Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „OKKUR var ekkert að vanbúnaði, olía og kostur komin um borð, og ekkert vantaði nema karlana en nú eru þeir komnir líka,“ sagði Þorleif- ur Ananíasson, aðstoðarútgerðar- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf., við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þrjú skip ÚA fóru út á miðnætti. Sléttbakur í úthafskarfann á Reykjaneshrygg en Kaldbakur og Árbakur í þorskinn. Harðbakur fer væntanlega í dag eða kvöld en áhöfn Rauðanúps, flýgur til Halifax í Kan- ada í dag vegna rækjuveiða á Flæmska hattinum. Samherjaskipin héldu einnig á miðin í gærkvöldi og nótt, að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðar- stjóra Samherja hf. Björgvin er far- inn á grálúðu, Akureyrin, Víðir og Baldvin Þorsteinsson í úthafskarf- ann, Vilhelm Þorsteinsson og Þor- steinn í kolmunna og ísfisktogararn- ir Björgúlfur og Kambaröst í þorskinn, en Margrét verður vænt- anlega tilbúin um helgina. Milli 160 og 170 sjómenn eru farnir út á skip- um Samherja, en Kristján segir að vonast sé til að vinnslan í landi hefj- ist upp úr helgi. Haukur Björnsson, útgerðarstjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf., segir að Guðrún Þorkelsdóttir fari á rækjuveiðar í dag. Votaberg er farið á rækju, Hólmaborg og Jón Kjart- ansson á kolmunna og Hólmatindur í þorskinn. „Þetta lá í loftinu og menn voru tilbúnir að fara enda nauðsynlegt að hjólin fari að snúast í atvinnulífinu hérna.“ Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. á Ísafirði hefur sent fimm togara á veiðar, þrjá á rækju og tvo á bolfisk- veiðar, að sögn Einars Vals Krist- jánssonar, framkvæmdastjóra. Rækjuvinnsla hefur verið í gangi en stefnt er að því að byrja að flaka bol- fisk á mánudag. „Þetta hefur verið langur og erfiður tími og ég held að sjómennirnir séu mjög spenntir að komast af stað.“ Að sögn Ægis Páls Friðbertsson- ar, framkvæmdastjóra Ísfélags Vestmannaeyja hf., hefur verið ákveðið að senda Sigurð og Antares í norsk-íslensku síldina en ljóst hvenær verður farið. H ar fór Bergey á bolfiskveið kvöldi og Heimaey fer í dag er að því að hefja vinnslu u næstu viku. Í gærkvöldi voru Snorri og Örfirisey tilbúin í úthafsk Reykjaneshrygg og Ásbjör N. Þorláksson í karfa á miðum, að sögn Rúnars Þ ánssonar, útgerðarstjóra G í Reykjavík. „Það verður g fara út á miðin núna og sjá þetta kemur út eftir mán Hjólin snúa fullu eftir h Strax í gærkvöldi var mikil hreyfing á skipaflota landsman stöðu og tilbúnir að fara á sjó með stuttum fyrirvara, en aðei artíðindin með lögum um stöðvun verkfalls sjómannafélaga kæmu út. Gert er ráð fyrir að fiskvinnslan verði komin á ful en vinnsla hefst sums staðar strax í d Morgunblaði Sjómenn fylgdust grannt með umræðum á Alþingi í gær BREYTINGAR Á EVRÓPUUMRÆÐU Áherzla Samtaka atvinnulífsins áEvrópumál á aðalfundi samtak-anna á þriðjudag vekur athygli. Samtökin hvetja til upplýstrar umræðu um kosti og galla aðildar að Evrópusam- bandinu og „að stjórnvöld og hagsmuna- samtök hefjist handa við skilgreiningu samningsmarkmiða Íslands vegna hugs- anlegrar aðildarumsóknar að ESB“. Með þessu ganga samtökin mun lengra en samtök vinnuveitenda hafa áður gert í af- stöðu sinni til Evrópumála. Það að heildarsamtök atvinnulífsins í landinu skuli nú taka upp þessa stefnu bendir til að breytingar séu að verða á Evrópuumræðunni til svipaðs horfs og í nágrannalöndum okkar, þar sem samtök atvinnurekenda hafa gjarnan farið fremst í flokki þeirra, sem hvatt hafa til aðildar að Evrópusambandinu. Hugsanlega er þessi breyting til marks um aukið vægi annarra atvinnu- greina en sjávarútvegs, sem ekki sjá sömu augljósu annmarka á aðild að Evr- ópusambandinu. Jafnframt er ljóst að af- staðan til gengismála og peningastjórn- unar vegur þungt í afstöðu SA eins og Finnur Geirsson, formaður samtakanna, gaf til kynna í ræðu sinni á aðalfundinum. Samtökin vilja ekki útiloka að Íslandi muni gefast kostur á aðild að Mynt- bandalagi Evrópu (EMU) í framtíðinni og vilja láta skoða kosti og galla mynt- samstarfs eða tengingar við annað mynt- svæði. Það verður raunar að teljast óraunhæft að ætla að Ísland geti fengið aðild að EMU án aðildar að Evrópusam- bandinu sjálfu. Við þær kringumstæður, sem verið hafa á Íslandi að undanförnu, þar sem sveiflur í genginu hafa verið talsverðar og vextir mjög háir, er út af fyrir sig ekki óeðlilegt að forsvarsmenn margra fyrir- tækja spyrji þeirrar spurningar hvort samkeppnisstaða fyrirtækja þeirra væri betur tryggð ef evran væri lögeyrir hér á landi í stað krónunnar. Í „Áherzlum at- vinnulífsins“ er bent á að með myntsam- starfi gætu vaxtakjör innanlands lækkað, viðskiptakostnaður myndi lækka, óvissa og gjaldeyrisáhætta í viðskiptum minnka og líkur á erlendum fjárfestingum hér aukast. Á hinn bóginn gæti aðild að Myntbandalagi Evrópu haft í för með sér auknar gengissveiflur í viðskiptum við önnur myntsvæði og síðast en ekki sízt, að Ísland missti stjórn á einu virkasta hagstjórnartækinu, peningastefnunni. Bent er á að þróunin í viðskiptalönd- unum, t.d. aukin notkun evrunnar bæði í Danmörku og Bretlandi þrátt fyrir að þessi viðskiptalönd okkar séu ekki aðilar að EMU, geti „gerbreytt allri stöðu Ís- lendinga á skömmum tíma“. Til slíks hef- ur enn ekki komið, en auðvitað er sjálf- sagt að vera á varðbergi gagnvart þeim breytingum í umhverfi okkar, sem kynnu að kalla á stefnubreytingu í peningamál- unum. „Ljóst er að íslenzkur sjávarútvegur gæti ekki unað við núverandi stefnu ESB í sjávarútvegsmálum,“ segir í áherzlum SA og þar stendur auðvitað hnífurinn í kúnni. Með núverandi sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins myndi aðild Íslands að sambandinu þýða að formleg ákvörðun um heildarafla á Íslandsmiðum yrði tekin í ráðherraráði Evrópusam- bandsins. Slíkt geta Íslendingar aldrei sætt sig við vegna afgerandi þýðingar fiskveiða fyrir þjóðarbúskapinn. Í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag lagði Franz Fischler, yfirmað- ur sjávarútvegsmála í ESB, áherzlu á að íslenzkur sjávarútvegur hefði ekkert að óttast þótt Ísland gengi í sambandið. ESB myndi virða rétt Íslendinga til veiða á þeim svæðum, þar sem þeir hefðu einir veitt áður og landhelgin því ekki fyllast af ESB-togurum. Þetta er í sjálfu sér ekk- ert nýtt, þótt það hafi ekki áður heyrzt beint af munni æðsta yfirmanns sjávar- útvegsmála í ESB. Þetta breytir heldur engu um ofangreint grundvallaratriði varðandi hið endanlega ákvörðunarvald um afla á Íslandsmiðum. Fischler gefur reyndar í skyn að hægt sé að breyta reglum til að koma til móts við hagsmuni einstakra ríkja og að ef ár- angur náist í umbótum á sjávarútvegs- stefnunni verði valdið fært í auknum mæli til einstakra svæða, sem myndi þýða að Íslendingar færu með vald yfir auðlindum sínum sjálfir. Þetta er auðvit- að sýnd veiði en ekki gefin og þessi um- mæli gefa ekkert tilefni til að breyta um stefnu í Evrópumálunum. Hins vegar er ástæða til þess að bæði íslenzk stjórnvöld og hagsmunasamtök fylgist vel með þeim umræðum um breytingar á sjávarútvegs- stefnunni, sem nú fara fram á vettvangi ESB. KONUR HVATTAR TIL FORYSTU Jafnréttisstofa og Háskóli Íslandsstanda að námskeiðum í sumar sem einkum er ætlað að undirbúa kvennemendur Háskólans fyrir ábyrgðarstörf á framtíðarstarfsvett- vangi þeirra. Á kynningarfundi, sem sagt var frá í Morgunblaðinu sl. sunnudag, kom fram að hlutur kvenna í ábyrgðarstörfum væri hvergi nærri nógu góður. Í 100 stærstu fyrirtækj- um landsins er t.d. aðeins ein kona í forstjórastól, engin kona stjórnarfor- maður og aðeins 10 konur sitja í stjórn þessara fyrirtækja. Þetta vekur óneitanlega upp spurn- ingar um það hvort jafnréttisbarátta liðinna áratuga hafi ekki verið nægi- lega áhrifarík þegar að því kemur að deila völdum og ábyrgð í samfélaginu. Sú áhersla sem lögð hefur verið á jafnrétti á heimilum er að sjálfsögðu ein forsenda atvinnuþátttöku kvenna, en þrátt fyrir að karlar kjósi í vaxandi mæli að axla þá ábyrgð til jafns við konur hefur það ekki dugað til að tryggja konum greiðari aðgang að for- ystustörfum á vinnumarkaði. Óviðunandi hlutskipti kvenna í at- vinnulífinu kemur ekki einungis fram í minni áhrifum í forystu og stjórnun, heldur einnig í lægri launum, eins og margoft hefur verið sýnt fram á. Þetta er erfitt að túlka á annan veg en þann að stjórnendur í atvinnulífinu meti störf og hæfileika kvenna ekki til jafns við karla, sem einnig kann að skýra hvers vegna konum gengur svo erf- iðlega að komast í áhrifastöður. Það atvinnuumhverfi sem þessar stað- reyndir lýsa hlýtur að eiga drjúgan þátt í því að draga úr sjálfstrausti og væntingum ungra kvenna sem eru að hefja starfsferil sinn. Það er því full ástæða til að fagna námskeiðum sem miða að því að efla sjálfsmynd kvenna og vekja athygli á þeim vandamálum sem þær þurfa að takast á við til að uppskera til jafns við karla að námi loknu. Jafnframt kveður nú við nýjan tón í samþykktum Samtaka atvinnulífsins, en frá aðal- fundi þeirra berast þau boð að „fjölga eigi konum í stjórnunarstöðum í at- vinnulífinu en hlutur þeirra hefur auk- ist hægt þrátt fyrir aukna menntun og umræðu.“ ÞORSKAFLINN frá 1. septem- ber 2000 til 10. maí 2001 var tæplega 132.000 tonn en um 173.000 tonn frá 1. september 1999 til 10. maí 2000, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Munurinn er um 41.000 tonn og gera má því skóna að hann sé fyrst og fremst tilkominn vegna minni heimilda og 40 daga verk- falls sjómanna. Leyfilegur heildarafli þorsks var 250.000 lestir fiskveiðiárið 1. september 1999 til 31. ágúst 2000, en er 220.000 lestir frá 1. september 2000 til 31. ágúst 2001. Leyfilegur heildarafli ýsu var 35.000 tonn á fyrrnefnda tímabilinu en er 30.000 á því síð- arnefnda. Sambærilegar tölur fyrir grálúðu eru 10.000 og 20.000 tonn. Ásgeir Daníelsson, hagfræð- ingur hjá Þjóðhagsstofnun, segir að útflutningsverðmæti sjávaraf- urða sé um níu til 10 milljarðar króna á mánuði að meðaltali, en verðmæti landaðs afla um fimm milljarðar á mánuði að meðal- tali. Hann segir ennfremur að þótt minna hafi veiðst af t.d. þorski undanfarna átta mánuði miðað við sama tíma fyrir ári, megi ætla að kvótinn náist á fiskveiðiárinu og því sé ekki um töpuð verðmæti að ræða. Að sögn Ásgeirs má áætla, miðað við tölur í fyrra, að út- flutningsverðmæti 10.000 tonna af þorski sé um 1,8 milljarðar króna og fyrrnefndur 40.000 tonna munur á milli ára sé því um sjö milljarðar að verð Hann áréttar að miklar s séu í verðmæti þorsksins ir að nefnt hafi verið í sa við verkfallið að menn h jafnaði veitt stærri fiskin                                       ! "  # $ !   %! &%!     '()*+'(                        ,+*)-) '*..( /*/.+ 0*+1+ ,+*),1 '*-.1 ''*+0+ '+1 0++ -/*/)) 1+( ,*./. ,*1,. ''*-+' '+'*+)' (.,*1'+ '*'/0*-1, ,              ! " Þorskaflinn um tonnum minni en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.