Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÁTTVIRTUR menntamálaráð- herra, Björn Bjarnason. Í samanburði við velferðarmál annarra Norðurlandaþjóða, kemst Ísland ekki í neitt verð- launasæti. Hags- munaþróun og tækniþróun hvers ríkis byggist á menntun þjóðarinnar. Möguleik- inn til að sem flestir geti notið æðri mennt- unar byggist á velferð ríkisins. Þetta er hug- myndin sem leiðir menntakerfið í skand- inavísku löndunum Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Stjórnvöldin þar styðja æðri mennt- un og gera þess vegna sitt besta til að styðja við bakið á þeim sem vilja eyða nokkrum ár- um af lífi sínu til háskólanáms. Það er þess vegna til mikillar skammar hvernig íslensk stjórnvöld koma fram við íslenska námsmenn. Það kemur mér ekki á óvart að hlutfall háskólamenntaðra er mun lægra á Íslandi en í hinum Norðurlandaþjóð- unum. Kannanir frá 1998 sýna að að- eins 21% af Íslendingum höfðu menntun á háskólastigi en 26% í Noregi og 28% í Svíþjóð. Árið 1995 var Noregur það land í Evrópu sem hafði hlutfallslega flest háskóla- menntað fólk. Tölurnar höfðu þá hækkað um 50% síðan 1990. Norsk stjórnvöld sjá greinilega fyrir sér menntaðan starfskraft sem grund- völl fyrir tækniþróun, þar sem tækniþróunin er háð menntuðu fólki. En hvað er það sem stjórnvöldin í Skandinavíu gera til að styðja sína framtíðarkynslóð, nokkuð sem ís- lensk stjórnvöld ekki gera? Svarið er margþætt og byggist meðal annars á þeim mismun sem er á milli náms- lánasjóða landanna. Mismunurinn er svo mikill að LÍN, Lánsjóði ís- lenskra námsmanna, hefur verið lýst sem stórum brandara af starfsfólki Statens Lånekasse í Noregi. Þann samanburð, sem ég ætla að lýsa hér, byggi ég aðallega á íslenska og norska kerfinu. Það sem ég nefni hér er einungis það sem skiptir mestu máli. Ég gæti haldið lengi áfram en þá þyrfti ég nokkrar blaðsíður í Morgunblaðinu. Ég tek sem dæmi einstakling í leiguhúsnæði og í fullu námi. Allar tölur eru reiknaðar í ís- lenskum krónum. Til að byrja með vil ég nefna námsstyrkina sem hver einasti norski námsmaður á rétt á, hvort sem hann stundar nám á háskóla- stigi eða menntaskólastigi og hvort sem hann sækir um lán eða ekki. Þar með þarf einn nemandi ekki að taka svo mikið lán heldur fær hann hluta af framfærslunni sem styrk sem hljóðar upp á 19.500 kr. á mánuði, 10 mánuði ársins. Lánið hins vegar hljóðar upp á 45.500 á mánuði. Og í Svíþjóð fá námsmenn 58.200 kr. í styrk á mánuði og 17.355 á lán. Til samanburðar getur íslenskur náms- maður sótt um 66.050 kr. á mánuði í lán en fær engan styrk. Þessar færslur breytast svo við útreikninga af launum og greiddum skatti fyrir hvert ár. Frítekjumarkið er 48.700 kr. á mánuði í Noregi en bara 22.083 á Ís- landi. Til að bæta gráu ofaná svart þá geta norskir nemendur þén- að ótakmarkað yfir sumarmánuðina, án þess að það sé dregið frá framfærslunni en á Íslandi gildir þessi upp- hæð fyrir allt árið þó að við einungis fáum framfærslulán í 9 mán- uði af árinu. Fyrir ís- lenska námsmenn í Noregi þá nægir ekki hámarkslán og há- markslaun fyrir lág- marksframfærslu á ári, en það myndi gera það ef annaðhvort frítekjumarkið væri hærra eða ef við gætum þénað ótak- markað á sumrin. Annað atriði er að í Noregi er lánið borgað út í byrjun annar. Það hefur marga kosti. Á Íslandi, þegar sótt er um lán, megum við námsmenn senda launaáætlun fyrir sama ár, ásamt upplýsingum um áætlaðan skatt. Útfrá þessu er svo áætlað lán fyrir námsmanninn sem hann svo ekki fær fyrr en að afloknu prófi. Fyrir nemendur sem ekki hafa fasta vinnu, ef til vill taka aukavaktir á einhverj- um vinnustað þegar þeim hentar og ekki einu sinni hafa fundið sér sum- arvinnu, þá getur þetta orðið að til- tölulega alvarlegu vandamáli. Þar sem við þurfum lánið áður en námið hefst, verðum við að stofna til sam- skipta við banka og semja um lán. Bankinn fær svo áætlunina í hend- urnar og sendir okkur lán sem til- svarar því sem LÍN hefur ákveðið. Í lok skólaárs verðum við svo að senda inn launaseðla og skattauppgjör. Ef endanleg áætlun ekki tilsvarar hinni upprunalegu og er hærri, sem er mjög algengt, þá fær bankinn ekki allan peninginn tilbaka og við lend- um í skuld við bankann. Þessi skuld getur jafnvel verið svo há að við höf- um ekki ráð á því að halda áfram í námi, og verðum að byrja að vinna til að borga skuldina hjá bankanum, sem aftur kemur okkur í klípu, þar sem við þénum svo mikið að við seinna meir getum ekki sótt um fullt lán. Þetta er einn vítahringur. Per- sónulega lendi ég alltaf í skuld við bankann, þó ég vinni ekki of mikið og fari þar með yfir tekjuáætlunina. En þar sem ég fæ alltaf endurgreitt frá skattinum á hverju ári fyrir að hafa borgað of mikið, þá er sú summa dregin frá láninu. Þar sem við fáum ekki lán á sumr- in (júní – ágúst), þá ættum við ís- lenskir nemendur að eiga fullan rétt á því að þéna ótakmarkað á þeim tíma. Við eigum rétt á að minnsta kosti 100% hærra frítekjumarki. Ég get ekki skilið hvernig það kemur ríkinu við hversu mikið við þénum ásamt láni. Þetta ætti allt að vera á okkar eigin ábyrgð og þess vegna ættum við einnig að eiga fullan rétt á láninu í byrjun annarinnar eða að út- borgað lán eftir próf ætti alltaf að til- svara upprunalegri áætlun til að koma í veg fyrir þessi vandræði við bankann. Endurborgun af skatti árið eftir ætti heldur ekki að hafa áhrif á úthlutun láns. Það er til mikillar skammar að íslensk stjórnvöld veiti ekki styrki til náms. Þau ættu að sýna sóma sinn í að sýna að mennt er máttur og að fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. Þetta fjallar einfaldlega um ein- staklingsfrelsi. Opið bréf til menntamála- ráðherra Inga Þórðardóttir Höfundur er námsmaður í samanburðarstjórnmálafræði við háskólann í Björgvin. Menntun Þar sem við fáum ekki lán á sumrin (júní – ágúst), segir Inga Þórðardóttir, þá ættum við íslenskir nemendur að eiga fullan rétt á því að þéna ótakmarkað á þeim tíma. UNDIRRITAÐUR flokkast sem aðstand- andi einstaklings sem átt hefur við geðræn vandamál að stríða. Ég las af athygli grein Her- dísar Benediktsdóttur í Morgunblaðinu 9. maí þar sem hún annars vegar lýsir gráum og þröngum aðbúnaði sjúklinga á geðdeild Landspítalans og hins vegar vekur athygli á þeirri hugmynd sinni að á Vífilsstöðum mætti koma fyrir umræddri geðdeild í fallegu og ró- legu umhverfi. Ég las einnig af áhuga ummæli sem höfð voru eftir Hannesi Péturs- syni, forstöðulækni á geðsviði Land- spítalans – háskólasjúkrahúss, í Morgunblaðinu 10. maí þar sem hann var spurður út í umræddar hugmynd- ir Herdísar. Hann tók ekki undir þær þótt hann segðist skilja hvað vekti fyrir greinarhöfundi. Það var og. Nú skal það tekið fram, að undirritaður veit ekki hvaða spurningar blaðamaður Morgun- blaðsins lagði fyrir Hannes, en af því að mér þótti hugmynd Herdísar um Vífilsstaðaspítala virkilega forvitnileg þá var eitt og annað í tilsvörum hans sem velti upp spurningum. Það eru einkum fimm atriði sem Hannes kemur inn á sem ég vildi gjarnan skoða nánar. 1. Haft er eftir Hannesi: „Það er náttúrulega það sem skiptir megin- máli að rannsóknir, greining og með- ferð geðsjúkdóma eigi sér stað við sambærilegar aðstæður og gilda um meðferð annarra sjúkdóma. Það er grundvallaratriði.“ Þetta hljómar vel og er satt og rétt hjá Hannesi. En samt þykir mér hann sitja fastur í gömlum klafa. Hvers vegna ættu ekki rannsóknir, greining og meðferð geðsjúkra að geta farið fram á faglegan og vand- aðan hátt „við sambærilegar aðstæð- ur“ þótt sjúkrahúsið væri á rólegum og fallegum stað eins og Vífilsstöðum? Á stað- setning að draga úr vönduðum og faglegum vinnubrögðum? 2. Í Mbl. stendur: „Hann sagði að komið hefði í ljós með gömlu hælisvistina eða það að vista viðkomandi fjarri borgarniðnum að það hefði orðið miklum mun erfiðara fyrir viðkom- andi að snúa aftur til síns félagslega um- hverfis.“ Nokkru fyrr í um- mælum sínum segir Hannes einnig að fyrir um fimmtíu árum hafi rutt sér til rúms virk lyfjameðferð. Sem sagt, þegar sjúklingar áttu erfitt með að snúa aftur frá gömlu hælisvistinni var það fyrir tíma virku lyfjameðferðar- innar. Er til reynsla af því hvernig sjúklingi gengur að snúa aftur eftir virka lyfjameðferð í hlýlegu og frið- sælu umhverfi? Ekki er það að skilja á orðum Hannesar. 3. Haft er eftir Hannesi að „áður hefðu líka verið fá úrræði varðandi skilvirka meðferð, auk þess sem ein- staklingur gæti orðið háður slíkri stofnanavistun og hún þá valdið hon- um skaða með þeim hætti“. Undirritaður hefur séð marga koma og fara á geðdeildinni við Hringbraut á leið sinni sem aðstand- andi síðustu árin. Fjöldi sjúklinga er þar gersamlega háður staðnum, leitar þangað æ ofan í æ vegna síendurtek- inna veikinda. Þá vaknar aftur svipuð spurning og kom hér upp að ofan. Er til reynsla af því hvernig sjúklingi gengur að vinna úr sjúkdómi sínum ef hann fær tækifæri til að gera það með virkri lyfjagjöf í friðsælu og fallegu umhverfi? Það skyldi nú aldrei vera að það yrði til að fækka þeim sem eru gersamlega háðir geðdeildinni. 4. Hannes segir: „Það er aðalatriði að meðferð fari fram í sem allra mestu samræmi við það sem gerist með aðra sjúkdóma. Allt annað ýtir undir skilningsleysi og hamlar því að hægt sé að vinna gegn þeim fordóm- um sem oft hafa verið uppi gagnvart geðsjúkdómunum.“ Ég vona að mér sé fyrirgefið þótt ég botni ekkert í þessum orðum Hannesar. Þetta er að hluta til end- urtekning á því sem haft var eftir Hannesi og ég skipaði í fyrsta lið at- hugasemda minna, en hvernig ýtir það undir skilningsleysi og hamlar gegn fordómum að geðsjúkdómar njóti þeirrar sérstöðu sem þeir hafa? Þeir eru nefnilega mjög ólíkir öðrum sjúkdómum og kalla að mörgu leyti á önnur vinnubrögð en aðrir sjúkdóm- ar. 5. Í Morgunblaðinu stendur: „Hann sagðist því ekki geta tekið undir efni þeirrar greinar sem birst hefði í Morgunblaðinu um þetta, en skildi þó hvað vekti fyrir greinarhöf- undi. Það væri auðvitað oft þannig, að kyrrð og næði ýttu undir bata fólks, sama hvaða sjúkdóm væri um að ræða.“ Fyrirgefðu Hannes, en var það ekki einmitt það sem Herdís var að segja í grein sinni? Er hægt að kaf- skjóta hugmynd og fallast síðan á meginröksemdina í sömu setning- unni? Loks vil ég nefna, að Hannes kem- ur ekkert inn á ábendingar Herdísar um þröngan og nöturlegan aðbúnað geðsjúkra við Hringbraut. Ef til vill lagði blaðamaður Morgunblaðsins ekki þannig spurningar fyrir hann og þá væri hann stikkfrí frá þeirri um- ræðu. En lýsingar Herdísar á þeim þætti eiga því miður við rök að styðj- ast og ómaklegt að sneitt sé hjá því að ræða það, viljandi eða óviljandi. Því miður finnst mér ummæli Hannesar um þetta efni minna á hundinn á roðinu. Hundur á roði Guðmundur Guðjónsson Geðheilbrigði Er hægt að kafskjóta hugmynd, spyr Guð- mundur Guðjónsson, og fallast síðan á meg- inröksemdina í sömu setningunni? Höfundur er blaðamaður á Morgunblaðinu. ÉG HEITI Helga Pálína og er þroska- heft. Ég er 28 ára og hef unnið á verndaða vinnustaðnum Bjark- arási í mörg ár hjá mörgum þroskaþjálf- um. Ég er þannig gerð að ég þarf öryggi og festu ef mér á að líða vel og breytingar fara illa í mig. Þegar alltaf er að koma nýtt og nýtt starfsfólk verð ég vansæl og gengur illa í vinnunni og þá er ég líka pirruð og erfið heima. Mér finnst langbest þegar þroskaþjálfar vinna með okkur þótt annað starfsfólk sé oft mjög gott. Þroskaþjálfar kunna betur á okkur og þau vandamál, sem upp koma á vinnustað þar sem margir misjafnlega þroskaheftir einstak- lingar vinna. Hvert okkar er með sínu móti og flest erum við vanaföst og þess vegna er mikilvægt að með okkur vinni fólk sem þekkir okkur vel og er menntað til starfans. Ófaglært fólk, þótt það vilji vel, getur aldrei komið í stað þroskaþjálfa. Þótt ég hafi ekki mikið vit á launum og svoleiðis veit ég að þroskaþjálfar hafa mjög lág laun. Mér er sagt að þeir hafi miklu lægri laun en t.d. hjúkrunarfræðingar og leik- skólakennarar, sem hafa víst ekki nein svakalaun, og það finnst mér óréttlátt. Þroskaþjálfar vinna mjög erfitt og slítandi starf og ættu að hafa gott kaup. Ef þeir hefðu gott kaup myndu þeir vera kyrrir hjá okkur og yrðu ekki neyddir til að segja upp og fá sér aðra vinnu vegna lélegs kaups. Nú eru þroskaþjálfar búnir að fá nóg og eru að fara í verkfall og þá verður lokað í Bjarkarási og ég kvíði mikið fyrir því eins og við öll sem þar vinnum. Þá verðum við að vera heima og láta okkur leiðast. Því fylgir mikið álag á okkur og alla sem að okkur standa því það getur verið mjög erfitt og krefjandi að hafa okkur heima og frá vinnunni okkar kannski marga daga, vikur eða mánuði. Andleg og líkamleg velferð margra okkar og fjölskyldna okkar er í húfi ef ekki fást þroskaþjálfar til að vinna með okkur og ef við verðum lengi frá vinnu vegna verkfalls. Ég vil því fyrir mína hönd, fjöl- skyldu minnar og allra þroska- heftra og aðstandenda þeirra skora á þá sem ráða, að koma í veg fyrir verkfallið og semja strax við þroskaþjálfa um mikla kauphækk- un þannig að þeir geti lifað af laun- um sínum og unnið við þau störf sem þeir hafa menntað sig til. Þroskaheftir vilja ekki verkfall Helga Pálína Sigurðardóttir Þroskaþjálfaverkfall Þroskaþjálfar eiga skilið hærra kaup, segir Helga Pálína Sigurð- ardóttir, og skorar á alla að koma í veg fyrir verkfallið. Höfundur er starfsmaður á verndaða vinnustaðnum Bjarkarási. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.