Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 19 Í GLAMPANDI sól birtist skag- firski skemmtibáturinn Straumey nú fyrir helgina með 40 fríska kenn- ara frá Sauðárkróki innanborðs. Þetta var vorferð starfsfólks Ár- skóla sem hefur undanfarin vor heimsótt eyjar í kringum landið í skólalok. Og nú var komið að Grímsey, útverðinum í norðri. Kennararnir í góðum gönguskóm og tilheyrandi gengu Grímsey þvera og endilanga undir styrkri leiðsögn hreppstjórans Bjarna Magnússonar. Ekki má gleyma stoppi og myndatökum á heim- skautsbaug. En fyrst eftir að lagst var að bryggju heimsóttu kennararnir Gallerí Sól, handverkshúsið hér og skoðuðu handverk grímseyskra kvenna, minjagripi tengda eyjunni og kort. Eftir gönguna góðu beið ferða- langanna kaffihlaðborð kvenfélags- kvenna Baugs sem þeir nutu hið besta. Næst á eftir komu far- fuglanna er það sumarboði í Gríms- ey þegar fyrstu ferðamennirnir og ferðahóparnir mæta. Sumarið er komið Þessi sumarstemmning hefst raunar þegar ferjan Sæfari smellir upp 90 manna farþegahúsi sem hvílt er yfir vetrartímann og lengir stopp í þrjá klukkutíma fyrir ferða- menn. Flugið hérna tekur líka stóran kipp því yfir sumarmánuðina er flogið til Grímseyjar öll kvöld vik- unnar nema laugardagskvöld auk tveggja fastra ferða á daginn. Já, sumarið er sannarlega komið við heimskautsbaug nema hvað við bíðum eftir nokkrum plúsgráðum við lofthitann. Morgunblaðið/Helga Mattína Skemmtibáturinn Straumey með skagfirska kennara við Grímsey. Fyrsta skemmti- skip sumarsins Grímsey ÍSLANDSFUGL ehf. hefur opnað nýja heimasíðu. Þetta er viðamikil síða sem gefur glögga mynd af upp- byggingu fyrirtækisins, en stefnt er að því að fyrstu vörur þess komi á markað undir lok júlí. Á heimasíðunni er gerð ítarleg grein fyrir kjúklingarækt sem er mjög vaxandi búgrein hér á landi, sögu hennar og aðferðum við eldi. Þá er þar einnig að finna stærsta kjúk- lingauppskriftabanka landsins. Athygli hf. á Akureyri hafði yfir- umsjón með gerð síðunnar og ann- aðist alla textavinnslu. Jóhann H. Jónsson, grafískur hönnuður í Reykjavík, sá um tæknilega úr- vinnslu og grafíska hönnun. Slóð síð- unnar er www.islandsfugl.is. Arnar Tryggvason, grafískur hönnuður hjá fyrirtækinu Norðan 2 á Akureyri, hefur gert nýtt merki fyrir félagið. Á heimasíðunni verður unnt að fylgjast með fréttum af fyrirtækinu, uppbyggingu þess og áformum. Íslandsfugl opnar heimasíðu HÁSKÓLINN á Akureyri og Rann- sóknarstofnun HA halda ráðstefnu í dag, föstudag, og er efni hennar; litlu börnin í leikskólanum, þ.e. börn á aldrinum eins til þriggja ára. Ráðstefnan nefnist „Gaggala Tutti“ 1–3 ára í leikskóla og er sú fyrsta hérlendis sem sérstaklega er tileinkuð yngstu börnunum í leik- skólanum. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu er mikill áhugi er fyrir ráð- stefnunni og komast færri að en vilja. Fimm erindi verða flutt en þau flytja Sigríður Síta Pétursdóttir ráðgjafi við RHA, Kristín Dýrfjörð lektor við HA, Guðrún Alda Harð- ardóttir lektor við HA, Olga Gísla- dóttir leikskólakennari við leikskól- ann Leikhóla í Ólafsfirði og Hanna Berglind Jónsdóttir leikskólakenn- ari á Sunnubóli á Akureyri. Ráðstefna um yngstu leikskólabörnin HEILSUDAGAR Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði, sími 483 0300 hvíld - fræðsla - hreyfing - kraftur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.