Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 31 Gullsmiðir „STÓRT, einfalt og sterkt“ voru þau orð sem einn gesta Fen- eyjatvíæringsins lét falla um verk- ið „Diabolus“ eftir Finnboga Pét- ursson í gær, en Finnbogi er fulltrúi Íslendinga í ár á þessari miklu alþjóðlegu myndlistarhátíð, sem haldin er á tveggja ára fresti. Sýning hans verður opnuð form- lega í Feneyjum í dag og mikill straumur af fólki hefur verið við skálann þar sem verkið er til húsa. Fjölmiðlafólk og fyrstu gestir komu á sýningarsvæðið í fyrradag en þjóðirnar eru nú hver af ann- arri að opna sýningar sínar. Verkið „Diabolus“ er hannað þannig að það myndar göng sem mjókka inn í sýningarskálann, en í gegnum þau óma tveir tónar sem saman mynda „díabolus in mu- sica“, tónbil sem bannað var af kirkjunni fyrr á öldum. Hrafnhildur Schram, sem sér um sýninguna fyrir Íslands hönd, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að vel hefði gengið að koma verki Finnboga upp. „Enda vaskir menn að verki sem eru búnir að vera í rúma viku við smíðar,“ sagði hún, og vísaði þar til þeirra Þórs Vigfússonar og Daníels Magnússonar sem listamaðurinn hafði sér til fulltingis. „En auðvit- að njótum við þess fyrst og fremst að hér er um að ræða afar gott verk frumlegs listamanns. Skálinn er einnig mjög vel staðsettur, al- veg við hliðina á ítalska sýning- arskálanum. Það er því mikil um- ferð hér framhjá, svo flestir gefa okkur gaum. Verkið sjálft gengur töluvert út úr hinu eiginlega sýn- ingarrými og segja má að það sæki fólkið og leiði það inn í skálann.“ Full bjartsýni Hrafnhildur sagðist vera afar ánægð nú þegar að opnunin væri í sjónmáli. „Ég er full bjartsýni enda gefst hér gott tækifæri til að koma Finnboga Péturssyni af stað út í heim. Verkið, sem má skil- greina sem umhverfisverk, er ákaflega virkt. Það grípur út í rými áhorfandans – inn í það rými sem við erum sjálf að hrærast í. Sömuleiðis fellur það vel inn heild- armynd tvíæringsins í ár og þó ég vilji hreint ekki lýsa neinni andúð á málverkinu held ég að það hefði t.d. orðið erfitt fyrir málverk að gera sig í því samhengi sem hér er ráðandi.“ Finnbogi Pétursson var að von- um þreyttur eftir vinnutörn síð- ustu viku en jafnframt ánægður með útkomuna. „Það er oft þannig með mína myndlist að reynslan af fullunnu verki felur miklu meira í sér heldur en ég hafði gert mér í hugarlund þegar ég fékk hug- myndina,“ sagði hann, er Morg- unblaðið náði tali af honum þegar verið var að leggja síðustu hönd á uppsetninguna. „Og þannig hefur það einnig verið hér í Feneyjum nú. Göngin, sem eru byggð eins og lúður, virka nefnilega í báðar átt- ir. Þau bæði dreifa hljóðinu sem kemur að innan og safna saman hljóði sem kemur að utan. Reynsla áhorfandans er því margþættari en ég hafði gert ráð fyrir – hið gamla og nýja tvinnast saman af meiri styrk en ég hafði gert mér vonir um.“ Opnun íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum Stórt, einfalt og sterkt Morgunblaðið/Fríða Björk Við íslenska skálann: Guðný Magnúsdóttir, Edda Jónsdóttir, Finnbogi Pétursson, Hrafnhildur Schram, Þór Vigfússon og Daníel Magnússon. Feneyjum. Morgunblaðið. TÓNLEIKAR í Garðabæ er nafn á tónleikaröð og hafa þegar verið haldnir fernir tónleikar og m.a Jazz- dagar. Sl. miðvikudag voru söng- tónleikar, þar sem Ingibjörg Guð- jónsdóttir og Peter Màté fluttu ljóðasönva eftir Grieg, Brahms og Rachmaninov og nýstofnaður Kvennakór Garðabæjar, undir stjórn Ingibjargar, kom fram í fyrsta sinn. Á hausti komanda verða tónleikar sem vel má huga að, því 8. september munu Christiane Oelze og Rudolf Jansen halda ljóðatón- leika, 11. og 12. október kemur svo Vínardrengjakórinn í heimsókn og 1. desember leikur Sinfóníuhljóm- sveit Íslands í Garðabæ. Ingibjörg Guðjónsdóttir og Peter Màté hófu tónleikana í Kirkjuhvoli sl. miðvikudagskvöld með fimm söngvum eftir Edward Grieg, To brune Øjne, Det første møde, God morgen, Et Håb og En Drøm, sem Ingbjörg söng fallega en í heild var flutningurinn við daufari mörkin og lék píanóleikarinn Peter Màté allt of veikt undir. Þetta var sérlega áberandi í þremur ljóðum eftir Brahms, sérstaklega í Von ewiger Liebe og Vergebliches Ständchen, sem bæði eru samleiksverk, ekki einsöngslög með undirleik. Flutn- ingur í Der Jäger var fallega mót- aður, bæði af söngvara og píanóleik- ara. Fjögur lög, Í þögn leyndardómslegrar nætur, þær svöruðu, Syngdu ekki, fagra og Vor- leysingar, öll eftir Rachmaninov, voru fallega flutt en þó án þess rússneska og víðfeðma þunga, sem Rússar eru frægir fyrir. Af þeim lögum sem sérstaklega má nefna fyrir góðan flutning var En Drøm eftir Grieg. Der Jäger eftir Brahms og Syngdu ekki, fagra, sem er eitt af frægari sönglögunum eftir Rachmaninov. Ingibjörg er góð söngkona en flutningur hennar var í daufara lagi, sérstaklega í Brahms. Kvennakór Garðabæjar var stofn- aður sl. haust og á þessum stutta tíma hefur Ingibjörgu tekist að æfa upp þokkalegasta kór, þó enn eigi konurnar eftir að þroska söngtækni sína, sem tekur nokkurn tíma og mikla vinnu. Kórinn var vel æfður og söng af þokka íslenska þjóðlagið Hættu að gráta hringaná, danska þjóðlagið I skovens dybe stille ro, Senn kemur vor eftir Kabalevsky og fjóra móraviska dúetta op. 32, eftir Dvorák, sem eru léttir og elskulegir dúettar. Þessir dúettar eru alls 26, voru sumir þeirra það fyrsta sem Brahms sá eftir Dvorák og kom á framfæri við úgefandann Simrock og markar samvinna upp- haf vinsælda þeirra sem Dvorák síð- ar naut. Þetta eru sérlega fallegir dúettar og þrátt fyrir að sumir þeirra séu ákaflega einfaldir, og hvað texta snertir léttvægir, mis- tekst Dvorák aldrei að gera þá að áhugaverðri tónlist. Madrigalarnir eftir Morley og Dowland voru viðfangsefni sem út- heimta þjálfaða sönggetu og t.d. Now is the month of Maying, sem er upprunalega samið fyrir fimm- radda blandaðan kór, var sönglega of erfitt sem upphafsviðfangsefni. Kvartett söng Come again eftir Dowland og Though Pihillomela lost her love eftir Morley og þar vantaði meiri tónfyllingu í raddhljóminn til að lögin næðu að hljóma sannfær- andi. Litlu amerísku þjóðlögin, sem voru síðast á efnisskránni eru ákaf- lega sakleysisleg viðfangsefni, en þau eru úr safnriti Old American Songs (tvö hefti), sem Copland gaf út 1952 og 53. Hann (og reyndar fleiri) útsetti sum laganna fyrir hljómsveit 1958 og Britten mun hafa sótt sér efni í þetta safn, t.d. með því að útsetja I bought me a cat, sem Peter Pears mun hafa sungið í Aldeburgh 1950. Þessi litlu en leikandi þjóðlög voru fallega sungin, þótt það vantaði snerpuna sérstaklega í það síðasta Ching-a- ring Chaw, sem er ekta barnarím- leikur. Þrátt fyrir að byrjendabrag- ur væri á söng Kvennakórs Garða- bæjar er það tíminn og vinnan, sem skera úr um það hvort kórinn nær að þroskast sem samstæður söng- hópur, en það er mikil vinna sem liggur í því að kenna fólki að syngja. Að kenna fólki að syngja TÓNLIST K i r k j u h v o l l Ingibjörg Guðjónsdóttir, Peter Màté fluttu ljóðasöngva eftir Grieg, Brahms og Rachm- aninov, Kvennakór Garðabæjar, undir stjórn Ingibjargar Guðjóns- dóttur, flutti íslensk og erlend kór- lög fyrir kvennakór. Miðvikudag- urinn 6. júní, 2001. SÖNGTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson KAMMERKÓR Hafnarfjarðar heldur tónleika í Stafkirkjunni í Vestmannaeyjum á morgun, laug- ardag, kl. 13. Vorið og sumarið eru umfjöllunarefni tónleikanna. Flutt verður íslensk tónlist ásamt tónlist frá Færeyjum, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Öll tónlistin er um vor- og sum- arstemmningu, þar sem fjallað er um landslag, sumarástina, nátt- úruskrúðið og heimahagatregann. Kammerkór Hafnarfjarðar var stofnaður í byrjun árs 1998 og eru þetta tíundu tónleikar hans. Stjórnandi frá upphafi er Helgi Bragason. Aðgangur er ókeypis, en gest- um er gefinn kostur á frjálsum framlögum, sem renna óskipt til líknarmála á vegum Sjómanna- dagsráðs í Vestmannaeyjum. Félagar í Kammerkór Hafnarfjarðar á æfingu. Kammerkór Hafnar- fjarðar í Stafkirkjunni TEA Jaaskelainen opnar myndlist- arsýningu í Gula húsinu, á horni Frakkastígs og Lindargötu, á morg- un, laugardag, kl. 16. Trans-list, nefnist sýningin sem samanstendur af handmáluðum og hekluðum mandölum (yantras). Tea kemur frá Finnlandi og kallar sig trans-listamann. Sýningin verður opin nú um helgina, og næstu helgi frá fimmtud. til sunnudags frá kl. 12–18. Finnsk list í Gula húsinu  ORÐ og tunga er komið út í fimmta sinn. Markmiðið með tíma- ritinu er að ýta undir umræður um orðabókarfræði og orðfræði og rannsóknir á þeim sviðum. Orða- bókarfræði er vaxandi fræðigrein í nágrannalöndum en hefur lítið ver- ið sinnt hér. Að þessu sinni eru í ritinu tíu greinar. Þær eru af ólík- um toga en eru allar á sviði orð- fræða eða orðabókarfræða. Þrjár þeirra fjalla um einstök orð, þrjár um orðabækur eða verkefni á sviði orðabókagerðar sem þegar hefur verið lokið við. Tvær greinar tengjast vekefnum Orðabókar Há- skólans og að lokum er í ritinu grein um stofngerð íslenskra orða. Útgefandi er Orðabók Háskól- ans, en Háskólaútgáfan sér um dreifingu. Ritið er 165 bls. og kost- ar 1.990 kr. Tímarit MARGRÉT Magnúsdóttir opnar sýningu í Listhúsi Ófeigs við Skóla- vörðustíg 5 á morgun kl. 15. Sýn- ingin samanstendur af málverkum og þrívíðum hlutum. Margrét útskrifaðist frá skúlptúr- deild MHÍ 1987 og árið 1993 lauk hún MA frá Listaháskólanum í Berl- ín. Þetta er fjórða einkasýning henn- ar. Sýningin stendur til 23. júní og er opin á verslunartíma. Þrívíð verk hjá Ófeigi UMSÓKNARFRESTUR um styrk úr hinum nýstofnaða Menningar- borgarsjóði rann út 22. maí sl. Rúmlega 200 umsóknir bárust frá öllum landshlutum til fjölbreyti- legra verkefna. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn úthluti 25 milljónum króna í ár. Tilkynnt verður á blaðamanna- fundi næstkomandi þriðjudag, 12. júní, hvaða verkefni hljóta styrki árið 2001. Að sögn Þórunnar Sigurðardótt- ur, formanns úthlutunarnefndar, fór fjöldi umsókna langt fram úr björtustu vonum og segir hún greinilegt að þörf sé fyrir sjóðinn á þessum vettvangi. 200 umsóknir í Menningar- borgarsjóð ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.