Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 29 að þingið, þar sem umbótasinnar eru í meirihluta, gæti ekki aflétt fjöl- miðlabanni sem sett hefur verið á yfir 40 dagblöð, og varð þetta alvarlegt áfall fyrir umbótastefnu Khatamis forseta. Þegar Khamenei er ekki sjálfur í sviðsljósinu lætur hið valdamikla Verndararáð til sín taka og notar neitunarvald sitt til að stöðva fram- gang lagafrumvarpa sem þingið hef- ur samþykkt. Dómstólar, sem einnig eru í höndum íhaldssinna, hafa und- anfarið hneppt fjölda stuðnings- manna forsetans í varðhald, blaða- nautur Khatamis er Ahmad Tavakoli, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, en hann samkvæmt skoðanakönnunum er fylgi hans mun minna en forset- ans, eða aðeins um 11%. Khatami vann óvæntan sigur á frambjóðanda ráðandi íhaldsafla í Ír- an í kosningunum 1997, og hlaut 20 milljónir atkvæða. Nú eru um 42,1 milljón á kjörskrá, og hljóti Khatami fleiri atkvæði nú en fyrir fjórum ár- um myndi það veita honum gífurleg- an styrk og auka þrýsting á að and- stæðingar hans fari bil beggja. Þrátt fyrir vinsældir Khatamis hafa íhaldsmenn tögl og hagldir í réttarkerfinu í Íran, hernum, fjöl- miðlum, pólitískum eftirlitsráðum og öflugum stofnunum sem svo að segja stjórna efnahagslífinu Þótt Khatami muni tryggja sér setu á forsetastóli í fjögur ár til við- bótar eru Íranir nú að kjósa „næst- æðsta mann“ stjórnkerfisins, eins og ríkisfjölmiðlar hafa minnt kjósendur á undanfarið. Völd æðsta leiðtoga landins, Ayatollah Alis Khameneis, eru margfalt meiri en völd forsetans, og hefur Khamenei ekki hikað við að beita sér til þess að hafa hömlur á áætlunum forsetans um félagslegar og pólitískar umbætur. Khamenei sá sjálfur til þess í fyrra HELSTU stuðningsmenn Mohamm- ads Khatamis Íransforseta spá því að hann muni vinna annan stórsigur í forsetakosningunum er fram fara í dag, og fá endurnýjað umboð til að halda áfram umbótaáætlunum sín- um. „Við teljum að atkvæðin verði fleiri en síðast – bæði hlutfallslega og í kjörsókn,“ sagði Mohsen Mirdamadi, þingmaður Íslömsku þátttökuhreyf- ingarinnar, flokks sem hlynntur er Khatami. Sagði hann ennfremur að væntan- legur stórsigur Khatamis á níu öðr- um frambjóðendum, íhaldssinnum og óháðum, myndi neyða íslamska harð- línumenn er gegni háum, opinberum embættum án þess að hafa verið kjörnir til þeirra, til að hætta að hindra umbætur. „Ef Khatami fær fleiri atkvæði þrátt fyrir öll vandamál undanfar- inna tveggja eða þriggja ára þýðir það að fólk vill fylgja honum. Þrýst- ingur frá almenningi og öflugur stuðningur hans getur leitt til breyt- inga á næsta hálfa ári,“ sagði Mirda- madi. Í skoðanakönnun er gerð var í síð- ustu viku fyrir sjónvarpið í Abu Dhabi var Khatami spáð öruggum sigri með 75% atkvæða. Helsti keppi- menn, stúdentaleiðtoga og andspyrnumenn. Khatami forseti hefur sjálfur barmað sér yfir því hversu lítil völd hann hafi, þótt margir utanaðkom- andi stjórnmálaskýrendur hafi haldið því fram að umbótastefna forsetans muni á endanum verða ofan á. „Ég held að við munum sjá umtalsverðar breytingar á næstu tveim til þrem ár- um,“ sagði asískur stjórnarerindreki við fréttamann AFP-fréttastofunnar. „Íhaldsmenn einfaldlega geta ekki haldið uppteknum hætti.“ Útlit fyrir stórsigur Khatamis í forsetakosningum í Íran í dag Reuters Íranskar konur sitja í skugganum af bíl sem er alsettur myndum af Khatami forseta. Íhaldsmenn hafa þó enn tögl og hagldir í landinu Teheran. Reuters. LÍK ÞÚSUNDA barna voru flutt til Bandaríkjanna frá Hong Kong, Ástrarlíu, Bret- landi, Kanada og Suður-Am- eríku og þau notuð í leynileg- um kjarnorkutilraunum. Þetta kemur fram í gögnum frá bandaríska orkumálaráðu- neytinu sem nýlega voru gerð opinber. Byrjað var á tilraunaverk- efninu, sem hlaut leyninafnið „sólskynsverkefnið“, að undir- lagi Nóbelsverðlaunahafans Willards Libby. Meðal gagnanna sem birt voru er af- rit samtals þar sem eftirfar- andi er haft eftir Libby: „Við báðum mjög dýra lögfræði- stofu um að athuga lög um lík- amsþjófnaði. Þau eru ekki mjög uppörvandi“. Samt sem áður hvatti hann samstarfs- menn sína til finna leiðir til að útvega mannslíkami í trássi við lögin. Barnslíkum stolið Í gögnunum segir að mörg barnslíkanna hafi verið tekin án þess að samráð hafi verið haft við foreldra eða aðstand- endur þeirra. Jean Prichard sagði frá því í samtali við breska blaðið Observer að lappir dóttur hennar hefðu verið fjarlægðar að henni for- spurðri. Til að koma í veg fyrir að hún kæmist að hinu sanna var henni bannað að klæða lík barnsins fyrir útförina. Fætur barnsins voru notaðir af bresk- um vísindamönnum sem stund- uðu svipaðar rannsóknir og bandaríkjamennirnir. Ásakanirnar rannsakaðar Yfirvöld í Hong Kong og Ástralíu eru að rannsaka hvort fullyrðingar um að lík þúsunda barna hafi verið flutt frá ríkj- unum tveimur til Bandaríkj- anna eigi við rök að styðjast. Ástralska geislavarnar- og kjarnorkuöryggis stofnunin viðurkennir að hún hafi notað barnslík við rannsóknir á geislavirkni nokkurra efna en neitar að áströlsk barnslík hafi verið flutt til bandaríkjanna. Larry Arbeiter frá Chicagohá- skóla staðfestir hins vegar að lík ástralskra barna hafi verið notuð við tilraunir í Bandaríkj- unum frá árinu 1955. Sólskinsverkefninu lauk seint á áttunda áratugnum. Lík barna notuð við kjarnorku- tilraunir London, Hong Kong, Sydney. AFP, The Daily Telegraph. KVIÐDÓMUR í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur dæmt tóbaks- framleiðandann Philip Morris til að greiða hæstu skaðabætur til einstak- lings, sem tóbaksfyrirtæki hefur verið gert að greiða, eða ríflega 300 milljarða króna. Richard Boeken, 56 ára gömlum Bandaríkjamanni voru dæmdar bæt- urnar. Boeken var greindur með lungnakrabbamein af völdum reyk- inga árið 1991. Hann hafði þá reykt tvo pakka af sígarettum á dag frá 13 ára aldri. „Að kviðdómurinn dæmi svo háar skaðabætur er ekki aðeins óraun- hæft og órökrétt heldur gerir hann einnig dómskerfi okkar að aðhláturs- efni,“ sagði William Ohlemeyer, varaforseti Philip Morris, eftir að dómshaldinu lauk. Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem er stærsti tóbaks- framleiðandi í Bandaríkjunum, munu áfrýja dómnum. Greiði 300 milljarða Washington Post.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.