Morgunblaðið - 08.06.2001, Side 19

Morgunblaðið - 08.06.2001, Side 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 19 Í GLAMPANDI sól birtist skag- firski skemmtibáturinn Straumey nú fyrir helgina með 40 fríska kenn- ara frá Sauðárkróki innanborðs. Þetta var vorferð starfsfólks Ár- skóla sem hefur undanfarin vor heimsótt eyjar í kringum landið í skólalok. Og nú var komið að Grímsey, útverðinum í norðri. Kennararnir í góðum gönguskóm og tilheyrandi gengu Grímsey þvera og endilanga undir styrkri leiðsögn hreppstjórans Bjarna Magnússonar. Ekki má gleyma stoppi og myndatökum á heim- skautsbaug. En fyrst eftir að lagst var að bryggju heimsóttu kennararnir Gallerí Sól, handverkshúsið hér og skoðuðu handverk grímseyskra kvenna, minjagripi tengda eyjunni og kort. Eftir gönguna góðu beið ferða- langanna kaffihlaðborð kvenfélags- kvenna Baugs sem þeir nutu hið besta. Næst á eftir komu far- fuglanna er það sumarboði í Gríms- ey þegar fyrstu ferðamennirnir og ferðahóparnir mæta. Sumarið er komið Þessi sumarstemmning hefst raunar þegar ferjan Sæfari smellir upp 90 manna farþegahúsi sem hvílt er yfir vetrartímann og lengir stopp í þrjá klukkutíma fyrir ferða- menn. Flugið hérna tekur líka stóran kipp því yfir sumarmánuðina er flogið til Grímseyjar öll kvöld vik- unnar nema laugardagskvöld auk tveggja fastra ferða á daginn. Já, sumarið er sannarlega komið við heimskautsbaug nema hvað við bíðum eftir nokkrum plúsgráðum við lofthitann. Morgunblaðið/Helga Mattína Skemmtibáturinn Straumey með skagfirska kennara við Grímsey. Fyrsta skemmti- skip sumarsins Grímsey ÍSLANDSFUGL ehf. hefur opnað nýja heimasíðu. Þetta er viðamikil síða sem gefur glögga mynd af upp- byggingu fyrirtækisins, en stefnt er að því að fyrstu vörur þess komi á markað undir lok júlí. Á heimasíðunni er gerð ítarleg grein fyrir kjúklingarækt sem er mjög vaxandi búgrein hér á landi, sögu hennar og aðferðum við eldi. Þá er þar einnig að finna stærsta kjúk- lingauppskriftabanka landsins. Athygli hf. á Akureyri hafði yfir- umsjón með gerð síðunnar og ann- aðist alla textavinnslu. Jóhann H. Jónsson, grafískur hönnuður í Reykjavík, sá um tæknilega úr- vinnslu og grafíska hönnun. Slóð síð- unnar er www.islandsfugl.is. Arnar Tryggvason, grafískur hönnuður hjá fyrirtækinu Norðan 2 á Akureyri, hefur gert nýtt merki fyrir félagið. Á heimasíðunni verður unnt að fylgjast með fréttum af fyrirtækinu, uppbyggingu þess og áformum. Íslandsfugl opnar heimasíðu HÁSKÓLINN á Akureyri og Rann- sóknarstofnun HA halda ráðstefnu í dag, föstudag, og er efni hennar; litlu börnin í leikskólanum, þ.e. börn á aldrinum eins til þriggja ára. Ráðstefnan nefnist „Gaggala Tutti“ 1–3 ára í leikskóla og er sú fyrsta hérlendis sem sérstaklega er tileinkuð yngstu börnunum í leik- skólanum. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu er mikill áhugi er fyrir ráð- stefnunni og komast færri að en vilja. Fimm erindi verða flutt en þau flytja Sigríður Síta Pétursdóttir ráðgjafi við RHA, Kristín Dýrfjörð lektor við HA, Guðrún Alda Harð- ardóttir lektor við HA, Olga Gísla- dóttir leikskólakennari við leikskól- ann Leikhóla í Ólafsfirði og Hanna Berglind Jónsdóttir leikskólakenn- ari á Sunnubóli á Akureyri. Ráðstefna um yngstu leikskólabörnin HEILSUDAGAR Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði, sími 483 0300 hvíld - fræðsla - hreyfing - kraftur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.