Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 53 ✝ Erna Ingólfsdótt-ir fæddist í Reykjavík 29. janúar 1928. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Helgi Ing- ólfur Gíslason, bóndi, kaupmaður og kaup- félagsstjóri, f. 4. júní 1899 á Eskifirði, d. 13. febrúar 1968, og Fanney Gísladóttir, f. 4. júní 1911 í Lokin- hömrum í Dýrafirði. Foreldar Helga voru Gísli Helgason, búfræðingur og kaupmaður í Reykjavík, f. 30. ágúst 1866 í Gautavík í Berufirði, d. 21. nóvember 1911, og Valgerð- ur Freysteinsdóttir f. 28. ágúst 1864 d. 1962 frá Þurá í Ölfusi. For- eldrar Fanneyjar voru Gísli Guð- mundur Kristjánsson, bóndi og skipstjóri á Lokinhömrum í Dýra- firði og síðar starfsmaður Raf- magnsveitu Reykjavíkur, f. 7. des. 1874, d. 28. janúar 1955, og Guðný Guðmundsdóttir Hagalín, f. 8. febr. 1878 í Meira-Garði í Dýrafirði, d. 19. ágúst 1952. Systkini Ernu eru Hörður, f. 1. janúar 1930, d. 7. júlí 1996, Helga Sigríður, f. 19. mars 1931, Ingólfur Gísli, f. 11. nóvem- ber 1941, d. 28. mars 1996, Lára Sigrún, f. 2. ágúst 1943, Ólafur, f. 28. ágúst 1945, og Sigurður Valur, f. 31. maí 1948. Hinn 10. okt. 1954 giftist Erna eftirlifandi eigin- manni sínum, Agli Jónassyni Stardal, cand. mag., f. 14. september 1926. For- eldrar hans voru Jón- as Magnússon, bóndi og verkstjóri frá Stardal, f. 24. júlí 1890, d. 12. ágúst 1970, og Kristrún Eyvindsdóttir, f. 1895, d. 1974. Börn Ernu og Egils eru: Inga Fanney stýrimaður, f. 10. ágúst 1956, maki Sigurður Arason skipstjóri, f. 31. júlí 1946, sonur þeirra er Sigurður Egill, f. 31. mars 1991; Jónas framkvæmda- stjóri, f. 12. febrúar 1958, maki Steinunn Ingibjörg Pétursdóttir, f. 27. mars 1967, og eiga þau Aron Örn, f. 2 . okt. 1992, og Ísak, f. 30. september 1994; Kristrún Þórdís hjúkrunarfræðingur, f. 31. júlí 1960, og Egill Örn, f. 27. apríl 1967, d. 5. febrúar 1971. Útför Ernu fer fram frá Lága- fellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum systurdóttur minn- ar Ernu Ingólfsdóttur, Brúnalandi 6 hér í borg, sem lést 3. þ.m. og var mér sérlega kær. Ég hafði góð og ná- in kynni af henni alla tíð frá fæðingu hennar til hennar hinsta dags. Hún fæddist á heimili foreldra minna þegar ég var tíu ára. Það var á köld- um vetrardegi, 29. janúar 1928. Það var barið að dyrum hjá okkur og inn kom fasmikil kona með tösku í hendi og spurði eftir systur minni, Fann- eyju. Ég hafði farið til dyranna og gerði mér strax í hugarlund hvert er- indi konunnar væri. Mamma kom svo fram og hófst nú mikið pískur en því næst sneri konan sér að mér og sagði: Fyrst þú ert ekki sofnuð get- urðu soðið vatn. Mér fannst þetta spennandi enda hafði ég ekki fyrr verið viðstödd barnsfæðingu. Fæð- ingin gekk fljótt og vel og tókst Edda mín, eins og hún var jafnan kölluð, frísklega á við lífið með háværum barnsgráti. Þær mæðgur voru svo tvö fyrstu árin eftir fæðinguna hjá okkur. Edda óx og þroskaðist vel, var létt og frísk á fæti og níu mánaða fór hún að ganga. Eitt sinn þegar gestur var hjá okkur þegar Edda var tveggja ára vildi hún segja gestinum eitthvað af sér og sagði: Ég er heims og sæt. Gesturinn virtist ekki neitt hrifinn af þessu og sagði ég þá að pabbi segði þetta stundum við hana í gamni svo nú hélt hún að þetta væri eitthvað eftirsóknarvert. Þetta eru aðeins nokkrar leifturmyndir frá fyrstu bernskuárum frænku minnar. Foreldrar Eddu, Fanney systir mín og Ingólfur Gíslason, gengu í hjónaband þegar Edda var tveggja ára og stofnuðu eigið heimili hér í bæ. Lengst af bjuggu þau síðan hér á höfuðborgarsvæðinu eða næsta ná- grenni, nema í tvö til þrjú ár, sem þau bjuggu í Kanada. Við heimkomu þeirra var heimskreppan í algleym- ingi og var því útlitið ekki bjart hjá þeim hjónum, eignalaus með þrjú ung börn. En þegar nokkuð var um liðið komu foreldrarnir, með stuðn- ingi góðra manna, upp prjónastofu og smávöruverslun við Laugaveginn. Upp frá því stunduðu foreldrarnir alla tíð sjálfstæðan atvinnurekstur með iðnað, verslun eða landbúnað og höfðu stundum mikil umsvif. Einnig stækkaði fjölskylda foreldra Eddu og urðu börnin alls sjö. Það var því oft mikið annríki hjá fjölskyldunni, bæði á heimilinu og við atvinnufyrirtækin, og fóru börnin snemma að hjálpa til. Þar sem Edda var elst barnanna kom sérstaklega í hennar hlut gæsla systkina sinna og heimilisstörf. Edda gekk í barna- skóla og unglingaskóla. Hún hafði hug á frekara námi og til þess hafði hún góðar námsgáfur, en önnur við- fangsefni voru henni ætluð. Hún fór þó í húsmæðraskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan með góðum vitn- isburði. Bjó hún vel að því námi alla tíð. Þennan vetur sem Edda var í húsmæðraskólanum dvaldi hún hjá mér og fjölskyldu minni sem þá vor- um búsett á Akureyri og eigum við margar góðar minningar frá þeim tíma. Árin liðu og í fyllingu tímans gekk Edda í hjónaband með eftirlif- andi manni sínum, Agli Jónassyni Stardal framhaldsskólakennara, og þau eignuðust sitt heimili hér í bæ. Þau eignuðust fjögur börn, tvær dætur og tvo syni, en yngri sonurinn dó af slysförum á fjórða ári og var það mikið harmsefni foreldranna alla tíð síðan. Eftir að börnin fóru að stálpast vann Edda mikið úti og fyrr á árum starfaði hún mikið með foreldrum sínum við smásöluverslun sem þau ráku hér um langt skeið og sérstak- lega eftir að faðir Eddu lést á önd- verðu árið 1968 en mæðgurnar héldu áfram með verslunina allmörg ár eft- ir það og farnaðist það vel. Skömmu eftir að mæðgurnar hættu rekstri búðarinnar fór Edda í sjúkraliðanám og vann hún síðan við hjúkrun á sjúkrahúsum hér í borg meðan heils- an leyfði. Eddu sálugu og þeim hjónum báð- um var sérstaklega annt um að börn- in nytu góðrar menntunar svo þau gætu notið sín vel í lífinu og eru öll börnin mannvænlegt fólk sem hefur hlotið góða menntun hér á landi eða erlendis. Fyrir allmörgum árum kenndi Edda heitin sér meins sem hún losn- aði aldrei við og gekkst tvisvar undir stórar læknisaðgerðir vegna þess og nú stóð til að gera nýja aðgerð sem miklar vonir voru bundnar við, en þá var hennar tímaglas útrunnið og ekkert mannlegt gat bjargað lengur. Ég kveð Eddu frænku mína með söknuði fyrir vináttu hennar langa ævi og umhyggju hennar í minn garð og fjölskyldu minnar. Þorbjörg Gísladóttir. Þegar æskufélagar hverfa virðist flestum sem eftir standa ótrúlega skammt síðan við vorum að leik sem börn og unglingar. Þannig varð mér innanbrjósts þegar ég fregnaði and- lát góðrar frænku minnar, Ernu Ing- ólfsdóttur, Eddu. Edda var elst barna Ingólfs Gísla- sonar kaupmanns og Fanneyjar Gísladóttur. Þeim varð sjö barna auðið. Ingólfur lézt fyrir aldur fram en Fanney er enn á lífi við háan ald- ur. Þrjú af börnum þeirra, Edda, Hörður og Ingólfur, eru nú fallin frá. Á lífi eru Helga, Lára Sigríður, Ólaf- ur og Sigurður. Ingólfur var einn af föðurbræðr- um mínum. Minnist ég hans sem ást- úðlegs, hægláts og yfirlætislauss manns en ákveðinn og fastur fyrir ef því var að skipta. Ingólfur fór ungur til Kanada en þar var fyrir Jón, bróð- ir hans, kaupsýslumaður í Winnipeg. Hann kemur síðan aftur til Íslands og sækir brúði sína, Fanneyju. Fer síðan aftur vestur og búa þau þar fyrstu hjónabandsár sín. Á þessum tíma fæddust þrjú elstu börn þeirra, Edda, Hörður og Helga. Síðan verð- ur hlé á barneignum þar til þeim fæddust fjögur börn til viðbótar, Lára Sigríður, Ingólfur, Ólafur og Sigurður. Eftir heimkomuna frá Ameríku í kringum 1935 kaupa þau Laugaveg 40 og setja þar á laggirnar verzlun undir nafninu Vesta. Var það um- svifamikið fyrirtæki á sínum tíma og vegnaði þeim hjónum vel. Þar var æskuheimili elstu systkinanna. Síðar seldu þau hjónin fyrirtækið og Ing- ólfur gerðist bóndi. Á æskuárum mínum var mjög náið samband milli bræðranna Ingólfs og Garðars sem leiddi til þess að tengsl milli okkar systkinanna voru mikil. Gagnkvæmar heimsóknir, afmæli og fermingar voru fastir liðir. Var til- hlökkunarefni að koma á Laugaveg 40. Þau Edda, Hörður og Helga voru dálítið sérstök. Fjörug og skemmti- leg en gátu samt verið til baka hald- andi ef því var að skipta. Edda fór að sjálfsögðu fyrir hópnum, einbeitt og ákveðin en samt blíðleg í fasi. Edda var falleg og góð frænka sem valdi sér það hlutverk í lífinu að vera ljúf- ur gefandi í orði og æði. Þau fáu skipti sem leiðir okkar lágu saman síðustu árin fannst mér eins og ég hefði hitt hana í gær. Sama jákvæða viðmótið og brosmild útgeislun sem eyddi mörkum tímans. Þannig er einnig Fanney, móðir hennar, sem sér nú á eftir þriðja barni sínu. Mikið er nú lagt á þessa góðu konu og fjöl- skyldu hennar. Hinn 14. maí sl. fór fram minningarathöfn um tengda- son hennar, Hermann Hallgrímsson, eiginmann Helgu. Hermann var bekkjarbróðir minn í Flensborg í Hafnarfirði á sínum tíma. Einstakur skólabróðir. Hvar sem hann kom við sögu var hann þekktur fyrir mann- kosti sína. Erfitt er með orðum að flytja þær samúðarkveðjur sem við eiga á slík- um sorgarstundum. Kveðjuorð þessi eru helguð Eddu, frænku minni, sem er sárt saknað af vinum og vandamönnum. Missir Eg- ils er mikill, sem og barna og barna- barna. En minningin um hana mun örugglega veita þeim sem næst Eddu stóðu þann mikla styrk sem hún veitti öðrum með nærveru sinni. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur H. Garðarsson. ERNA INGÓLFSDÓTTIR Haukur Kristjáns- son, fv. yfirlæknir, hef- ur nú gengið veg þess- arar veraldar á enda og kvatt okkur samferða- menn sína. Ég kom til starfa hjá Hauki á fyrstu starfsárum hans hjá Reykja- víkurborg og kynntist honun allnáið, og langar mig til að rifja upp og minnast nokkrum orðum á þýðing- armikið brautryðjendastarf sem honum tókst að koma farsællega í höfn, þrátt fyrir mikla og erfiða fötl- un sem hann varð fyrir á blómaskeiði lífsins. Í maímánuði árið 1955 ákváðu heilbrigðisyfirvöld Reykjavíkur- borgar, undir forystu Jóns Sigurðs- sonar borgarlæknis, að koma á fót og starfrækja deild sem hefði á höndum slysamóttöku á Reykjavíkursvæð- inu. Deildin sem var í viðbragðstöðu allan sólarhringinn var vísirinn að raunverulegri bráðamóttöku og var henni komið fyrir í húsi heilsuvernd- arstöðvarinnar við Barónsstíg. Meiri háttar slys, sem ekki var hægt að meðhöndla á göngudeild, skyldi greina eftir föngum og leggja inn á vakthafandi spítala. Haukur Kristjánsson var frá byrj- un ráðinn yfirlæknir deildarinnar og skipulagði hann starfsemi hennar. Hann áttaði sig á því fyrr en ýmsir innan læknastréttarinnar hve nauð- synlegt er í allri heilsugæslu að hafa sérhæfða deild til að taka við slysum, hvers konar meiðslum, skyndilegum veikindum og óvæntum uppákomum sem leitt geta til alvarlegs heilsu- farsástands. Haukur var sérmennt- aður í bæklunarsjúkdómum frá af- bragðs háskólasjúkrahúsum í Bandaríkjunum. Hann hafði stað- góða þekkingu á ólíkustu meiðslum, beinbrotum, skurðsárum og öðrum áverkum ásamt almennri menntun í undirstöðugreinum læknisfræðinn- ar. Auk yfirlæknis voru þarna ráðnir til starfa þrír læknar, fimm hjúkr- unarfræðingar, röntgentæknir, sjúkraliðar og gangastúlkur. Á þessum árum voru göngudeildir ekki starfræktar á hinum tveim stóru sjúkrahúsum í Reykjavík, Landspítala og Landakotsspítala, og var löngu orðið tímabært að finna slíkri þjónustu stað á höfuðborgar- svæðinu. Göngudeild var því starf- rækt í sambandi við bráðavaktina og sá hún um alla eftirmeðferð og veitti auk þess fjölbreytta læknisþjónustu í vaxandi mæli, eftir því sem árin liðu. Fyrirmynd deildarinnar, eða það sem horft var til í byrjun, var slysa- móttakan í Birmingham-borg, „Birmingham Accident Hospital“, HAUKUR KRISTJÁNSSON ✝ Haukur Krist-jánsson fæddist 3. september 1913 á Hreðavatni í Norður- árdal í Mýrasýslu. Hann lést á Drop- laugarstöðum 8. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 15. maí. sem ýmsir íslenskir læknar höfðu haft kynni af, en Peter London, yfirlæknir þessa spítala, kom hingað til lands skömmu áður en deild- in var stofnuð, til skrafs og ráðagerða um starf- semi hennar sem aftur leiddi til þess að læknar við deildina fóru til kynningar og náms á þessa merku stofnun. Þess verður að geta að mr. London lagði áherslu á að slysamót- takan væri híbýlalega tengd öðrum hvorum stóru spítalanna, en hljóm- grunnur var ekki fyrir þeirri ráðstöf- un hjá ráðamönnum heilbrigðismála. Ári eftir að bráðavaktin, sem á þessum árum var kölluð slysavarðs- stofan, hóf störf tók lyflæknisdeild til starfa í Heilsuverndarstöðinni og veitti það deildinni mikið öryggi þar sem nú voru komnir læknar með sér- fræðimenntun í lyflækningum í hús- ið. Merk tímamót og breyting til hins betra urðu í sögu slysadeildarinnar- þegar Haukur flutti starfsemina í húsakynni Borgarspítalans í Foss- vogi. Sérfræðingum við deildina var fjölgað, þeir fengu nú fullkomna skurðstofu til afnota og svo það sem mest var um vert, að bráðadeildin tengdist nú beint öllum vakthafandi sérfræðingum spítalans. Haukur fylgdist mjög vel með nýj- ungum sem snertu greiningu og meðferð í þessari grein læknisfræð- innar, sinnti starfi sínu af mikilli kunnáttu og samviskusemi og var þar að auki glöggur og fljótur að átta sig á hlutunum. Hann var afbragðs kennarien heita mátti að allir stúd- entar í læknisfræðinámi væru nokkra mánuði í kennslutengdri vinnu á deildinni. Haukur var ákaflega fjölfróður og hafði aflað sér mikillar almennrar menntunar. Hann var vel að sér í sögu, mikið lesinn í bókmenntum og átti stórt og gott bókasafn. Hann var mjög ræðinn og skemmtilegur heim að sækja og gestrisinn var hann og bauð vinum sínum oft í indælan sum- arbústað sem hann átti á sínu gamla ættaróðali, Hreðavatni. Árið 1955 gekk hér yfir lömunar- veikifaraldur sem reyndar varð sá síðasti sem vitað er um hér á landi. Haukur veiktist um haustið af löm- unarveiki en hafði þá verið yfirlækn- ir deildarinnar þrjá til fjóra mánuði. Hann hlaut mjög mikla lömun sem að vísu gekk að einhverju leyti til baka, en hann var áfram mikið lam- aður í fótum. Hann bar sig ótrúlega vel eftir þetta mikla áfall og stundaði starf sitt af elju og miklum dugnaði. Ég átti því láni að fagna að starfa undir handleiðslu Hauks Kristjáns- sonar í mörg ár og get borið vitni um færni hans og kunáttu í starfi. Ég kveð þennan vin minn og kenn- ara með söknuði og votta Svandísi eiginkonu hans og börnum þeirra samúð mína. Tryggvi Þorsteinsson.                      !" # $% " #&'(&#$ )#  !#* &'(&#$ )#+          "     "   !          $ ,-. ./0, 1   #$2  &+ &       %  '( )   * "     + ,   - .    3, ! 3) ( 4 5&  )#   ## )!3/ # # .##  6)   $% &'(&#$ &'  $% 7 ! '&  5 $%  &&"#% 5 )#  !#*   5 )# &'(&#$&  5 )# / ##89% $%+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.