Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 33 R ÚSSNESK tónlist er í sviðsljósinu á tónleik- um Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í kvöld. Það verður Rússinn Dimitrij Kitajenko sem stjórnar hljómsveitinni, en þessi heimskunni stjórnandi hefur lengi verið ofar- lega á óskalista hljómsveitarinnar. Efnisskráin er öll frá heimalandi stjórnandans og spannar tímann frá keisaraveldinu til ráðstjórnar- innar. Verkin þrjú sem leikin verða eru Ballettsvíta nr. 3 eftir Dimitrij Sjostakovitsj, Fiðlukonsert nr. 1 eftir Sergej Prokofijev og Sinfónía nr. 5 eftir Pjotr Tsjaíkovskíj. Ein- leikari á fiðlu er rússneskur Ísraeli, Vadim Gluzman, en hann er einn efnilegasti fiðluleikari sinnar kyn- slóðar í heiminum í dag. Þegar Stalín skrapp í óperuna Ballettsvíta Sjostakovitsj, sem frumflutt var 1952, er byggð á tveimur eldri leikhúsverkum tón- skáldsins; annars vegar tónlist við leikritið Comédie humaine eftir Balzac, og hins vegar á ballettinum Tæra læknum frá 1935, en bæði þessi verk voru þá fallin í gleymsku. Sögusvið Tæra lækjar- ins er samyrkjubú í Rússlandi og segir frá hamingjusömum bændum sem fá heimsókn enn hamingju- samari listamanna, sem komnir eru til að stytta hinni vinnandi stétt stundirnar. Ballettinn naut vin- sælda og Sjostakovitsj batt vonir við velgengni hans. Eftir frumsýn- inguna í Moskvu í nóvember 1935 virtist allt ætla að ganga eins og Sjostakovitsj dreymdi um. En í janúar 1936 gerðist það að Stalín skrapp í óperuna til að sjá hina margrómuðu óperu tónskáldsins, Lafði Makbeð frá Minsk. Stalín var ekki skemmt og fáum dögum síðar birtist í Prövdu hin kunna grein Óreiða í stað tónlistar, þar sem skorin var upp herör gegn fram- sækinni tónlist í anda Sjostakov- itsj. Sýningar á óperunni voru bannaðar og til frekara öryggis var sýningum á ballettinum hætt, þótt það verði að teljast sennilegt, að Stalín hefði skemmt sér betur á þessum gleðileik samhygðarinnar. Spilaði til sín Stradivarius-fiðlu Vadim Gluzman er einn af efni- legustu fiðluleikurum heimsins í dag og berst hróður hans víðar með hverjum deginum. Meðal fiðlu- kennara hans eru fræg nöfn á borð við Roman Schean, Arkadíj Fomin, Masao Kawasaki og Dorothy DeLay. Hann hefur unnið til alls konar verðlauna, meðal annars fyrstu verðlaun í Tibor Varga- keppninni. Árið 1994 hlaut hann hin eftirsóttu verðlaun Henryk Szeryng-stofnunarinnar og eignað- ist skömmu síðar einn af fiðlubog- um fiðlusnillingsins Szeryngs. En það er ekki allt og sumt, því með framúrskarandi spilamennsku sinni hreppti Vadim Gluzman lánsfiðlu til afnota, en það er Stradivarius- fiðla frá 1690, „ex Auer“, en það þýðir það að hún var lengst af svo kunnugt sé í eigu fiðlukennarans Leopolds Auers, sem var kennari Jascha Heifetz. Fiðlan er nú í eigu Stradivarius-félagsins í Chicago, sem lánar afburða fiðlur til afburða hljóðfæraleikara af yngstu kynslóð- inni. Vadim Gluzman segir þessa fiðlu sennilega þá allra bestu í heiminum. „Það má þó vera að ég sé hlutdrægur, vegna þess að nú er ég búin að spila á hana í fimm ár, og er ennþá afar ástfanginn af henni.“ Vadim Gluzman leikur einleik í fiðlukonsert nr. 1 eftir Sergej Prokofijev. Prokofijev tókst öðrum tónskáldum betur að skapa sér persónulegan stíl. Í tónlist hans fara saman framsæknar hugmynd- ir um samhljóm og hrynjandi og einstaklega sterk tilfinning fyrir laglínu. Aðstæður skipta ekki máli þegar snilld er annars vegar Prokofijev samdi fiðlukonsertinn á árunum 1916–1917. Að sögn Gluzmans á konsertinn sér skemmtilegan landfræðilegan bak- grunn. „Prokofijev var í París þeg- ar hann byrjaði á verkinu; hélt því áfram í þorpinu Varonisj heima í Rússlandi og samdi það fyrir spænskan fiðluleikara.“ Þegar Gluzman er spurður að því hvort þessir ólíku landfræðilegu þræðir í bakgrunni verksins séu heyranleg- ir í því svarar hann með sögu. „Sonur Sjostakovitsj var spurður að því, hvort hann teldi að faðir hans hefði samið sams konar tón- list, hefði hann átt þess kost að dvelja fjarri angistinni í Rússlandi. Hann svaraði spurningunni þannig að hann teldi að faðir sinn hefði samið sömu tónlist þótt hann hefði verið á tunglinu. Ég held að þetta sé rétt, landfræðilegur bakgrunnur og þvíumlíkt skiptir engu þegar um snilld á borð við Sjostakovitsj er að ræða. En þessi fiðlukonsert Prok- ofijevs er allt of sjaldan leikinn, og ég var afar ánægður að Sinfóníu- hljómsveit Íslands skyldi vilja flytja þetta verk með mér.“ Kons- ertinn er nokkuð óhefðbundinn, bæði hvað snertir byggingu og innihald. Lítið er um glæsikafla fyrir einleikarann og engar eru kadensurnar. Fiðluleikarinn Bron- islav Huberman, sem ætlað var að leika einleikshlutverkið við frum- flutninginn, neitaði alfarið að læra „þessa tónlist“ og var það því kons- ertmeistari hljómsveitarinnar sem stökk inn í hlutverkið með skömm- um fyrirvara og leysti það víst vel af hendi. Konsertinn fyrst hugsaður sem kammerverk Vadim Gluzman er ekki sammála því að eitthvað vanti í verkið þótt í því séu engar hefðbundnar ein- leikskadensur. „Ég vil alls ekki gera lítið úr því sem aðrir segja, hvað þá tónvís- indamenn; mamma er tónvísinda- maður og tengdapabbi minn líka. Og hvað þetta atriði varðar er mér hreinlega alveg nákvæmlega sama. Það má þó benda á þá staðreynd að Prokofijev hugsaði verkið fyrst sem sónötu fyrir fiðlu og píanó. Síðar breytti hann því í einhvers konar fantasíu, og það er ekki ljóst í dag hvort hann ætlaði fantasíunni að vera fyrir fiðlu og píanó eða fiðlu og hljómsveit. Þannig má segja að grunnhugmynd Prokofij- evs hafi verið að semja kammer- verk. Það er mikið samspil við hljómsveitina, og þegar maður horfir á nóturnar er augljóst að Prokofijev lagði mikla áherslu á hljómsveitarpartinn. Staðreyndin að það skuli ekki vera nein ein- leikskadensa í verkinu skiptir mig engu máli, þetta er stórkostlegt verk.“ Vadim Gluzman gerir ekki mikið úr því að rússnesk tónlist höfði eitthvað frekar til rússneskra tónlistarmanna en annarra. Hann segist að sjálfsögðu finna sig vel heima í tónlist rússnesku tónskáld- anna, en að sér þyki hann jafn vel heima í annarri tónlist, til dæmis í Serenöðu fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Bernstein, og að hann unni því verki jafnt og öðrum. „Tónlist- armenn eru sígaunar. Ég er með ísraelskt vegabréf sem ég er stolt- ur af, en það snýst bara um einka- líf mitt. Að vera tónlistarmaður snýst ekki um uppruna eða bak- grunn, tónlistin tilheyrir heiminum öllum, og þess vegna erum við á þessu flakki um heiminn, milli New York og Reykjavíkur og þaðan eitt- hvert annað, til þess að miðla þess- ari list sem við eigum öll saman.“ Ferill Pjotrs Tsjaíkovskíjs er ákaflega sérstæður, því líf hans og starf var markað djúpum sporum geðrænna vandamála. Tónlistin, sem var honum nánast allt, var honum líka versti óvinurinn. Hið mikla þunglyndi, sem fylgdi oft í kjölfar tónsmíða hans, stöðugur efi um ágæti eigin verka og eilíft laumuspil með eigin samkynhneigð urðu honum þó jafnframt mikill innblástur. Það var því oft svo, að afkastamikil tímabil enduðu á svip- legan hátt og Tsjaíkovskíj hafði hægt um sig í nokkurn tíma. Eitt af þessum afkastamiklu tímabilum hófst árið 1888, en eftir því sem Tsjaíkovskíj sendi frá sér fleiri meistaraverk jókst andleg vanlíðan hans uns hann fékk alvarlegt taugaáfall árið 1891. Taugaáfallið var rakið til sambandsslita hans við Nadzhedu von Meck, sem var auð- ug ekkja, en þau áttu í andlegu ást- arsambandi. Á þessu tímabili samdi Tsjaíkovskíj m.a. fimmtu sinfóníu sína, tónaljóðið Hamlet, ballettana Þyrnirós og Hnotubrjót- inn og óperuna Spaðadrottninguna. Sinfónían fékk dræmar viðtökur en hróður hennar jókst þó hægt og bítandi. Tsjaíkovskíj sagði sjálfur af sinni einskæru hógværð, að þessi sinfónía sín væri fremur mis- heppnuð því að formhugsunin væri ekki nægilega sterk. Ævilok Tsjaíkovskíjs urðu jafn dramatísk og lífshlaup hans. Hann drakk vís- vitandi kólerusmitað vatn og lést fjórum dögum síðar. Með rússneska arfinn í blóðinu Stjórnandi á sinfóníutónleikun- um í kvöld verður Dmitrij Kitaj- enko, einn þekktasti hljómsveitar- stjóri Rússa í dag. Hann hóf feril sinn í Bolshoj-óperunni í Moskvu, en hann stjórnaði einnig Fílharm- óníusveit Moskvuborgar um fimm- tán ára skeið. Hann þekkir mjög vel til hinnar sígildu rússnesku hljómsveitarhefðar jafnframt því sem hann hefur stýrt þekktum verkum samlanda sinna frá nýlið- inni öld. Þekktastur er hann þó fyrir túlkun sína á hinum stóru sin- fóníum rómantíska tímabilsins og þá sér í lagi verkum Richards Strauss. Ferill hans hefur verið einkar glæsilegur og hefur hann stjórnað flestum þekktustu hljóm- sveitum heims svo sem Fílharm- óníusveitum Vínarborgar, Berlínar og Parísar. TÓNLISTARMENN ERU SÍGAUNAR Morgunblaðið/Sigurður Jökull Fiðluleikarinn Vadim Gluzman og stjórnandinn Dimitrij Kitajenko á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þrjú verk rússneskra tónskálda verða flutt á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í kvöld. Einleikarinn og hljómsveitarstjórinn eru einnig báðir Rússar. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Vadim Gluzm- an sem leikur einleik með hljómsveitinni í Fiðlukonsert nr. 1 eftir Prokofijev um konsert- inn og fiðluna hans, sem hann telur þá bestu í heimi. begga@mbl.is  FYRRA tölublað tímaritsins Börn og bækur 2001 er komið út. Megin- viðfangsefni blaðsins er mynd- skreytingar í barnabókum. Áslaug Jónsdóttir bókaverkakona, Ragn- heiður Gestsdóttir, mynd- og rithöf- undur, og Guðmundur Oddur Magnússon, kennari í LHÍ, fjalla um ýmsar hliðar myndskreytingafags- ins hér á landi. Einnig er fjallað um þá grósku sem nú ríkir í mynd- skreytingum í barnabókum í Dan- mörku. Að auki eru í blaðinu rit- dómar eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ingu Ósk Ásgeirsdóttur, grein eftir Soffíu Auði Birgisdóttur sem hún nefnir Börn og leiklist á Íslandi í dag og umfjöllun eftir Úlfhildi Dagsdóttur um íslenskar kvik- myndir fyrir börn og þá sérstaklega um nýjustu myndina, Ikíngut. Bryn- dís Loftsdóttir verslunarstjóri viðr- ar hugmyndir sínar um börn og bækur og Andri Snær Magnason rithöfundur skrifar um ævi hug- sjónamannsins Janusz Korczak. Að venju á Gréta S. Guðjónsdóttir ljósmyndina sem prýðir kápu blaðs- ins. Blaðið er gefið út af félaginu Börn og bækur, Íslandsdeild IBBY. Rit- stjóri er Guðlaug Richter. Tímarit ÓPERUSTÚDÍÓ Austurlands vinn- ur nú að undirbúningi sýningar á Brúðkaupi Figarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Óperan verður frumsýnd 10. júní nk. á Eiðum. Þessa dagana fara fram svokall- aðar sviðsæfingar, en æft hefur verið markvisst síðan um páska. Hljóm- sveit og söngvarar koma af landinu öllu, en listrænn stjórnandi er að vanda Keith Reed. Óperan verður þrisvar sinnum sýnd á Eiðum og þrisvar í Eskifjarð- arkirkju. Einsöngvarar eru m.a. Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Ágúst Ólafsson, Xu Wen, Kristín Ragnhildur Sigurðar- dóttir, Lindita Óttarsson, Þorbjörn Björnsson og Herbjörn Þórðarson. 30 manna hljómsveit sér um undir- leik, en allt í allt koma um 75 manns að uppfærslunni að þessu sinni. Óperustúdíóið heldur einnig Moz- artveislu í Eskifjarðarkirkju 13. júní. Þar verða fluttir forleikir að óperum, aríur og dúettar, ásamt flautu-, pí- anó- og klarinettukonsertum. Í Moz- artveislunni bætast Elisaveta Kop- elman píanóleikari, Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari og Einar Jóhannesson klarinettuleikari í hóp flytjenda. Landsbankinn á Austurlandi hef- ur tekið að sér að sjá um miðasölu eftir 28. maí nk. Brúðkaup Fíg- arós á Austur- landi 2001 Egilsstöðum. Morgunblaðið. Í VÖLUNDI, húsi Leikfélags Hveragerðis, verða tónleikar annað kvöld kl. 21, með kontrabassaleikar- anum Dean Ferrell og Völu Þórs- dóttur leikkonu. Þau hafa sett saman efnisskrá fyrir kontrabassa og leik- konu með ýmiss konar tónlist og glensi. Þar verður m.a. flutt Velkom- inn í kontrabassaland eftir Barney Childs, Prufuspil eftir Jon Deak sem er grínverk fyrir bassa og leikara þar sem Vala bregður sér í hlutverk kontrabassaleikara sem er að prufu- spila fyrir valnefnd og Dean leikur nefndina og Síðasti kontrabassinn í Las Vegas eftir Eugene Kurtz sem er verk um konu sem þráir að eiga náin samskipti við kontrabassa. Tón- leikarnir eru haldnir á vegum Tón- listarfélags Hveragerðis og Ölfuss og Félags ísl. tónlistarmanna með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Kontrabassi og leikkona í Hveragerði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.