Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÞórður hefur ekki gagnrýnt liðið og leikmennina /C3 Akureyrarliðin á toppi 1. deildar/C2 4 SÍÐUR Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Sjó- mannadagsráði „Sjómanna- dagsblaðið“. Blaðinu verður dreift um allt landið. 8 SÍÐUR Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hjátrú og hindurvitni.... 2 Ofvirkni.......................... 4 Á FÖSTUDÖGUM Lyfin breyttu lífi ...............6 Auðlesið efni ....................8 ÞROSKAÞJÁLFAR fylltu áhorf- endapallana í Ráðhúsi Reykjavíkur á borgarstjórnarfundi í gær, þegar verkfall þeirra sem nú hefur staðið í þrjár vikur var til umfjöllunar. „Við viljum gera allt hvað við getum til að þrýsta á að okkur takist að ná laun- um sem við getum lifað á,“ sagði Guðný Stefánsdóttir þroskaþjálfi. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, spurði borgarstjóra hvernig á því stæði að enn hefðu ekki náðst samningar við þroskaþjálfa sem starfa fyrir borg- ina, en samningar þroskaþjálfa hafa verið lausir í sjö mánuði. Þroska- þjálfar hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg gengu frá samn- ingi sl. föstudag og mun atkvæða- greiðsla um hann liggja fyrir á morg- un. Ólafur sagði verkfallið koma illa niður á skjólstæðingum þroskaþjálfa og sagðist óttast flótta úr stéttinni sem Guðný sagði í samtali við Morg- unblaðið að væri þegar hafinn þar sem þroskaþjálfar hefðu ákveðið að þeir ætluðu ekki að vinna áfram fyrir þau laun sem borgin hefur boðið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði að kostnaðarauki borgarsjóðs á árinu 2001 vegna kjarasamninga sem borgin hefur gert við umönnunar-, heilbrigðis- og kennslustéttir næmi 1.830 millj. kr. meðan tekjuaukning borgarsjóðs væri ekki nema 998 milljónir. Hún sagði að samninganefnd borgarinnar hefði gert þroskaþjálfum tilboð sem formaður nefndarinnar teldi að fæli í sér mun meiri hækkun launa án fórnar á móti en samið hefði verið um við nokkurn annan hóp starfs- manna til margra ára. Hún sagði það mat samninga- nefndarinnar að ætti að ganga að því tilboði sem þroskaþjálfar hafa sett fram fæli það í sér 47% upphafs- hækkun og 70% heildarhækkun á samningstímanum. Samningur við launanefndina kostaði um 35,6% upphafshækkun og 55% hækkun á samningstímanum. Ingibjörg Sólrún sagði að samninganefnd borgarinnar færi með samningsumboðið og að hún ætlaði ekki að taka það af þeim og semja um kjör þroskaþjálfa í borgarstjórn Reykjavíkur. Morgunblaðið/Golli Þroskaþjálfar fjölmenntu á áhorfendapalla í Ráðhúsinu í gær í upphafi borgarstjórnarfundar. Nánast allir þeir þroskaþjálfar sem eru í verkfalli munu hafa verið á pöllunum. Þroskaþjálfar þrýsta á um lausn kjaradeilu SAMKVÆMT bráðabirgðatölum sem fjármálaráðuneytið hefur látið vinna dróst heildarvöruinnflutning- ur í maí saman um 13% frá sama mánuði í fyrra. Að teknu tilliti til þess að gengi krónunnar hefur á sama tíma lækkað um 21% svarar þetta til tæplega þriðjungs sam- dráttar að raungildi. Þetta kemur fram í vefriti fjár- málaráðuneytisins, fjr.is. Þar segir að almennur innflutningur, þ.e. án skipa og flugvéla, hafi einnig dregist verulega saman að raungildi í maí, eða um tæplega 16%. Fyrstu fimm mánuði ársins jókst heildarvöruinnflutningur um 13½% í krónum talið miðað við sama tíma í fyrra, en að teknu tilliti til nálægt 13% lækkunar gengis krónunnar svarar þetta til 1½% samdráttar að raungildi. Innflutningur án skipa og flugvéla minnkaði enn meira, eða um 3% að raungildi. Fjármálaráðuneytið segir að nán- ari greining á þessu tölum sýni að innflutningur neysluvöru haldi áfram að dragast saman. Sérstaka athygli veki að bílainnflutningur hafi dregist saman um hartnær 40% að raungildi fyrstu fimm mánuði ársins, en annar innflutningur neysluvöru hafi einnig dregist nokkuð saman. Ennfremur sé verulegur samdráttur í innflutningi almennrar fjárfesting- arvöru, einkum flutningatækja. Hins vegar hafi innflutningur rekstrar- vöru til atvinnulífs aukist. Fjármálaráðuneytið segir að þess- ar tölur gefi ótvíræða vísbendingu um að áfram dragi úr innlendri eft- irspurn. Enn samdráttur í innflutningi TAP Olíuverslunar Íslands hf. var um 320 milljónir króna á fyrstu fjór- um mánuðum ársins eða sem nemur 4,40 krónum á hvern seldan elds- neytislítra á tímabilinu. Niðurstaðan er langt undir áætlun félagsins, segir í tilkynningu. Ástæður þessa mikla taps eru fyrst og fremst raktar til verulegs gengisfalls íslensku krón- unnar en samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri fyrstu fjögurra mánaða árs- ins, nam gengistap félagsins á tíma- bilinu 390 milljónum króna. Auk þess hefur verkfall sjómanna og stöðvun fiskiskipaflotans haft töluverð áhrif á rekstur þess. Vegna áframhaldandi falls ís- lensku krónunnar í maímánuði og sjómannaverkfalls fram í miðjan mánuðinn er ljóst að verulegt tap hefur einnig orðið á rekstri félagsins í maímánuði. Nemur gengistap félagsins í mánuðinum um 440 millj- ónum króna. „Hátt eldsneytisverð á heims- markaði er ekki aðeins íþyngjandi fyrir viðskiptavini félagsins, heldur veldur það félaginu verulegum við- bótarkostnaði vegna aukningar á verðmæti birgða og hækkun á úti- standandi kröfum. Hefur það í för með sér tilheyrandi fjármagnskostn- að og gengisáhættu, þar sem félagið þarf að fjármagna rekstur sinn að mestu með erlendu lánsfjármagni,“ segir í tilkynningu frá Olís. Í henni kemur fram að sjálfsaf- greiðsluverð fyrir 95 oktana bensín á hefðbundnum bensínstöðvum hér- lendis er nú á bilinu 104-106 krónur fyrir hvern lítra. Til samanburðar er sambærilegt verð í Noregi og Bret- landi um 114 krónur fyrir hvern lítra, og í Danmörku 105 krónur á lítra. Gengistap Olís 440 milljónir í maí ÁÆTLAÐ er að 144 leikskólakenn- ara vanti í ágúst nk. til starfa við Leikskóla Reykjavíkur. Þar af þarf að ráða í 30 stöður deildarstjóra. Þetta kom fram á borgarstjórnar- fundi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að biðlistar eftir leikskólaplássi hefðu lengst jafnt og þétt og að alls hefðu verið 2.893 börn á biðlista í janúar sl. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, borgarstjóri, sagði að sú þensla sem hefði ríkt í efna- hagsmálum hérlendis hefði komið illa við starfsemina þar sem starfs- fólk hefði sótt í betur launuð störf. Ingibjörg sagði að borgaryfirvöld hefðu lagt kapp á að mæta vaxandi þörf og eftirspurn. Ör uppbygging kallaði á aukinn fjölda starfsfólks og bundnar væru vonir við að nýr kjara- samningur leikskólakennara og efl- ing innra starfs leikskólanna mundi skila sér í auknum áhuga á starfinu. Foreldrar barna í Austurborg hafa sent borgarstjórn áskorun um bættan aðbúnað barna og starfs- manna í leikskólum borgarinnar. Ingibjörg sagði að jafnræði hefði verið haft að leiðarljósi við að tryggja sem flestum börnum pláss og sagðist undrast þegar áskoranir bærust um að draga úr innritun á leikskólana. Hún sagðist telja það bera vott um sérhyggju að vilja loka dyrunum á þá foreldra sem eru að banka upp á og hafa ekki leikskóla- pláss fyrir börn sín. 140 leikskólakenn- ara vantar í haust VESTNORRÆNA kaupstefnan hófst í Perlunni í gær og lýkur á morgun, laugardag. Þar kynnir fjöldi fyrirtækja frá Færeyjum og Grænlandi vörur sínar og þjónustu. Kaupstefnan er opin almenningi en við setningu hennar í gær voru m.a. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Hér eru ráðherrarnir ásamt Jóni Ásbergssyni, framkvæmdastjóra Útflutningsráðs, á tali við kaup- stefnugesti. Vestnor- ræna kaup- stefnan haf- in í Perlunni Morgunblaðið/Arnaldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.