á suma viðtakendur og þegar bréf sem börnin koma með heim frá kennaranum eru full af mál- og stafsetningarvillum. Í tilfellinu sem segir frá hér í upphafi var bréfritara einhverra hluta vegna ekki ljóst hvort hann var að skrifa til karls eða konu, þrátt fyrir að hann vísaði til grein- ar sem birtist undir fullu nafni. Sú staðreynd að hann skyldi ekki hirða um að kanna fullt nafn við- takanda, eða komast hjá því að vísa til kyns þess sem hann var að skrifa til, vakti furðu móttakand- ans og einkum og sér í lagi vegna þess að ástæðan fyrir skrifunum var tilboð um aðstoð. Það þarf vart að taka það fram að það hlaut ekki náð fyrir augum sármóðgaðrar konunnar sem þó reyndi að halda aftur af sér þegar svarað var. Svar mannsins bar vott um að honum stæði nákvæm- lega á sama þótt hún hefði fyrst við, það var jú ekki honum að kenna að hann vissi ekki hvers kyns hún var. Svona samtal hefði tæpast átt sér stað í síma og alls ekki í bréfa- skriftum. Nú þarf allt hins vegar að gerast svo hratt að engan tíma má taka til að leggja hlutina til hliðar. Ekkert efni er svo ómerki- legt að ekki sé ástæða til að senda út um það tölvupóst og helst til sem flestra. Tölvupóstum um kett- linga gefins, ljós á bíl, vin í leit að íbúð rignir yfir móttakendur, sem eyða æ meiri tíma í að lesa og skrifa ónauðsynlegan tölvupóst. Bandarísk könnun leiddi í ljós að þriðjungur alls tölvupósts á vinnustöðum tengist vinnunni ekki á nokkurn hátt og aðeins tæplega þriðjungur er póstur sem verður að svara þegar í stað. Ekki er nokkur ástæða til að efast um að það sama eigi við í Evrópu og því hafa mörg fyrirtæki sett strangar reglur um notkun tölvu- pósts, einkum og sér í lagi að menn velji viðtakendur. Dæmið um bílinn sem stendur með fullum ljósum á bílastæðinu fyrir utan 800 manna vinnustað er sígilt. Danskt fyrirtæki af þeirri stærðargráðu er búið að banna slíka pósta þar sem það er búið að reikna út að það sé ódýrara að kalla á lásasmið og láta hann opna bílinn og slökkva ljósin, en eyða 400 unnum mínútum í að allir starfsmenn fyrirtækisins opni tölvupóstinn. Annað fyrirtæki, auglýs- ingastofa, hefur gengið svo langt að innleiða tölvupóstshlé frá kl. 10–15. Ástæðan var sú að starfs- mennirnir sögðu magnið af tölvu- pósti orðið slíkt að það stressaði þá og rændi þá vinnufriðnum. Í stað þess að vera skapandi og hug- myndaríkir eyddu menn óhemju tíma dag hvern í að lesa tölvupóst og svara honum, sem kallaði svo bara á frekari skrif. Tölvupósturinn hefur tekið yfir sem samskiptaform af símanum. Æ fleiri kjósa nú að nota tölvupóst í stað þess að taka upp símann, þrátt fyrir að símtal sé yfirleitt fljótlegra og um leið persónulegra form. Tölvupósturinn hefur vissu- lega gert fólki kleift að hafa sam- skipti við vini og kunningja frá stöðum sem menn hefði ekki dreymt um áður, senda myndir og hljóð, ekkert virðist ómögulegt. Og hann nær til æ fleira fólks, um fjórðungur Dana yfir sextugu er farinn að nota tölvupóst og njóta dásemda Netsins. Tölvupóstur hefur gert fólki á fjarlægum stöð- um kleift að halda sambandi og mörg vina- og ástarsambönd eiga rætur sínar að rekja til tölvupóst- samskipta. En hann er orðinn yfirþyrm- andi og er að verða eitt aðalsam- skiptaform okkar án þess að við höfum sett okkur nógu skýrar reglur um hvernig við eigum að nota hann og hvernig ekki. Áð- urnefndir almennir mannasiðir mættu mjög gjarnan vera hluti af því, svo og valið á viðtakendum. Hjá stórum stofnunum erlendis tíðkast það í æ ríkari mæli að senda afrit af tölvupóstsam- skiptum út um hvippinn og hvapp- inn. Afrit sem eiga þann tilgang einan að upplýsa sem flesta um það að maður hafi gert það sem til var ætlast. Ástæðan er ekki aðeins til að upplýsa viðkomandi svo þeir vinni verkið ekki aftur, heldur einnig sú að geta varið sig, komi eitthvað upp á síðar með því að segja; já en ég var búin að segja þér frá því. Sá sem móttekið hefur tugi, jafnvel hundruð slíkra tölvupósta dag hvern, veit hvernig tilfinning það er að plægja sig í gegnum inn- hólfið. Hægt er að eyða mörgum klukkutímum í að fara í gegnum endalausa tölvupósta sem nær all- ir hafa það markmið eitt að upp- lýsa um hluti sem koma manni lít- ið við. Læri menn ekki að velja og hafna í slíku flóði, drukkna þeir einfaldlega. Nú ber ekki að skilja þetta svo að ég sé á móti tölvupósti. Hann er lífæð mín og ég er búin að athuga í þrígang hvort ég hafi fengið nokk- ur ný, persónuleg, óviðkomandi eða dónaleg bréf á meðan ég skrif- aði þennan pistil. 0 ný skilaboð Ég er búin að athuga í þrígang hvort ég hafi fengið nokkur ný, persónuleg, óviðkomandi eða dónaleg bréf á meðan ég skrifaði þennan pistil. VIÐHORF Eftir Urði Gunnarsdóttur urdur@mbl.is ÞAÐ er ekki hægt að segja að mörg sænsk orð hafi verið tekin að láni úr öðrum tungumálum. Það eru þó nokkur slík. Eitt slíkt orð er ,,ombudsman“ sem er notað t.d. í JO og BO (umboðsmaður barna). JO stendur fyrir justitieombuds- mannen sem varð til 1809 og er embætti sem almenningur getur snúið sér til ef menn telja að lög- brot hafi átt sér stað. Fleiri orð eru t.d. ABBA og smörgasbord, sem hefur fengið alþjóðlega framburðinn „smorgas- bord“, og kemur oft fyrir. Fyr- irmyndin er sænska „smörgås- bordet“ sem var rússnesk aðferð við að hefja máltíð með mörgum smáréttum ásamt nokkrum vodka- staupum. Þetta varð vinsælt sem ,,brennivínsborð“ á 18. öld í Sví- þjóð og á 19. öld varð þetta álitinn fínn siður og þróaðist í að vera „smorgasbord“ eins og við þekkj- um það í dag. Boðið er uppá „smorgasbord“ í des- ember á flestum veit- ingastöðum sem jóla- hlaðborð og hefur haft áhrif á íslensku jóla- hlaðborðin. Á sænska „smorgasbordet“ er meðal annars: síld, pylsur, skinka, steikt- ar kjötbollur, kjötrétt- ir og hinn ómissandi þjóðarréttur ,,Freist- ing Jansons“. Nafnið er komið frá frægum óperusöngv- ara og matgæðingi sem var uppi á 19. öld. ,,Freisting Jan- sons“ er ofnréttur með sterku bragði af kryddsíld frá fiskverk- smiðjunni ABBA. Þessa síld kalla Svíar ansjósu en hún er alls óskyld ansjósu Miðjarðarhafsins. Hér kemur uppskriftin: Freisting Jansons– fyrir fjóra 6–8 hráar kartöflur 2 gulir laukar 2–3 msk. smjörlíki eða smjör 1–2 dósir af ABBA ansjósum (er stundum selt í Hagkaup) 21⁄2 –3 dl rjómi eða kaffirjómi Kartöflurnar eru skrældar og skornar í þunna pinna (svipað frönskum kartöflum). Laukurinn er skorinn í skífur. Ansjósurnar eru skornar í bita. Kartöflur, laukur og ansjósur eru sett lagskipt í eldfast form, sem búið er að smyrja. Efsta og neðsta lagið á að vera kartöflur. Örlitlu raspi er stráð yfir kartöflurnar og klípur af smjörlíki eða smjöri eru settar ofaná allt saman. Hellið ansjósusafanum úr dósunum yfir réttinn og einnig helmingnum af rjóm- anum. Bakið í 220° heitum ofni í um það bil 20 mínútur. Afgangnum af rjómanum er hellt yfir. Setjið aftur í ofn- inn og bakið þangað til kartöflurnar eru orðnar mjúkar (um 30 mínútur). Við hlaðborð er oft drukkinn snafs og all- ir þeir sem hafa verið í Svíþjóð vita að ekki er hægt að drekka snafs án þess að syngja snafsavísur. Þekktasta snafsavísan er ,,Helan går, sjung hopp falle-ralan lej“. Fyrsta glasið var fyllt alveg upp, hitt var hálf- fyllt og þaðan kemur heitið á tveimur fyrstu snöpsunum í hefð- bundinni máltíð sem heitir ,,Hel- an“ og ,,halvan“. Í dag er hægt að finna heilan hafsjó af sænskum snafsavísum fyrir áhugasama á Netinu. Ein- ungis þarf að leita á www.yahoo.- com/snapsvisor, og svo er bara að byrja að syngja! ABBA og Det svenska smorgas- bordet. „ABBA“, snafs og sænskir þjóðarréttir Í tilefni af alþjóðlegu tungumálaári birtir Morgun- blaðið nokkrar greinar tengdar hinum ýmsu tungu- málum. Hér fjallar Ingegerd Narby um sænska siði. Greinar þessar eru birtar í samvinnu við Stíl, samtök tungumálakennara. Ingegerd Nerby Höfundur er sænsku- og norskukennari. KÓR Átthagafélags Stranda- manna í Reykjavík heldur í söng- ferð um Vesturland og Snæfells- nes og verða fyrstu tónleikarnir í Vinaminni, safnaðarheimili Akra- neskirkju, annað kvöld, föstu- dagskvöld, kl 20. Á laugardag verður sungið í Stykkishólms- kirkju kl. 13.30 og í Grundar- fjarðarkirkju sama dag kl. 17. Á efnisskrá eru m.a. þjóðlög frá Þýskalandi og Írlandi, lög eft- ir Sigfús Halldórsson og róm- antísk lagasyrpa eftir Franz Léhár. Stjórnandi kórsins er Þóra Vig- dís Guðmundsdóttir og píanóleik- ari Jón Sigurðsson. Þessi ferð er lokaverkefni kórs- ins á þessu starfsári en hann hélt tónleika í Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði fyrr í maí. Kór Átthagafélags Strandamanna heldur þrenna tónleika um helgina á Vesturlandi og Snæfellsnesi. Kór Átthagafélags Strandamanna heldur í söngferð um Vesturland Tónlistarskóli Árbæjar Vortónleikar Tónlistarskóla Ár- bæjar verða í Ábæjarkirkju á laug- ardag kl. 11. Tónskóli þjóð- kirkjunnar Lokatónleikar og skólaslit Tón- skóla þjóðkirkjunnar verða annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Á tón- leikunum koma fram nokkrir nem- endur skólans. Tónleikar tónlistar- skólanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.