Morgunblaðið - 17.05.2001, Side 31

Morgunblaðið - 17.05.2001, Side 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 31 TVEIMUR árum eftir að Poké- mon-æðið reið yfir Bandaríkin - fangaði athygli barna og lagði undir sig fjölskyldulífið - er næsta japanska æðið á leiðinni. Um er að ræða svonefnt Yu-Gi- Oh og ef marka má hversu skjótt það náði vinsældum í Japan má búast við að áður en langt um líð- ur komi það af stað uppþotum, lögsóknum og peningavandræð- um í Bandaríkjunum. „Haldið fast í peningaveskið,“ kveinaði Robert Butterworth, barnasálfræðingur í Los Angeles í Bandaríkjunum. Sextán ára son- ur hans, Anton, hefur nú þegar eytt meira en 650 dölum eða um 65 þúsund krónum í Pokémon- dót. Undanfarin þrjú ár hafa tölvu- leikir og myndir af Yu-Gi-Oh- skrímslum farið sem eldur í sinu um Japan og valdið uppákomum sem helst jafnast á við það furðu- legasta í Pokemon-æðinu. Fyri tveimur árum var Yu-Gi- Oh-mót haldið í Tókýó og mættu á það 55 þúsund manns, börn og foreldrar - 15 þúsundum fleiri en búist var við - og allir vildu kaupa pakka með myndum, sem gefnar höfðu verið út í takmörk- uðu upplagi. Ráðist var á inn- gönguhliðin, leikvangurinn um- kringdur og fyrirtækið Konami, sem framleiðir herlegheitin, neyddist til að kalla út óeirða- lögreglu. Að minnsta kosti tveir slösuðust og tugir leituðu að- hlynningar á sjúkrastofu leik- vangsins. Í síðustu viku höfðuðu for- eldrar barnaskólanema í Tókýó mál á hendur foreldrum eldra barns í skólanum og kröfðust átta milljóna króna skaðabóta af þeim, vegna þess að eldra barnið hafði rænt af hinu yfir 400 Yu-Gi- Oh myndum. Þess er vænst að leikurinn ber- ist til Bandaríkjanna á næstu mánuðum og að tölvuleikurinn verði kominn á markað þar fyrir jól. Stuttermabolirnir, myndirnar, nestisboxin og allt hitt sem þessu fylgir kemur væntanlega í byrjun næsta árs. Litlar líkur eru á að nokkur leikur nái jafn miklum vinsældum og Pokémon, sem seldist fyrir ríf- lega 4,5 milljarða Bandaríkja- dala. En þeir sem fylgjast með í þessum iðnaði segja að Yu-Gi-Oh eigi mesta möguleika á að jafna metin við Pokémon. Yu-Gi-Oh, sem þýðir Leikja- kóngur, eða eitthvað því um líkt, hóf göngu sína fyrir fimm árum sem teiknimyndasyrpa í japönsku tímariti. Síðan hefur umfang þess vaxið óðfluga og nú er það orðið að lífsmynstri. Yfir 3,5 milljarðar af myndum hafa verið gefnar út í Japan, og sjö milljón tölvuleikir, samkvæmt upplýsingum fram- leiðandans. Yu-Gi-Oh teiknimynd- ir eru sýndar vikulega í sjón- varpi, og föt og leikföng í stíl seljast vel og hefur slíkur varn- ingur jafnvel sést á uppboðs- vefnum E-Bay. Konami hefur gefið út þrjú þúsund gerðir af myndum, og safnarar í Japan eru duglegir að kaupa þær. Fimm í pakka kosta sem svarar 125 krónum. Takaf- umi Tanaka, verslunareigandi í Yokohama, segir að margir ungir viðskiptavinir kaupi heilu kass- ana í von um að fá sjaldgæfar myndir, sem eru verðmætar. Mjög sjaldgæf mynd er „Bláeygði ofurdrekinn“, sem sigurvegarinn í Japansleikunum fékk í verðlaun, og seldist hún á uppboðsvef Yahoo! í Japan fyrir um þrjár milljónir króna. Tekur Yu-Gi-Oh við af Pokémon? Tókýó. Los Angeles Times. Ein Yu-Gi-Oh-myndanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.