Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDARÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni að taka tilboði SS Byggis í framkvæmdir við Amtsbókasafnið. Um er að ræða framkvæmdir við nýbyggingu safnsins, breytingar á eldra húsnæði og frágang á lóð. Alls bárust fimm tilboð og tvö frávikstilboð í verkið og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun. SS Byggir bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 317 milljónir króna, sem er tæplega 105% af kostn- aðaráætlun. Verktími er 2001-2004. Ásgeir Magnússon formaður framkvæmdaráðs sagði það vissulega tímamót að framkvæmdir við safnið væru nú að hefjast og hann sagðist fagna því. „Það hefur verið beðið lengi eftir því að bæta aðstöðuna í safninu og þetta er ein af þeim menn- ingarstofnunum bæjarins sem mest eru sóttar af almenningi. Í safnið koma fleiri hundruð manns á hverjum degi.“ Ásgeir sagði að tilboð SS Byggis væri heldur yfir kostnaðaráætlun en að ákveðið hefði verið að ganga að því. Aðspurður um hvort það hefði kom- ið mönnum á óvart að öll tilboðin voru yfir kostn- aðaráætlun, sagði Ásgeir að menn hefðu ekkert endilega átt von á því, „en þetta er nokkuð flókin bygging.“ 14 ár frá því byrjað var að hanna húsið Við opnun tilboðanna á dögunum og sagt var frá í Morgunblaðinu, kom fram hjá verktökunum sem buðu í verkið að þarna væri um að ræða nokkuð erfiða byggingu í framkvæmd, auk þess sem gögn málsins hefðu ekki verið allt of auð- skilin. Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri SS Byggis, sagði jafnframt að það að gögnin hefðu ekki verið nógu skýr, væri að hluta til skýr- ingin á því að tilboðin voru öll yfir kostnaðar- áætlun. Ásgeir sagðist ekki geta sagt til um það en að hins vegar hafi hönnuðir haft nægan tíma til að ganga frá þessum gögnum. „Það eru 14 ár síðan byrjað var að hanna húsið og hönnuðirnir höfðu eitt og hálft ár frá því að við settum verkið af stað á nýjan leik og þar til gögnin voru tilbúin. Þannig að tímaskortur hefði ekki átt að há þeim.“ Tilboði SS Byggis í framkvæmdir við Amtsbókasafnið tekið Lengi verið beðið eftir því að bæta aðstöðuna í safninu ÁVEITAN í Sandgerði og Bygg- ingaráðgjafinn í Garðabæ fengu út- hlutað sitt hvorum raðhúsareitnum á nýju byggingasvæði við Klettaborg á Akureyri, en þessi félög voru þau einu sem sóttust eftir þessum bygg- ingareitum. Alls er um að ræða svæði með 36 raðhúsaíbúðum. Á fundi umhverfisráðs í gær var einnig úthlutað tveimur bygginga- reitum við Lindarsíðu, en á hvorum reit fyrir sig verður rými fyrir 45–60 íbúðir. Reitunum var úthlutað til Byggingafyrirtækjanna Hyrnu og SS-Byggis. Alls sóttu 10 bygginga- fyrirtæki um þessa reiti. Heimamenn sniðgengu reitina við Klettaborg Vilborg Gunnarsdóttir formaður umhverfisráðs sagði það vissulega valda vonbrigðum að heimamenn hefðu sniðgengið þá byggingareiti sem til úthlutunar voru við Kletta- borg. Hún sagðist hafa heyrt af óánægju meðal þeirra með skipulag svæðisins, en þó hefði enginn þeirra gert athugasemdir við skipulagið á þeim tíma sem upp á slíkt var boðið. Vegna hins mikla áhuga sem byggingaverktakar hefðu hins vegar sýnt á reitunum við Lindarsíðu þar sem mun færri fengu en vildu hefði verið bókað á fundi ráðsins að skoða strax möguleika á að gera bygging- arhæf viðbótarsvæði austan Glerár- kirkju frá Arnarsíðu og eins sunnan Reynilundar. „Byggingaverktakar hafa klárað að byggja á þeim svæðum sem þeir hafa mun fyrr en áætlanir þeirra gera ráð fyrir og því þurfum við að spýta í og útbúa ný svæði með meiri hraði en menn kannski áttu von á,“ sagði Vilborg. Nýtt fyrirkomulag við úthlutun Umhverfisráð hefur einnig úthlut- að 19 einbýlishúsalóðum við Kletta- borg, en ný aðferð var viðhöfð við út- hlutunina að þessu sinni. Alls barst 31 umsókn um þessar 19 lóðir og var fyrirkomulagið með þeim hætti að umsækjendur mættu á fund ráðsins og fengu þar númer. Síðan var dreg- ið með bingóvél eitt númer og fékk sá er það hafði að velja fyrstu lóðina og síðan koll af kolli. Vilborg sagði að almenn ánægja hefði verið með þetta fyrirkomulag og þeir sem ekki fengu lóðir í þetta sinn hefðu haft á orði að ekki væri hægt að vera svekktur, því aðferðin hefði verið réttlát. Lóðum úthlutað við Klettaborg og Lindarsíðu Heimamenn bitust um Lindarsíðu en sniðgengu Klettaborg HJÓNIN Jakobína og Haraldur nota tímann frá vori og fram á haust til að róa á skektu sinni um Pollinn og falla fáir dagar úr. Veðrið hafði leikið við Akureyr- inga og þau Jakobína og Har- aldur voru búin að koma trillunni á flot og byrjuð að dóla sér á Pollinum. „Ég held hún heitir Ringó,“ sagði Jakobína spurð um heiti trillunnar. Þau voru að ganga frá eftir róður dagsins þegar Morg- unblaðið hitti á þau en Jakobína sagði eitthvað af þorski á sveimi og eins hefðu þau orðið vör sil- unga. „Við sáum hann vaka svona hingað og þangað,“ sagði hún. Róa um Pollinn á góðviðrisdögum ÁKVEÐIÐ var á aðalfundi Akureyr- ardeildar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í fyrrakvöld að bjóða fram lista við sveitarstjórnarkosning- arnar á Akureyri á næsta ári. Ný stjórn var kosin á fundinum, en hana skipa Valgerður Jónsdóttir, Kristín Sigfúsdóttir, Jóhannes Árna- son, Björn Vigfússon og Guðmundur Ármann. Var nýrri stjórn falið að vinna að framboðsmálunum. „Við finnum fyrir miklum stuðningi og það hafa margir haft við okkur samband og hvatt okkur til að bjóða fram og við erum hörð á að gera það,“ sagði Valgerður. Hún sagði að þess yrði ekki langt að bíða að farið yrði að ræða málefni og áherslur varðandi framboðið, en hvað væntanlega frambjóðendur varðar sagði hún nægan tíma til stefnu. „En við höfum úr stórum hópi frambærilegs fólks að velja,“ sagði Valgerður. Í þjóðmálakönnun Rannsóknar- stofnunar Háskólans á Akureyri sem gerð var í síðasta mánuði kom fram að Vinstri-grænir nutu stuðnings 15,5% þeirra sem þátt tóku í könnuninni og fengju tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Vinstri- grænir bjóða fram á Akureyri Sveitarstjórnar- kosningar næsta vor SAMNINGANEFND Starfs- mannafélags Akureyrarbæjar bíður þess að setjast að samningaborðinu með launanefnd sveitarfélaga að nýju. Eins og fram hefur komið felldu félagsmenn STAK, sem vinna hjá Akureyrarbæ, kjarasamning þann sem skrifað var undir við launanefndina fyrr í vetur. Arna Jakobína Björnsdóttir for- maður STAK sagði að vilji væri til þess innan félagsins að setjast að samningaborðinu á ný og freista þess að ná viðunandi samningi, áður en farið yrði að huga að einhverjum aðgerðum, eins og t.d. verkfalli. Hins vegar væri verulegur pirringur í félagsmönnum, sem hafa verið samningslausir frá áramótum. „Tím- inn er að hlaupa frá okkur og við get- um því ekki beðið mikið lengur.“ Allsherjaratkvæðagreiðslu þarf um verkfall Arna Jakobína sagði að launa- nefndin ætti í samningaviðræðum við aðra aðila og því væri óvíst hve- nær hægt yrði að funda með samn- inganefnd STAK á Akureyri. Hún sagði að STAK væri ekki félag sem gæti tekið ákvörðun um verkfall á einum félagsfundi. „Ákvörðun um verkfall þarf að fara í allsherjaratkvæðagreiðslu, þar sem helmingur félagsmanna þarf að taka þátt og helmingur þeirra að sam- þykkja verkfall. Það þarf því að und- irbúa slíkar aðgerðir nokkuð vel.“ Alls starfa um 320 félagsmenn STAK hjá Akureyrarbæ. Félagsmenn í STAK hjá Akureyrarbæ enn samningslausir „Tíminn er að hlaupa frá okkur“ SÍÐASTI fyrirlestur vetrarins hjá Samhygð verður n.k. fimmtudags- kvöld kl. 20.00 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þá mun sr. Gunn- ar Rúnar Matthíasson sjúkrahúss- prestur flytja fyrirlestur er hann nefnir Sorgin og sumartíminn. Sumartíminn reynist mörgum syrgjandanum erfiður. Sumarleyf- isferðir og sumarbústaðir kalla á glaðværð og bros, sem oft getur verið djúpt á hjá þeim sem nýlega hafa misst. Sr. Gunnar Rúnar mun ræða leiðir fyrir syrgjandann til að tak- ast á við þennan tíma og vinna með sínar tilfinningar. Sr. Gunnar Rún- ar Matthíasson hefur fjölþætta menntun frá Bandaríkjunum á sviði sálgæslu og starfar nú á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og kennir sálgæslu við guðfræðideild Háskóla Íslands Að fyrirlestri sr. Gunnars Rúnars lokn- um verða kaffiveitingar og almenn- ar umræður. Samhygð vill hvetja sem flesta til að koma á þennan fyrirlestur og fá stuðning og leiðsögn í sinni tilfinn- ingavinnu. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Rætt um sorg og sumar FERÐAFÉLAG Akureyrar býður upp á fuglaskoðunarferð á laugar- daginn, 19. maí. Farið verður um Krossanesborg- ir, þar sem er mikið og fjölbreytt fuglalíf. Brottför kl 10:00 frá Strand- götu 23. Fararstjóri verður Sverrir Thorstensen og ferðin tekur 2-3 tíma. Skrifstofan er opin á föstudag- inn milli kl 17:30 og 19:00, s. 462 2720. Ferðafélag Akureyrar Fuglaskoð- unarferð ♦ ♦ ♦ Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.