Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM ÞESSAR mundir eru tíu ár lið- in frá því að Sorpeyðing höfuðborg- arsvæðisins bs. tók til starfa. Með stofnun fyrirtækisins voru stigin mik- ilvæg skref í umhverfismálum hér á landi. Stofnun Sorpu var á þeim tíma stærsta samstarfsverkefni sveitarfélagana átta á höfuðborgarsvæðinu. Góður undirbúningur Vel var vandað til undirbúnings verkefnis- ins. Undir forystu Þórð- ar Þ. Þorbjarnarsonar, þáverandi borgarverk- fræðings, tók verkefnis- stjórn til starfa þegar á árinu 1984. Eftir ítar- lega athugun á ýmsum þáttum, s.s. nýjum urð- unarstað og mögulegum rekstrarformum, var samþykktur stofnsamningur um byggðasamlag í febrúar 1988 og í framhaldi af því kjörin stjórn þess. Þórður var kjörinn fyrsti formaður stjórnar og gegndi hann því starfi þar til hann lést í október 1992, langt fyrir aldur fram. Hann vann mikið braut- ryðjandastarf á þessum vettvangi, sem verður seint fullþakkað. Ögmundur Einarsson var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins strax í upphafi og hefur stýrt því og mótað af mikilli festu og framsýni öll þessi ár. Sorpa hefur notið víðtækrar þekkingar hans og reynslu og ekki síst hefur hann lagt áherslu á að efna til samstarfs við ýmsa aðila erlendis. Þannig hefur til dæmis tekist að ná samningum um endurvinnslu í öðrum löndum s.s. Svíþjóð. Sorpa er í dag stærsti útflytjandi héðan til Svíþjóðar í magni talið. Metnaður í umhverfismálum Í upphafi var lagt af stað af metnaði til að gera betur en áður hafði þekkst og þróa nýjar leiðir. Urðunarstaðnum í Álfsnesi voru settir strangari skil- málar en annars staðar tíðkuðust og ákveðið að bagga allt sorp sem þang- að færi. Jafnframt voru sett markmið um framleiðslu á eldsneyti og orku auk endurvinnslu og endurnýtingar eftir því sem hagkvæmt væri. Fljót- lega var farið að hvetja til flokkunar á úrgangi heimila og fyrirtækja og gámastöðvar settar upp víða á höf- uðborgarsvæðinu. Heiti þeirra hefur nú verið breytt í endurvinnslustöðvar en það lýsir betur verkefni þeirra eins og það hefur þróast fram á þennan dag. Þegar litið er til baka og horft til þeirrar þróunar sem orðið hefur á síð- ustu tíu árum er óhætt að segja að ár- angurinn sé ótrúlega góður. Sorpa þurfti að glíma við margt í byrjun, m.a. það viðhorf að rusl væri bara rusl. Smám saman hef- ur tekist að yfirvinna erfiðleikana og breyta viðhorfum. Í dag á fólk möguleika á fjölbreyttri flokkun og getur séð ár- angurinn í margvísleg- um myndum. Nýlega sendi Sorpa bækling inn á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu, þar sem kynntar eru 25 leiðir til að flokka úr- gang og minnka þar með það magn, sem fer til urðunar. Þróunarverkefni Sorpa hefur á undan- förnum árum staðið að fjölbreyttum þróunarverkefnum. Þannig er til dæmis allt timbur kurlað og endurnýtt sem kolefnisgjafi við framleiðslu járnblendis í verksmiðju Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga. Með þessari endur- vinnslu hefur verið stigið merkilegt skref því að slík aðferð hefur hvergi verið notuð fyrr og hefur þetta þróun- arverkefni járnblendifélagsins og Sorpu víða vakið athygli. Með þessari aðferð minnka gróðurhúsaáhrif verk- smiðjunnar um 30–40%. Fleiri þróunarverkefni hafa verið unnin á vettvangi Sorpu og má þar nefna gassöfnun í urðunarstaðnum á Álfsnesi. Samkvæmt starfsleyfi Sorpu ber að safna því gasi sem myndast við rotnun lífrænna úr- gangsefna á urðunarstað og nýta það eftir fremsta megni. Eftir að hafa staðið að þróun vegna nýtingar met- angassins ákvað stjórn félagsins að stofna sérstakt fyrirtæki, Metan hf., til að hreinsa, dreifa og selja metan- gas, auk þess að framleiða orku úr því. Fyrirtækið var stofnað í ágúst 1999 af Sorpu og Aflvaka og um mitt síðasta ár hófst sala á metangasi til bifreiða í samvinnu við Olíufélagið hf. Þá höfðu tuttugu fyrstu metanbílarn- ir verið fluttir til landsins af Heklu hf. Með þessu hefur verið stigið enn eitt skrefið til að bæta umhverfið. Miklir möguleikar bíða í framtíðinni, því að gasvinnslan getur séð fyrir eldsneyti á 1500 bifreiðir og umhverfisáhrifin eru veruleg. Sorpa beitti sér sömuleiðis ásamt Aflvaka og fyrirtækinu Sagaplasti fyrir stofnun sérstaks fyrirtækis um eyðingu spilliefna. Efnamóttakan hf. var stofnuð fyrir tveimur árum og annast nú meðhöndlun og eyðingu spilliefna. Á undanförnum árum hef- ur verið þróuð framleiðsla á moltu úr garðaúrgangi og hefur náðst góður árangur í að þróa mjög góða afurð. Flokkun alls þess sem berst til endur- vinnslustöðvanna hefur leitt af sér margs konar starfsemi. Hér má nefna að lítið fyrirtæki, Góði hirðirinn, er að vaxa upp en það byggir starfsemi sína á því að endurnýta húsgögn og búnað og selja. Ágóði af þeirri starfsemi fer til líknarmála. Öflugt fyrirtæki Á þessum tíu árum sem liðin eru frá því að Sorpa hóf rekstur hefur fyr- irtækið vaxið og dafnað. Velta þess var á síðasta ári rúmlega 900 m.kr. og eigið fé rúmlega 600 m.kr. Gjaldskrá er ætlað að standa undir rekstri og fjárfestingum. Útboð á einstökum rekstrarþáttum er viðhaft eftir því sem frekast er kostur. Fyrirtækið á að gegna lögboðnum skyldum eig- enda sinna, sveitarfélaganna sem að baki því standa, og hefur lagt áherslu á að þegar um er að ræða nýja starf- semi, sem ætla má að geti orðið til samkeppni um, sé hún tekin út úr fyr- irtækinu og stofnuð ný fyrirtæki með einkaaðilum. Fyrirtækið hefur átt því láni að fagna að hafa á að skipa góðu starfs- fólki, sem leggur metnað sinn í góða þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæð- isins. Í dag starfa um hundrað manns hjá fyrirtækinu og hefur um fjórð- ungur þeirra starfað frá upphafi. Sorpu hefur tekist að verða leið- andi fyrirtæki á sviði umhverfismála og til þess er leitað varðandi reynslu og nýjar lausnir. Sorpa mun áfram hafa mikilvægu hlutverki að gegna við að þróa aðferðir sem geta bætt umhverfi okkar. Sorpa – tíu ára umhverfisfyrirtæki Inga Jóna Þórðardóttir Höfundur er stjórnarformaður Sorpu bs. Umhverfismál Sorpu hefur tekist, segir Inga Jóna Þórðardóttir, að vera leiðandi fyrirtæki á sviði umhverfismála og er til þess horft varðandi reynslu og nýjar lausnir. ÞAÐ hefur ríkt einkennileg þögn í fjölmiðlum landsins eftir að menntamálaráðherra lýsti í ræðu á ársfundi Rannís í síðasta mánuði til- lögu sínum um breytingar á Rann- sóknarráði Íslands. Nokkuð góð sátt hefur ríkt um starf Rannís frá því að lögin voru sett árið l994. Samkv. þeim lögum er Rann- sóknarráð Íslands sjálfstæð stofnun sem hefur ítarlega skil- greint hlutverk um að vera til ráðuneytis um stefnumörkun á sviði vísinda og tækni, gera árlega tillögur um út- deilingu framlaga úr ríkissjóði til vísinda og tækni, móta úthlutun- arstefnu og veita styrki úr þeim sjóðum sem eru í vörslu ráðs- ins, annast kynningu á rannsóknarstarfsemi, mat á árangri rann- sóknarstarfs, sam- vinnu við hliðstæðar stofnanir er- lendis og beita sér fyrir, í samráði við rannsóknarstofnanir og atvinnu- líf, að gera áætlanir um rannsóknir og þróun og skila árlega skýrslu til menntamálaráðherra. Þetta starf hefur verið unnið í gengum fagráð þannig að margir hafa komið að því. Fagráðin gera m.a. stefnumótandi tillögur um mál sem varða verksvið þeirra hvers um sig. Að þessu starfi hafa fjölmargir vísindamenn komið og fyrirkomu- lagið hefur reynst gagnsætt, lýð- ræðislegt og opið eins og vera ber. Þess vegna hefur ríkt góð sátt um starfið, þó að vandinn hafi vissulega verið mikill, fyrst og fremst vegna viðvarandi fjársveltis. Í stjórnartíð hæstvirts menntamálaráðherra hef- ur verðgildi þess fjár, sem varið hef- ur verið til rannsókna úr sjóðum Rannís, snarrýrnað þrátt fyrir fjálglegar yfirlýsingar ráðherrans hæstvirts um gildi vísindarann- sókna fyrir framþróun og hagvöxt í landinu. Þær yfirlýsingar get ég þó heilshugar tekið undir. En þetta var greinilega meira lýðræði en gott þótti að dómi hæst- virtrar ríkisstjórnar og nú hefur verið ákveðið að hverfa aftur til for- tíðar og gera Rannsóknarráð að ráðherrabattaríi svo hið pólitíska vald hafi nú alla þræði í hendi sér. Gert er ráð fyrir að skipa ráðið m.a. 7 ráðherrum (hvers eiga þeir ráð- herrar að gjalda sem ekki fá að vera með?) og þetta ráðherrarannsókn- arráð á að hittast tvisvar á ári ári undir formennsku forsætisráð- herra. Það er örlítið kómískt eftir það sem á undan er gengið að hugsa sér fyrrnefnda ráðherra, stillt upp í Rannsóknarráð með þessum hætti, vinnandi faglega vinnu í starfshópi. Það er heldur ekki hægt að neita því að þegar jafnmikill skortur er á rannsóknarfé og hér hefur verið við lýði, og ekki er einu sinni unnt að styrkja nema hluta þeirra umsókna sem fá einkunnina A, þá opnar þetta leiðir fyrir pólitískt pot við úthlut- anir rannsóknarfjár. Einnig vil ég draga í efa að tillögur ráðherrans um að fagleg stefnumótun eigi að fara fram inni í ráðuneytunum séu til bóta. Einnig er það allrar athygli vert að í þessu ferli er hvergi gert ráð fyrir aðkomu Alþingis. Eitt af því sem vek- ur athygli í þessum hugmyndum er að styrkjum verði aðeins úthlutað til einstak- linga og fyrirtækja en ekki stofnana. Þessi aðferðafræði hlýtur að teljast ópraktísk og getur hugsanlega átt við um þróunar- og ný- sköpunarstyrki en varla um fé til vísinda- rannsókna. Lögform- legur viðtakandi á slík- um styrk til starfsmanns fyrirtækis eða stofnun- ar hlýtur að vera prókúruhafinn sem svo er ábyrgur fyrir ráðstöfun hans. Styrkir á móti frá Evrópu- sambandinu eru hins vegar mestan part veittir til stofnana. Einnig vekur furðu að að ríkis- stjórnin, sem virðist vera fljót að dæma stofnanir af sem hún telur ekki nógu pólitískt þægar, virðist áforma að breyta skrifstofu Rann- sóknarráðs Íslands í eins konar þjónustu- og úttektareiningu eða eyðublaðalager. Þetta virðist fyrst og fremst þjóna því markmiði að stytta leiðina milli hins pólitíska valds og úthlutana á rannsóknarfé en síður marka leiðina til úthlutana sem byggðar eru á faglegu og gagn- sæju mati. Því hefur verið lýst að einkum sé tekið mið af fyrirkomulagi í þessum málum, sem tekið hafi verið upp í Finnlandi, og það er rétt að Finnar hafa slíka ráðherranefnd. En þeir hafa einnig Finnsku akademíuna sem hefur 4 rannsóknarráð á sínum snærum. Þetta virðist hafa dottið fyrir borð í þeim tilvitnunum sem ég hefi heyrt um finnska kerfið í um- ræðunni hér á landi. Einnig það að finnsk stjórnvöld gerðu ekki bara kerfisbreytingar heldur tóku ákvörðun um að verja til rannsókna og þróunar mjög auknu fjármagni frá finnska ríkinu og þeir hafa markvisst aukið framlög ríkisins um 15% á ári á undanförnum árum. Það er ekki síst þetta aukna fjár- magn sem hefur blásið lífi í nýsköp- un í finnsku atvinnulífi. Ekki hefur heyrst neitt um að ís- lensk stjórnvöld ætli að feta í fót- spor Finna í þeim efnum. Hér hafa Vísindasjóður og Tæknisjóður rýrn- að að raungildi á undanförnum 8 ár- um. Auðvitað er það svo að í tillögum ráðherrans er eitt og annað sem er allrar athygli vert, þó svo að mér hugnist lítt að færa málefni Rann- sóknarráðs í auknum mæli inn í ráðuneytin, eins og ráðgert er í til- lögum menntamálaráðherra. En í kjölfar þeirra tillagna kemur vænt- anlega frumvarp til laga og ég hvet vísindamenn til að ræða þessi mál opið og af hreinskilni og reyna þannig að hafa áhrif á lagasetn- inguna á mótunarstigi. Það er nauð- synlegt að skipulag þessara máli sé með þeim hætti að vísindamenn geti treyst á óhlutdrægni þeirra sem um fjalla. En síðast en ekki síst er nauð- synlegt að tryggja málaflokknum mun öflugri fjárhagslegan stuðning af hálfu hins opinbera en hingað til hefur verið raunin. Sigríður Jóhannesdóttir Höfundur er alþingismaður. Rannsóknarráð Það er nauðsynlegt, segir Sigríður Jóhannesdóttir, að skipulag þessara máli sé með þeim hætti að vís- indamenn geti treyst á óhlutdrægni þeirra sem um fjalla. Ráðherrar í Rann- sóknarráð NÚNA styttist í að frumvarp um lögleið- ingu á ólympísku hnefaleikum verði af- greitt frá alþingi. Ég hef fylgst með flestu af því sem komið hef- ur fram, með eða á móti ólympískum hnefaleikum og orðið margs vísari. Flestir sem eru á móti íþrótt- inni hafa því miður ekki kynnt sér hana nægilega vel til að geta dæmt um hættur hennar fyrir líkama og sál. Eftir að hafa lesið grein Katrínar Fjeld- sted í Morgunblaðinu í síðustu viku setti mig hljóðan. Ég virði alla þá sem vilja kynna sér málið af eigin raun og fagna því, og er sannfærð- ur um að það sé heppi- legra til lengri tíma litið. Ég tel að skoð- anir megi ekki yfir- skyggja staðreyndir. Dæmi um þær hættur er, að fela læknum eða öðrum fræðingum að túlka staðreyndir samkvæmt sínum eig- in tilfinningum án þess að kynna sér þær. Hvernig stendur á því að læknar sem segjast hafa þekkingu á málinu minnast ekki einu orði á það for- varnargildi sem ólympískir hnefaleik- ar hafa! Nú er það vitað mál hverjir stunda þessa íþrótt að mestu leyti, oft börn, unglingar og fullorðnir sem stunda ekki aðrar íþróttir og hafa aldrei gert því þau hafa ekki fundið sig annars staðar. Háttvirtir alþingismenn, þið hafið framtíð þessa fólks að miklu leyti í höndum ykkar. Síðastliðið sumar fór hópur ungra stráka til Bandaríkjana til að keppa við aðra boxara. Þetta var glaður hópur vaskra stráka sem ljómuðu af gleði og ánægju, þætt- irnir voru teknir upp og sýndir á Skjá 1 í vetur. Við félagar í Hnefa- leikafélaginu í Reykjanesbæ skor- um á alþingismenn að sýna okkur stuðning og hvetjum þá til að kynna sé starfsemina með eigin augum. Þá er ég viss um að Ísland keppi á næstu Ólympíuleikum. Leyfum ólymp- íska hnefaleika Sigurður Friðriksson Hnefaleikar Þá er ég viss um að Ís- land keppi, segir Sig- urður Friðriksson, á næstu Ólympíuleikum. Höfundur er formaður Hnefaleikafélags Reykjaness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.