Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 31 TVEIMUR árum eftir að Poké- mon-æðið reið yfir Bandaríkin - fangaði athygli barna og lagði undir sig fjölskyldulífið - er næsta japanska æðið á leiðinni. Um er að ræða svonefnt Yu-Gi- Oh og ef marka má hversu skjótt það náði vinsældum í Japan má búast við að áður en langt um líð- ur komi það af stað uppþotum, lögsóknum og peningavandræð- um í Bandaríkjunum. „Haldið fast í peningaveskið,“ kveinaði Robert Butterworth, barnasálfræðingur í Los Angeles í Bandaríkjunum. Sextán ára son- ur hans, Anton, hefur nú þegar eytt meira en 650 dölum eða um 65 þúsund krónum í Pokémon- dót. Undanfarin þrjú ár hafa tölvu- leikir og myndir af Yu-Gi-Oh- skrímslum farið sem eldur í sinu um Japan og valdið uppákomum sem helst jafnast á við það furðu- legasta í Pokemon-æðinu. Fyri tveimur árum var Yu-Gi- Oh-mót haldið í Tókýó og mættu á það 55 þúsund manns, börn og foreldrar - 15 þúsundum fleiri en búist var við - og allir vildu kaupa pakka með myndum, sem gefnar höfðu verið út í takmörk- uðu upplagi. Ráðist var á inn- gönguhliðin, leikvangurinn um- kringdur og fyrirtækið Konami, sem framleiðir herlegheitin, neyddist til að kalla út óeirða- lögreglu. Að minnsta kosti tveir slösuðust og tugir leituðu að- hlynningar á sjúkrastofu leik- vangsins. Í síðustu viku höfðuðu for- eldrar barnaskólanema í Tókýó mál á hendur foreldrum eldra barns í skólanum og kröfðust átta milljóna króna skaðabóta af þeim, vegna þess að eldra barnið hafði rænt af hinu yfir 400 Yu-Gi- Oh myndum. Þess er vænst að leikurinn ber- ist til Bandaríkjanna á næstu mánuðum og að tölvuleikurinn verði kominn á markað þar fyrir jól. Stuttermabolirnir, myndirnar, nestisboxin og allt hitt sem þessu fylgir kemur væntanlega í byrjun næsta árs. Litlar líkur eru á að nokkur leikur nái jafn miklum vinsældum og Pokémon, sem seldist fyrir ríf- lega 4,5 milljarða Bandaríkja- dala. En þeir sem fylgjast með í þessum iðnaði segja að Yu-Gi-Oh eigi mesta möguleika á að jafna metin við Pokémon. Yu-Gi-Oh, sem þýðir Leikja- kóngur, eða eitthvað því um líkt, hóf göngu sína fyrir fimm árum sem teiknimyndasyrpa í japönsku tímariti. Síðan hefur umfang þess vaxið óðfluga og nú er það orðið að lífsmynstri. Yfir 3,5 milljarðar af myndum hafa verið gefnar út í Japan, og sjö milljón tölvuleikir, samkvæmt upplýsingum fram- leiðandans. Yu-Gi-Oh teiknimynd- ir eru sýndar vikulega í sjón- varpi, og föt og leikföng í stíl seljast vel og hefur slíkur varn- ingur jafnvel sést á uppboðs- vefnum E-Bay. Konami hefur gefið út þrjú þúsund gerðir af myndum, og safnarar í Japan eru duglegir að kaupa þær. Fimm í pakka kosta sem svarar 125 krónum. Takaf- umi Tanaka, verslunareigandi í Yokohama, segir að margir ungir viðskiptavinir kaupi heilu kass- ana í von um að fá sjaldgæfar myndir, sem eru verðmætar. Mjög sjaldgæf mynd er „Bláeygði ofurdrekinn“, sem sigurvegarinn í Japansleikunum fékk í verðlaun, og seldist hún á uppboðsvef Yahoo! í Japan fyrir um þrjár milljónir króna. Tekur Yu-Gi-Oh við af Pokémon? Tókýó. Los Angeles Times. Ein Yu-Gi-Oh-myndanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.