Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 32
ERLENT 32 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ábyrgð – áreiðanleiki Gullsmiðir Barmmerki við öll tækifæri Fyrir fundi , ráðstefnur og ættarmót Hægt er að velja á milli þess að hafa hangandi klemmu eða klemmu og nælu á baki bammerkis. Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is Barmmerkin fást í mörgum litum sem bjóða upp á flokkun ættartengsla þegar ættarmót er haldið. Prentum á barmmerkin, ef okkur eru send nöfnin í Excel skjali. Pappírinn kemur rifgataður í A4 örkum, fyrir þá sem vilja prenta sjálfir. BIBLÍU- og bænastundin hefst stundvíslega klukkan átta að morgni undir handleiðslu John D. Ashcrofts, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þá kemur hópur starfsmanna í höfuðstöðvum dóms- málaráðuneytisins í Washington saman á skrifstofu hans eða í fund- arherbergi til að lesa upp úr Ritn- ingunni og sameinast í bæn með ráðherranum. Hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu starfa um 135.000 manns víða um heim og margir, hvort sem þeir eru kristnir eða annarrar trúar, telja að með þessu sé æðsti yfirmaður dómsmála í landinu að misnota aðstöðu sína og fara á svig við stjórnarskrána sem mælir fyrir um aðskilnað ríkis og kirkju. Ashcroft hafði þennan sama sið er hann var öldungadeildarþingmaður og Mindy Tucker, talsmaður hans, sagði í viðtali við Washington Post að hann væri aðeins að „nota stjórn- arskrárbundinn rétt til að láta trú sína í ljós“. Sagði hún að allir starfs- mennirnir væru velkomnir á bæna- fundina en þess ekki krafist af nein- um að hann mætti. Ekki í anda stjórnarskrárinnar Eins og fyrr segir eru margir mjög óánægðir með þetta. „Það er verkefni dómsmálaráðuneytisins að reka erindi ríkisstjórnarinnar og réttarkerfisins en ekki að halda á loft ákveðnum trúarskoðunum,“ sagði lögfræðingur hjá ráðuneytinu en hann eins og margir aðrir vildi ekki að nafn hans kæmi fram. „Í mínum augum og margra er hér um að ræða virðingarleysi og þetta er ekki í anda stjórnarskrárinnar.“ Laura W. Murphy, forstöðumað- ur bandarísku borgararéttindasam- takanna, segir að bænastundir Ash- crofts brjóti í bága við reglur um vinnustaði alríkisins og annar lög- fræðingur hjá ráðuneytinu segir þær „algert hneyksli“. Óbein þvingun „Það er auðvelt að fá það á tilfinn- inguna að taki maður ekki þátt í þessu geti það haft áhrif á starfs- framann,“ sagði hann og undir það tekur Phillip B. Heyman, prófessor við Harvard og aðstoðardómsmála- ráðherra í ríkisstjórn Bills Clintons. Segir hann að bænastundirnar séu ekki beinlínis ólöglegar en líklegt sé að þeir, sem taka þátt í þeim, séu þóknanlegri Ashcroft en aðrir. Ashcroft vildi ekkert um þetta mál segja en trúin hefur alltaf skipt hann miklu máli. Hann íhugaði einu sinni að gefa kost á sér í forseta- kosningum með stuðningi kristinna íhaldsmanna og guð og Biblían eru oft fyrirferðarmikil í ræðum hans. 1998 sagði hann að „skikkjuklædd klíka notar lögin um aðskilnað ríkis og kirkju, sem hugsuð voru kirkj- unni til verndar, til að kúga trúað fólk.“ Ári síðar sagði hann í ræðu við háskólaútskrift að Bandaríkin væru grundvölluð á trúnni „og við eigum engan annan konung en Jes- ús“. Fór þessi yfirlýsing hans fyrir brjóstið á sumum þingmönnum er útnefning hans sem ráðherra kom til kasta þingsins. Bannorð í bréfaskriftum Ashcroft hefur sett undirmönnum sínum nýjar og strangar reglur um bréfaskriftir á vegum ráðuneytisins, á bréfsefni sem ber nafn hans. Þeir mega til dæmis ekki nota orðið „stolt“, sem Biblían segir synd, og þeir mega ekki taka þannig til orða að „ekkert er eftirsóknarverðara en opinber þjónusta“. „Hann rekur ráðuneytið eins og kirkju með öllum helgisiðunum og bannorðunum,“ segir Barry W. Lynn, framkvæmdastjóri samtaka sem standa vörð um aðskilnað ríkis og kirkju. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því.“ John D. Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna. Hér ræðir hann við fréttamenn um aftöku Timothy McVeighs. Sagður reka ráðu- neytið eins og kirkju Reuters Ekki allir ánægðir með biblíu- og bænafundi Ashcrofts, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna MIKIL harka hefur færst í skilnað- armál Rudolphs Giulianis, borgar- stjóra New York, og hefur hann þurft að þagga niður í lögfræðingi sínum sem úthúðaði borgarstjóra- frúnni í fjölmiðlunum. Þykir málið vera orðið að þvílíkum skrípaleik að jafnvel æsifréttablöðum borgarinnar þykir nóg um. Raoul Felder, lögfræðingur Giuli- anis, lét þau orð falla að borgar- stjórafrúin rýtti „eins og pikkfast svín“ sem þyrfti að „draga sparkandi og öskrandi“ út úr borgarstjórabú- staðnum, Gracie Mansion. Vinir Giulianis hafa séð slúður- blöðunum í New York fyrir sögum um hversu illa borgarstjórafrúin, Donna Hanover, hafi komið fram við eiginmann sinn eftir að hann greind- ist með krabbamein í blöðruhálskirtli í fyrra. Vinir borgarstjórafrúarinnar hafa svarað þessu með frásögnum af því hvernig Giuliani hafi auðmýkt hana með því halda framhjá henni og koma fram opinberlega með hjákonu sinni, Judith Nathan. Rimman færðist í aukana í fyrra- dag þegar New York Post, sem styð- ur Giuliani, birti mynd af Hanover á forsíðu, lýsti henni sem grimmri norn og uppnefndi hana „Cruella DeHanover“. Kvartar yfir „grimmi- legri meðferð“ Giuliani óskaði eftir skilnaði í fyrra og skýrði fjölmiðlunum frá því án þess að hafa rætt það áður við eig- inkonu sína. Hún hefndi sín með því að taka þátt í umdeildu leikriti um konur og kynfæri og var það mikið vandræðamál fyrir borgarstjórann sem barðist þá við Hillary Clinton um öldungadeildarsæti fyrir New York en dró sig síðar í hlé vegna krabbameinsins. Hanover hefur neitað að flytjast úr borgarstjórabústaðnum og býr þar enn með tveimur börnum þeirra, ell- efu og fimmtán ára. Borgarstjórinn hefur þurft að sofa í litlu gestaher- bergi í bústaðnum. Í skilnaðarbeiðninni kvaðst Giul- iani hafa mátt þola „grimmilega og ómannúðlega meðferð“ af hálfu eig- inkonu sinnar eftir að hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann lýsti andvökunóttum sínum þegar hann gekkst undir meðferð við krabbameininu. Kvaðst hann hafa vaknað klukkan fimm á hverjum morgni og ekki getað sofnað aftur vegna hávaða frá æfingatækjum eig- inkonu sinnar. Borgarstjórinn kvaðst ennfremur hafa kastað upp allt að átta sinnum á hverri nóttu vegna krabbameins- meðferðarinnar en herbergið sem hann þyrfti að sofa í væri án baðher- bergis. Þegar Giuliani var spurður um ummæli Felders kvaðst hann vera andvígur því að lögfræðingar hjónanna ræddu skilnaðarmálið í fjölmiðlunum. Borgarstjórafrúin hefur farið fram á það við dómara að hann banni hjá- konu Giulianis að koma í borgar- stjórabústaðinn á þeirri forsendu að heimsóknir hennar þangað hleyptu enn meiri illsku í skilnaðarmálið. Felder skýrði frá því um helgina að Giuliani væri orðinn getulaus vegna krabbameinsmeðferðarinnar og samband hans við Nathan væri því ekki kynferðislegt, þau væru miklu frekar vinir en elskendur. Hann bætti við að Hanover væri „kjánaleg“ og „ómerkileg“ kona sem vildi aðeins vekja á sér athygli til að hljóta frægð og frama sem sjón- varps- og leikkona. AP Harka færist í skilnaðarmál borgarstjórans í New York Eiginkonu Giulianis úthúð- að í fjölmiðlum AP Borgarstjórafrúin, Donna Han- over (t.v.), með Ellen Levine, rit- stjóra tímaritsins Good House- keeping. New York. The Daily Telegraph. Giuliani, borgarstjóri New York, með ástkonu sinni, Judith Nathan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.