Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 24
VIÐSKIPTI 24 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, fagnar framkomnum hugmyndum um uppbygg- ingu þekkingarseturs í landi Lundar við Ný- býlaveg í Kópavogi. Hann sagði í setningar- ræðu á ráðstefnu, sem haldin var í gær um virkjun þekkingar sem upsprettu verðmæta, að hann mundi eftir fremsta megni greiða götu hugmynda sem Þróunarfélagið Lundur hefur unnið að útfærslu á. Hugmyndirnar gera ráð fyrir uppbyggingu ríflega 50 þúsund fermetra atvinnu- og íbúðarhúsnæðis fyrir þekkingariðn- aðinn. Sigurður sagðist vona að Þróunarfélag- inu mundi takast að koma hugmyndunum í höfn og að mannvirkin risu á umræddu svæði í fullri sátt við umhverfið. Mats Wisk, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá finnska stórfyrirtækinu Nokia, flutti erindi á ráðstefnunni þar sem hann sagði frá helstu áföngum í 130 ára sögu fyrirtækisins og mikl- um vexti þess á síðastliðnum árum. Fram kom í máli hans að velgengni Nokia í harðri sam- keppni á alþjóðamarkaði stafaði einna helst af skýrum markmiðum og því að fyrirtækinu hefði tekist það ætlunarverk að skapa sér sérstöðu á fjarskiptamarkaði. Per Morten Vigtel, stjórnarformaður IT Fornebu og formaður Samtaka norskra fjár- festa, sagði á ráðstefnunni frá uppbyggingu að- stöðu fyrir þekkingariðnaðinn á Fornebu flug- velli í Ósló, sem lagður hefur verið af. Hann sagði að uppbyggingin væri stór í sniðum til að hún vekti athygli erlendis, því þekkingarsetur væru að rísa víða um heim og samkeppnin í þeim efnum væri mikil. Skýr markmið og sérstakar starfsaðferðir hjá Nokia Matt Wisk sagði að Nokia, sem áður hefði helst verið þekkt fyrir framleiðslu á stígvélum, hefði starfað á ýmsum sviðum er líða tók á tutt- ugustu öldina, eftir samruna við fjölmörg fyr- irtæki. Um miðjan síðasta áratug hefði hins vegar verið tekin ákvörðun um það hjá fyr- irtækinu, að það myndi sérhæfa sig á sviði fjar- skiptatækni. Eftir það hefði velgengnin byrjað fyrir alvöru. Hann lagði sérstaka áherslu á að skýr markmið og sérstakar starfsaðferðir fyr- irtækisins hefðu mikið að segja um velgengni þess. Áhersla væri til að mynda lögð á að koma vel fram jafnt við starfsfólk sem viðskiptavini og að læra af mistökunum, sem hann sagði töluvert um í þeirri starfsemi sem fyrirtækið fæst við. 20 þúsund starfsmenn í þekkingarsetri á Fornebu Í Skandinavíu er hraðasta uppbygging í þekkingariðnaðinum í heiminum í dag að sögn Per Morten Vigtel. Hann sagði að stefnt væri að samvinnu Norðurlandanna með uppbygg- ingu þekkingarsetursins á Fornebu flugvelli. Fjárfestar hafi tekið höndum saman um 60 milljarða króna fjárfestingu, sem ætlað sé að tryggja alþjóðlega samkeppnishæfni norsks hugbúnaðar- og þekkingariðnaðar. Gert sé ráð fyrir að þegar uppbyggingu svæðisins verði að fullu lokið á árinu 2008 muni um 20 þúsund manns starfa á svæðinu. Markmiðið sé að stuðla að samvinnu milli rannsókna, menntunar og viðskipta. Hann sagði að norska símafélagið Telenor væri stærsti einstaki fjárfestirinn í IT Fornebu. Aðrir fjárfestar væru einstaklingar, fyrirtæki, rannsóknar- og menntastofnanir, samtök úr atvinnulífinu og norska ríkið. Þörf á meira samstarfi íslenskra fyrirtækja Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa hf., sagði á ráðstefnunni í gær að til að ná árangri í alþjóðlegri samkeppni í þekkingariðn- aðinum þyrfti samstarf milli íslenskra fyrir- tækja að vera mun meira en nú er, meðal ann- ars vegar þess hvað markaðssetning erlendis væri kostnaðarsöm. Þá sagði hann að hlut- verkaskipting milli ríkisins og einkaaðila þyrfti að vera skýrari. Einkaaðilar ættu að annast fjármögnun, þróun og sölu en hlutverk ríkisins ætti að vera að skapa rétt umhverfi. Í þeim efn- um nefndi hann sérstaklega samkeppnishæft skattaumhverfi og stöðugleika. Besta fjárfest- ingin í tengslum við þekkingariðnaðinn liggur að mati Frosta í öflugu menntakerfi. Þekkingarsetur í Kópavogi rætt á ráðstefnu um virkjun þekkingar Hugmyndunum vel tekið af bæjaryfirvöldum Morgunblaðið/Golli Mats Wisk, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Nokia, segir að skýr markmið og sérstaða á markaði sé einn helsti grunnurinn að velgengni fyrirtækisins. STEFNT er að því að lækka kostnað við uppbyggingu hins sænska kerfis fyrir þriðju kynslóð farsíma, svokallaðra G3, um helming. Símafyrir- tækin fjögur sem hrepptu hnossið í umtöluðu útboði á síðasta ári hafa ákveðið að eiga samráð um uppbygg- inguna sem mun að öllum lík- indum lækka kostnaðinn úr 950 milljörðum ísl. kr. í 425 milljarða. Fyrirtækin fjögur hyggjast nýta sömu möstur, senda o.fl. Samkvæmt reglum sænsku símamálastofnunarinnar er þeim leyfilegt að samnýta 70% en hvert um sig verður að legga 30% til sjálft. Að sögn Svenska dagbladet hafa engar efasemdir verið látnar í ljós um hvort fyrirtækjunum tekst að koma kerfinu upp á réttum tíma. Það á að vera tilbúið í árslok 2003 en fyrstu notendurnir eiga að geta kveikt á símum sínum í janú- ar nk. Það vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þegar G3-farsímakerfið, eða UMTS, var boðið út að Telia, sem er að stærstum hluta í eigu sænska ríkisins, skyldi ekki hljóta leyfi. Mun minni fyr- irtæki; Europolitan, Hi3G, Orange og Tele2, skiptu fengnum með sér. Gerðu þau ráð fyrir að kostnaðurinn yrði upp undir 1.000 milljarðar, mestur hjá tveimur fyrst- nefndu; 250 og 350 milljarðar, 180 milljarðar hjá Orange og 160 milljarðar hjá Tele2. Nú hafa Hi3G, Europolitan og Orange stofnað dreifingarfyr- irtæki, Infrastructure Serv- ices AB sem setja mun upp kerfi sem nær til um 70% íbú- anna. Þá hefur Tele2 tekið upp samstarf við Telia sem hyggst bjóða viðskiptavinum sínum upp á UMTS þjónustu þrátt fyrir að fyrirtækið reki ekki eigið kerfi. Segir Henrik Ringmar, framkvæmdastjóri Svenska UMTS Nät AB, fyr- irtækis Tele2 og Telia, að sparnaðurinn nemi líklega um helmingi. Samstarf um UMTS sparar helming Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FORSTJÓRI Telenor, Tormod Her- mansen, hefur staðfest að markmið fyrirtækisins sé að komast inn á sænska farsímaþjónustumarkaðinn, hugsanlega með samstarfi við Tele2 eða Europolitan. Þetta gæti kostað fyrirtækið allt að 30 milljörðum norskra króna, að því er fram kemur í Dagens Næringsliv. Hugleiðingar Hermansen um fjár- festingar í Svíþjóð fá ekki góðan hljómgrunn hjá forsvarsmönnum fyrirtækjanna tveggja. Forstjóri Tele2, Lars-Johan Jarnheimer, seg- ist ekki áhugasamur um samruna eða samstarf við annað símafélag. Forstjóri Europolitan vill ekki tjá sig um málið og bendir á eigendur fyrirtækisins, en meirihlutaeigandi er breska símafélagið Vodafone. Í grein Dagens Næringsliv kemur fram að Hermansen trúir ekki á þrí- hliða samruna Telia, Tele Danmark og Sonera og finnst Telenor ekki sitja hjá þegar talað er um stofnun norræns símarisa. Í fyrradag var tilkynnt um stöðu- hækkun framkvæmdastjóra hjá Telenor, Jon Fredrik Baksaas, en hann mun nú gegna stöðu staðgeng- ils forstjóra. Hermansen segist ekki vera að láta af störfum, heldur sé hann einungis að minnka álagið. Vill á sænska farsímamarkaðinn                                
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.