Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.05.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐ loknu námi við mynd-listar- og hönnunar-deildir Listaháskóla Ís-lands, sem áður hét Myndlista- og handíðaskóli Ís- lands, sýna þremenningarnir loks afrakstur erfiðis síns, ásamt öðr- um útskriftarnemendum deild- anna. Margrét er að útskrifast úr textíldeild, Bjarki úr grafískri hönnun og Rósa úr skúlptúrdeild. Sýning á verkunum var opnuð laugardaginn 12. maí í húsakynn- um Listaháskólans og hefur verið vel sótt, enda hefur þessi við- burður fyrir löngu skipað sér fastan sess í menningarlífi borg- arinnar. Útskriftarnemendurnir eru á ýmsum aldri og er óhætt að segja að verkin sem þarna eru til sýnis höfði til mismunandi skiln- ings áhorfenda með ólíkum hætti. Sýningin virðist vera ákaflega blönduð innbyrðis, fólk úr málun sýnir gjörninga og fólk sýnir mál- verk sem kemur úr öðrum deild- um. Er það rétt skilið? Rósa: Það held ég, til dæmis sjást mjög ólík vinnubrögð í skúlptúrdeildinni. Víða í sýning- unni má svo sjá mismunandi að- ferðir í einu og sama verkinu. Heldur engin deild sig við hefðbundna útleggingu á sínum miðli? Hvernig er hægt að fara til dæmis út fyrir hefðbundna graf- íska hönnun? Bjarki: Í raun má segja að grafísk hönnun sé hagnýt fjöl- tækni. Það er hætt að líta svo á að hún sé bara auglýsingateiknun og nú er litið á hana sem hvern annan miðil, rétt eins og málara- list. Svo hefur þetta blandast mjög, til dæmis má segja að allt sem heitir texti og mynd sé bara hrein grafísk hönnun, en margar aðrar greinar notast við þann miðil. Grafísk hönnun snýst ef til vill um það að sérhæfa sig í að tengja saman texta og myndmál, eins og er notað ansi víða. Margrét: Verkið mitt er til dæmis þannig, og þó er ég í text- íldeildinni. Rósa: Það er líka áberandi á sýningunni að þó að það sé svo- lítil slagsíða í átt að tvívíðum verkum, þá er mikil tenging við rýmið. Það er líka áberandi í grafísku hönnuninni, sum verkin leiðast út í rýmið og nýta sér það. Bjarki: Grafísk hönnun hefur orðið mjög vinsælt fag á und- anförnum árum. Ég held að það sé aðallega vegna þessarar miklu þarfar í nútímanum til að koma miklum og flóknum upplýsingum til skila á sem einfaldastan hátt. Það er mikil vöntun á fólki sem er menntað í því. En býður nám úr öðrum deild- um ekki upp á svipuð tækifæri sem miða að myndrænni fram- setningu? Margrét: Jú, það eru margir sem hafa notað tölvu við verk sín hér á sýningunni, án þess að vera í grafískri hönnun. Rósa: Fyrir mig hefur þetta nám líka verið nám í að hugsa að- eins öðruvísi. Ég held að það geti nýst víða í samfélaginu, annars staðar en til að gera myndverk til sýningar í sýningarsal. Þessi hugsun, að leita lausna á sem fjölbreyttastan hátt er hugsunar- háttur sem mætti nýta miklu víð- ar en þar. Nóg að gera Hvað er þá á dagskránni hjá útskriftarnemum hönnunar- og myndlistardeilda LHÍ árið 2001? Rósa: Bara leigja vinnustofu og sýna! Er myndlist sem sagt á dag- skrá? Rósa: Já. Margrét: Já. Hvað með grafískan hönnuð? Bjarki: Það hefur verið nóg að gera hjá grafískum hönnuðum, bæði við auglýsingagerð, netsíðu- gerð og fleira. Þannig að námið hérna tengist beint því sem þið ætlið að taka ykkur fyrir hendur? Rósa: Já, já, en það er auðvitað óljóst hvað maður er að fara að gera. Ég er ekki beint komin með ákveðið starf þar sem myndlistin nýtist mér, en ég held að hún muni samt gera það. Þó að ég sé komin með vinnustofu og verði með sýningu í sumar, verður maður einhvers staðar að fá salt í grautinn. Ég er ekki viss um að myndlistin gefi mér það alveg strax. Margrét: Það getur verið að ég blandi saman mínu fyrra námi við myndlistina sem er læknisfræði. Ég er læknir og finnst bæði myndlistarþerapía og stoðtækja- gerð spennandi. Ég er sjálf gigt- veik og þarf að nota spelkur, þannig að ég er bæði læknirinn, sjúklingurinn og hönnuðurinn. Bjarki: Það sem er skemmti- legt við grafíska hönnun er að það eru svo margar leiðir, svo margt sem hægt er að vinna við. Mörg svið innan atvinnulífsins þurfa á grafískri hönnun að halda. Hvað eru svo útskriftarnem- endurnir að fást við í verkum sín- um þetta árið? Rósa: Ég myndi segja að fólk væri að fást við sína persónulegu sýn á veruleikann sem birtist þá í heimum, sem það býr til. Og svo eru líka ýmiskonar „dokúmenta- sjónir“ úr daglega lífinu og ýms- um pörtum veruleikans. Eruð þið þá að fást við ykkar eigin veruleika og horfa inn á við? Margrét: Nei, ég myndi frekar segja að við værum að fjalla um einstaklinginn, ekki endilega listamanninn sem slíkan. Bara hvernig það er að vera mann- eskja og vera til í þessum heimi eins og hann er í dag. Ég veit ekki hvort það er bara vegna þess að mitt verk er þann- ig, sem ég held það. Rósa: Ég held að þetta séu verk sem flestir eiga auðvelt með að samsama sig við, ef maður á að alhæfa um sýninguna. Bjarki: Ég held líka að fólk sé í friði núna fyrir afgerandi skoð- unum í samfélaginu, til dæmis í stjórnmálum, þannig að fólk hef- ur loksins frið til að vera það sjálft. Rósa: Það þykir nú bara ekk- ert fínt að hafa hugsjónir í dag, við höfum það hreinlega alltof gott til þess! Bjarki: Þá er eiginlega spurn- ing hvort fólk fari að búa til sinn eigin draumaheim. Er það það sem fólk er að gera hérna? Rósa: Já, ég held það. Svo snýst þetta líka að mörgu leyti um að búa til spurningar, spyrja sig nýrra spurninga. Taka eitt- hvað sem er viðtekið og skoða það í nýju samhengi. Margrét: Það er svolítið sterkt hérna að verið sé að gera ljótt fallegt, það sýnt sem venjulega er ekki sýnt. Litli ljóti andarung- inn er tekinn og sýnt að hann er bara fallegur. Hér er verið að sætta sig við hvernig hlutirnir eru. Öll mismunandi menningin sem hér er sýnd, hún er við- urkennd sem góð. Það er svaka- leg jákvæðni í gangi. Ævintýri í verkunum Taka allar greinarnar á sýning- unni þátt í þessu? Margrét: Þetta virðist bara liggja í loftinu. Bjarki: Það er eins og það sé ævintýri í mörgum verkunum. Hvað er þá að baki ykkar verk- um? Rósa: Margir hérna lýsa verk- unum með orðum eins og heimur smásagna eða ævintýri. Það felst að minnsta kosti í mínu verki. Margrét: Mitt verk snýst að- allega um mannlýsingar, lyklana að lífi fólks. Bjarki: Ég er að vinna með það að blanda ólíkum menningar- heimum saman, að draga það sem er framandi hingað til Íslands og njóta þess. Hafa þetta verið góð ár í þess- um skóla? Rósa: Já. Margrét: Já. Bjarki: Já. Það sem er gott við þennan skóla er að fólk getur ráðið því dálítið hversu krefjandi hann er. Fyrir suma eru þetta endalausir sigrar og ósigrar. Margrét: Það krefst ákveðins sjálfstæðis að vera í þessum skóla, því sjálfstæðari, því betra í raun. Er sá undirbúningur ekki nauðsynlegur, þar sem starf listamannsins byggist svo mikið á hans eigin framlagi og hugmynd- um? Bjarki: Jú. Rósa: Frelsið er og verður allt- af harður húsbóndi. Sýningu útskriftarnemanna lýkur á sunnudag. Frelsið er harður húsbóndi Fjölbreytt sýning er á veggjum, gólfi og í lofti Listaháskóla Íslands um þessar mundir. Um er að ræða útskriftarverkefni nemenda úr myndlistar- og hönnunar- deildum. Þau Margrét Oddný Leópolds- dóttir, Guðmundur Bjarki Guðmundsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir spjölluðu við Ingu Maríu Leifsdóttur um sýninguna og framtíðarsýn upprennandi listamanna. ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Jón Svavarsson Útskriftarnemarnir Rósa Sigrún Jónsdóttir, Guðmundur Bjarki Guð- mundsson og Margrét Oddný Leópoldsdóttir í Listaháskóla Íslands. Frá sýningunni í Laugarnesi. ÓLAFUR Gaukur gítarleikari leikur þekkt djasslög í djassklúbbnum Múlanum, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Múlinn hefur aðsetur sitt í Húsi málarans, Bankastræti 7a. Ólafur hefur komið víða við í tón- listarlífi á Íslandi á liðnum áratug- um. Að þessu sinni velur hann al- þekkt lög sem honum og félögum hans hafa verið hugleikin í langan tíma. Með honum leika Þórir Bald- ursson á hljómborð, Guðmundur Steingrímsson á trommur og Bjarni Sveinbjörnsson á bassa. Miðaverð 1.200 kr., 600 kr. fyrir námsmenn og eldri borgara. Ólafur Gauk- ur djassar á Múlanum Í TE og kaffi á Laugaveginum stendur yfir myndlistarsýning Grétu Berg. Hún vill undirstrika þessa sýningu með „Ævintýrinu“ og segir um sýningu sína: „Ég hef leyft hug- anum að flæða að því sem verða vill í minni sköpun að þessu sinni. Ég óska þess að þeir sem koma geti séð sitt ævintýri og sannleik og notið þess.“ Gréta hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga. Myndlist í Te og kaffi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Íslensk grafík, Hafnarhúsinu Sýningu Iréne Jensen, „Á leið- inni“, í sýningarsal félagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu, lýkur á sunnudag. Iréne sýnir þar myndir unnar í grafíktækni, sem kallast ImagOn og fjallar um nú- tímamanneskjuna á sífelldri ferð sinni í breytilegum tíma og um- hverfi. Sýningin er opin frá kl 14-18. Listasafn ASÍ við Freyjugötu Sýningu Jóns Reykdals og Jó- hönnu Þórðardóttur lýkur á sunnu- dag. Þau blanda saman verkum sín- um og sýna í öllu húsinu. Jón sýnir uppstillingar með ýmsum tilbrigðum og myndir þar sem konan er í önd- vegi. Jóhanna sýnir myndir málaðar með olíulitum á tré þar sem hún not- ar einnig pappír sem hún mótar eða límir niður. Listasafn ASÍ er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-18. Aðgang- ur er ókeypis. Sýningum lýkur ♦ ♦ ♦  PÁLL Ísólfsson – „Complet Original piano music“ nefnist ein- leiksdiskur Nínu Margrétar Gríms- dóttur píanóleik- ara. Diskurinn inniheldur fyrstu heildarútgáfu frumsaminna pí- anóverka dr. Páls Ísólfssonar og má þar finna Til- brigði um stef eftir Ísólf Páls- son, Glettur, Þrjú píanóstykki og Svipmyndir. Þetta er annar einleiksdiskur Nínu Margrétar en árið 1996 kom út geisladiskur hennar þar sem hún lék Mozart og Mendelssohn, gefinn út á vegum Skref og var í dreifingu á Bandaríkjamarkaði um nokkurt skeið. Útgefandi er BIS gramophone en Japis sér um dreifingu hérlendis. Nýjar geislaplötur Nína Margrét Grímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.