Morgunblaðið - 08.06.2001, Side 8

Morgunblaðið - 08.06.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Menning og opið hús í Biskupstungum Bjartir dagar BJARTIR dagarheitir menningar-dagskrá sem sveit- arstjórn Biskupstungn- ahrepps stendur fyrir dagana 9. og 10. júní, í samvinnu við íbúa hrepps- ins sem margir hverjir opna almenningi hús sín þessa daga. Ragnar Sær Ragnarsson er sveitar- stjóri í Biskupstungum. Hann var spurður um markmið þessara að- gerða? „Þetta er kannski hvað mest gert til þess að kynna sveitina og þá þjón- ustu og menningarstarf sem þar er rekið.“ – Hvað gefst fólki tæki- færi til þess að gera og sjá þessa daga? „Af mörgu er að taka. Í Skál- holti verða gönguferðir báða dag- ana á söguslóðir undir leiðsögn séra Guðmundar Óla Ólafssonar. Árni Þ. Árnason verður með er- indi um veraldarvafstur Skál- holtsbiskupa kl. 16. á laugardag. Tónleikar verða haldnir í Skál- holtsdómkirkju, Hilmar Örn Agn- arsson leikur á orgel, Jóhann Stefánsson á trompet og Eyrún Jóhannesdóttir syngur einsöng kl. 17 á laugardag. Þar verða fluttar nokkrar af helstu perlum kirkjutónlistarinnar. Á sunnudag á sama tíma syngur Gréta Jóns- dóttir einsöng, Douglas Brotchie leikar á orgel. Tíðagjörð verður í kirkjunni báða dagana kl. 18. Miðaldahlaðborð verður á boð- stólum á laugardagskvöld og 17. aldar kvöldverður á sunnudags- kvöldið ef þátttaka verður næg. Fyrra kvöldið mun Sigurður Sig- urðarson vígslubiskup ræða um Þorlák biskup helga og síðara kvöldið mun dr. Pétur Pétursson rektor ræða um Þórð Þorláksson Skálholtsbiskup, einnig verða tónlistaratriði. Í Hótel Brattholti á laugardag kl 15 mun Arnór Karlsson segja sögur af Sigríði Tómasdóttur, verndara Gullfoss. Þar eru líka myndlistarsýningar. Gyða L. Jónsdóttir leirlistakona sýnir verk sín og Elín Rebekka myndlistarkona sýnir sín verk. Íþróttamót hestamannafélag- anna Loga, Smára og Trausta verður haldið í Hrísholti og hefst kl. 10 árdegis á sunnudag.“ – Hvað með opnu húsin? „Opið hús verður í félagsheim- ilinu Aratungu í Reykholti í Bisk- upstungum. Þar verður harmon- ikutónlist og leika þeir Garðar Olgeirsson og Bjarni Sigurðsson. Barnakór Biskupstungna kemur og syngur á laugardag og Skál- holtskórinn syngur á sunnudag. Þá verður Jón Adolf trélistamað- ur með handverkshorn. Hann mun tálga út á staðnum en Ragn- hildur Magnúsdóttir mun einnig sýna verk sín og fleiri. Kaffiveit- ingar verða á staðnum.“ – Verða heimili opin fyrir heim- sóknir almennings? „Ekki beint inn í stofu heldur verða vinnustaðir fólksins opnir fyrir heimsóknum. Sem dæmi má nefna Espiflöt sem selur afskorin blóm, Akur sem er með lífrænt ræktað græn- meti, Furubrún sem er er með trjáplöntur og Ekru sem selur sumar- blóm. Síðan er hægt að heimsækja húsdýra- garðinn Slakka í Laugarási, þar sem m .a. má finna öll íslensku húsdýrin. Kaffi Klettur er með markaðstjald og veitingar og þar getur yngsta kynslóðin fengið að fara á hestbak. Frítt verður í sund bæði í Reykholti og upp við Geysi. Með þessu framtaki verum við hér í Biskupstungum að bjóða fólki að koma og njóta þessa besta sem við eigum upp á að bjóða og jafnframt að sýna fram á hina fjölbreyttu afþreyingarmögu- leika sem bjóðast í þessari sveit.“ – Eru margir íbúar í Biskups- tungnahreppi? „Þeir telja í dag um 550 manns. Helstu atvinnugreinar eru garð- yrkja, hefðbundinn búskapur og ferðaþjónusta.“ – Hafið þið áður staðið fyrir svona fjölbreyttri menningarviku og opnu húsi? „Já, við héldum svona dag 1999 og þá rigndi svolítið og dagarnir fengu viðurnefnið: Bjartir – nei blautir, dagar. Nú ætlum við að lofa skemmtilegri stund eins og raunin varð á fyrrnefndum degi.“ – Hvernig er veðurspáin? „Hún er góð, það á að verða milt og gott veður og við væntum því fjölda fólks í heimsókn. Um þúsund manns komu í sveitina á samskonar uppákomu 1999 og þá hefðum við varla getað tekið við fleirum, nú eru aðgerðir á fleiri stöðum svo við getum tekið við fleira fólki.“ – Hvernig er atvinnuástand í þessari sveit? „Það er gott. Mikið er byggt í sveitinni og íbúum fjölgaði í fyrra um 8%.“ – Hverjar eru helstu fram- kvæmdir sem nú standa yfir? „Það er helst frá því að segja að við erum að leggja nýja vatns- veitu um sveitina og nýlega var byggt íþróttahús til þess að þjóna hér æskufólki. Hérna eru byggð ár- lega um 50 sumarhús og nú eru orðin um 550 sumarhús alls í hreppnum. Þetta hefur skapað mikla atvinnu fyrir iðnaðarmenn og styrkt mjög verslun og þjónustu. Sundlaugin okkar í Reykholti er mjög vinsæl. Um tuttugu þúsund manns koma þangað árlega. Vaxandi áhugi er hér í sveitinni á skógrækt og hafa sumir bændur hafið nytjaskóg- rækt.“ Ragnar Sær Ragnarsson  Ragnar Sær Ragnarsson fæddist 3. ágúst 1961 í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, eft- ir það lauk hann námi sem leik- skólakennari frá Fósturskóla Ís- lands 1986. Hann hefur einnig lokið námi í hótelstjórnun frá Viðskiptaskólanum 1990, prófi frá Endurmenntunarstofnun HÍ í rekstrar- og viðskiptafræði 1997 og námi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá sömu stofnun. Hann vann við hótelstjórn um tíma, var við dagskrárgerð hjá RÚV og rak skóladagheimilið Höfn í Reykjavík frá 1988 til 1998 er hann gerðist sveit- arstjóri Biskupstungnahrepps. Ragnar er kvæntur Unni Ágústu Sigurjónsdóttur hjúkrunarfræð- ingi og eiga þau tíu ára dóttur. Ætlum að lofa skemmtilegri stund á Björt- um dögum Þú verður bara að leggja þessa stofnun niður, Davíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.