Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 17.05.2001, Qupperneq 57
Horft yfir Dimmugljúfur og inn að Vatnajökli. Til vinstri er Innri-Kárahnjúkur og fyrir miðri mynd er Sandfell. KANNSKI er það ofsnemmt að kveða erfiljóðum Fljótsdalshérað, þvíþað er enn ekki dautt, og hefur ekki verið dæmt til dauða. Það hefur bara verið úrskurðað í gæslu- varðhald. Málaferli eru að hefjast og dómur mun falla í haust. Aftakan verður síðan framkvæmd í nokkrum skrefum næstu árin.“ Þetta eru nokk- ur upphafsorð úr erindi Helga Hall- grímssonar, náttúrufræðings á Egils- stöðum, sem hann flutti á aðalfundi Landverndar sl. laugardag. Ræddi hann þar áhrif fyrirhugaðrar Kára- hnjúkavirkjunar og náttúrufar. Á fundinum fluttu einnig erindi þeir Árni Bragason, forstjóri Náttúru- verndar ríkisins, og Hrannar Björn Arnarsson, formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Árni ræddi um Vatnajökulsþjóðgarð og gildi svæðisins norðan Vatnajökuls í því sambandi og Hrannar Björn um umhverfismál höfuðborgarinnar. Helgi Hallgrímsson sagði m.a. í er- indi sínu að mun meira væri í húfi vegna hennar en Fljótsdalsvirkjunar. „Það er hvorki meira né minna en allt Fljótsdalshérað, utan frá strönd og inn til jökla og Reyðarfjörður að auki. Þó Eyjabakkar séu frábær staður, sem varla á sinn líka á jörðinni, er umfang þeirra framkvæmda sem nú eru áætlaðar svo margfalt stærra og meira, að þetta er á engan hátt sam- bærilegt, auk þess sem Eyjabakka- svæðið sleppur ekki alveg heldur.“ Löglega rétt en ekki siðferðilega Í framhaldi af þessu hugleiddi Helgi eignarhald lands og ráðstöfun- arrétt: „Það er viðtekin skoðun að viðkomandi sveitarfélög, eða öll ís- lenska þjóðin eigi það land sem þarna er áætlað að breyta og spilla, og því geti fulltrúar þessara aðila veitt leyfi til að búa þar til jökulvatnslón, byggja stíflur og grafa skurði og göng þvers og kruss. Þetta kann að vera löglega rétt, en siðferðilega getur það engan veginn staðist, og þegar lög og sið- ferði stangast á hlýtur það síðar- nefnda að hafa vinninginn,“ sagði Helgi og kvað dagljóst að þeir sem telja sig eiga landið geti ekki farið með það eins og þeim býður við að horfa. Þá rifjaði Helgi upp umfangsmikla starfsemi Norðmanna á Austfjörð- um, síldveiðar kringum 1870 og hval- veiðar um aldamótin þar á eftir. Líkti hann þessu við stóriðju nútímans, þorpin hefðu myndast og fólksfjölgun orðið en síðan hefði þessi stóriðja skil- ið eftir sig rústir og mannlíf í rústum. Hann sagði Norðmenn aftur leita í auðlindir fjórðungsins, nú „með dyggri aðstoð íslensku ríkisstjórnar- innar og hins alþjóðlega auðmagns. Nú er það annars vegar vatnsorkan og hins vegar sjórinn sem talinn er henta vel fyrir uppeldi laxfiska, sem þeir sækjast eftir. Þeir eru komnir yf- ir kvótann heima hjá sér og því er þetta þautalendingin. Og það sem meira er: Enn gína Austfirðingar við því agni sem fyrir þá er beitt, eins og laxinn sem þar á að fara að rækta í hverjum firði.“ Helgi sagði fyrirhug- aðar stórframkvæmdir réttlættar með því að auka þurfi atvinnu m.a. til að koma í veg fyrir búferlaflutninga til höfuðborgarsvæðisins. Hann full- yrti að hefði orðið jöfn og eðlileg at- vinnuþróun á Austfjörðum í stað sveiflukenndrar stóriðju við veiðar hefði brottflutningur fólks ekki orðið það eilífðarvandamál sem raun ber vitni. Hann sagði enga tryggingu fyr- ir því að nútímastóriðja entist lengur en hinar fyrri. „Aðferðir og aðstæður breytast ört nú á tímum, og það sem er hagkvæmt í dag getur orðið óhag- stætt á morgun, eins og hringsnún- ingur fjárfesta í fyrravor er gott dæmi um. Helgi benti á að menn hefðu á öll- um tímum skapað sér atvinnu þar sem þeir vildu eiga heima og hefði ekki þurft stóriðju eða aðrar utanað- komandi ráðstafanir til. „Ef menn halda að möguleikar séu betri annars staðar flytja þeir þangað, og við því er ekkert að gera. Búferlaflutningur byggist oft meira á trú en staðreynd- um og fyrr en varir getur trúin eða tískan snúist við, Austurlandi í hag. Eins og stendur er nóg atvinna á Austurlandi, en samt fækkar fólki,“ sagði hann og spurði hvers vegna fólksfjöldinn væri slíkt keppikefli hérlendis. Varðandi breytingar á landi og lífi vakti Helgi athygli á því að með Kára- hnjúkavirkjun ætti ekki aðeins að virkja samanlagt vatn Jökulsár á Dal, Jöklu, og Jökulsár í Fljótsdal heldur og að smala vatni af um 1.500 til 2.000 ferkílómetra svæði milli jökulsánna tveggja og af svonefndu Hraun- asvæði og tengja með skurðum og veitum. „Meira að segja Eyjabakka- svæðið sleppur ekki við skurði og lón og Snæfell verður umkringt skurðum og veitum í hálfhring að norðan, eins og áður var áætlað við Fljótsdals- virkjun.“ Helgi sagði þessa söfnun á smásprænum næsta grátbroslega miðað við vatnsmagnið í Jöklu þar sem allar aðrar ár ásamt Jökulsá í Fljótsdal gæfu aðeins um fimmtung af heildarafli virkjunarinnar. Lengri tíma þarf til skoðunar á umhverfismati Undir lok erindis síns gerði Helgi umhverfismat virkjunarinnar að um- talsefni. Sagði hann gerð skýrslunnar hafa einkennst af tímaþröng og að mikill hluti rannsókna hefði verið unninn af starfsmönnum Náttúru- fræðistofnunar sem jafnframt væri umsagnaraðili. Taldi hann slíkt óheppilegt. Hann benti á að eðlilegt hefði verið að taka Kárahnjúkavirkj- un með starf nefndar varðandi rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sem falið hefði verið að meta 25 fyrstu virkjunarkostina. Þá benti Helgi á að umfang skýrslna um- hverfismats virkjunarinnar væri slíkt að engin von væri til þess að Skipu- lagsstofnun, umsagnaraðilar og hvað þá hinn almenni borgari gætu kynnt sér málið á þeim tíma sem gefnir væru. Væru lögin að því leyti gölluð og yrði að vera í þeim heimild fyrir lengri frestum þegar svo umfangs- mikil mál væru til skoðunar. Varðandi aðra kosti rifjaði Helgi upp að heimamenn hefðu bent á þann möguleika að leiða Jöklu í göngum eða skurði út Fljótsdalsheiði og steypa því niður í Neðra-Dal, um 400 m fall. Einnig benti hann á tillögu um að hafa stífluna við svonefnt Horn, um 5 km innan við Kárahnjúk fremri. Myndi þá ein stífla duga í stað þriggja og myndu þá gljúfrin og mikill hluti sethjalla innan við þau sleppa við rask. Í lokin benti Helgi Hallgrímsson á að ekki færi milli mála að ríkisstjórn- in hefði tekið þá ákvörðun fyrir hönd íslensku þjóðarinnar að Kárahnjúka- virkjun skyldi rísa hvað sem í skærist ásamt álverksmiðju í Reyðarfirði. Sagði hann stórfelldar vegafram- kvæmdir í Fljótsdal staðfesta það svo og undirbúningur útboðs og sagði hann umhverfismatið því aðeins hafa verið formsatriði. Þjóðgarðurinn Vatnajökull var um- fjöllunarefni Árna Bragasonar. Hann rifjaði upp varðandi þjóðgarðinn í Skaftafelli að á núvirði hefði upp- bygging aðstöðu þar kostað kringum 130 milljónir króna og að á síðasta ári hefðu um 148 þúsund gestir komið í þjóðgarðinn. Tjaldgestir væru milli 15 og 25 þúsund á ári hvejru. Skafta- fell verður miðstöð þess þjóðgarðs sem stofnaður verður á næsta ári. Árni sagði nefnd vera að vinna að hugmyndum um þjóðgarð norðan jökulsins, frá Eyjabökkum, Snæfelli, Hafrahvammagljúfrum og Vestur- Öræfum og að Kverkfjöllum og nefndi núverandi friðlönd og ýmis önnur svæði allt um hverfis jökulinn sem myndu vonandi tengjast Vatna- jökulsþjóðgarði í framtíðinni. Árni sagði hugmyndina að miðstöð fyrir þjóðgarð norðan og austan jök- uls yrði við innanvert Lagarfljót en aðrar starfsstöðvar fyrir framtíðar- þjóðgarð gætu verið við Lakagíga, í Lónsöræfum og Kverkfjöllum. Hann taldi stofnkostnað fyrir þjóðgarð norðan jökuls geta orðið kringum 500 milljónir króna og væri helmingur þess vegna vegalagninga en annað m.a. húsnæði og önnur aðstaða á starfsstöðvunum. Hann gerði ekki ráð fyrir akfærum brúm yfir vatnsföll heldur göngubrúm. Kvað Árni þetta ekki mikla fjárfestingu miðað við virkjun og stóriðju þar sem fjárfest- ing vegna hvers starfs myndi að sögn hans vera kringum 250 milljónir króna. Gert væri ráð fyrir nokkrum heilsárs stöðugildum en hann sagði þjóðgarðinn tvímælalaust eiga eftir að fæða af sér fleiri störf og meiri starfsemi sem tengist ferðaþjónustu. Þá setti Árni fram samanburð á kostum virkjunar og þjóðgarðs sem til umræðu hefði verið í hópnum sem vinnur á vegum rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma en hann sagði matið ekki frágengið. Yrði virkjað sagði hann tapast um 37 fer kílómetra gróðurlendis með hátt verndargildi en með þjóðgarði yrði náttúruleg framvinda gróðurs og dýralífs tryggð. Virkjun þýddi 925 ferkílómetra skerðingu víðernis sem nú væri að mestu án mannvirkja. Hann sagði vegi og aðgengi ferða manna batna vegna virkjunar en því mætti einnig ná með stofnun þjóð- garðsins. Þá sagði hann bæði virkjun og þjóðgarð þýða ný störf og um álit alþjóðasamfélagsins sagði hann að það myndi horfa til þess með nei- kvæðum afleiðingum ef gengið yrði á náttúruauðlind með virkjun. Yrði ekki af því myndi áfram verða fyrir hendi stærsta ósnortna víðerni Evr- ópu. Meira samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Hrannar Björn Arnarsson ræddi umhverfismál höfuðborgarinnar og sagði þau fá sífellt meira vægi í borg- arkerfinu. Hrannar sagði mælingar á loftgæðum ekki hafa verið í samræmi við samþykktar kröfur en það stæði til bóta og að brýnt væri að auka upp- lýsingagjöf og birta tölur um mæling- ar jafnóðum. Með aðgerðum væri unnt að draga úr loftmengun, svo sem að draga úr notkun jarðefnaeldsneyt- is og taka upp nýja orkugjafa, svo sem vetni, metan og rafmagn, leggja yrði meiri áherslu á almenningssam- göngur og þétta byggð. Þá sagði hann að draga yrði út notkun nagladekkja og atriði eins og uppgræðsla örfoka lands og bætt umhirða skiptu einnig máli. Formaðurinn sagði mikið átak hafa orðið í hreinsun strandlengju höfuðborgarinnar og myndi árið 2003 allt skolp verða leitt á haf út. Sagði hann það verkefni hafa kostað alls um 7,5 milljarða króna. Hrannar sagði margskiptingu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu valda ákveðnum hrepparíg og stefna bæri að aukinni samvinnu og helst sameiningu sveitarfélaganna. Einnig þyrfti að styrkja stjórnkerfi allra um- hverfismála. Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, sagði fjárhag Landverndar traustan þrátt fyrir rekstrartap á síðasta ári sem verið hefði um 400 þúsund krónur. Eign samtakanna á Skólavörðustíg var seld og hefur skrifstofan fengið inni hjá Skógræktarfélagi Íslands sem hann sagði góðan kost. Tryggvi sagði tap sýnilega verða nokkurt af rekstr- inum í ár svo og á næsta ári en úr því mætti búast við að jöfnuður næðist. Fjögur megin starfssvið Landvernd- ar eru rekstur skrifstofunnar; fræðslusetrið að Alviðru, en Tryggvi sagði starfsemi þar æ umfangsmeiri og þýðingarmeiri; ýmis sérstök verk- efni sem samtökin tækju að sér og áhættuverkefni, svo sem ráðstefnu- hald og umsjón með verkefninu Vist- vernd í verki. Sagði hann fjárhaginn ráðast mjög af því hvernig tækist að afla fjár til einstakra verkefna sam- takanna. Rætt um þjóðgarða og áhrif Kárahnjúkavirkjunar á aðalfundi Landverndar Fljótsdals- héraðið allt í húfi Morgunblaðið/RAX Í umfjöllun um væntanlega Kárahnjúka- virkjun á aðalfundi Landverndar á Egils- stöðum kom fram að áhrif hennar eru talin ná um allt Fljótsdalshérað frá strönd til jökla. Jóhannes Tómasson sat fundinn og fylgdist með umræðum um virkjanamál, þjóðgarða, umhverfismál og fleira. joto@mbl.is FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 57 SKRIFAÐ var undir samning milli bæjarstjórnar Austur-Héraðs og Landverndar um aðild sveit- arfélagsins að verkefninu Vistvernd í verki á aðalfundinum. Katrín Ás- grímsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og Tryggvi Felixson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, skrif- uðu undir samninginn. Markmið verkefnisins er að efla vitund og þekkingu fólks á því hvað gera má í daglegu lífi til að gera um- gengni við umhverfið vistvænni og stuðla að betri nýtingu nátt- úruauðlinda. Það er unnið í sam- starfi við erlend samtök og er Ísland eitt 17 landa sem taka þátt. Í skýrslu Landverndar kemur fram að sveit- arfélög sem hafa tekið upp umhverf- isverkefnið Staðardagskrá 21 líti á það sem góðan kost að geta boðið íbúum að taka þátt í visthópum og hafa um 70 fjölskyldur tekið þátt í þeim, alls um 230 manns. Tilgangur visthópanna er að breyta lífsvenjum í átt til umhverfisvænni vegar. Samið um „Vistvernd í verki“ Morgunblaðið/jt Skrifað undir samninginn. Frá vinstri: Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, Katrín Ásgrímsdóttir, forseti bæjarstjórnar Aust- ur-Héraðs, og Jón Helgason, fráfarandi formaður Landverndar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.