Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Hjalti minn. Það er sárt að þurfa að sætta sig við að þú ert farinn án þess að hafa fengið að kveðja þig. Það var svo langt síðan ég sá þig en samt hugsaði ég svo mikið til þín og mig langaði alltaf að fá að kynnast þér svo miklu betur og fá að vita svo margt um þig. En því miður lágu leiðir okkar í sitt- hvora áttina en hugur minn var alltaf hjá þér. Ég á svo fallegar minningar um þig frá því að við vorum lítil og svo skemmtilegar myndir af þér sem ég mun alltaf geyma til minningar um þig. Ein af mörgum minningum um þig er Óli litli og mér finnst svo ynd- islegt að heyra um það hvað hann er að verða líkur þér, alveg sami grall- arinn. Ég man, þegar ég kom í heimsókn eða fór eitthvað með ykkur, hvað þér fannst gaman að stríða Svönu og Kristínu en þær hlógu nú oftast því það var ekki hægt annað því að þú varst samt svo góður við þær. Mér finnst alltaf svo gaman að heyra sögur um þig og ég kemst ekki hjá því að fá tár í augun þegar ég heyri hvað þú varst góður við mig þegar við vorum lítil og vorum í barnaafmælum og öðrum veislum. Þú hélst utan um litlu systur og pass- aðir hana og það átti sko ekkert að koma fyrir hana. Ég vildi að ég gæti fengið að vera svona góð við þig núna eins og þú varst við mig þá, og haldið utan um þig og sagt þér hvað mér þótti vænt um þig þó að ég hitti þig svona sjaldan. En ég veit að þér líður miklu betur núna heldur en þér gerði hér og ég veit að englarnir munu halda utan um þig og passa þig fyrir mig. Ég sit hér og hugsa til vina þinna sem fengu að njóta þeirra forréttinda að kynnast þér og vera með þér í gleði og sorg því að ég veit að fyrir innan þennan harða töffara var lítill, góður strákur sem átti þá ósk heit- asta að líða vel alveg eins og við öll óskum okkur. Elsku Hjalti minn, ég mun aldrei gleyma þér og ég vona að þú munir heldur ekki gleyma mér og munir fylgja mér og passa að ég breyti rétt í lífinu. Ég þakka Guði fyrir þær stundir sem ég átti með þér og kveð þig með tárin í augunum. Þín systir, Kolbrún. Til elsku besta bróður míns. Ég held að fyrstu minningar mínar um Hjalta séu þegar við vorum bara litlir krakkar. Ennþá hálfgerðir óvitar, reyndar var hann sex árum eldri en ég og ég man hvað honum þótti gott að geta passað mig og verndað. Ég leit alltaf mikið upp til hans og vildi vera með honum og ég held að innst inni hafi honum bara þótt ágætt að dröslast um með litlu systur sína. Hjalti hefur alltaf haft mikið ímynd- unarafl sem ég held að allir hafi elsk- að. Leikirnir sem hann fann upp á, það getur enginn komist nálægt þeim. Ég man meira að segja bara fyrir nokkrum árum, ég hugsa að hann hafi verið 16 eða 17 ára þegar fjölskyldan fór í sumarbústað í Ölf- usborgum. Þetta var um páskana og eitt kvöldið kom stórhríð og hann stakk upp á að við færum í björg- unarleik. Þetta fannst okkur systr- unum æðislegur leikur. Hann var nú HJALTI S. SVAVARSSON ✝ Hjalti S. Svavars-son fæddist í Reykjavík 4. júní 1979. Hann lést 10. maí síðastliðinn. For- eldrar hans eru Sig- urjóna Kristinsdóttir og Svavar D. Hjalta- son. Systkini Hjalta eru Kolbrún Ósk, Svanhildur Tinna, Kristín og Ólafur Helgi Útför Hjalta fer fram frá Hallgríms- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. oftast björgunarmaður- inn enda gátum við ekki borið hann. Eitt af því sem Hjalti elskaði mest var náttúr- an og dýrin. Hann hafði svo gaman af því að vera úti að labba eða hjóla, bara vera í nátt- úrunni. Hann gat talað endalaust um dýr, hann vissi líka svo margt um þau. Ég held að ein besta gjöfin sem við gáfum honum hafi verið dýralífsmyndirnar sem hann horfði svo oft á og hafði svo gaman af. Ég veit að þetta eru minningar sem ég mun aldrei gleyma, sama hvað ég verð gömul. Og ég veit að ég á eftir að hitta Hjalta minn aftur þótt það verði ekki alveg strax. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Svanhildur Tinna. Elsku Hjalti minn, nú ertu kominn á betri stað. Þú ert orðinn engill hjá guði, þú varst reyndar alltaf engillinn okkar. Það er svo margt breytt án þín, nú geturðu ekki strítt mér leng- ur, sagt mér allt um dýrin, náttúruna og horft á sjónvarpið með mér langt fram eftir nóttu. En ég veit að sálin þín er alltaf hjá okkur. Ég man við gátum setið hlið við hlið tímunum saman án þess að segja orð, við bara sátum þarna og það var samt svo yndislegt. Þú varst svo blíður og góð- ur. Þú varst og verður alltaf besti bróðir sem hugsast getur. Því svo elskaði guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Megi ljós þitt lifa að eilífu. Kristín litla systir. Mig langar að minnast dótturson- ar míns með minningum um yndis- legan, fallegan og ljúfan dreng. Hann var svo rólegur og þægilegur sem lít- ið barn, geislandi með fallegu ljósu lokkana sína. Ég minnist síðasta faðmlags okkar í apríl. Ég vona að honum líði betur þar sem hann er núna og bið guð að vernda hann og blessa. Svanhildur (Svana amma). Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villzt af leið. Ó, faðir, gjör mig styrkan staf að styðja hvern, sem þarf, unz allt það pund, sem guð mér gaf, ég gef sem bróður arf. (Matthías Jochumsson.) Hann elsku Hjalti okkar er dáinn. Það eru fá orð sem geta lýst líðan minni, þegar mér barst sú sorgar- fregn. Þótt því verði ekki lýst hér, þá vil ég minnast þessa ljúfa drengs og þess tíma sem hann átti með okkur. Hjalti var frumburður systur minnar og svo sannarlega augasteinn móður sinnar frá fyrsta degi. Hann var ljúft ungbarn og fljótlega mjög fjörugur og skemmtilegur. Hann heillaði mig fljótt með ljósu lokkun- um sínum og hlýja brosinu. Þegar hann eltist varð hann meinstríðinn og þá slapp enginn við galsaganginn í honum. Systur hans fóru ekki var- hluta af því, þótt honum þætti ofsa- lega vænt um þær. Enda var hann mjög spenntur og glaður þegar þær fæddust og svo seinna ekki síður þeg- ar hann eignaðist lítinn bróður. Hjalti var oftast sjálfum sér nógur og gat dundað sér tímunum saman. Einu sinni var hann í pössun hjá mér og byggði þá heila borg úr spilum, sem var ótrúlegt þolinmæðisverk fyr- ir barn á hans aldri, úr öllum spila- stokkum heimilisins. Hann var líka mikill ævintýraunnandi og upplifði ævintýrin með mikilli innlifun. Hann sökkti sér oft ofan í lestur þannig bókmennta. Þegar mamma hans fór að búa með Óla (stóra) eignaðist Hjalti mik- inn vin, sem átti eftir að reynast hon- um mjög vel í gegnum súrt og sætt og þótti Hjalta mjög vænt um hann. Við mömmu sína hélt hann alltaf góðu sambandi, eftir að hann var floginn úr hreiðrinu, enda mikill mömmu- drengur. Elsku Jóna, Óli, Kolla, Svana, Didda og Óli Helgi, megi guð gefa ykkur styrk í sorginni. Guð gefi þér frið, elsku Hjalti minn. María (Mæja frænka). Í gær var hann hræddur, vonlaus, kvíðinn smár, máttvana, tómur, lauf hans veik og föl feyktust til og frá í norðanvindinum. Í dag er hann öruggur, ánægður, fallegur, hreinn, kröftugur, lauf hans sterk, græn og þykk teygja sig mót sólu. Ég kynntist þér fyrst þegar ég var að passa þig á barnaheimili. Þá varst þú á öðru ári, lítill ljóshærður kútur, fjörugur, vel gefinn og skemmtileg- ur. Ekki má gleyma fallegu, stóru augunum þínum og löngu þéttu augnhárunum sem einkenndu svip þinn. Augnaráð þitt greypti sig svo auðveldlega í hjarta mitt, já líkt og við hefðum horfst í augu svo oft, oft áður. Þessir eiginleikar þínir ein- kenndu þig alla þína ævi. Við urðum strax miklir og góðir vinir. Þegar þú varst fjögurra ára kynntust Stebbi, Helena og Ilmur þér og þegar fyrsta barnabarnið okk- ar, Stefán yngri, fæddist fékk hann einnig að vera með þér. Við tókum öll sama ástfóstrinu við þig. Við vorum svo heppin að mega vera samferða þér og í nánum tengslum við þig í gegnum nokkur tímabil, fyrst þegar þú varst fjögurra ára og síðan þegar þú varst fjórtán og sextán ára. Þú varst augasteinn okkar allra. Nú hef- ur þú kvatt þennan heim, elsku strák- urinn minn. En þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Ég vildi óska að líf þitt hefði verið hamingjuríkara. Ég vildi líka óska að það hefði verið lengra. Ég trúi því að allt sem gerist hafi tilgang. Ég trúi því að dauði þinn hafi líka tilgang, fyrir þig sjálfan og okkur sem eftir lifum. Ég minnist allra okkar samverustunda frá því þú varst lítill og þar til ég kvaddi þig síð- ast. Ég minnist samverustunda þinna og Stebba og stelpnanna. Ég minnist þess hvað þið Stebbi gátuð átt ynd- islegar stundir saman, hlegið, gert grín að allri tilverunni. Sjaldan hef ég séð hann skemmta sér jafnvel og þegar þið „tókuð flugið“ saman, það var eins og strengir ykkar slægju ná- kvæmlega sama takt. En við áttum líka ótrúlega heimspekilegar sam- ræður um lífið og tilveruna og ótrú- legt hvað þú varst þroskaður og áttir auðvelt með að ræða hluti sem marg- ir þér miklu eldri ræða aldrei. Þínar jákvæðu hliðar voru svo sterkar að ekkert annað lifir í minningunni. En allir þessir góðu eiginleikar þínir dugðu þér ekki, því miður. Lífs- hlaup þitt var ekki auðvelt, elsku Hjalti minn. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér, stutt þig á tímabil- um og lært af þér svo margt. Þú varst svo sérstakur persónuleiki. Alltaf gat ég treyst þér á hverju sem gekk í lífi þínu. Fyrir stuttu sagði ég við þig: „Þú manst, Hjalti minn, að ef eitt- hvað kemur fyrir Stebba verður þú að flytja til mín, því ég get ekki búið ein.“ „Já, ég man það,“ sagði hann og ég er viss um að hann hefði staðið við það. Þú varst að mörgu leyti of góður fyrir þennan heim, svo viðkvæmur og lítill innst inni en lifðir þó í hinum harða undirheimi sem þú þoldir samt aldrei. Þú fannst þig einhvern veginn hvergi, nema svo stutta stund. Oft og mörgum sinnum reyndir þú að snúa blaðinu við. Stundum tókst þér það og ég trúði að „nú mundi þér takast það“. Þú fékkst vinnu, ræktaðir þinn innri mann, byrjaðir að byggja upp betra líf, en svo kom skellurinn og svo stór að lokum að þú féllst undan hon- um. Það er sorglegt að sjá svo fallegan, skynsaman og hjartahlýjan dreng fara þá leið sem þú fórst og tollur sá sem áfengi og eiturlyf taka af æsku okkar endurspeglast í þér, lífi þínu og dauða. Á tímamótum sem þessum stöldrum við fjölskyldan við og segj- um sem svo: Mikið vorum við heppin að fá að verða þér samferða spöl og spöl, mikið þökkum við þér vel fyrir samveruna, mikið átt þú stórt pláss í hjarta okkar, mikið hefði verið gam- an ef við hefðum getað gert meira fyrir þig, sérstaklega síðustu árin. Við þökkum ykkur, Sigurjóna og Svavar, fyrir að eiga þennan strák og gefa okkur hlutdeild í honum. Ég trúi því, Hjalti minn, að þú sofir vært eins og þegar þú varst lítill og ljósu lokk- arnir þínir léku við koddann þinn og brár þínar lukust svo fallega. Ég trúi því líka að þegar þú hefur hvílst nóg munir þú vakna til betra lífs. Þú minnir mig á engil, hvert sinn er ég hugsa um þig sé ég þig sem engil. Guð veri með þér og fjölskyldu þinni allri. Kveðja frá Stebba, stelp- unum, mönnunum þeirra og barna- börnunum okkar með þökk fyrir allt. Þín vinkona, Magnea Reinaldsdóttir (Maddý). Þú ert 3ja ára. Ég er 12 ára. Við hittumst í fyrsta sinn. Það eru jól. Ég leiði þig úti í snjónum og finn að það þarf að passa þig betur en önnur börn. Þú ert brothættur og hefur þegar reynt sitthvað. Augun þín og hárið eru falleg og þú snertir streng í hjarta mínu. Ég elska þig eins og lítinn bróður. Þú ert 5 ára. Þú býrð hjá okkur heilt sumar. Þú hangir í kaðli í stofunni okkar og leikur Loga Geimgengil. Við lesum saman náttúrulífsbækur. Þú þekkir nöfn allra dýranna og kennir mér. Þú ert 13 ára og flytur aftur til foreldra minna. Ég er 22 ára, jafngömul og þú varst fyrir nokkrum dögum. Þú ert fyndinn og feiminn segir mér brandara og ert ennþá jafn brothættur. Þú ert fjölskyldan mín í 1 ár. Þú ert 17 ára. Þú flytur aftur til okkar. Ég er orðin móðir í sambúð og þú átt kærustu. Þú hefur þroskast ert ungur maður með reynslu. Það er gaman að tala við þig og auðvelt að þykja vænt um þig eins og bróður. Þú ert 22 ára. Ég tala við þig í huganum. Þú segir gráttu ekki við sjáumst í Nangijala það er þangað sem menn fara þegar þeir deyja. Ég elska þig, hittumst í Nangijala (Til Hjalta.) Þín Ilmur. Elsku, elsku Hjalti minn. Mig langar að segja svo margt við þig elsku litli geimgengillinn minn. Í þessari tilveru varst þú litli fóstur- bróðir minn en ástin og væntumþykj- an sem myndaðist strax og þú komst inn á heimilið okkar þegar ég var að skríða inn á unglingsárin segir mér að þú hafir verið tengdur fjölskyld- unni frá ómunatíð. Um leið og þú steigst fæti þínum inn fyrir dyr heim- ilisins, pínulítill og algjört krútt, var eins og þú hefðir alltaf verið þar. Það voru aldrei neinar efasemdir um það að þú værir hluti af okkur. Við syst- urnar, ég og Imma, urðum til dæmis vitni að því þegar við komum heim einn daginn að þið pabbi voruð að spila. Það væri nú ekki í frásögur færandi ef pabbi minn hefði sést taka í spil áður. En sannleikurinn er sá að hann hefur aldrei þolað spil og alltaf neitað að spila við okkur Immu. Meira að segja barnabörnum hans hefur hvorki fyrr né síðar tekist að fá hann til að spila. En þér tókst ein- hvern veginn að fá hann til að spila við þig og það eitt segir svo mikið um það hvað þú áttir auðvelt með að bræða hjörtu fólks. Þú varst sko ekki sá eini sem „dásaðir“ þig fyrir framan spegilinn í Barmahlíðinni, því við öll fjögur höfum alltaf „dásað“ þig og gerum enn. Ég mun sennilega aldrei sætta mig við að þú hafir farið svona ungur elsku Hjalti minn og ég finn til reiði út í þau öfl sem drógu þig þang- að sem þú ert kominn núna. Ég get aðeins vonað að þú sért á góðum stað og svo er ég auðvitað viss um að við hittumst aftur. Mig langar bara að segja svo margt við þig, þú varst svo klár og greindur strákur, svo skemmtilegur og yndislega góður við allt og alla. Ég man þegar þú gafst honum Stebba mínum fyrstu Nintendo-tölvuna sína, hvað hann var glaður og hvað þú varst innilega gjafmildur við hann og þolinmóður að kenna honum að leika á hana. Ég á bara svo margar góðar minningar um þig elsku litli feimni fósturbróðir minn og mér þykir svo leiðinlegt að þú skulir ekki fá að vaxa meira í þessu lífi. Mér þykir óendanlega vænt um þig. Ég bið þig vel að fara litli geimgengill og hlakka til að sjá þig aftur. Kær kveðja, Helena Stefánsdóttir. Nú þegar við kveðjum okkar kæra vin, Hjalta Svavarsson, eigum við margs að minnast frá liðnum árum. Góðar stundir um ljúfan, bjartan og gefandi dreng. Mynd af áhugasömum sex ára strák sem stendur við hlið kennara síns í Breiðholtsskóla á leið í fyrstu kennslustund. Mynd af stolt- um stóra bróður horfa á nýfædda systur. Hjalti varð svo bjartur og um- hyggjusamur á svip þegar hann tal- aði um systkini sín sem voru honum svo kær. Minningar úr skemmtileg- um ferðalögum þar sem hann er syngjandi kátur í góðum vinahópi á sólskinsdegi í Galtalækjarskógi. Hlátur hans og glens á skemmti- kvöldi í sumarbústað á Úlfljótsvatni. Ógleymanleg gönguferð á Þingvöll- um. Við munum hann ánægðan segja frá vinnu sinni þar sem honum var fengin ábyrgð í hendur. Einnig að skrifa hughreystandi bréf til vinar í erfiðleikum. Þegar okkur fæddist lítil prinsessa í fjölskyldunni bárust fljótt hamingjuóskir frá honum. Hjalti á stórt pláss í hjörtum okkar, sem hann snerti hvert á sinn hátt, með sinni hlýju nærveru. Við þökkum honum samfylgdina og allar góðu stundirn- ar, og samveruna í sigrum hans og sorgum í baráttunni við illvígan sjúk- dóm. Við vottum okkar dýpstu samúð og megi góður guð styrkja ykkur, fjölskyldu hans og ástvini, og leiða ykkur og blessa. Haukur Gunnar, Gunn- hildur og Helga Hauks. Það var hringt í mig á föstudaginn og mér sagðar þessar sorgarfréttir að hann Hjalti minn væri látinn. Þetta var mikið áfall fyrir mig að frétta þetta, ég gat bara ekki trúað þessu, eða ég bara vildi ekki trúa því að ég myndi aldrei fá að sjá þig aftur, Hjalti minn. En þegar ég sá síðan myndina af þér í Morgunblaðinu á sunnudagsmorgun varð mér ljóst að þú varst virkilega farinn og það fór kaldur hrollur um mitt sára hjarta og ég sat bara þarna og grét. Margar minningar hafa farið í gegnum huga minn síðan ég frétti þetta. Ég hef hugsað og hugsað um þig, þú varst minn besti vinur og meira en það og ég sakna þín svo mikið, en af hverju kvaddir þú mig ekki, það fannst mér sárast. Ég hefði getað hjálpað þér eins og þú varst vanur að hjálpa mér, vinir standa alltaf saman og mun ég aldrei gleyma þér og góðu stundun- um sem við áttum saman. Við sem ætluðum að gera svo mikið saman, t.d. er afmælið mitt framundan, þú ætlaðir að vera með mér þá, ég var búin að bíða eftir að þú myndir hringja því við ætluðum að ákveða hvað gera skyldi þegar ég yrði einu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.