Morgunblaðið - 17.05.2001, Side 70

Morgunblaðið - 17.05.2001, Side 70
UMSLAG þessa disks, sem hýs- ir vestfirska raftónlist, er með því frumlegra sem undirritaður hefur lengi séð. Sannarlega vel þegin til- breyting frá hefðbundnum, fjölda- framleiddum harðplastshulstrum. Frjáls, fersk og næsta óræð hönn- un; brúnn bylgjupappi skreyttur ljósrituðu blaði og svörtu límbandi. Í hulstri má finna hugvekjandi yf- irlýsingu ásamt alls kyns miðum, úr pappír og lérefti. Algert og in- dælt nostur enda upplagið ekki nema 18 stykki. Skemmtilegt og afar eigulegt. En gleymum nú ekki innihaldinu, tónlistinni, þrátt fyrir næsta yf- irgnæfandi sjarma umbúðanna. Tónlistin er hægstreym sveim- tónlist, á stundum nokkuð drunga- leg og áhrifin koma víða að, eru vel merkjanleg og koma úr ólíkum áttum, úr samtíð sem og fortíð. Heyra má í aldarfjórðungsgamalli sveimlist Brian Eno, en einnig í listamönnum nær okkur í sam- tíma, þá helst þeim Aphex Twin og Autechre en Warp-útgáfan breska hefur nú um nokkra hríð verið vinsælt forðabúr hjá raftón- listarfólki. Laglínunostri múm- hópsins íslenska bregður einnig fyrir. Það fyrsta sem maður tekur eft- ir hér er hljómurinn, sem er nokk- uð gamaldags á stundum og tækja- kostur plötunnar, og þar með öll hljóðhönnun, verður að teljast nokkuð einhæfur. Hljóð og hljóm- ar einstakra laga eru oft æði svip- uð og jafnvel orðin nokkuð þreytt er á líður. Hljóðgervillinn einhvern veginn alltaf í sama gírnum. Enn fremur er ekkert sem kemur manni sosum í opna skjöldu hér; tónlistin er í flestum tilfellum eft- irþrykk af áhrifavöldunum. Og það sem er kannski helsti akkilesar- hællinn er að oft er \701 að vinna með áðurnefnda áhrifavalda; gamla (Eno) og nýja (Authecre t.d.) í einu og sama laginu með litlum árangri. Svona svipað og að hella olíu á vatn, samhljómurinn er enginn, heimarnir eru ekki að ná saman. Það er kostur að bygging lag- anna er fjölbreytt og það má vel greina að hinn dularfulli \701 er að pæla. Og þrátt fyrir að frumleik- inn sé ekkert allt of mikill hér þá nær \701 að búa til dægiljúfa og þétta stemmningu í mörgum lag- anna. Taktar eru þá oft flottir og á stundum bregður fyrir svölum áhrifshljóðum. Lagið „Kakó“ er til dæmis ofurfurðulegt og heillandi kaldranalegt; en mörg laganna eru einmitt nokkuð köld og stálkennd. Undirleikur – einhvers konar org- elsveim – nær þó sjaldan neinu flugi. \701 tekst enda best upp í þeim lögum þar sem hans „furð- anlega“ og persónulega snerting nær yfirhöndinni, „hermilögin“ eru síðri. Á heildina litið talsvert athygl- isvert verk; stórfurðulegt en þó oftast frekar atkvæðalítið. Könn- unarinnar virði þótt það sé nokkuð fjarri því að brjóta blað í sögu tæknótónlistarinnar. TÓNLIST G e i s l a d i s k u r \701, samnefnd plata listamannsins \701. Öll lög eftir Jóa Fr. Aðstoð við samsetningu hulsturs: sChOoL- mAzTa, Dísa skvísa, Hr. Theotron X og HSM. Dauðarokk s.m. Ýsa- fyrðy (svo) gefur út. \701 Fjarða- fareindir Arnar Eggert Thoroddsen FÓLK Í FRÉTTUM 70 FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sonne Rammstein Clint Eastwood Gorillaz Lady Marmelade Pink, Mya, Lil Kim & Christina Aguilera Outside Aaron Lewis & Fred Durst That’s My Name Lil Bow Wow It’s Raining Men Geri Halliwell Survivor Destiny’s Child Baseline Quarashi Dagbókin mín 3 G ’S My Way Limp Bizkit Play Jennifer Lopez Butterfly Crazy Town Aerodynamic Daft Punk Angel Two Tricky So Fresh So Clean Outkast Tonk Of The Lawn Egill Sæbjörnsson Summer Land & synir Shiver Coldplay I’m Like A Bird Nelly Furtado Imitation Of Life R.E.M Vikan 16.05. - 23.05 http://www.danol.is/stimorol Morgunblaðið/Jón Svavarsson Berti Möller lætur gítarinn væla. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Stefán Jónsson í syngjandi sveiflu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Lúdó-sextett í öllu sínu veldi. Ólsen, ólsen! UM síðustu helgi, föstudags- og laugardagskvöld, trylltu Stefán Jónsson og félagar í Lúdó- sextett lýðinn á Kringlukránni. Ástæðan var öðrum þræði sú að væntanleg er endurútgáfa á Rauðu plötunni svokölluðu sem naut gríðarvinsælda fyrir ald- arfjórðungi eða svo. Fag- mennskan er ávallt í fyrirrúmi hjá Stefáni og félögum og „settu þeir tvistinn út og breyttu í spaða“ langt fram eftir nóttu. Lúdó og Stefán á Kringlukránni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.