Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 59
Lið Árskóga vann bæði gull og silfur FÉLAGS- og þjónustumiðstöðin í Ár- skógum hefur á að skipa harðsnúinni sveit karla og kvenna sem stunda boccia. Þann 17. apríl var haldin bocc- iakeppni í Laugardalshöll á vegum áhugafólks um íþróttir aldraðra. Mörg lið af höfuðborgarsvæðinu og frá Suðunesjum tóku þátt í keppninni. Liðssveit Árskóga sigraði og hlaut þar með gullverðlaun. Um er að ræða veglegan farandbikar sem nú er hýst- ur í Árskógum fram að næstu keppni að ári. Viku fyrir þessa keppni var haldið hið árlega Bocciamót Félagsmið- stöðva Reykjavíkurborgar í Íþrótta- húsi fatlaðra við Hátún. Þar hlaut sveit Árskóga silfurverðlaun. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 59 STÉTTARFÉLAG íslenskra félags- ráðgjafa heldur ráðstefnu um börn, áföll og missi föstudaginn 18. maí á Grand hóteli frá kl. 9.00–16.15. Aðalfyrirlesari er Dr. Phyllis R. Silverman félagsráðgjafi en hún hef- ur áratuga reynslu af rannsóknum, kennslu og meðferðarvinnu varðandi sorg og sorgarviðbrögð. Hún hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem sérfræðingur á sínu sviði og er eft- irsóttur fyrirlesari víða um lönd og hefur hlotið fjölmargar viðurkenn- ingar fyrir störf sín. Um þessar mundir stýrir Dr. Silverman rann- sókn á viðbrögðum barna og ung- linga við dauða foreldra. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra setur ráðstefnuna. Nanna Sigurðardóttir félagsráðgjafi fjallar um börn, áföll og missi. Stúlknakór Reykjavíkur syngur nokkur lög og Ingveldur M. Hannesdóttir 14 ára segir frá reynslu sinni sem langveikt barn. Eftir hádegi verða 6 málstofur. Að loknum málstofum verða pallborðs- umræður undir stjórn Láru Björns- dóttur félagsmálastjóra og félags- ráðgjafa. Þórhildur Líndal umboðsmaður barna slítur ráðstefn- unni. Styrktaraðilar ráðstefnunnar eru Félagsþjónustan í Reykjavík, um- boðsmaður barna og dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Ráðstefna um börn, áföll og missi HALDIÐ verður upp á 20 ára út- skriftarafmæli nemenda sem útskrif- uðust úr Réttarholtsskóla árið 1981 þann 19. maí nk., en í þeim árgangi eru nemendur sem fæddir eru 1965. Fagnaðurinn er haldinn í Versölum í Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1. Allir þeir sem ætla að mæta eru beðnir um að leggja 3.600 kr. inn á reikning nr. 0111-05-268272, kt. 080165 4989 fyrir 19. maí. Nemendur eru hvattir til þess að mæta snemma, eða í síðasta lagi um kl. 20:30, segir í fréttatilkyningu. Léttur matur verð- ur á boðstólnum og diskótónlist. Fagnaður hjá ’65 árgang- inum í Réttó EINAR Sigurðsson landsbóka- vörður undirritaði 9. apríl sl., fyrir hönd menntamálaráðuneytisins, samning við Data Downlink Corp- oration um aðgang Íslendinga að gagnasöfnunum Portal B* og .xls. Þetta er þriðji samningurinn sem verkefnisstjórn um aðgang að gagnasöfnum, sem menntamála- ráðherra skipaði á síðastliðnu ári, gerir við eigendur erlendra gagna- safna um aðgang á landsvísu. Aðrir samningar sem gerðir hafa verið eru við Bell & Howell og Institute for Scientific Information. Samningurinn við Data Down- link Corporation felur í sér aðgang að tveimur gagnasöfnum: Portal B* er vefgátt fyrir fyrirtæki sem eru stórnotendur upplýsinga, s.s. bankar, ráðgjafarfyrirtæki, lög- fræðistofur, og fjármálafyrirtæki sem og önnur fyrirtæki. Styrkur Portal B* liggur í gagnasafni meira en 8.500 vefja á sviði viðskipta sem eru valdir, flokkaðir og skráðir af viðskipta- og upplýsingafræðing- um. Slóðin að Portal B * er: http:// www.portalb.com/ - Smellt á „Log in“. Samningurinn gildir frá 30. apríl 2001 til 30. maí 2002. Greiðsla fyrir aðganginn er tæpar 4 milljónir kr. og er miðað við að að háskólar og bókasöfn greiði sem svarar 75% þess kostnaðar og atvinnulífið 25% kostnaðarins. Allar upplýsingar um aðgang og notkunarskilmála gagnasafnanna verður að finna á vef hvar.is sem er heimasíða rafrænu gagnasafnanna. Slóðin er: http://www.hvar.is/. Verkefnisstjórn um aðgang að gagnasöfnum Samningur um aðgang Íslands að gagnasöfnum ♦ ♦ ♦ Bátasýning á Dalbraut DIÐRIK Jónsson, Dalbraut 27, fæddur 1914, sýnir bátasmíði sína frá undanförnum árum á Dalbraut 27. Sýningin verður opnuð föstudag- inn 18. maí nk. og verður opin virka daga frá kl.13-16. Þroskahjálp vill félagsþjónustu til sveitarfélaga LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp harma þá niðurstöðu að lagafrum- varp um félagsþjónustu sveitar- félaga og fylgifrumvörp hafi verið dregin til baka á Alþingi, segir í ályktun frá samtökunum. „Samtökin ítreka þá skoðun að sveitarfélög eigi að sinna félagsþjón- ustu við alla þegna sína. Frá því 1996 hefur verið stefnt að tilflutningi á félagsþjónustu við fólk með fötlun frá ríki til sveitarfélaga og mikil vinna verið unnin við undirbúning nauðsynlegra frumvarpa. Lands- samtökin Þroskahjálp skora á sveit- arfélög og ríki að leggja ekki árar í bát og leita allra leiða til að ná sam- stöðu um málið svo af tilflutningi geti orðið 1. janúar 2003 eins og ráð hafði verið fyrir gert.“ ♦ ♦ ♦ OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Síðumúla 34, Fellsmúlamegin Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is H ö n n u n & u m b ro t e h f. © 2 0 0 1 D V R 0 6 7 Sænsk úrvalsfura á hagstæðu verði - trygging fyrir l águ verði! InnréttingarFuru í sumarhúsið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.