Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 08.06.2001, Síða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖLL þrjú skiptin sem ég brá mér á sýninguna, Ár poppsins, í Pompidou menningarmiðstöðinni sem var opnuð 15. mars en lýkur 18. júní, var þétt- pakkað í sölunum. Raunar svo mjög að í þriðja skiptið var mér nóg boðið og hrökklaðist fljótlega frá, gerði sos- um minna til þar sem svo margt kom mér meira en kunnuglega fyrir sjónir. Hin mjög svo tæmandi sýning er seint á ferð og enn eitt lýsandi dæmi um klerkavaldið í París. Alræði sem ekki tekur svo glatt við núlista- stefnum að utan, frekar að listhúsin streitist í lengstu lög á móti um leið og þau reyna allt hvað tekur að mark- aðssetja eigin list og listheimspeki. Hafa svo í nær hálfa öld orðið að kyngja mörgum beiskum bitanum, er hlutirnir þróuðust ekki samkvæmt óskhyggju þeirra og mynstri. En þetta ætti að segja einhverjum, að listinni verður trauðla fjarstýrt til lengdar og öll einsýn miðstýring þannig af hinu illa, ennfremur að hún lifir eigin lífi og verður ekki sett í bönd, frekar en vindáttirnar. Framkvæmdin mikla París-Berlín markaði hér afdrifarík spor og ekki síður sýningin á Vínarskólanum, sem gerði allt vitlaust í borginni. Í fyrra fallinu höfðu engir verið iðnari en þeir í Frans, við að bólusetja evrópubúa gegn þýskri myndlist fyrir hráa og grófa framsetningu og Vínarmálara fyrir skreytikennd og væmni. Þó lík- ast til öllu eðlilegra að popplistin kæmi til muna verr við þá, meður því að hún rak fleyg inn í viðteknar hug- myndir um málverkið og hafði hausa- víxl á listhugtakinu sem háleitum miðli einvörðungu. Þrengdi hvunn- deginum, neyslusamfélaginu og af- þreyingariðnaðinum í sviðsljósið, öll- um hliðum fyrirbæranna. Markaði afdrifaríkari breytingar en nokkur önnur stílhvörf á síðustu öld, hrær- ingarnar og uppstokkanirnar sem í kjölfarið fylgdu meiri, altækari og af- drifaríkari en í annan tíma. Hafi abstraktlistin stokkað upp spilin svo um munaði fyrir og eftir miðbik ald- arinnar má kannski orða það svo, að popplistin hafi þeytt þeim í allar áttir svo víðtæk áhrif sem hún hafði og rækilega umturnað öllum fyrri gild- um á einn veg líkt og impressjónist- arnir hundrað árum áður. Bein og sýnileg áhrif hennar voru mikil, hin óbeinu enn meiri, sem var að hræra upp í viðhorfum listamanna um víða veröld til skapandi athafna. Og eins og aðrar listastefnur átti hún nær- tækan aðdraganda, sem var hin mikla umbylting á öllum upplýsingamiðlum í múgsamfélaginu og framsókn neyslu-, afþreyingar- og velferðar- þjóðfélagsins. Þróun sem hafði á sér margar hliðar, sumar raunar mjög umdeilanlegar. Þetta voru líka tímar gerviefna sem ruddu sér til rúms sem aldrei fyrr, listin kjörin vettvangur til að sannprófa þau og markaðssetja. Þannig næsta eðlilegt að hér yrðu Ameríkumenn fyrstir að taka við sér en Parísarskólinn síðastur, allt galop- ið í nýja heiminum en flest niður- njörvað og í föstum skorðum í þeim gamla. Iðnjöfrar höfðu snemma uppgötv- að hagnýti þess að virkja hugarflug framsækinna myndlistarmanna varð- andi fjölbreytni og styrkleika nýrri efna, að þeir væru færari að leysa ým- is vandamál með skynfærunum en efnafræðingarnir með þekkingunni og prófgráðunum, yfirburðir þeirra um formræna mótun svo ótvíræðir. Það var svo engin tilviljun að auglýs- ingahönnuðir með listræna æð skyldu verða brautryðjendur og stjörnur poppsins í New York. Þeir höfðu að- gang að öllum sjónrænum hjálpar- tækjum til fjölföldunar ásamt mennt- un og kunnáttu til að hagnýta sér þau, þarmeð betur í stakk búnir til að taka forustuna en málararnir með pent- skúfinn einan að vopni. Blómaskeið popplistarinnar telst hafa varað frá 1956–1968, en sú árátta að hagnýta sér fjöltæknimiðlana er enn í fullum gangi. En hún á sér til muna lengri sögu í fortíðinni, en þá sem einangraðra fyrirbæri og helst í frumdada og súrrealisma, í millitíð- inni höfðu svo bógar eins og Eduardo Paolozzi, Francis Bacon og John Heartfield farið að nota eitt og annað úr fjöltækninni í þágu sköpunarferlis mynda sinna og margir aðrir minni spámenn. Ekki má hér gleyma hug- myndasmiðnum fjölhæfa Man Ray, en list hans átti erfitt uppdráttar í París á árum áður eða allt fram á síð- ari ár er stjarna hans varð stöðugt greinilegri á himnafestingunni. Hug- myndaferli popplistarinnar ruddi svo brautina fyrir fleiri afbrigði núlista svo sem nýdada, fluxus og nýraunsæi ásamt því sem hefur verið sett undir einn hatt á seinni tímum undir sam- heitinu fjöltækni, þannig eru sumir poplistamenn einnig orðaðir við fleiri en einn geira núlista. Þó svo popplistin í upprunalegri mynd sé ekki lengur mál málanna vinna brautryðjendurnir enn á fullu í stílbrögðunum, ekki síður en brim- brjótar annarra listastefna, hvort heldur strangflatamálarar sem iðk- endur óformlega málverksins. Ein- faldlega vegna þess að þótt blóma- skeið stílbragða líði undir lok minnkar það ekki vægi þeirra í hönd- um skapenda sinna, en þau eru ein- faldlega ekki alltyfirgnæfandi tísku- fyrirbæri lengur. Á framkvæmdinni í París hefur áherslan verið lögð á sögu, þróun og breidd poppsins, einkum víxlverkanir og áhrif til margra átta, svo sem hönnun, akitektúr, tónlist og fata- tísku. Þau eru svo langtum meiri en margan grunar hér á norðurslóðum sem greinilega kemur fram á sýning- unni og kom jafnvel skrifara nokkuð á óvart, en gerir hana um leið tætings- legri, sem þó má allteins vera mark- miðið. Auðséð var að sýningargest- irnir, sem voru í yngri kantinum í heildina, voru með á nótunum og lifðu sig inn í þennan um margt skondna heim enda líkast til í fyrsta skipti sem poppið er sýnt í jafnvíðtæku sam- hengi í Parísarborg. Guðmundur Erró, sem nú má telja svar Parísarskólans við engilsax- neska poppinu, er kynntur með tveim myndum, önnur þeirra er Matar- landslagið frá Núlistasafninu í Stokk- hólmi, og vekur sem jafnan mikla at- hygli. Hún var gerð einhvern tíma á árunum 1962–64 í miðjum uppgangi poppsins. Myndheimur Errós er þó allteins og jafnvel frekar kenndur við nýraunsæi líkt og sitthvað sem Claes Oldenburg og Robert Rauschenberg gera er einnig kennt við Fluxus. Þannig skarast stílbrögðin sitt á hvað en poppið gerði núið sýnilegra, allar hliðar þess. Poppið var fyrst fyrir alvöru sýni- legt í Evrópu 1968 en þá í Þýskalandi, svo það hefur tekið nokkuð langan tíma til að ná til Parísarborgar, þótt ýmis fyribæri þess hafi verið gott bet- ur en sýnileg. Í þessari mynd er um núliðna fortíð að ræða þótt sumt hafi verið furðu lífseigt og er stöðugt að endurtaka sig í verkum hinna ungu enda kennslugrein í fjöltæknideildum skóla. Skiljanlega dálítið undarlegt fyrir pistilhöfund að skoða sýninguna og þessi stílbrögð sem sígilda fortíð því ekki laust við að list sjálfs hafi skarað þau rækilega á tímabili. Það er önnur saga en þessvegna var honum svo um að bera framkvæmdina augum að það héldu honum engin bönd … Táknræn fyrirbæri í hönnun og notkun gerviefna; Hanski, lampi, stóll, höfundar: Jonathan de Pas/ Superstudio-hópurinn/Jonathan de Pas, Donato D’Urbino, Paolo Lomazzi og Carla Scolari. Gerhard Richter; Partý, 1962, blönduð tækni. Popp í París Líkast til mun engin listsýning vormánaðanna hafa notið viðlíka athygli og aðsóknar og Ár poppsins, les années pop, í Pompidou-listamiðstöðinni í París, sem nú er að ljúka. Hún bregður upp raunsannri mynd af fjölbreytni listastefnunnar sem olli svo miklum og afdrifaríkum umskiptum á sjöunda áratugnum. Bragi Ásgeirsson var á vettvangi. Í þessu verki Martial Raysse, sem nú getur að líta í Pompidou-lista- miðstöðinni, Málverk háþenslu, 1965, 165x97,5 sm, renna á táknrænan hátt saman ýmis tæknibrögð poppsins, ljósmynd, málverk og flúorljós.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.