Morgunblaðið - 17.05.2001, Side 8

Morgunblaðið - 17.05.2001, Side 8
Húrra, húrra, húrra, húrra FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fundur um Batten’s disease Mjög alvarleg- ur hrörnunar- sjúkdómur Á LAUGARDAGhefst samnorrænráðstefna á Hótel Örk í Hveragerði um sjúk- dóminn Batten’s disease (Spielmayer Vogt). Það er Björg Kjartansdóttir sem annast hefur undirbúning þessarar ráðstefnu. Hún var spurð hvers konar sjúk- dómur Battens’s disease væri. „Sjúkdómur þessi er mjög alvarlegur hrörnun- arsjúkdómur sem leggst á börn og gerir yfirleitt vart við sig þegar þau eru um 6 til 8 ára gömul. Fram að því eru börnin alveg heilbrigð og þroskast jafnt á við önn- ur börn.“ – Hver eru fyrstu merki um sjúkdóminn? „Það fyrsta sem rekur foreldra þessara barna til læknis með þau er sjónskerðing þeirra sem síðar leiðir til blindu. Síðan þróast sjúk- dómurinn til alvarlegrar líkam- legrar og andlegrar hrörnunar. Krampar eru tíðir og sífellt minnk- ar líkamleg og andleg geta barnanna – það er það sem er svo erfitt við þennan sjúkdóm, bæði fyrir börnin og aðstandendur og einnig fyrir fagfólk. Það tekur mjög á að leiða börnin gegnum ferli sífellt minnkandi getu.“ – Þekkir þú þennan sjúkdóm af eigin raun? „Já, tvö yngri börnin mín greindust með þennan sjúkdóm, annað er látið en hitt er með sjúk- dóminn á háu stigi.“ – Er þetta arfgengur sjúkdóm- ur? „Til að hann komi fram í barni þurfa báðir foreldrar að hafa í sér þessi gölluðu gen, þegar þau koma saman er hætta á að sjúkdómurinn brjótist fram.“ – Er þetta algengur sjúkdómur? „Nei, sem betur fer er hann mjög sjaldgæfur. Á Íslandi eru nú tvö börn í tveimur fjölskyldum sem haldin eru Batten’s disease. Börn- in þurfa umönnun allan sólarhring- inn, aldrei má líta af þeim. Þegar fram í sækir þurfa þau hjálp við all- ar daglegar athafnir.“ – Hvað er ætlunin að fjalla um á hinum samnorræna fundi um þennan sjúkdóm? „Það kemur hingað sænskur sérfræðingur, Lennart Björklund. Hann mun einkum fjalla um hlut- verk foreldranna.“ – Hve lengi geta foreldrar sinnt barni með þennan sjúkdóm í heimahúsum? „Það er mjög mismunandi og fer eftir framboði á þjónustu á hverj- um stað á hverjum tíma. Sjúkdóm- urinn er mislengi að þróast eftir einstaklingum. Í flestum tilfellum leiðir sjúkdómurinn til dauða við 20 til 25 ára aldur. Þessi sjúkdóm- ur hefur gríðarlega mikil áhrif á alla í fjölskyldunni og það er mikið álag að koma þar nærri. Um þetta mun Lennart Björklund fjalla.“ – Hefur þessi sjúk- dómur mikið verið rannsakaður? „Nei, því miður og hér á landi veit fólk, jafnvel fagfólk, mjög lítið um hann. Á hinn sam- norræna fund kemur danskur læknir, John Östergaard og heldur fyrirlestur um nýjustu rannsóknir á Batten’s disease, bæði hvað varð- ar framþróun í lyfjameðferð og að- hlynningu allri. Hann mun og verða til skrafs og ráðagerða fyrir foreldra og lækna hér á Íslandi og vonast ég til að heimilislæknar barnanna tveggja sem um er að ræða hér sjái sér fært að koma og hlýða á Östergaard. Einnig mun sænsk móðir kynna fræðslusíðu sem uppfærð hefur verið á Netinu um Batten’s disease, hún ætlar for- eldrum þá fræðslu sem á síðunni er. Þá mun danskur félagsráðgjafi, Anne Möller, halda erindi um þjón- ustu við börn og aðstandendur barna með umræddan sjúkdóm.“ – Er mörgum boðið til þessa fundar á Hótel Örk? „Það koma 79 manns frá öllum Norðurlöndunum, sem er mjög margt fólk miðað við þá sem þjást af þessum sjúkdómi á þessu svæði Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem haldinn er svona sam- norræn fundur og því var mikill áhugi á honum. Þetta er fyrst og fremst foreldraráðstefna og gest- irnir dvelja hér í fimm daga og fara meðal annars í ferð um Suður- land.“ – Hefur þú mætt skilningi hjá ís- lenskum yfirvöldum í baráttu þinni vegna sjúkdóms barna þinna? „Þetta hefur verið mikill barn- ingur og stundum mikið stríð. Ég held að ég hafi hitt hvern einasta menntamálaráðherra sem setið hefur sem slíkur sl. fimmtán ár til þess að fá lögbundna menntun fyr- ir börnin mín. Heilbrigðiskerfið hefur algjörlega hafnað þessum langveiku börnum. Oft áttar fag- fólk sig illa á einkennum þessa sjúkdóms og mikill tími fer þá í að útskýra hvað að er, það er mjög lýjandi. Mikil þörf er því á fræðslu um þennan sjúkdóm ekki síður meðal fagfólks en almennings, það er mín reynsla. Ég hef sótt fundi hjá Norðmönnum um þetta efni nær árlega, ég hef farið til Bandaríkjanna á foreldrafund og á ráðstefnu í Finnlandi. Allt hjálpar þetta til að styrkja mann, ég hef fundið mig talsvert eina í þessum efnum hér á Íslandi. Það er mikils virði að finna samherja í barátt- unni og það er markmið þessa fundar.“ Björg Kjartansdóttir  Björg Kjartansdóttir fæddist 23. júlí 1950 í Reykjavík. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar. Hún hefur lengst af unnið hjá Bún- aðarbanka Íslands og hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Nú rekur hún eigið fyrirtæki, Greenhouse, sem selur fatnað. Björg er gift Friðsteini G. Jóns- syni flugstjóra. Björg eignaðist þrjú börn í fyrra hjónabandi en eitt þeirra er látið. Það er mikil þörf á fræðslu um þennan sjúkdóm MÁL hafa þokast áfram í viðræðum fulltrúa Norðuráls, Landsvirkjunar og stjórnvalda um fyrirhugaða stækkun álversins á Grundartanga. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, segir að unnið sé að gagnaöflun um ýmis atriði en kveðst eiga von á því að fyrripartinn í júní liggi fyrir rammi að samkomu- lagi. Skattamál og orkuverð „Það er tvennt sem við viljum fá fram. Annars vegar grófur rammi varðandi skattamál og hins vegar orkuverðið. Væntanlega skýrist ekki fyrr en í vetur hvaða virkjunar- kostir eru mögulegir og fyrr verður líklega ekki hægt að ganga frá orku- verðinu. En við þurfum að fá grófa hugmynd miðað við fyrirliggjandi kosti og þá getum við tekið stefnu- markandi ákvörðun um framhaldið- .Við eigum þá alveg eftir að fara í fjármögnunarviðræður sem taka drjúgan tíma. Endanleg ákvörðun liggur því ekki fyrir fyrr en eftir sex til tólf mánuði,“ segir Ragnar. Haldnir verða fjórir fundir með fulltrúum Norðuráls og viðræðu- nefndar iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar í þessari viku. Stækkun Norðuráls á Grundartanga Rammi að samkomulagi liggi fyrir í júnímánuði ÞÓ að sagt hafi verið að tíminn standi kyrr í eynni Vigur á Ísa- fjarðardjúpi er það ekki að öllu leyti rétt. Hann stendur reyndar kyrr að því leyti að núna í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar eru flestir hlutir lítið breyttir frá því sem var á síðari hluta hinnar nítjándu, þegar séra Sigurður Stefánsson settist þar að ásamt fjölskyldu sinni. Og afkomendur hans búa enn í Vigur. En sífellt koma nýjar kynslóðir, bæði af mannkyni og lundakyni og öðrum ábúendum eyjarinnar. Yngst af mannfólki í Vigur er nú Snjólaug Ásta Björnsdóttir sem hér virðir fyrir sér fyrstu vor- komu ævinnar, líkt og fólkið hennar hefur gert á sama hátt mann fram af manni. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Snjólaug Ásta Björnsdóttir, yngsti íbúinn í Vigur. Enn kemur vor í Vigur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.