Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ JOSCHKA Fischer, utanríkis- ráðherra Þýskalands, og Carol Bellamy, framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF), fyrir framan veggspjald með myndum af hönd- um barna í Berlín í gær. Þar stendur fyrir dyrum Heims- ráðstefna barna (World Children’s Conference) og munu sækja hana fulltrúar frá Evrópu og Mið-Asíu. Er þessi ráðstefna liður í und- irbúningi fyrir barnaheimsþing sem haldið verður í New York 19. til 21. september nk. Reuters Ráðstefna um börn FLUGVÉLAR Atlantshafs- bandalagsins (NATO) voru reiðubúnar til að fljúga um sænska lofthelgi á tímum kalda stríðsins og virða með því að vettugi hlutleysisstefnu Svía og sjálfstæði, samkvæmt nið- urstöðum rannsóknar sem norska varnarmálaráðuneytið greindi frá í vikunni. Segja höf- undar rannsóknarinnar að þótt hún hafi ekki beinst að Svíþjóð sérstaklega hafi komið skýrt í ljós að NATO hafi reitt sig á að geta flogið um sænska lofthelgi án þess að vélar þess yrðu skotnar niður. Höfundarnir hafa fínkembt skjalasöfn NATO og skjalasöfn í Noregi undanfarin þrjú ár. N-Kórea hótar að rifta samningi NORÐUR-Kóreumenn hótuðu í gær eina ferðina enn að standa ekki við samning sinn við Bandaríkjamenn, sem koma á í veg fyrir að N-Kórea geti komið sér upp kjarna- vopnum. Í tilkynningu sem „gefin var út að fengnu leyfi“, að því er opinbera n-kóreska fréttastofan sagði, kom fram að tafir á byggingu kjarnorku- vers í Pyongyang geti orðið til þess að landið virði að vettugi samninginn sem gerður var 1994. Samkvæmt samningnum ætluðu Bandaríkjamenn að leyfa að alþjóðleg samsteypa sæi N-Kóreu fyrir fjármagni og tækni til að byggja tvo kjarnaofna. Tíu í fram- boði í Íran YFIRKJÖRSTJÓRN í Íran birti í gær endanlegan lista yfir þá sem verða í framboði til for- seta í kosningunum sem fram fara í landinu í næsta mánuði. Geta kjósendur þá valið á milli Mohammads Khatamis, núver- andi forseta, og níu annarra frambjóðenda, að því er opin- ber fréttastofa landsins greindi frá. Yfirkjörstjórnin fækkaði frambjóðendum úr 814 í tíu. Hún útilokaði enn- fremur allar konur sem hugð- ust bjóða sig fram, en rúmlega tuttugu konur höfðu tilkynnt framboð sitt. Meðal þekktustu nafnanna á listanum eru Ali Shamkhani, sem er nú varnar- málaráðherra, og Ali Fallahi- an, fyrrverandi upplýsingaráð- herra. Báðir hafa þeir tengsl við harðlínuflokksbrot undir forystu andlegs leiðtoga lands- ins, Ayatollah Ali Khamenei. Fundin sek um morð FYRRVERANDI aðstoðar- kona hertogaynjunnar af York var í gær fundin sek um að hafa myrt unnusta sinn, og var dæmd í ævilangt fangelsi, að því er BBC greindi frá. Jane Andrews var sagt upp störfum sem einkahárgreiðslukonu hertogaynjunnar 1997. Hún var haldin þunglyndi og þjáðist af alvarlegum skapsveiflum. STUTT Hugðust hunsa hlutleysi Svía DANIR standa nú frammi fyrir þeirri köldu staðreynd að engir storkaungar munu klekjast úr eggj- um þetta árið í Danmörku í fyrsta sinn í 500 ár. Félag danskra fugla- fræðinga varar ennfremur við því að verði ekki gripið til róttækra að- gerða, hverfi storkurinn úr danskri náttúru að fáum árum liðnum, rétt eins og dýr á borð við bjór, gaupu og elg. Ekki eru nema nokkrar vikur frá því að formaður dönsku nátt- úruverndarsamtakanna lýsti því yfir að ástandið í danskri náttúru hefði líklega aldrei verið jafn slæmt og nú. Storkar sáust við þrjú hreiður í vor en þeir reyndust allir karlkyns. Hefur storkum fækkað mjög í Dan- mörku undanfarin ár og kenna fuglafræðingar einkum um því hversu mikið votlendi hefur verið þurrkað upp. Segja þeir að verði ekki skapað votlendi muni storkarn- ir hverfa með öllu innan fimm ára. Félag danskra fuglafræðinga hef- ur sett upp hreiður til að laða stork- ana að og hefur auk þess fengið fjár- framlög til að endurskapa votlendi við Ribe sem er einn þekktasti storkabær landsins. Það hefur hins vegar ekki haft mikið að segja en fuglafræðingarnir vona að verði gerð alvara úr því að hækka vatns- yfirborðið á ákveðnum svæðum á Jótlandi og Lálandi, muni það hafa sitt að segja. Dönsk náttúra verður fátækari með hverju árinu sem líður og til að koma í veg fyrir það hefur á stund- um verið gripið til aðgerða sem vak- ið hafa harðar deilur. Enn er til dæmis tekist á um réttmæti þess að endurreisa bjórstofninn í Danmörku en talið er að hann hafi dáið út fyrir 2000 árum. Fyrir nokkrum árum var hins vegar ákveðið að sleppa þýskum og sænskum bjórum lausum á Jótlandi til að auka örlítið fjöl- breytni danskrar náttúru. Erlendi bjórinn þrífst vel en því fer fjarri að allir séu hrifnir af gest- unum. Hefur sportveiðifélag Dan- merkur nú farið í mál við danska náttúruverndarráðið og krefst þess að bjórnum verði vísað úr landi, þar sem hann sé hinn versti skaðvaldur. Storkurinn yfirgefur Dani Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SENDIMAÐUR Bandaríkja- stjórnar, James Kelly aðstoðarut- anríkisráðherra, fór í gær frá Kína eftir árangurslausa tilraun til að fá þarlenda ráðamenn til að styðja áform George W. Bush Banda- ríkjaforseta um að koma upp eld- flaugavarnakerfi til að verjast hugsanlegum árásum óvinveittra ríkja í þriðja heiminum. Málgagn kínverska kommúnista- flokksins kvaddi aðstoðarutanrík- isráðherrann með því að gagnrýna ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að leyfa Chen Shui-bian, forseta Taívans, að ræða við bandaríska þingmenn í næstu viku þegar hann hefur skamma viðdvöl í Bandaríkj- unum. „Það að heimila Chen að dvelja í Bandaríkjunum og ræða við þingmennina er einn eitt dæm- ið um ögranir Bandaríkjanna gagnvart Kína,“ sagði blaðið. Kelly sagði að viðræðurnar um eldflaugavarnirnar hefðu verið „uppbyggilegar“ og þeim yrði haldið áfram. Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins sagði hins vegar að afstaða kínversku stjórnarinnar hefði ekkert breyst. „Við erum andvíg eldflaugavarnakerfinu vegna þess að það raskar hern- aðarjafnvæginu í heiminum og grefur undan stöðugleika,“ sagði hann. Sendimaður Bush heimsækir Kína Bandaríkin sök- uð um „ögranir“ Peking. Reuters. DANSKIR og færeyskir kaf- arar leita nú að kössum, sem talið er að innihaldi 260.000 sjaldgæfa, danska myntpen- inga, í flaki breska skipsins Sauternes á botni Fugløyar- fjarðar í Færeyjum. Skipsflakið er á 104 metra dýpi og kafararnir komust inn í það á mánudag þegar leitin hófst. Þeir sáu þar tvo járnkassa, sem hugsanlega innihalda myntpeningana, en þeim tókst ekki að flytja þá upp á yfirborðið. Þetta er annað árið í röð sem kafararnir leita að köss- unum en þeir þurftu að hætta leitinni í fyrra vegna slæms veðurs. Mjög erfitt er að kafa í skipsflakið þar sem mikill straumur er á þessum slóð- um. Hjartað vantar Sauternes sökk í fárviðri 7. desember 1941 þegar skipið var á leið með jólasvein og gjafir til hermanna í breska hernámsliðinu í Færeyjum. Það hefur því verið kallað „jólaskipið“. Öll áhöfnin, 19 manns, fórst. Í skipinu voru einnig ný- slegnir, danskir myntpening- ar sem flytja átti til æðsta embættismanns Dana í Fær- eyjum, amtmannsins. Pening- arnir eru sjaldgæfir sökum þess að þeir voru slegnir í Bretlandi vegna stríðsins og á þá vantar hjarta sem er á öll- um öðrum myntpeningum Danmerkur. Danski aðalræðismaðurinn í London sendi amtmanninum í Færeyjum bréf 23. janúar 1942 þar sem hann skýrði frá því að peningarnir væru í Sauternes. Í kössunum eiga að vera 50.000 25-eyringar, 60.000 tí-eyringar, 50.000 tvíeyringar og 50.000 einseyr- ingar. Færeyjar Kafað eft- ir sjald- gæfum peningum Þórshöfn. Morgunblaðið. MOAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbýu, hefur viðurkennt að hann og stjórn hans hafi borið ábyrgð á sprengingu á veitingastað í Berlín 1986 en hún varð þrem- ur mönnum að bana og slasaði um 200 manns. Er þetta haft eftir lög- fræðingi þeirra sem særðust og ættingjum hinna látnu. Lögfræðingurinn, Andreas Schulz, sagði að Gaddafi hefði viður- kennt þetta fyrir Michael Steiner, örygg- isráðgjafa Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, og hefði verið skýrt frá því í skeyti sem sent var frá þýska sendiráðinu í Washington til utanríkisráðuneytisins í Berlín. Kvaðst Schulz hafa komist yfir afrit af skeytinu. Málaferli og rannsókn á hermdar- verkinu á veitingastaðnum, sem heitir La Belle og var mjög sóttur af banda- rískum hermönnum, hafa staðið yfir í nokk- ur ár. Hefur Schulz nú krafist þess að Steiner beri vitni í málinu. Dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung sagði í gær að Steiner hefði átt fund með Gaddafi í Líbýu og þá hefði Líbýuleiðtoginn viðurkennt að bera ábyrgð á hryðjuverk- inu. Hefði hann jafn- framt lagt á það áherslu að hann styddi ekki slíkt athæfi lengur. Talsmaður þýsku stjórnarinnar vildi ekki kann- ast við, að þessi mál hefði borið á góma á fundi Steiner með Gadhafi. Hryðjuverkið á La Belle varð til þess að Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, fyrirskipaði loft- árásir á líbýsku borgirnar Tripoli og Bengazi. Hryðjuverk í Berlín 1986 Gaddafi sagður gangast við ábyrgð Berlín. AP, AFP. Gaddafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.